Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1994, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1994, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1994 Sigurbjörg Árnadóttir, fréttaritari Útvarps í Finnlandi: Vændi hefur aukist að undirlagi mafíunnar - og hamarshögg hefur ekki heyrst í landinu í tvö ár „Meðan útflutningurinn blómstrar og hefur í raun aldrei gengið betur er haldið áfram að skera niður, loka skólum og bamaheimilum og segja upp opinberum starfsmönnum því að þjóðarskuldimar aukast stöðugt og lítill bati virðist í efnahagslífinu. Aldrei hefur verið jafnmikið at- vinnuleysi í Finnlandi og mórallinn er voðalega miskunnarlaus og harð- ur. Þeir sem hafa vinnu vinna flestir tvöfalda og þrefalda vinnu án þess að fá nokkuð greitt aukalega fyrir það. Þeir eru bara á sínum dagvinnu- launum og enginn þorir að segja neitt af hræðslu við að fá reisupassann," segir Sigurbjörg Árnadóttir, frétta- ritari Útvarps í Finnlandi. Sigurbjörg hefur búið í Finnlandi í ellefu ár og þekkir þjóðfélagið til þrautar. Hún hefur starfað sem fréttaritari Útvarps í Finnlandi und- anfarin þrjú ár og verið í lausa- mennsku af ýmsu tagi, þýtt íslenska sjónvarpsþætti fyrir flnnska sjón- varpið, sldpulagt ferðir Finna til ís- lands og skrifað ferðahandbók um ísland á finnsku en bókin kom út í Finnlandi í tilefni af 50 ára lýöveldis- afmæhnu í sumar. „Það hefur varla heyrst hamars- högg í Finnlandi siðustu tvö ár og atvinnuleysi er yfir 50 prósent í bygg- ingariðnaöinum. Fólk ræður.sig í vinnu fyrir 15-30 prósent lægri laun en fyrir fjórum ámm og landflótti hefur veriö mikill lijá vel menntuð- um einstaklingum sem sjá sér hag í því að flytja til Þýskalands eða ann- arra landa vegna niöurskurðarins heima fyrir. Margir óttast að land- flóttinn vérði mikil blóðtaka. Erlend lánskjör þjóðarinnar hafa versnað og íjármálaráðherrann fullyrðir að Finnar veröi komnir á Færeyjastig eftir tvö og hálft ár þó að finnska markið sé farið að styrkjast núna eftir gengisfellingu fyrir tveimur árum,“ segir hún. í biðröð eftir mat Gífurlegur niðurskurður hefur átt sér stað í skólakerfinu í Finnlandi undanfarin tvö ár og er nú svo kom- ið að sjötta hverjum grunnskóla hef- ur verið lokað, háskólarnir berjast í bökkum og sums staöar er hugsan- legt að nýnemar verði ekki teknir inn í haust vegna fjárskorts. Einhveija glætu er þó að sjá í svartnættinu því að viðskiptin viö ríki Austur-Evrópu em farin að aukast eftir að austan- tjaldsverslunin hmndi til gmnna og finnskar skipasmíðastöðvar hafa ekki undan pöntunum á lúxusfeijum frá Japönum og fleiri þjóöum. „Andlit fátæktarinnar í velferðar- þjóðfélagi á Norðurlöndum er allt annað en í fátækustu löndum Evr- ópu, Afríku eða Asíu. Nú sér maður ágætlega klætt fólk sem rótar í rasla- tunnunum í miöborg Helsinki og þeir sem svelta standa í biðröð fyrir framan Hjálpræðisherinn í öllum veðrum. Það er ekki útigangsfólk og rónar sem leggja á sig að standa í biðröð í tuttugu stiga gaddi í von um mat. Maöur finnur biturö hjá sumu vinnandi fólki vegna þess að það vinnur óheyrilega langan vinnudag og borgar gtfurlega skatta. 50 prósent af tekjum fólks fara í opinber gjöld. Talað er um að fólk flýi land vegna skattbyrðar," segir Sigurbjörg. En hvemig er með félagsleg vanda- mál sem gjarnan er talað um að fylgi kreppunni? Hafa félagsleg vandamál aukist í Finnlandi? „Þau em kannski minni en maður hefði búist viö. Eiturlyfjaneysla og „Rússar sem búa í Helsinki fullyrða við mig að það taki ekki nema klukkutíma að finna leigumorðingja i miðborginni en ég veit ekki hvort það er rétt,“ segir Sigurbjörg Árnadóttir. Sigurbjörg gjörþekkir finnskt þjóðfélag enda hefur hún verið búsett í