Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1994, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1994, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNl 1994 2! pv__________________________________________________Fréttir Laugardalsá 1 ísaflarðardjúpi: Eftir þrjá daga 13 laxar á land „Veiöin hefur bara gengið vel en núna eftir þriggja daga veiði eru komnir 13 laxar á land og stærsti fiskurinn er 16 pund,“ sagði Sigurjón Samúelsson á Hrafnabjörgum við ísafjarðardjúp í gærkvöldi. En veiði hófst í ánni á sunnudaginn. „Fyrsta hálfa daginn veiddust 7 laxar og það er maðkurinn sem hefur gefið þá flesta. Fyrsti laxinn var mættur í ána um mánaðamótin síð- ustu. Það er ágætt veður hérna við Djúpið eins og er,“ sagði Sigurjón ennfremur. Ótrúlegt en satt: Þúsund króna veiðileyf i gaf 17 pundalax Það er ekki allt fengið með því að kaupa dýr veiðileyfi, ódýru veiðileyf- in geta gefið líka. Ungur veiðimaður keypti sér leyfi fyrir fáum dögum fyrir austan, hann renndi fyrir fisk á bökkum Hvítár. Hann keypti veiðileyfi fyrir eitt þús- und krónur og fór til veiða. Veiðin gekk rólega til að byija með en viti menn; hann setur í stórfisk og landar honum skömmu seinna. Þetta var 17 punda fiskur og tók maðk. Baráttan stóð yfir í 10 mínútur og það merki- Ólafur Ó. Johnson með fjóra fallega laxa úr Laxá i Leirársveit fyrir fáum lega við þetta var að veiðileyfið kost- dögu, en Laxfossinn sést í baksýn. Laxá hafði gefið 36 laxa í gærkvöldi aði ekki nema eitt þúsund krónur. og hann var 18 pund sá stærsti. DV-mynd Haukur Laxá í Kjós og Elliða- árnar opnaðar I morgun - hverjir veiða fyrstir? „Það verður gaman að opna Laxá í fyrramálið þvi það hefur sést tölu- vert af fiski í henni,“ sagði Egill Guðjohnsen tannlæknir í gærkvöldi en hann var meðal þeirra sem opn- uðu Laxá í Kjós í morgun. „Vatnið í ánni er orðið skaplegt eftir miklar rigningar og ég held aö áin verði orðin góð á fimmtudaginn. Reyndar verður þetta allt í lagi í fyrramáhð," sagði Egill. Þeir sem opnuðu ána þetta árið voru meðal annars Þórarinn Sig- þórsson, Bolh Kristinsson, Skúfi Jó- hannesson, Páll Magnússon og Ás- geir Þór Árnason. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ætlaði aha vega að mæta við Elhðaámar en ekki var vitað í gærkvöldi hvort hún mundi renna fyrir lax. Heimildir Skúli Jóhannesson, fyrrverandi leigutaki Laxár í Kjós, opnaði ána en hann hefur veitt marga laxa i Laxá. DV-mynd G. Bender okkar sögðu þó að hún mundi renna fyrst í Fossinn. Elliðaárnar í gærkvöldi: M ikið af fólki og f iskum „Þetta eru vænir laxar á sveimi í Fossinum, 10-12 punda laxar," sagði Dagur Garðarsson en hann var einn af þeim fiölmörgu sem mættu við Elhðaámar í gærkvöldi, nokkrum mínútum áður en laxveiðin byrjaði í ánni. Það var maður við mann á brúnni að kíkja eftir fiski í allt gærkvöld og laxinn var að koma. Allt vom þetta faUegir laxar og einn og einn stökk á Breiðunni. Vonir þess sem byrjar í Fossinum í morgunsárið eru miklar, laxinn er mættur og hann er vænn. Tilkynriingar Norrænu flakkararnir er hópur fólks sem kemur aðallega frá Danmörku en einnlg eru í honum Svíar og tvær færeyskar leikkonur sem flutt hafa dagskrá fyrir böm. Efnisskráin er fjölbreytt, annars vegar er 8 manna kór og hins vegar þjóðlagahópur sem syngur og spilar lög af ýmsu tagi. Þjóðlagahópur- inn kemur fram í Turnhúsmu við Tryggvagötu í dag, 15. júní, kl. 21.30 og kórinn syngur í Listaklúbbi Listahátíðar á Sóloni íslandusi í kvöld kl. 22. Kórirrn og þjóðlagahópurinn koma svo fram í Norræna húsinu á fimmtudagskvöld kl. 20.30. Hafnargönguhópurinn Bryggjuhúsinu í Grófmni (Vesturg.) í kvöld 15. júní, stendur Hafnargöngu- Brugðið verður á nýstárlegan leik: „Leit- hópurinn fyrir skemmtigöngu um Kvos- m að þrem krummum" og annað sér til ina og nágrenni. Gangan hefst kl. 21 frá gamans gert. Leikhús Sýnir á Listahátið i Reykjavik Bar Far eftir Jim Cartwright i Lindarbæ Aukasýningar: mlðvikud. 