Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1994, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1994, Blaðsíða 28
*- Léttskýjað suðaustanlands Steinn Lárusson. Litrík regnföt á þjóðhátíð „Já, þaö er verið aö spá rign- ingu á sautjándanum, en það þýö- ir ekki að setja það fyrir sig. Þrátt fyrir rigninguna verður hlýtt og milt og íslendingar eiga nóg af fallegum og litríkum regnfotum sem sóma sér áreiðanlega vel við þetta hátíðlega tækifæri og hlífa þeim við hugsanlegri vætu,“ segir Steinn Lárusson, framkvæmda- stjóri Þjóðhátíðamefndar, í DV. Engin útsala þegarfram- boð er of iítið „Það er ekki forsenda fyrir útsöl- um þegar eftirspumin er meiri en framboðið... Nú þegar grill- tíminn skellur á em engar birgð- ir til í landinu," segir Valur Þor- valdsson, framkvæmdastjóri Svínaræktarfélags íslands, í DV. Ummæli Lög með ananas- og pen- ingabragði „Lagavalið á nýju plötunni ber kannski dálitinn keim af mér og minni frekju, þetta er fyrst og fremst skemmtiplata með anan- as- og peningahragði," segir Páll Óskar Hjálmtýsson í Eintaki. Landspólitíkin aiit önnur „Það hefur ekkert verið rætt um frekara samstarf Kvennahstans og þeirra flokka sem stóðu með honum að Reykjavíkurlistanum. Þaö hafa margar kvennalistakon- ur sagt, þar á meðal Ingibjörg Sólrún, að það gegni allt öðm máli í landsmálapólitík en í sveit- arstjómarmálum," sagði Kristín Halldórsdóttir, starfsmaður Kvennalistans, í DV. Allir kolbrjálaðir „Allir em kolbijálaðir og sleppa sér gjörsamlega, sérstaklega á dansgólfinu. Svo var sérkennilegt að sjá hvað allir drekka mikið,“ sögðu meðlimir hljómsveitarinn- ar Saint Etienne í Eintaki. Einhver skal fá að borga „Ég er búinn að Uggja undir gmn í fjögur ár. Ég er þakklátur fyrir ■ aö hafa haldið starfinu og ég ætla núna, ef það er nokkur lífsins leið, að ná peningi 'út úr þessu. Það skal einhver fá að borga," segir Frímann Lúðvíksson, starfsmaður Olíufélagsins hf., í Morgunblaðinu. Á golfvellinum allan daginn ... Ég mæti þama á morgnana og er aö vinna fram undir tvö eða þijú, skýst heim í sturtu og aftur upp á goifvöll og æfi síðan fram á kvöld. Ég er því á golfvellinum frá morgni til kvölds," segir Birg- ir Leifur Hafþórsson, kylfmgur á Akranesi. Maðurinn segir að aldrei hafi verið haft viðtal við hann í blöð- unum. Rétt væri: Maðurinn segir að Gætum tungunnar aldrei hafi veriö rætt við sig í blöðunum. (Hið fyrra er rétt ef maðurinn er að tala um annan ensig). . í dag verður hæg breytileg átt og létt- skýjað um sunnan- og suðaustanvert landið en annars skýjað með köflum. Veðrið í dag Hæg sunnan- og suðvestanátt í nótt með dálítilli rigningu suðvestan- lands. Hitinn verður á bilinu 8-16 stig í dag en 3-7 stig í nótt. Á höfuð- borgarsvæðinu verður hæg breytileg eða norðvestlæg átt og skýjað með köflum í dag en hæg suðlæg átt og dálítil rigning í nótt. Sólarlag í Reykjavík: 24.00. Sólarupprás á morgun: 2.56 Síðdegisflóð í Reykjavík 22.44. Árdegisflóð á morgun: 11.18. Heimild: Almanak Háskólans. Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjað 5 Egilsstaöir skýjað 4 Galtarviti súld 4 Ketla víkurflugvöUur skýjað 5 Kirkjubæjarklaustur skýjað 7 Raufarhöfn skýjað 3 Reykjavík skýjað 5 Vestmannaeyjar skýjað 6 Bergen skýjað 7 Helsinki skýjað 10 Kaupmarmahöfn hálfskýjað 11 Ósló léttskýjað 12 Stokkhólmur léttskýjað 13 Þórshöfn skúr 5 Amsterdam léttskýjað 12 Barcelona mistur 17 Berlín léttskýjað 11 Feneyjar þokumóða 16 Frankfurt þokumóða 14 Glasgow rign/súld 11 Hamborg léttskýjað 11 London heiðskirt 11 Lúxemborg þokumóða 12 Madríd heiðskirt 15 Malaga heiðskírt 14 Mallorca léttskýjað 16 Nuuk rigning 3 Róm léttskýjað 16 Valencía mistur 16 Vin skýjað 17 Veðrið kl. 6 i morgun rann „Fyrirlesturinn sem ég hélt í morgun á norrænu lyfjafræðiráð- stefnunni er tekinn úr doktorsrit- gerð minni sem ég varði 15. maí síðastliðinn og fjallar um viðhorf bama til heilbrigðis, sjúkdóma og notkunar lyfja. En fyrirlesturinn, sem stóð í hálftíma, gaf mér aðeins Maður dagsins tækifæri til að greina frá þvi sem ég taldi áhugaverðast fyrir lyíja- fræðingana," segir Anna Bima Almarsdóttir Iyfjafræöingur sem búsett er í Bandaríkjunum en er stödd hér á landi, meðal annars í þeim tilgangi aö halda fyrirlestur- inn. Anna Birna hefur undanfarin flmm ár stundað kennslu og rann- sóknir við University of North Carohna í Chapel Hill en þar er hún búsett ásamt eiginmanni sínum, Kára Harðarsyni tölvufræðingi, sem einnig starfar þar. Anna Birna Almarsdóttir. „Doktorsritgerö mín er unnin í Bandaríkjunum og ég var með ameríska krakka sem ég tók miö af. Ég fékk styrk frá bandarísku lyfjaskránni til að gera rannsókn- imar þar í landi.