Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1994, Side 39

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1994, Side 39
LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1994 47 Fréttir Nýjar uppgötvanir eftir jarðsjármælingar við Nesstofu: Kirkja, klukknaport og „Viö teljum okkur hafa fundiö kirkjuna í Nesi, klukknaport og kirkjugaröinn sem stóð á bæjarhóln- um við Nesstofu allt fram til loka 18. aldar. Þá gátum viö ekki stillt okkur um að skoða lauslega tvo hringi í túninu vestan viö Nesstofu. Okkur sýndust vera hieðslur yst í stærsta hringnum en inni í honum miöjum má greina einhverja þúst sem enginn veit hvaö er þó að ýmsar skoðanir séu á lofti. Þvi hefur verið varpað fram að þarna hafi verið bygggarður, hringlaga borg eða jafnvel forn kirkja og kirkjugarður i kring en þetta eru hreinar getgátur enn sem komið er,“ segir Þorgeir S. Helgason, jarðfræðingur hjá Línuhönnun hf. Starfsmenn Línuhönnunar könn- uðu í vor hluta af bæjarhólnum vest- an við Nesstofu á Seltjarnarnesi með jarðsjá og gátu staðsett kirkjuna og kirkjugarðinn í Nesi með jarðsjánni en upplýsingar um staðsetninguna höfðu týnst. Samkvæmt mælingunni eru minjar um kirkjuna og kirkju- garðinn á eignarlóð í nágrenni Nes- stofu en þegar íbúðarhús var byggt á lóðinni fyrir nokkrum árum fund- ust mannabein. Þá mældu jarðfræðingarnir tvo hringi í nágrenni Nesstofu, litla hringinn, þar sem torfhleðsla frá Við mælingar á Nestúni. upphafi íslandsbyggðar fannst í fyrra, og stærsta hringinn á túninu við Nesstofu. í honum var meira dýpi en í litla hringnum og þar fannst meiri upphleðsla auk þústar í miðj- unni. „Kirkjustæðið í Nesi virðist fundið og nokkur afmörkun á kirkjugarðin- um enda fellur staðsetningin saman við heimildir sem við höfum um síð- ustu kirkjuna sem hér stóð. Vestan við þá rúst virtust vera tvö mann- virki, hvort sem það eru eldri kirkjur eöa eitthvað annað,“ segir Kristinn Magnússon, forstöðumaður Nes- stofusafns. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri þá kenningu aö kirkja gæti verið inni í stóra hringnum. Ég þori ekkert að segja um það en í minni hringnum er einhver ójafna sem gæti verið mannvirki þó að ekkert bendi til þess að það sé kirkja," segir hann. Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjarnamesi: Gerum rannsóknaráætl- un þrjú ár fram í tímann „Við höfum verið að setja í þetta peninga og á næstu þremur árum ætlum við að setja í þetta milljón á ári. Á þeim tíma ætti að vera hægt að ljúka rannsóknum næst húsinu en þær eru mest áríðandi. Þjóðminja- safnið gerir væntanlega einhverja rannsóknaráætlun fram í tímann fyrir okkur og svo verðum við að sjá til hvort fleiri aðilar hafa áhuga á að setja í þetta fjármagn eða vinnu. Við erum þar helst aö hugsa um lækna- samtökin eða einhver samtök heil- brigðisstétta sem Nesstofa er mjög nátengd,1' segir Sigurgeir Sigurðs- son, bæjarstjóri á Seltjamamesi. „Þarna er búið að jarðsjármæla og viö borguðum bróðurpartinn af því. Svo vomm við búnir að láta grafa prufuholur fyrir tveimur ámm. Að öllu samanlögðu held ég að við verð- um komin með nokkuð heillega mynd að rannsóknunum loknum eft- ir þijú ár. Hringirnir em saga út af fyrir sig sem ekki er farið að spá mikiö í. Við höfum ekki fengið neina skýrslu frá þeim sem gerðu þar til- raunagröftinn. Hringirnir verða ekk- ert hreyfðir og engin röskun á þeim,“ segir hann. Þjóðminjavörður: Áhugavert rannsóknaref ni „Ég veit ekki hvaða hugmyndir eru komnar upp um frekari rann- sóknir á hringunum en þetta er auð- vitað forvitnilegt rannsóknarefni, sérstaklega af því að maður hefur ekki hugmynd um hvort þessir hringar eru leifar af byggingum eða einhveijum mannvirkjum af öðru tagi en þeir virðast vera leifar af elstu byggð hér,“ segir Þór Magnússon þjóðminjavörður um fornleifarann- sóknir við Nesstofu á Seltjamarnesi. „Menn vissu nokkurn veginn hvar kirkjan og kirkjugarðurinn voru því að þegar grafið var fyrir húsi í grenndinni komu upp mannabein þannig að menn vissu um mörk garðsins á tvo vegu auk þess sem kirkjur höfðu alltaf vissa afstöðu til bæja hvað snertir fjarlægð og stefnu. Kirkjugarðar eru friðaðir samkvæmt lögum þannig að það verður ekki byggt á þessu svæði enda stendur það ekki tíl,“ segir hann. Miklilax í Fljótum: Öllum