15. júni, flmmtud. 16. Júni. Sýningar hefjast kl. 20.30. Forsala aðgöngumiða er i miðasölu listahátiðar i íslensku óperunni dag- legakl. 15-19, simi 11475, sýningardaga i Lindarbæ frá kl. 19. Sími21971. Leikfélag Akureyrar Sýningar Sýning á myndverkum ungra Islendinga Að undanfömu hefur staðið yfir sýning á 106 myndverkum eftir unga íslendinga í Búnaðarbankanum í Kringlunni. Sýn- ingin er hluti af myndhstarverkefni á vegum ferðaátaksins „íslandsferð fjöl- skyldunnar" og Félags íslenskra mynd- listarkennara. Sýningunni lýkur 16. júni en hún er opin frá kl. 13-18 daglega. Tapað fundið Tónleikar haldnir em í nafni Guðjóns Emilssonar og Leifs Eyjólfssonar eru tileinkaðir þeim ásamt minningu þeirra Þórðar Guð- mundssonar og Helenu Manáskovu (1943-1993). Hallgrímskirkja verður opin irá kl. 20 en tónleikarnir heijast kl. 20.30, aðgangur er ókeypis. w ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 11200 Stóra sviðið kl. 20.00 GAURAGANGUR eftir Ólaf Hauk Simonarson í kvöld, næstsiðasta sýning, á morgun fld., siðasta sýning, 40. sýnlng. Siðustu sýningar Þjóðleikhússins á þessu leikári. Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudagafrá 13.00-18.00 og fram að sýningu sýnlngardaga. Teklð á móti simapöntunum virka dacja frákl.10. Græna linan 99 61 60. Greiðslukortaþlónusta. Tónleikar í Hallgrímskirkju í dag, 15. júni, munu Guðjón Leifur Gunnarsson trompetleikari og Pavel Manásel organisti leika sígilda tónlist í Hallgrímskirkju. Tónleikamir sem Leðurjakki tekinn í misgripum Leðurjakki var tekinn í misgripum í húsi við Helluhraun í Hafnarfirði sl. laugar- dagsnótt. Upplýsingar í sima 23452. >v___________Merming Danskur saxó- fónkvartett Tónleikar voru á vegum Listahá- tíðar í Reykjavík í Norræna húsinu í gærkvöldi. Ny dansk saxofon- kvartet lék, en hann skipa þeir Jörgen Bove, sópran saxófón, Christian Hougaard, altsaxófón, Torben Enghoff, tenórsaxófón, og Per Egholm, barítonsaxófón. Á efn- isskránni voru verk eftir Johann Sebastian Bach, Eugene Bozza, Per Tónlist Finnur Torfi Stefánsson Nörgard, Jan W. Morthenson, Páll P. Pálsson, Lárus H. Grímsson og Astor Piazzolla. Þaö er ekki á hverjum degi sem heyrist í saxófónkvartett. Sú hljóð- færasamsetning er um margt skemmtileg. Hún minnir að sumu leyti á stóra kraftmikla harmóníku hvað hljómblæ varðar. Sveigjan- leiki í styrk er mikill en tónninri frekar grófur. Það var til tíðinda á tónleikunum að frumflutt voru þijú ný verk. Það fyrsta var eftir Per Nörgard og nefndist Villtir svanir. Verkið var samið að þeiðni Torbens Rasmus- sens, forsfióra Norræna hússins, í tilefni af hálfrar aldar afmæh ís- lenska lýðveldisins og sem framlag Norræna hússins til Listahátíðar í Reykjavík. Þetta er vel gert verk og fagmannlega. Svolítill andblær seriahsma hvílir yfir vötnum og er það hið áheyrilegasta. Þá voru frunúlutt tvö íslensk verk. Listahá- tíð í Reykjavík átti ekki hlut að flutningi þessara verka, heldur er þess gagngert getiö í efnisskrá að tónskáldin sjálf hafi komið þeim á framfæri. Verk Páls P. heitir Capricio og hljómar eins og nokkk- urs konar glaðlegt spaug um hina klassísku kadensu, forhljómur- grunnhljómur. Verk Lárusar, Saxofón Quartet, er ritað í hinum persónulega hálfiassstíl sem hann hefur þróað um nokkurra ára skeið og náð mjög góðu valdi á. Þetta er vel unnið og fiölbreytt verk. Fleiri áheyrileg verk voru flutt þama og var spilamennska þeirra kvartettsmanna yfirleitt nfiög góð. Undir lokin slógu þeir á glens og gaman áheyrendum til mikillar ánægju og var vel þakkað í lokin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.