Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1994, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1994, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1994 35 ,Stúlkan var alin upp á sannkristnu heimili undir ströngu eftirliti foreldra sinna. Ung stúlka með bráðageðveiki Heimur geöveikinnar hefur um aldir freistað landkönnuða manns- hugarins. Menn hafa heillast af óheftu frelsi þess geðveika tíl að gera, hugsa og segja það sem hon- um býr í brjósti hverju sinni. Sum- ir spekingar hafa gengið svo langt að telja alla geðveiki eðlileg við- brögð við ringulreið og skipulags- leysi daglegs lífs. Margir hafa notað ólyfjan eins og LSD eða berserkja- sveppi sem farmiða inn í heim geð- veikinnar. Nokkrir hafa ekki átt þaðan afturkvæmt en aðrir hafa sloppið lítt skaddaðir úr ferðalag- inu. Stundum verður álag og streita tíl þess að ýta fólki inn í veröld óraunveruleikans þar sem lögmál geðveikinnar gilda ein. Þekkt er sagan um Ófelíu, unnustu Hamlets, sem missti vitíð þegar hann yfirgaf hana og sveif um haU- arsalina í stjarfri vitfirringu. Sama máh gegnir um Gretchen í Faust. Hún bilaðist á geði þegar nýfætt barn hennar lést. Nökkvi læknir telur að í þessum tilvikum sé geð- veikin eins konar vörn sjálfsins gagnvart áreiti, sorg og áföllum líð- andi stundar. Mannshugurinn kiknar um stundarsakir undan ábyrgð og álagi daglegs lífs og leitar skjóls inni í draumaheimi geðveik- innar um stundarsakir. Ruglaður Þýskalandsfari Nökkvi hafði nýlega til meðferðar 19 ára stúlku sem birtist skyndilega á stofunni hjá honum, berfætt með bláa skó undir hendinni. Hún brosti breitt og blítt en svaraði engu þegar hann spurði hvað henni væri á höndum. „Hvernig líður þér? sagði Nökkvi. “Eins og hvítu skýi á bláum himni,“ svaraði stúlk- an. „Rautt verður svart. Hvitir máfar höfðu Helenu Eyjólfsdóttur á brott með sér,“ bætti hún við og fór að gráta. Nökkvi reyndi að ræða við hana en náði engu vitrænu sambandi. Hún hélt áfram að brosa og tala líkingamál úr heimi lita og gamalla dægurlaga. Ekki sagði hún tii nafns en afhenti gamalt nafn- skírteini svo að Nökkva tókst að ná sambandi við foreldra hennar. Móðirin kom að vörmu spori en faðirinn ekki. Hún sagði að hann ætti ekki heimangengt sakir erfiðr- ar flogaveiki. Stúlkan var lögð inn á deild og kom þá í ljós að hún var nýkomin frá Þýskalandi. Nökkvi og fleiri sátu lengi meö henni og reyndu að ráða í dulúðug skilaboð hennar. Móðirin sagði hana hafa Á lækmvaktiniú Óttar Guðmundsson læknir átt þýskan kærasta sem hefði yfir- gefið hana. Smám saman kom þó í ljós að það var ekki eina skýringin. Hún talaði mikið um hti og „blóðið sem allt í einu varð svarf‘. Mönn- um skildist þá að hún hefði senni- lega farið í fóstureyðingu. Ættog uppruni og söguþráður Stúlkan var ahn upp á sann- kristnu heimili undir ströngu eftir- htí foreldra sinna. Móðirin sagði henni alltaf að öh víxlspor út af mjóa veginum gætu leitt til þess að faðir hennar fengi krampaflog og jafnvel dæi. Hún var reynslulítil í kynferðismálum, gekk fremur iha í skóla og átti sér fáa vini. í Þýsk- landi varð hún strax ákaflega ást- fangin af glæsilegum bílasala sem hún hitti á fómum vegi. Hún fór að sofa hjá honum og varð fljótiega ófrísk enda