Finnlandi í ellefu ár. DV-mynd ÞÖK Gífurlegur niðurskurður hefur átt sér stað í skólakerfinu í Finnlandi og er nú svo komið að sjötta hverjum grunnskóla hefur verið lokað. Háskólar berjast í bökkum og ungt og vel menntað fólk flýr land. Óttast er að land- flóttinn verði mikil blóðtaka fyrir finnsku þjóðina. Á myndinni má sjá ungt fólk á Senaattitori milli stjórnarráðsins og háskólans í Helsinki. DV-mynd Friðrik gróft ofbeldi hafa aukist en mest áberandi er vændið. Vændi hefur aukist geysilega í tengslum við veit- ingastaði og skemmtistaði og Vasa- gatan í Helsinki er þekkt fyrir vændi. Bæði finnskar, rússneskar og eist- neskar vændiskonur halda nú orðið til á Vasagötunni og sjá sér farborða með því að selja líkama sinn. Lög- reglan telur að konunum frá Eist- landi og Rússlandi fylgi glæpir og sagt er aö þær séu gerðar út af rúss neskum mafluforingjum og dólgum sem starfa neðanjarðar. Fyrir flómm árum sáust engar vændisauglýsing- ar í Helsingin Sanomat, stærsta blað- inu í Finnlandi, en í dag er heil síða með slikum auglýsingum," segir Sig- urbjörg. Klukkutíma að fínna leigumorðinga Sigurbjörg hefur fylgst nokkuð með þróun máia í Rússlandi og Eist- landi vegna grenndarinnar við Finn- land. Eiginmaður hennar, Jouko Parviainen, hefur unnið talsvert í Eistlandi auk þess sem daglega em fréttir af málefnum Eistlands og ná- grannaríkjanna í flnnskum fjölmiðl- um. Margir telja að rússneska og eistneska mafían eigi sterk ítök í undirheimalífi í Helsinki og segir Sigurbjörg að eiturlyfjainnflutning- ur frá Eistlandi og Rússlandi hafi aukist geysilega. „Rússar sem em búsettir í Helsinki fullyrða við mig að það taki ekki nema klukkutíma að finna sér leigu- morðingja í miðborginni en ég veit ekki hvort það er rétt. Mikil við- skipti með málma, gömul vopn og jafnvel skildi af styttum af gömlu hetjunum Lenín og Stalín, fara gegn- um Eistland. Glæpahreyfmgar í Rússlandi koma málminum á mark- aö á Vesturlöndum með skipum frá „Aldrei hefur verið jafnmikið atvinnuleysi í Finnlandi og mórallinn er voða- lega miskunnarlaus og harður. Þeir sem hafa vinnu vinna flestir tvöfalda og þrefalda vinnu án þess að fá nokkuð greitt aukalega fyrir þaö. Þeir eru bara á sínum dagvinnulaunum," segir Sigurbjörg Árnadóttir. Myndin sýnir blómabúð í útjaðri Helsinki. DV-mynd Friðrik Tallinn í Eistlandi gegnum Svíþjóð og Finnland," segir hún. „í Eistlandi er bófahasar milli þess- ara hópa og þeir skjóta hver annan á götum úti um miðjan daginn. Lög- reglan hefur hvorki íjármagn né þekkingu til aö taka á þessu vanda- máh enda em lögreglumenn svo illa launaðir að það er auðvelt fyrir maf- íuna að múta þeim. Lögreglustjórinn í Tallinn hefur sagt í viðtali að hann geti aðeins treyst þriðjungi af sínu hði og það segir sína sögu,“ segir Sig- urbjörg. Taisvert hefur verið um íslendinga í Finnlandi undanfarin ár og búa þar nú tæplega 50 íslendingar fyrir utan bömin. Einkum er það námsfólk sem hefur sótt til Finnlands en einnig hefur verið nokkuð um aö íslending- ar komi þangað í vinnu í Norræna íjárfestingarbankanum eða öðrum norrænum stofnunum. En hvernig er að vera útlendingur í Finnlandi í dag? Fluttheimvegna atvinnuleysis „Það er erfitt fyrir íslendinga að fá vinnu í landinu og maður þekkir fjöldann allan af vel menntuðum út- lendingum sem gengið er framhjá við mannaráðningar. Það er ekki mikið af íslendingum í Finnlandi í vinnu en þó nokkrir í Norræna íjárfesting- arbankanum og það fólk er ömggt í sinni vinnu og stendur utan við þetta allt. Auðvitað eru nokkrir íslending- ar atvinnulausir og nokkrir hafa flutt heim eingöngu vegna atvinnu- leysis," segir Sigurbjörg að lokum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.