Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1994, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1994, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1994 Sérstæð sakamál Daemdur til dauða Eftir að hafa verið á dauðadeildinni í flóra mánuði var hann búinn að missa allan áhuga á því sem var að gerast umhverfis hann og von- leysið skein úr svip hans. Þá gerð- ist það síðdegi eitt að fangelsisstjór- inn kom inn í klefann. „Ég er með góðar fréttir handa þér, Blount,“ sagði hann. „Dauðar- efsingunni hefur veriö breytt í lífst- íðardóm." „Ég þakka fyrir að þú skulir hafa komið til að segja mér þetta," sagði fanginn, „en í raun hefði verið betra að vera leiddur aö gálganum og fá að ljúka þessu.“ „Þér liður illa núna,“ sagði fang- elsisstjórinn, „en það kemur að því að það færist meiri friður og ró yfir þig og þá kemstu að því að jafn- vel líf í fangelsi er betra en dauð- inn.“ „Já, það gæti verið, hefði ég gert það sem ég var dæmdur fyrir,“ svaraði Blount, biturlega. „En ég myrti ekki konu mína og barn. Þau eru einhvers staöar á lífi. Ég er viss um það. Enda get ég svarið að ég myrti þau ekki.“ 13 ára aldursmunur Það sem að ofan er lýst gerðist í Ástralíu árið 1958 en þá var dauða- refsing í gildi í landinu. En sagan hófst árið 1946, tólf árum áður, þeg- ar Frederick Blount, þá þijátíu og tveggja ára, kynntist Carol Franks í jólasamkvæmi í Darwin. Carol var lagleg stúlka og þótt aldurs- munurinn væri þrettán ár tók hún því vel þegar Frederick fór að sýna henni áhuga. Hann kom svo í heim- sókn til hennar á bæ foreldra henn- ar sem var um flörutíu kílómetra frá borginni. Frederick átti bflaverkstæði og gekk rekstur þess vel. Sjálfur bjó hann í litlu húsi í útborg Darwins svo að hann hafði í raun allt sem þurfti til að sjá vel fyrir konu og börnum. Er þau Frederick og Carol höfðu þekkst um nokkurt skeið bað hann hennar og játaðist hún honum. Þau gengu í hjónaband í júlí 1947 og í maí 1949 eignuöust þau son sem var skírður Harold. En nokkru eftir fæðinguna varð breyting á Carol. Hún hafði þá fengið að vita að hún gæti ekki átt fleiri börn. Var breyt- ingin sem á henni varð almennt talin því að kenna því að ekki varð séð að neitt amaði að henni að öðru leyti. Kaldlyndi Á skömmum tíma var sem Carol missti allan áhuga á heimilinu. Frederick var heimilismqöur og naut þess að vera heima að loknum vinnudegi og fara í ökuferðir með konu sinni og drengnum á sunnu- dögum. Þar kom svo nokkru síðar að enn varð breyting á Carol en nú fór hún að að leita út fyrir heim- ilið og sátu skemmtanir í fyrirrúmi. í febrúar 1950 var Frederick sagt frá því að sá orðrómur gengi að kona hans hitti aðra menn og var haft eftir henni að hún hefði eitt sinn lýst yfir því að maður hennar væri ekki faðir Harolds litla. Fred- erick reyndi að láta þessar sögur sem minnst á sig fá en þar kom í desember 1953 að hann gekk á konu sína og spurði hana hvort hann væri faðir drengsins. „Reyndu að geta þér til um það, gamli karl,“ sagði Carol þá á þann hátt að vel mátti skilja að faðirinn væri einhver allt annar maöur. „Ég var heimsk að giftast þér,“ bætti hún svo við. „Þú ert of gam- all og leiðinlegur fyrir mig. Ég held að ég vilji losna úr þessu hjóna- Carol með Harold. bandi og lifa lífmu eins og mér hentar." Hvarfió Um það sem næst gerðist á heim- ilinu var Frederick einn til frásagn- ar. Og saga hans var á þessa leið: „Ég kom heim úr vinnunni og sá að enginn var heima. Ég svipaðist um en sá hvorki Carol né dreng- inn. Hvergi var nein skflaboð að finna. Þegar ég fór að líta í skápa og skúffur sá ég að sitthvað vantaði af fótum á þau bæði. Fátt eitt hafði þó verið tekið og hélt ég því að Carol hefði farið heim til foreldra sinna. Ég fór þangaö en þau höfðu ekki komið þangaö og vissu tengda- foreldrar mínir ekkert um þau. Þá leiddu fyrirspurnir hjá vinafólki ekkert í ljós um dvalarstað þeirra." Næsta dag sagðist Frederick hafa setið heima fram að hádegi í þeirri von að hann heyrði frá konu sinni. Þegar hann hafði ekkert heyrt frá henni gerði hann lögreglunni að- vart. Hófst fljótlega leit en lögregl- una undraði að það var sem jörðin hefði gleypt konuna og drenginn. Hvergi fannst neinn sem hafði séð til þeirra. Einkennilegast þótti að konan skyldi hvorki hafa haft sam- band við foreldra sína né vinafólk hefði hún ætlað sér í ferðalag. Grunsemdir Lögreglan komst brátt að því að ekki hafði allt gengið vel í hjóna- bandi þeirra