“ Aðspurö hvort rannsóknir henn- ar ættu einnig við um böm hér heima taldi hún að þaö gæti verið að sumu leyti. „Vestrænir krakkar em ekki svo mjög ólíkir þegar á heildina er litið. Eg er reyndar að vinna með Evrópumönnum að samanburði og bar mínar niður- stöður saman við Spán. Þar hafa verið gerðar svipaðar rannsóknir og niðurstöðurnar voru nú ekki alveg þær sömu.“ Anna Bima sagðist ekki vera á lelðinni heim í bráð. Þau hjónin em bæöi í vinnu í Chapel Hill og er Anna Bima búin að búa þar í flmm ár. „Okkur líkar vel þama og ætl- um okkur að öðlast starfsreynslu áður en fariö verður út í það að hugsa til heimferðar." Um áhugamál sagði Anna Bima að þau hjónin hjóluðu mikið. „Chapel Hill er mikill hjólabær, enda góð aðstað til hjólreiða og ekki spillir veðrið, það er hægt að hjóla með góðu móti allt frá mars fram í desember. Myndgátan Lausn gátu nr. 943: Myndgátan hér aö ofan lýsir orðasambandi. MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ1994 Fram - KR í Laugardalnum Sjötta umferðin í l. deild karla hefst í kvöld með leik Fram og KR á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 20.00. Bæði liðin hafa átt misgóða leiki, hafa unnið íþróttir stóra sigra en tapaö síðan illa, þannig að bæði liðin ættu að eiga möguleika á sigri. í kvöld hefst einnig fyrsta umferðin 1 mjólkur- bikamum og verða leiknir sextán leikir og fara þeir frarn vítt og breitt um landið, þannig að búast má við að margir landsmenn bregði sér á völlinn í kvöld. Þá má geta jiess að fjórða viður- eign New York og Houston um bandaríska meistaratitilinn í körfubolta fer fram í kvöld og hefst bein útsending á Stöð 2 kl. 1.00 í nótt. New York hefur yfir, 2-1. Skák Ivantsjúk varð hlutskarpastur á stór- móti í Míinchen á dögunum; fékk 7,5 v. af 11 mögulegum, Beljavski og Hiibner fengu 7, Bareev 6, Gelfand, Nikolic og Lobron 5,5, Lutz, Hertneck og Jusupov 5 og lestina ráku van der Sterren og Benja- min, sem fengu 3,5 v. í þessari stöðu frá mótinu hafði Bareev hvítt og átti leik gegn Jusupov: 36. Bxa6! bxc5 37. b5 Ba8 38. dxc5 Hvítur á vinningsstöðu - peðin skriða fram. Skákin tefldist: 38. - Rg3+ 39. Kgl Rxf5 40. b6 d4 41. b7 Bxb7 42. Bxb7 d3 43. Kf2 Rd4 44. Ke3 d2 45. Kxd2 Rb3+ 46. Ke2 Rxc5 47. a5! f5 48. a6 Rxa6 49. Bxa6 f4 50. Kd3 Kf6 51. Ke4 Kg5 52. Bc8 og svart- ur gaf. Jón L. Árnason Bridge Arið 1986 léku sveitir Bandaríkjanna og Pakistans til úrslita um HM-titilinn í bridge (Rosenblum bikarinn) og var það frekar ójafn leikur. Leikar enduðu 357-207 Bandaríkjamönnum í vil í 128 spila leik. Pakistanarnir sáu þó til sólar af og til í leiknum og þeir græddu nokkr- um sinnum á því að nota veika grandopn- un (12-14) sem Bandaríkjamennimir voru óvanir að eiga við. í þessu spili í úrslitaleiknum græddu Pakistanar 7 impa á veika grandinu. Sagnir höfðu end- að í þremur gröndum í opnum sal hjá Pakistönunum eftir bjartaopnun frá austri og pass frá vestri. Sagnir gengu þannig í lokuðum sal, austur gjafari og AV á hættu: * K10 V Á97 ♦ ÁK10865 + 96 * G752 V G64 * G4 * 10742 ♦ D986 V K2 ♦ D72 + K853 Austur Suður Vestur Norður Zia Boyd Fazh Robinson 1 G Pass 2+ 24 2V 3* p/h Zia ákvað að opna á einu grandi frekar en einu hjarta og Fazli, sem taldi liklegt að andstæðingamir ættu geim, ákvað að gera andstæðingunum erfiðara fyrir með því að spyija um háUt á tveimur laufum. Bandaríkjamenrúmir töldu að ekki væri ástæða tíl að beijast frekar en upp í 3 tígla úr því Pakistanamir sögðu duglega á spilin á hættu gegn utan. Sagnhafi fékk 11 slagi í þremur tíglum en það dugði Ut- ið upp í 460 á hinu borðinu þar sem sagn- hafi fékk 11 slagi í þremur gröndum. ísak öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.