Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1994, Blaðsíða 8
r LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1994 Vísnaþáttur___ Guömundur Ketilsson Guðmundur Ketilsson bjó lengst- um á Illugastöðum á Vatnsnesi. Hann var bróðir hins kunna Nat- ans. Guðmundur var fæddur um 1792. Natan Ketilsson reisti bú á Illugastöðum en var myrtur á heimili sínu 14. mars 1828 af Frið- riki Sigurðssyni og Agnesi. Eftir lát Natans fékk Guðmundur Illuga- staði til ábúðar. Reisti hann að nýju bæinn sem brenndur var og bættijörðina. Svoþóttujarðabætur Guðmundar miklar að konungur eða Hið konunglega danska land- búnaðarfélag sæmdi hann verð- launum. Verðlaunin voru silfur- bikar mikill er Guðmundur gaf sóknarkirkju sinni, Tjarnarkirkju, og hafður var að kaleik þar. Þótti honum mikið til um sæmd þessa því að áöur leit hann svo á að hann bæri eigi óflekkað mannorð síðan hann var dómfelldur. Kvað hann svo: Áður hryggð í huga bar, hræddist manna dóma. Kættist þegar krýndur var konunglegum sóma. Á fyrri tíð var algengt ávarp: Guð gefi þér góðan dag. Af þessu tilefni kastaði hann eitt sinn fram þessari vísu í kaupstaðarferð: Dönsku fljóðin drainbmáluð deyfa þjóðarhaginn. Nú er úr móð aö nefna guð nema góðan daginn. Er niðurskurðaralda gekk um Húnaþing 1857 unnu í hverri sveit niðurskurðarmenn er fylgdu þessu eftir. Komu þeir að Illugastöðum að kveldi laugardags og gistu þar um nóttina. Vildu þeir svo hefja sláturstörf að morgni sunnudags en bóndi vildi lesa húslesturinn fyrst sem venja var. Varð úr þessu nokkur ýfingur. Þá kvað Guðmundur: Tvennslags aga varð eg varð, vaknaði saga um húsin. Hvort skal draga hitt um garð helgidagur eða lúsin? Eitt sinn er Guðmundur kom á bæ er fyrir var Níels skáldi og höfðu þeir glímt í kvæðum og var ekkert sérlega til vina. Var Guð- mundi boðið inn í rökkvaðan bæ- inn og heilsaði þar öllum með kossi. En varaði sig ekki á Níelsi fyrr en hann hafði rekið honum koss. Kvað þá karl: Aðgæslan er öllum hent, ekki síst á kveldin, því mun ég sem barnið brennt betur forðast eldinn. Mér varð á sem mengið fann, meira en lítil skissa, að ég skyldi andskotann ófyrirsynju kyssa. Guðmundur var eitt sinn á ferð í myrkri og slitnaði þá ístaðsól hans og ístaðið týndist. Þá kvað hann: ístaðið flaug til andskotans, ónáð hlaut ég slíka. En það var taugatetrið hans hann tók mig ekki líka. Stundum var það að ef Guðmund- ur frétti skopleg tilsvör manna setti hann þau í ljóð. Gamall bóndi, sem Sigurður hét, var sakaður um að hafa stolið reka. Mætti hann þá fyrir rétti og afsakaði sig með því að drumburinn hefði aðeins verið tíu álnir. í grein Björns Sigfússonar í Al- manaki Þjóðvmafélagsins 1929 er vísan höfð á þennan veg: Súluríu rak á vog, rétt upp í hann Sigurð, hún var tíu álnir og eftir því á digurð. Að sögn Þorgeirs Þorgeirsonar er vísan rétt höfð eftir svona: Flettings ríu rak á vog, rétt upp í hann Sigurö, sléttar tíu álnir og eftir því á digurð. Er heimildarmaður hans Krist- ján Eldjárn, fyrrverandi forseti. Er Vísnaþáttúr Valdimar Tómasson sögn þessi ekki ótrúleg því með þessum breytingum er snotur vísa orðin snilld. Eins og áður var getið var Guð- mundur jarðabótamaður mikill og bætti Illugastaðajörðina mikið. Sem gamall maður kvað hann: Þegar starf mitt eftir á allt er gleymsku faiið, Hlugastaða steinar þá standið upp og talið! Um orðalagið „ansi gott“ sagði hann: Ansi gott segir einn og hinn yfir því sit ég hljóður, er þá líka andskotinn orðinn hjá þeim góöur. Af andlegum kvæðum Guðmund- ar skal hér getið einnar vísu: Mörg og rauð þó synd mín sé, sálin auðmjúk kvaki. Lát mér auðnast lausnare líf að dauðans baki. Er hér orðið lausnari upp á flá- mælsku til að rímið standist. Skömmu fyrir andlát sitt orti Guðmundur þetta: Andann ljóða burt ég bý, brjóstiö óðum dofnar, fórlast móðurmálið,því minnið góða sofnar. Heimildir: Almanak Þjóðvinafel. 1927,1929 Natans saga og Skáld-Rósu 1912 Huld II Ævintýraferðir Áskriftarsíminn er í hverri viku 63#27»00 til heppinna áskrifenda ísland DV! Sækjum þaö heim! Matgædingur vikurmar Uppáhalds- humarrétturinn - og kjúklingaLréttur við öll tækifæri „Það liggur vel við að gefa upp- skrift að humarrétti þar sem ver- tíðin stendur yfir núna,“ sagði Elín Þorsteinsdóttir, markaðsstjóri hjá íslenskum sjávarafurðum hf. Hún er matgæðingur DV þessa vikuna. Fljótgerð matseld Uppskriftina nefnir Elín einfald- lega: Uppáhaldshumarrétturinn minn. Þessa uppskrift fékk hún úr Gestgjafanum fyrir nokkru síðan og hefur rétturinn notið mikillar hylli á heimilinu. „Aðalmálið er að vera búinn að tína allt til áður en farið er að elda humarhalana því að rétturinn er fljótgerður. Hann er einstaklega góður og svíkur engan.“ í humarréttinn fer eftirfarandi: 20 humarhalar matarolía til að steikja í salt pipar 6 cl koníak 2 tesk. karrí 1 tesk. hvítlauksduft 2 dl ijómi 6-8 vel rauðir tómatar 1 lítil dós piemientos paprikur, smátt skomar nokkrir dropar tabasco sósa 1 höfuð jöklasalat, þvegið og þerrað og skorið í fremur smáa bita Aðferð Takið humarinn úr skelinni. Hit- ið smáolíu á þykkbotna pönnu og snöggsteikið humarinn. Kryddið með salti og pipar. Hellið koníak- Elín Þorsteinsdóttir, markaðsstjóri og matgæðingur vikunnar DV-mynd GVA inu yfir og kveikiö í. Stráið karrí- inu og hvítlauknum yfir og látið krauma í 1 mínútu. Hellið rjóman- um yfir og bætið tómatbitunum í og síðan piemiento paprikunni, lát- ið suðuna koma upp, bætið jökla- salatinu út í, veltið aðeins í rjóman- um og kryddið með nokkrum drop- um af tabasco. Berið fram með heit- um hrísgrjónum og grófu brauði. Auk humarréttarins gefur Ehn uppskrift að kjúklingarétti sem hún segir að beri nafn með rentu: Kjúklingaréttur við öll tækifæri. „Ég fékk þessa uppskrift einnig gefins fyrir mörgum árum. Ég man ekki einu sinni lengur hver gaf mér hana en hún er mjög handhæg og þessi réttur er sérlega bragðgóður. Það er alveg upplagt að gera hann snemma dags og stinga honum í ofninn skömmu áður en bera á hann fram. Þessi uppskrift bregst aldrei. Hún er afar vinsæl á heimil- inu og í góðra vina hópi.“ Það sem þarf í uppskriftina fer: 1 kjúklingur, 700-800 g 1 dós „creme of chicken" frá Camp- bells 1 græn paprika, kjömuð og skorin í bita 1 dós spergill (aspargus) í bitum 1 bolli majones 1 bolli brauðrasp 1 tesk. karrí 150 g 26% goudaostur, gróft rifinn salt kjúklingakrydd Sjóðið kjúklinginn í u.