Fredericks og Carol. Fylgdi þeim sögum frásögnin af því þegar Carol átti að hafa lýst því yfir að maður hennar væri ekki faðir Harolds. Rannsóknarlögreglumenn héldu áfram leitinni að mæðginunum en hún bar engan árangur. Fóru þeir nú að velta því fyrir sér hvort Fred- erick hefði myrt konu sína og son. Hann var handtekinn og yfirheyrð- ur en neitaði allri vitneskju um hvað orðið hefði um þau. Engar sannanir voru til gegn honum og var honum sleppt. Þremur árum síðar fannst gröf í Arnhem, um sextíu kílómetra frá Darwin. Meinafræðingar voru fengnir til að skoða líkamsleifamar og komust þeir að þeirri niöurstöðu að þar hefði verið jarðsett kona, á aldrinum tuttugu til tuttugu og fimm ára, og flögurra tfl fimm ára gamalt barn. Ekki var hægt að ganga úr skugga um hver dánaror- sökin var en áverki á rifi konunnar benti til að hún hefði verið stungin til bana. Handtaka og réttarhöld Frederick Blount var handtekinn þegar þessi niðurstaða sérfræöing- anna lá fyrir. Allir vissu að kona hans hefði verið honum ótrú og því hefði hann haft ástæðu til að ráða hana af dögum. Hefði hann gert það nóttina áður en hann sagöi hana hafa horfið hefði hann haft nægan tíma til að koma líkunum burt og jarðsetja þau í Arnhem. Ákæra var gefin út og þegar Frederick kom fyrir rétt voru fáir í vafa um hver yrðu örlög hans. Dómarinn var samviskusamur maður og lagði á það áherslu við kviðdómendur að þeir yrðu að vera vissir um að Frederick Blount væri sekur ætluðu þeir sér aö sakfella hann. Kviðdómendur sátu á rökstólum í fimmtíu og fimm mínútur en að því búnu var tilkynnt að ákærði hefði verið sekur fundinn. Þá varð dómarinn að gera það sem lög buðu. Hann dæmdi hinn sakfellda til dauða. Á öndverðum meiði Verjandi Fredericks, Donald Merry, var í þeim fámenna hópi sem taldi að saklaus maður hefði verið dæmdur til lífláts. Allt frá því að hann hafði kynnt sér málavexti og kynnst Frederick hafði hann verið þeirra skoðunar að hann hefði ekki banað konu sinni og syni. Væri allt önnur skýring á hvarfi þeirra. Hann ákvað því að halda áfram að reyna að sanna sak- leysi skjólstæðings síns, en stóri vandinn var sá að innan tíðar yrði hann tekinn af lifi. Fyrsta verk Merrys var því að taka upp baráttu fyrir því að dóminum yrði breytt. Og það tókst honum. Það var svo fangelsisstjórinn, sem færði Fred- erick fréttina, eins og fyrr segir. Er hér var komiö fór Merry að reyna að komast að því hvað hefði í raun gerst. Hann byrjaði á því að auglýsa eftir Carol Blount í blöðum víðs vegar í Ástralíu. Það bar ár- angur. Kona í Sydney, frú Mallow, skrifaði honum og sagði frá því aö maður hennar hefði farið frá henni með konu sem hefði verið með barn og hefðu þau líklega farið til Eng- lands. Maður frú Mallow, John, var sölumaður og fór í ferðir. Tókst að upplýsa að hann haíði verið í Darwin á þeim tíma þegar Carol hvarf með bam sitt. Málið upplýst Merry fór til lögreglunnar þegar hann hafði fengið staðfestingu á veru Johns Mallow í borginni. Ástralska lögreglan sá nú ástæðu til að efast um að Frederick Blount hefði réttilega verið fundinn sekur. Var ákveðið að leita tfl Scotland Yard í London. Var hafin leit að Mallow á Englandi og fannst hann. Hann bjó með konu, Carol Blount, og syni hennar, Harold. Við yfir- heyrslu skýrði hún svo frá að hefði hún vitað um ákæruna á hendur manni sínum hefði hún vissulega látið í sér heyra. Hún sæi hins veg- ar aldrei áströlsk blöð. Frederick Blount var þegar í stað látinn laus. Greiddu yfirvöld honum tíu þús- und ástralska dali í bætur. Meinafræðingamir tveir, sem komist höfðu að þeirri niðurstöðu aö líkamsleifarnar, sem þeim voru sýndar, væm af ungri hvítri konu og ungu hvítu barni áttu erfitt með að útskýra mistök sín. Voru beina- grindumar teknar til rannsóknar að nýju. Þeir sem þær skoðuðu nú lýstu því fljótlega yfir að þær væru alls ekki af hvítri konu og hvítu barni heldur af frumbyggjakonu og barni hennar. Væri það augljóst því beinabygging frumbyggjanna væri allt önnur en hvítra manna. Þegar Frederick Blount hafði verið látinn laus kom blaöamaður á fund hans til að ræða við hann um lífsreynslu hans. Þá sagði Fred- erick meðal annars: „Ég vona að menn hafi lært eitt- hvað af þessu máli. Hvað hefðu yfirvöld gert hefði ég verið hengdur og svo hefði komið í ljós að kona mín og barn vom á lífi? Ég var áður fylgjandi dauðarefsingu en ég er það ekki lengur.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.