Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1994, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1994, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1994 Iðandi mannlíf á landsmótinu á Heilu á Rangárbökkum: Söngur og gleði fram eftir nóttu Þessa dagana blómstrar litskrúðugt mannlíf á Hellu á Rangárbökkum þar sem landsmót hestamanna stendur sem hæst. Þar eru saman komnar þúsundir íslenskra og er- lendra manna og kvenna sem öll eiga sameiginlegt áhugamál, íslenska hestinn. Vinsældir hans eru greini- lega meiri nú en nokkru sinni fyrr, eins og ýmsar tölulegar staðreyndir bera vitni um. Ekki verður farið að þylja þær hér, enda nóg verið gert að því annars staðar. En eitt er víst; íslenski hesturinn tengir fólk af fjöl- mörgu þjóðemi sterkum vináttu- böndum eins og glögglega má sjá á landsmótinu á Rangárbökkum nú. Það var strekkingsgola en þurrt á Hellu þegar blaðamenn DV litu þang- að undir helgi. Greinilegt var að mannskapurinn á staðnum haföi búiö sig undir hvers konar veðráttu. í áhorfendabrekkunum voru menn vel klæddir, margir í kuldagöllum, með ullarvettlinga og sumir undir teppi. Jóhann Magnússon frá Sauðár- króki hafði komið sér vel fyrir undir ullarteppinu og fylgdist meö keppni í A-flokki gæðinga. Hann sagöist hafa komið á Hellu á mánudag og væri búinn að vera þar síðan. Hann sagð- ist aldrei hafa séð svo stóran hóp gæðinga saman kominn eins og á landsmótinu nú. Jóhann sagðist sofa í tjaldi en það truflaði sig ekkert þótt fóík væri lengi á ferh. „Hér er söngur og gleði fram eftir nóttu,“ sagði hann, „eins og búast má við á móti sem þessu." í síðum nærbuxum Það getur blásið hressilega á Hellu. Fólk er því vel útbúið og getur dregið upp ullarvettlingana ef því er að skipta. Eins og fyrr sagði voru fjölmargir útlendingar mættir á Hellu þegar blaðamenn DV voru þar á feröinni og var búist við stórum hópum til viðbótar. Víða máttí sjá vini af mis- munandi þjóðemi heilsast innilega og skiptast á fréttum af hrossabú- skapnum. „Tungumálaörðugleikar eru ekki til þegar hestamenn eiga í hlut,“ var einhveiju sinni sagt og það virtist sannarlega eiga viö þama. Þegar gengið var niður í áhorf- endabrekkumar mátti ekki aðeins heyra í íslenska þulnum heldur var einnig greint frá keppnisatriðum á þýsku og ensku. Þegar betur var að gáð stóðu htil viðtæki víða upp úr kápuvösum manna og úr þeim bár- ust þýðingar á því sem fram fór. Þetta setti svohtið framandi blæ á áhorf- endaskarann. Þeir sem sáu um þýð- ingarnar sátu í bílum við vellina með heyrnartæki á höfðinu og snömðu um leið og textinn lá fyrir. Mæögumar Traute Sommer Otte og Kerstin Otte frá Þýskalandi voru meðal þeirra sem fylgdust með A- flokknum af miklum áhuga. Þær sögðust hafa vitað að það gæti orðið kalt á íslandi þótt um hásumar væri. Þess vegna hefðu þær tekið með sér hlý fót og sögðust skehihlæjandi hafa drifið sig í síðar nærbuxur þótt komið væri vel fram á sumar. Þær sögðust ætla að nota tækifærið og ferðast um landið úr því aö þær væm komnar hingað á annað borð. Þær væm þegar búnar að vera á Eyrarbakka og Stokks- eyri og ætluðu aö fara í 3 ’/i dags hesta- ferð í kringum Heklu efhr móhö. Þær mæðgumar duttu þannig í hestamennskuna að fyrir fimm ámm fékk dóttirin fyrst íslenskan hest. Síðan kom móðirin í kjölfarið „... og nú erum við báðar vitlausar í hesta- dehu,“ sögðu þær, hressar í bragði