þ.b. eina klukkustund í léttsöltu vatni. Einn- ig er gott að krydda vatniö með kjúklingakryddi. Kælið nokkuð og skerið síðan allt kjötið frá beinun- um og í bita. Hrærið saman karrí- inu, majonesinu og súpunni og þynnið aðeins með soöinu af kjúkl- ingnum. Setjið í eldfast mót og blandið paprikunni, kjúkhngabit- unum og sperglinum varlega sam- an við. Sáldrið raspinu yfir og síðan ostinum. Bakið í 230 gráða heitum ofni uns osturinn er orðinn guhinn eða um 20-30 mínútur. Berið fram með fersku salati og hvítlauks- brauði Elín skorar á Gunnar Má Kristj- ánsson, deildarstjóra í Þróunar- setri íslenskra sjávarafurða hf„ sem hún segir vera afbragðskokk. Hinhliðin Alveg á milljón - segir Sveinn S. Kjartansson, einn aóstandenda Woodstock-afmælistónleika „Við erum alveg á milljón við að undirbúa afmæhshátíðina," sagði Sveinn Sigurður Kjartansson, einn þeirra sem standa fyrir tónleikum á Höskuldarvöllum í Gullbringu- sýslu nú um helgina í tilefni af því að liðin eru 25 ár frá Woodstockhá- tíðinni. Sveinn sagðist reikna meö 3000-5000 manns á hátíðina en hægt væri að taka á móti tvöfoldum þeim fjölda ef út í það færi. „Okk- ur, sem stöndum að þessum tón- leikum finnst vanta fjölbreytni í tónhstarmenninguna hér og því fórum við út í þetta,“ sagði hann. Sveinn snýr hinni hliðinni að les- endum helgarblaðsins í dag. Fullt nafn: Sveinn Sigurður Kjart- ansson. Fæðingardagur og ár: 6. júh 1967. Maki: Stella Sæmundsdóttir. Börn Engin. Bifreið: BMW 528i ’83, Daihatsu Charade ’82, BMW 1602 ’72. Starf: Sölufulltrúi, tónhstarmaður, tónleikahaldari. Laun: Mjög misjöfn. Áhugamál: Tónhst, hestar, útivera, skemmtanalíf, ferðalög, mótorhjól o.fl. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur i lottóinu? 3 Hvað fmnst þér skemmtilegast að gera? Spila og hlusta á góöa tónhst með góðum vinum og sjá árangur góðrar vinnu, fara í bíó og auðvitað að vera með kærustunni. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Þvo sokka. Sveinn Sigurður Kjartansson. DV-mynd ÞÖK Uppáhaldsmatur: Hvítlauksristað- ir humarhalar með fersku græn- meti og hvítlauksbrauði. Uppáhaldsdrykkur: Vatn. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Enginn sér- stakur. Uppáhaldstímarit: Mörg. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka? Engin ennþá. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjórninni? Ég er eiginlega á móti stjómleysi heimsins i dag, en hlut- irnir hljóta að batna með tímanum. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Anthony úr Red Hot Chhi Peppers og Mike Myers. Uppáhaldsleikari: Daniel Day Lew- is, Mike Myers og John Malkowits. Uppáhaldsleikkona: Susan Shara- don og Rosie Perez. Uppáhaldssöngvari: Anthony R.H.C.P. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Gandhi. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Speedy Gonsales og Dadfy Duck. Uppáhaldssjónvarpsefni: Bíómynd- ir, tónhstarþættir og skemmtiþætt- ir. Ertu hlynntur eða andvígur veru varnarliðsins hér á landi? Var hlynntur en heimsmáhn breytast dag frá degi og ný afstaða hefur ekki verið tekin vegna tímaskorts. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? FM 95,7 og Rás 2. Uppáhaldsútvarpsmaður: Snorri Sturluson. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður? Sig- mundur Emir og Steingrímur J. Ólafsson. Uppáhaldsskemmtistaður: Rósen- bergkjallarinn, eins og hann var og eins og hann er. Uppáhaldsfélag i íþróttum: Ekkert (Nígería í HM). Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Stuðla að bættum heimi fyrir bömin okkar. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Fara í bíltúr um Evrópu, heim- sækja Amsterdam o.fl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.