sagt upp Ollu starfsfólki Miklalax í Fljótum í Skagafirði, 13 ahs, var sagt upp störfum í fyrradag með þriggja mán- aöa uppsagnarfresti. Að sögn Reynis Pálssonar framkvæmdastjóra mun framtíð fyrirtækisins ráðast á næstu vikum. Að ööru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. Nauðasamningar fyrirtækisins vom samþykktir í okt- óber í fyrra og voru þá 600 milljónir króna endanlega afskrifaðar. Landsmót hestamanna: Fáksmenn kætast Félagar í Fáki í Reykjavík kætt- ust heldur betur eftir dóma í A- flokki gæðinga á landsmótinu á Hellu á fimmtudag og eiga þrjá hæst dæmdu gæðingana ásamt þeim fiórða í tíu hesta úrshtum. í unglingaflokki eiga Fáksmenn einnig fióra fulltrúa í úrslitum. Gýmir, sem Hinrik Bragason sýndi, kom síðla í dóm og náði for- ystunni af þeim Dalvari, sem Daní- el Jónsson sýndi, og Þokka, sem Ath Guðmundsson sýndi, og fengu 8,75 í einkunn. Atli og Baldvin Ari Guðlaugsson verða að fá varaknapa því þeir komu tveimur hestum hvor í úrsht. Geýsismönnum gekk ekki eins vel í dag og í gær þvi tveir hesta þeirra fóru út af keppnisvellinum og voru dæmdir úr leik. Þó náði einn inn í úrsUt. í barnaflokki er Sigríður Pjeturs- dóttir (Sörla) efst á Safír með 8,63 í einkunn en skammt undan eru þeir Guðmar Þ. Pétursson (Herði) áSpuna með 8,58 og Þórir R. Hólm- geirsson (Létti) á Feldi með 8,57. ÚrsUt í gæðingaflokkunum fiór- um verða á sunnudaginn. ÚrsUt í A-flokki urðu sem hér segir: 1. Gýmir (Fákur)............8,86 Knapi: Hinrik Bragason Eig.: Hinrik Bragason og Hulda Gústafsdóttir 2. -3. Dalvar (Fákur).......8,75 Kn/eig.: Daníel Jónsson 2.-3. Þokki (Fákur).........8,75 Knapi: AtU Guðmundsson Eig.: Gunnar Dungal 4. Prúður (Léttir)..........8,69 Knapi: Baldvin A. Guðlaugsson Eig.: Heimir Guðlaugsson 5. -6. Hnokki (Léttir)......8,59 Knapi: Atli Guðmundsson Eig.: Sigurgeir Kristgeirsson 5.-6. Hjúpur (Neisti).......8,59 Knapi: Sigurbjöm Bárðarson Eig.: Hreinn Magnússon 7.-8. Þokki (Hörður)........8,55 Knapi: ErUng Sigurðsson Eig.: Daði ErUngsson og Erling Sigurðsson 7.-8. Mozart (Fákur)........8,55 Knapi: Ragnar Ólafsson Eig.: Gréta Oddsdóttir og Auðunn Valdimarsson 9. Álmur (Léttir)......:.....8,53 Knapi: Heimir Guðlaugsson Eig.: Baldvin A. Guðlaugsson 10. Fáni (Geysir)............8,49 Knapi: Kristinn Guðnason Eig.: Hekla K. Kristinsdóttir UngUngaflokkur: 1. Sigríður Pjetursdóttir á Safir (SörU)...............8,63 2. Guðmar Þór Pétursson á Spuna (Hörður).............8,58 3. Þórir R. Hólmgeirsson á Feldi (Léttir).............8,57 4. Elvar Jónsteinsson á Þokka (Léttir).............8,49 5. Alma Olsen á Erró (Fákur)...............8,47 6. Friðgeir Kemp á Ör (Léttfeti)..............8,46 7. Davíð Jónsson á Pinna (Fákur)..............8,43 8. Ragnheiður Kristjánsdóttir á Rökkva (Fákur).............8,42 9. Garðar H. Birgisson á Skafrenningi (Hörður)......8,41 10. —11. Friðgeir I. Jóhannsson á Rán (Svaði)................8,39 10.-11. Gunnhildur Sveinbjamar- dóttir á Náttfara (Fákur)...........8,39 -EJ OECD um efnahagshorfur á íslandi: Þjóðin líður fyrir minnkandi veiðar Efnahags- og framfarastofnun Evr- ópu (OECD) hefur birt skýrslu um efnahagsþróunina á íslandi og horf- ur á næsta ári, Samkvæmt skýrsl- unni Uður íslenskt efnhagslif aðal- lega fyrir minnkandi þorskveiðar. Því verði 0,6 prósenta samdráttur í ár og atvinnuleysi aukist. Á hinn bóginn er gert ráð fyrir að þjóðar- framleiðsla aukist um 1,4 prósent á næsta ári. í maí síðasthðnum spáði OECD aö samdrátturinn í ár yrði 1,2 prósent. Spáin núna er því ekki eins dökk. Minnkandi þjóðarframleiðsla í ár mun hins vegar kalla á 6 prósenta atvinnuleysi í stað 4,3 prósenta eins og raunin er núna. „Við spáðum 1,1 prósents sam- drætti á þessu ári en hann verður örugglega miklu minni. Ég reikna alveg eins með því að það verði eng- inn samdráttur á þessu ári,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunnar, um efnahagshorf- urnar í ár. Þórður segir að góðar horfur í þj óð- v arbúskapnum í nágrannaríkjunum, samkvæmt skýrslu OECD. Það geri umgjörðina um íslensk efnhagsmál rýmri. í því sambandi bendir hann á að rýmri fiárhagur heimUa og fyrir- tækja leyfi aukin ferðalög til Islands og aukna eftírspum eftir vöru og þjónustu frá íslandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.