þrátt fyrir strekkinginn. Fríða Hildur Steinarsdóttir var að sjálfsögðu mætt á svæðið. Jóhann Magnússon frá Sauðárkróki var skjóllega búinn eins og sjá má. Sumir gáfu sér ekki tíma til þess að fara í mat heldur fengu sér í svang- inn i brekkunni. Lilijana Sipec og Lisa og Zvone Pavsic voru komin alla leið frá Slóveníu. DV-mynd E.J Frans og Ann Van Menxel frá Belgíu rækta íslenska hesta heima fyrir o< selja þá til Þýskalands. DV-myndir Brynjar Gaut LAUGARDAGUR 2. JÚLI 1994 33 Þeir Haraldur Sveinsson, Loftur Guðmundsson og Steinþór Runólfsson voru önnum kafnir við að stjórna kynbótahrossum til sýningar. Ekkert stress Víða á svæðinu mátti sjá prúð- búna knapa ýmist leiða hesta sína um, eða ríða þeim, til upphitunar. Sumir vom greinilega með eihtinn taugatitring, enda um það bh að ríða fyrir Stóradóm þar sem aht var lagt undir. „En það þýðir nú ekki að vera með neitt stress," sagði Fríða Hhdur Steinarsdóttir. Hún veit áreiðanlega hvað hún syngur, með tvö börn og eiginmanninn, Sigurbjörn Bárðar- son, sem keppendur á landsmótinu. Fríða sagði að fólkið hennar hefði verið ótrúlega rólegt fyrir keppnina. Það hefði verið „svolítih fiðringur" í krökkunum rétt áður en þeir fóm inn á völhnn en síðan ekki söguna meir. Þegar hér var komið sögu var greinilega eitthvað mikiö að gerast á einum vallanna. Fólkið tók skyndi- lega að streyma í brekkuna við hann svo að einungis fáir urðu eftir við hina velhna tvo. Skýringin kom fljót- lega; gimsteinninn Rauðhetta frá Kirkjubæ var næst í brautina og hana vhdu allir sjá. Þess má geta að hún prýðir forsíðu helgarblaðsins að þessu sinni. Er ekki ofsagt að áhorf- endur hafi beðið með öndina í hálsin- um meðan hún lagði völlinn undir í léttri sveiflu. Svo mikh var andaktin að útlendingarnir slökktu á htlu við- tækjunum svo að þau „tmfluðu ekki stemninguna", eins og einn þeirra heyrðist segja. Frá nokkrum Þjóð- verjum, sem stóðu í hnapp í brekk- unni, heyrðist í sífellu „super, su- per!“ Knapinn, Þórður Þorgeirsson, sagðist hafa verið með „tárin í aug- unum“ þegar hann hafði lokið keppni, svo vel hefði Rauðhetta stað- ið sig á vehinum. Þannig getur eitt hross orðið th þess að þúsund hjörtu slá sem eitt um stund. Slóvenar á staðnum Gaman væri að vita af hve mörgu þjóðerni þeir em, gestirnir sem gista Hehu nú. Eitt er víst að þeir koma víða að. Þarna em meðal annars þrír komnir alla leið frá Slóveníu. Það em þau Lhijana Sipec og Lisa og Zvone Pavsic. Þaö sem dregur þau hingað er að sjálfsögðu áhugi þeirra á ís- lenska hestinum. Þau komu raunar ríðandi úr Mosfehsbæ þar sem þau hafa haft aðstöðu hjá Pétri Jökli Hákonarsyni á Brávöhum. Þau sögð- ust hafa byrjað með íslenska hesta á síðasta ári og eiga nú 15 stykki. Þau hafa stofnað eigin klúbb sem í eru um 25 manns en hann hefur aðsetur í litlu þorpi, Postojna. í viðtah við gestina frá Slóveníu kom fram að þeir eru m.a. að útbúa keppnisvöll í áðurnefndu þorpi og nú vantar bara þjálfarann, segjaþeir. Þeir bæta því við að eigendur ís- lenskra hesta í Slóveníu séu ekki al- veg á flæðiskeri staddir því þar í landi búi íslensk stúlka, Anna Þóra Jónsdóttir frá Vatnsleysu í Skaga- firöi, dóttir Jóns Friðrikssonar. Þau sögðu að þeim litist vel á landsmótið og það sem þar hefði borið fyrir augu en bættu því við að þau væru svo sannarlega ekki vön slíku mótshaldi sem þessu. Bjórog lopapeysur Þegar gengið var um