hirti hún ekki um getn- aðarvarnir en treysti á guðlega for- sjá. Hún fagnaði þunguninni en það gerði bílasalinn ekki. Hann sagðist ekki hafa neinn áhuga á þessu barni, bað hana vel að lifa og hvarf á braut á 300 hestafla glæsibifreið. Stúlkan vildi eignast bamið en gat ekki fengið sig th að segja pabba sínum frá þessu öllu. Hún var þess fullviss að hann yrði fyrir miklu áfahi enda var hún einkadóttir hans. Hann gæti jafnvel fengið krampaflog og hjartaslag og dáið af skömm og hneysklan. Stúlku- kindin var komin í mikinn vanda milh þeirra stallsystra Skyllu og Karibdísar eins og Ódysseifur forð- um. Hún var þess fullviss að faöir- inn mundi deyja ef hún ákvæði að eignast barnið en á sama tíma hraus henni hugur við fóstureyð- ingu. Hún ákvað að losa sig við fóstrið og fór að hoppa niður af húsþökum, baða sig í sjóðandi heitu vatni og éta alls konar iha lyktandi, bragðvond náttúrulyf sem hún keypti af dularfuhum sí- gaunakonum. En allt kom fyrir ekki og hún hélt heim til íslands. Á leiöinni fékk hún skyndhega mikla verki í kviðinn og blæðingu vegna fósturláts. Hún taldi að sér hefði tekist að deyða fóstrið. Fljótlega eftir þetta ruglaðist hún og tók ber- fætta stefnu á lækningastofu Nökkva læknis. Meðferð Nökkva fannst greinilegt aö stúlkan hefði ruglast undan öllu þessu líkamlega og andlega álagi. Hún fékk lyf th að minnka spennu og óróleika og koma á jafnvægi í ringulreið hug- ans. Nökkvi sat lengi og talaði við hana um líflð og thveruna, sam- bandið við Þjóðverjann, fóstrið og fósturlátið. Hann benti henni á það að hún gæti ekki borið ábyrgð á lífi og hehsu föður síns um alla framtíö. Hún yrði að sinna eigin lífi og lífshamingju og hætta að lifa undir heljarfargi trúarsetninga og ótta við refsingu og fordæmingu almættisins. Nökkvi viðraði þá skoðun sína að Guð væri í raun miskunnsamur og fyrirgæfi börn- um sínum misgjörðir þeirra. „Guð er alls staðar,“ sagði Nökkvi. „Hann er í öllum hlutum sem byija á gé (g) eins og Megas kemst að orði, gaddavímum, góðmennsk- unni, gasbindinu og garðslöngunni Kannski býr hann líka í girnd- inni.“ Stúlkan braggaðist og komst til ágætrar hehsu. Hún flutti að heiman, leigði sér kvistherbergi í vesturbænum og skóp sér þá til- veru sem hún sætti sig ágætlega við. Ööm hverju mætti hún th við- tala við Nökkva til að ræða um syndir og freistingar umheimsins og aha þá fjölmörgu hluti sem byij- uðu á bókstafnum gé (g). eil Leikskólar Reykjavíkurborgar Leikskólastjóri Staða leikskólastjóra við leikskólann Staðarborg við Mos- gerði er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. júlí nk. Leikskólakennnaramenntun áskilin. Nánari upplýsingar gefur Margrét Vallý Jóhannsdóttir deildarstjóri í síma 27277. Dagvist barna Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277 Auglýsing um starfslaun listamanna til 3|a ára Þeir einir koma til greina við veitingu starfslauna sem búsettir eru í Reykjavík og að öðru jöfnu skulu þeir ganga fyrir sem ekki geta stundað listgrein sína sem fullt starf. Listamennirnir skuldbinda sig til að gegna ekki fastlaunuðu starfi meðan þeir njóta starfslauna. Starfslaunin verða kunngerð á afmælisdegi Reykja- víkur, hinn 18. ágúst, og hefst greiðsla þeirra 1. sept- ember, eftir