landsmóts- svæðið urðu á veginum alls konar sölu- og þjónustuhýsi. Þarna eru m.a. seld reiðtygi og flest annað sem til- heyrir hestamennsku. Það hýsi reyndist vinsælt meðal útlending- anna sem nota gjarnan tækifærið og kaupa sér beish og hnakka sem eru búin th hér á landi og því beinlínis ætluö fyrir íslenska hestinn. í stóru sölutjaldi var á boðstólum ahs konar rammíslenskur vaming- ur; lopapeysur að sjálfsögðu, hesta- tímarit og bækur, minjagripir og svo mætti lengi telja. Einn sölumaðurinn var forsjáll og hafði á borði sínu nokkrar regnhlífar sem fólk gat sleg- ið sér á ef hann færi að rigna. í þessu sama tjaldi var einnig seldur bjór og í því horni var nokkuð þétt setinn bekkurinn. Alls staðar iðandi mann- líf, íslenska og erlend tungumál töluð í bland. Kvöldin hafa mótsgestir notað th að ferðast á milli tjalda og spjalla saman. Sumir hafa glatt sig við guða- veigar og tekið lagið í góðra vina hópi, meðan aörir hafa hlustað á trúbadora og önnur skemmtiatriði í „bjórtjaldinu" sem svo er nefnt. í gær var dansað undir dihandi spih Geir- mundar Valtýssonar og það verður aftur í kvöld. Og rómantíkin blómstr- ar á Rangárbökkum... Það er lýjandi að sitja í áhorfendabrekkunni dag eftir dag og fylgjast með þéttri dagskrá. Anna Guðmundsdóttir var mjög ánægð þegar eigin- maðurinn fínpússaði bilskúrinn en hann gat síðan ekki notað hann. Hulda Nóadóttir hefur búið með fótboltasjúklingi í átján ár og segist vera orðin vön að læðast á tánum þegar leikir eru. DV-myndir ÞÖK Sælustundir karlmannanna gerast meira spennandi: Heimilin lögð undirHM Karlmenn þessa lands hafa átt miklar sælustundir undanfarið fyrir framan skjáinn þegar bolta- leikir heimsmeistarakeppninnar hafa verið sýndir. Að minnsta kosti þeir sem á annað borð hafa áhuga á fótbolta. Þó er misjafnt hve áhug- inn er sterkur og hve menn eru æstir yfir boltanum. Á sumum heimhum var byrjað að gera ráð- stafanir löngu fyrir fyrsta leik í keppninni. Sjónvarpssala á 29 tomma tækjum tók mikinn kipp og gos og snakksala jókst th muna. Þá munu einhveijir hafa sthað sumarfríið sitt inn á keppnina og aðrir nánast lagt heimih sín í rúst með þarthgerðum breytingum. En hvað segja eiginkonur þessara „sjúkhnga“ yfir öhu þessu. Helgar- blaðið náði tah af þremur eiginkon- um þekktra HM-aðdáenda. Bílskúrinn teppalagður „Eggert var byijaður að innrétta bílskúrinn og ég var mjög glöð yfir að hann skyldi taka til þar. Hann lýsti því yflr á Stöð 2 að þama yrðu stórfenglegar samkomur meðan á heimsmeistarakeppninni í fótbolta stæði. Hins vegar datt nú botninn úr þessu hjá honum því hann vant- aði sjónvarp og varla færi hann að taka það af mér. Ég var heldur ekkert hrifin af þessu,“ segir Anna Guðmundsdóttir, eiginkona Egg- erts Skúlasonar, fréttamanns á Stöð 2, en hann hafði fínpússað bh- skúrinn þeirra, jafnvel teppalagt, th að sem best færi um hann og félagana á meðan HM í fótbolta stæði yfir. „Ég skammaðist ekkert enda trúði ég aldrei að þetta yrði eins og hann lýsti. Síðan varð það úr að Eggert fór að glápa á leikina hér inni en þá varð ég svo leið á honum að ég spurði hvort hann vhdi ekki fara að hypja sig í bh- skúrinn," segir Anna og hlær. „Síð- an hefur hann minnkað glápiö og fór bara út í garð að vinna. En versta törnin er eftir,“ segir hún. Sambýhsmaður Rósu Guðbjarts- dóttur, fréttakonu á Stöö 2, Jónas Sigurgeirsson sagnfræðingur, er einn af þessum „sjúkhngum" en hann hafði tryggt sér 29 tommu tæki fyrir leikina. „Það myndast ákveðin stemning í kringum HM en Jónas er alls ekki vanur aö sækja fótboltaleiki og sphar htið sjálfur. Þegar keppnin byijaði hengdi hann upp lök fyrir gluggana til að úthoka birtuna, sófar og stól- ar voru færðir og ísskáparnir fyllt- ir af gosi en við erum með aukaís- skáp í stofunni. Fyrir hvem leik koma hingað frá fjórum upp í átta strákar auk pabba og tengdapabba og þeim finnst alveg ofboðslega spennandi að fylgjast með. Þeir taka fuhan þátt í hverju marki sem skorað er með tilheyrandi hávaða og oft þarf ég að sitja með eyrna- tappa ef ég er að lesa eða skrifa á tölvuna. Með leiknum er borðað ótæphega af poppi og öðru snakki og mikið kók drukkið. Mér ofbýður á morgnana þegar ég kem fram hvernig stofan er úthtandi enda lendir aht uppvask á mér,“ segir Rósa. „Það er í raun ekki síst stemningin sem þeir sækjast eftir en við erum með Eurosport og þar eru náttúrlega fleiri leikir en á RÚV. Við ætluðum th Bandaríkjanna en höfum verið á biðhsta og ekki komist. Ég hef verið í fru og hef í staðinn verið úti í garði, farið í göngutúra eða bíó. Maður reynir að láta það ekki pirra sig þótt heim- ihð sé lagt undir þetta. Eg er sjálf stemningsmanneskja og skh þá mjög vel. Óneitanlega hlakkar maður þó th þegar heimihð kemst í samt horf.“ Sumarfríið kom óvænt Eiríkur Jónsson, safnstjóri á DV og einn helsti tippari landsins, er einn af alverstu aðdáendum fót- boltans. Skyldi það hafa verið til- vhjun ein sem réð því að hann tók sumarfríið sitt frá 17. júni th 17. júh? „Hann lét þannig við mig að hann heföi ekkert munað að þetta væri einmitt HM-tíminn. Þetta kom svona „skemmtilega" á óvart,“ seg- ir Hulda Nóadóttir, eiginkona Ei- ríks. Hún er þó orðin vön því hann hefur verið slíkur sjúkhngur í þau átján ár sem þau hafa búið saman. „Eg held að hann sé mjög slæm- ur,“ segir Hulda þegar hún er spurð hvort hann sé nokkuð sá alversti. „Fótbolti er hans ær og kýr. Líflð er aht tímasett upp á að vera kom- inn heim fyrir lehc. Eiríkur hefur sitt eigið sæti fyrir framan sjón- varpið en þaö var keypt nýtt 29 tomma tæki fyrir keppnina. Hann bar því reyndar við að það væri keypt fyrir mig því hitt væri orðið svo gamalt aö það gæti kviknað í því og væri þess vegna orðið hættu- legt. Hann hleypur í hléi inn í eld- hús til að ná sér í svanginn og er raunar mjög erghegur yfir því að Vífilfell breytti tveggja lítra kók- umbúðunum því nú kemst flaskan ekki lengur í ísskápshurðina. Þá tekur hann aha leikina upp og horf- ir á þá aftur og stúderar jafnvel einstök atriöi í leikjunum. Hann er alfræðiorðabók um alla fótbolta- leiki fyrr og síðar. Hann bölvar. stundum ótæphega fyrir framan sjónvarpið ef honum líka ekki th- burðir einstakra manna. Stundum koma félagarnir hingað eða hann fer th þeirra sem eru með gervi- hnattadiska en hann hefur einmitt verið að suða um einn shkan. Þetta verður þó örugglega ennþá meiri spenna nú þegar úrshtin byrja," segir Hulda Nóadóttir. „Svona er þetta og hefur alltaf verið og maður sættir sig við það. Við fórum t.d. alltaf á góðan leik þegar við erum erlendis...“ Jónas Sigurgeirsson sagnfræöingur og félagar hafa það mjög notalegt þegar horft er á leikina i HM og þeir eru þátttakendur í þeim meö tilheyrandi ópum og köllum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.