tilnefningu. Umsóknum um starfslaunin skal skila menningar- málanefnd Reykjavíkurborgar, að Kjarvalsstöðum, fyrir 1. ágúst nk. Menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar iis Leikskólar Reykjavíkurborgar Óskum að ráða leikskólakennara eða annað uppeldis- n menntað starfsfólk í neðangreinda leikskóla: ( fullt starf: Bakkaborg v/Blöndubakka, s. 71240 Brákarborg v/Brákarsund, s. 34748 Efrihlíð v/Stigahlíð, s. 18560 Gullborg v/Rekagranda, s. 622455 í hálft starf: Lækjarborg v/Leirulæk, s. 686351 Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leikskólastjórar. Dagvist barna Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277 Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Baldursgata 28, hluti, þingl. eig. Björg Stefánsdóttir, gerðarbeiðandi þb. Bfla- borgar hf., 6. júlí 1994 kl. 14.30. Bragagata 22, neðri hæð og neðri kjallari m.m., þingl. eig. Smári Guð- mundsson, gerðarbeiðendur Bygging- arsjóður ríkisins, Bókaútgáfan Þjóð- saga og Ríkisútvarpið, 7. júlí 1994 kl. 15.00,__________ Efstasund 6, kjallari, þingl. eig. Hörð- ur Einarsson, gerðarbeiðendur Bygg- ingarsj. ííkisins, húsbréfadeild, Ríkis- útvarpið og íslandsbanki hf., 6. júlí 1994 kl. 16.00.____________________ Engihlið 16, efri hæð og ris, þingl. eig. Þorsteinn Guðmundsson, gerðar- beiðendur Lífeyrissjóðurinn Skjöldur og íslandsbanki hf., 6. júli 1994 kl. 16.30._____________________________ Faxafen 9, ca 590 fin. vörugeymslu- rými í suðvesturh. kjallara, þingl. eig. Veitingastofan Jarliim sf., gerðarbeið- endur Gjaldheimtan í Reykjavflc og H/F Eimskipafélag íslands, 7. júlí 1994 kl. 13.30._________________________ Garðsendi_ 9, kjallari, þingl. eig. Snjá- fríður M. Ámadóttir, gerðarbeiðendur Rfltisútvarpið og Óskar K. Ásgeirs- son, 7. júlí 1994 kl. 14.00. Gnoðarvogur 36, 1. hæð t.v„ þingl. eig. Anna Óskarsdóttir, gerðarbeið- endur Amarson og Hjörvar sf., Bygg- ingarsjóður ríkisins, Gjaldheimtan í Reykjavík, Sparisjóður Rvíkur og nágrennis, Þórarinn A. Magnússon og íslandsbanki hf., 6. júlí 1994 kl 15.30. Grýtubakki 24, 3. hæð t.v., þingl. eig. Bima Tyrfingsdóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður verkamanna, Gjald- heimtan í Reykjavík, Húsfélagið Grýtubakka 18-24 og Skarð hf., 6. júli 1994 kl. 15.00.________ Háagerði 53, kjallari ásamt tilh. sam- eign og leigulóðarr., þingl. eig. RagiÆ Sveinþjörnsdóttir, geiðarbeiðendur Guðjón Ármann Jónsson hdl. og Líf- eyrissjóður starfemanna ríkisins, 7. júlí 1994 kl. 14.30._________________ Hringbraut 119, hluti, þingl. eig. Verð- bréfamarkaður Fjárfestingarf. Islands, gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík, 7. júlí 1994 kl. 16.30. Stangarholt 10, hluti, þingl. eig. Magnús Magnússon, gerðarbeiðend- ur Ammundur Backman, Húsasmiðj- an hf., Söluumboð L.Í.R. hf. og toll- stjórinn í Reykjavík, 6. júh' 1994 kl. 11.00._______________________________* Þorfinnsgata 12, hluti, þingl. eig. Val- gerður Kr. Guðmundsdóttir, gerðar- beiðendiir Byggingarsj. rfltisins, hús- bréfadeild, Byggingarsjóður ríkisins, Gjaldheimtan í Reykjavík og Spari- sjóður Kópavogs, 6. júlí 1994 kl. 14.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVffi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.