Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1994, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1994, Qupperneq 21
LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1994 21 Bridge NM í Finnlandi: Matthí as tók af skarið! Þegar þetta er skrifað heíir ís- lenska karlasveitin' á Norðurlanda- mótinu í Finnlandi unnið aUa sína leiki og trónar í efsta sætinu. Kvennasveitinni hefir hins vegar gengið miður og vermir neðsta sætið. Mótinu lauk hins vegar í gærkveldi og við skulum vona að karlasveitin hafi unnið og kvennasveitin bætt stöðu sína. Umsjón Stefán Guðjohnsen Matthías Þorvaldsson tók af skarið í fyrri leiknum við Svíana og keyrði Jakob Kristinsson í bráðupplagða slemmu sem var engan veginn sjálfs- sögð í sögnum. N/O * KG106 V DG865 ♦ D842 + - * 852 V - ♦ 53 + KD986543 * ÁD974 V 432 ♦ G96 + G7 í lokaða salnum sátu n-s Jón Bald- ursson og Sævar Þorbjömsson en a-v Falleníus og Nilsland. Jón dró „fjöl- djöfulinn" upp úr farteskinu: Norður Austur Suður Vestur 21auf* 2hjörtu 3tíglar pass 3spaðar dobl pass 51auf pass pass pass * 1) Veikt með háhtina eða 2) Veikt með tígullit eða sterk jafnskipt hendi. „Fjöldjöfullinn" kom í veg fyrir að Svíamir kæmust í slemmuna og þeir skrifuðu 420 í sinn dálk. í opna salnum sátu n-s Bennet og Flodquist en a-v Matthías og Jakob. Þeir klifruðu hægt og sígandi í slemmuna: Norður Austur Suður Vestur pass 1 hjarta pass 1 grand* pass 2tíglar pass 31auf pass 4grönd pass 5tíglar pass 61auf pass pass pass * Krafa Það er athyglisvert við sagnröðina að tvær fyrstu sagnir austurs eru ekki kröfusagnir og ekki heldur þriggja laufa sögn vesturs. Hins veg- ar tók Matthías af skarið við þremur laufum og var reiðubúinn í slemm- una ef Jakob ætti einn af „fimm ás- um“. Þetta voru 920 til íslands og 11 dýr- mætir impar. ísland vann leikhm með minnsta mun, 16-14. Skák Áskorendakeppni PCA í New Y ork: Rússamir allir úr leik SVABJISVANUWNN Laugavegi 118 Nætursala um helgar Videotilboð t*. Ein ný spóla og önnur eldri, 1 'A 'm\ kók pjmccu og Maarud |jg snakk B kr. 500 Safnkorf Oliufélaglð hf Ekta si/eitaball á mölinni á Hötel íslandi laugardagskvöld Fanar, ein vinsælasta Frá lokum seinni heimsstyrjaldar hefur þótt tíðindum sæta ef skák- maður utan Sovétríkjanna hefur komist í fámennan hóp útvalinna áskorenda. Nú eru sannarlega breyttir tímar: Sovétríkin liðin undir lok og þar að auki er „heimsmeist- arakeppninni“ stefnt í óvissu vegna tilkomu PCA-atvinnumannasam- bands Kasparovs og Shorts. Rússnesku stórmeisturunum ætlar ekki að takast að halda uppi merki forvera sinna á þeim bænum. í fjórð- ungsúrshtum PCA, sem fram fóru í New York fyrir skömmu, voru þeir alhr slegnir út. Vladimir Kramnik, sem margir hafa spáð miklum frama, fékk fyrsta skellinn á skákferlinum er harin fékk háðulega útreið af hendi Bandaríkja- mannsins Gata Kamsky. Kramnik náði aðeins hálfum öðrum vinningi úr sex skákum en Kamsky fékk 4,5 vinninga og ekki þurfti að tefla tvær síðustu skákimar. Romanishin, sem er frá Úkraínu, galt engu minna afhroð gegn Indverj- anum knáa, Anand, sem vann sigur með 5 v. gegn 2 og fór að dæmi Kam- skys og tapaði ekki skák. Meiri spenna var aftur á móti í ein- vigjum Englendinganna Shorts við Gulko og Adams við Tivjakov sem lyktaði með jafntefli, 4-4. í bráðabana þar sem tefldar voru fjórar 30 mín- • útna skákir tókst Short að leggja Gulko en aftur varð jafnt hjá Adams og Tivjakov. Þeir tefldu þá 15 mín- útna skákir og loks hafði Adams bet- ur en það var þó ekki fyrr en eftir 92 leiki í seinni skákinni sem Tivja- kov lýsti sig sigraðan. Kamsky, Anand, Short og Adams munu þvi kljást um réttinn til þess að skora á sjálfkrýndan heimsmeist- ara, Garrí Kasparov. Óneitanlega vekur athygli að tveir enskir stór- meistarar skuli vera í hópnum og þrír úr breska samveldinu. Sá íjórði er hins vegar borinn og bamfæddur í samveldinu í austri en nú flúinn og sestur að í vestri. PCA-samtökin reyna hvað þau geta til þess að ná eyrum fjölmiðla en vafalaust hafa forráðamenn þeirra og Intel-fyrirtækið bandaríska, sem þeir hafa gert mihjónasamning við, verið óánægð með þá htlu umfjöllun sem áskorendakeppnin í New York fékk. Umgjörð keppninnar var þó glæsileg, teflt í Trump Tower í miðju fjármálahverfi New York-borgar en í svo stórum og hljóðbærum sal að keppendum veitti ekki af eymatöpp- um. í þessum sal fór einnig fram at- skákmót PCA sem var með sama sniði og mótið í Kreml á dögunum. Þrír íslenskir stórmeistarar, Jóhann Hjartarson, Margeir Pétursson og Helgi Ólafsson, voru þar í hópi hð- lega sjötíu stórmeistara. Margeir og Helgi byijuðu iha og náðu sér ekki á strik - fengu 4,5 og 4 v. af 11 möguleg- um. Jóhann var hins vegar í hópi efstu manna að loknum fyrri keppn- isdeginum en þá gekk allt á afturfót- irnmn og hann varð að sætta sig við 5,5 v. Sigurvegari varð Tivjakov sem fékk 8 v. og lét tapið fyrir Adams ekki á sig fá. Kortsnoj hrósar Adams Englendingurinn Michael Adams er að festa sig í sessi í áskorenda- keppni. Hann á þaö th að tefla hratt að hætti Anands, svona eins og af tilfmningu, en stundum er eins og hann taki hvorki sjálfan sig né skák- ina allt of hátíðlega. í viðtali við þýska skákritið „Schach" segist Viktor Kortsnoj sí- feht furða sig meira og meira á djúp- um stöðuskilningi Adams og segir hann hafa yfirspilað sig hvað eftir annað. „Adams hefur gríðarlega, ótrúlega skákhæfileika," segir Kortsnoj sem leggur yfirleitt ekki í vana sinn að hrósa fólki og allra síst í þessu viðtali. Þannig segist hann t.a.m. ekki hafa trú á framtíð Kam- sky-feðga og Kramnik segir hann hafa teflt hræðhega iha á úrtöku- móti PCA í Groningen, rétt eins og Karpov á yngri árum. En hvers vegna tapaði Adams þá FIDE-einvíginu við Gelfand fyrr á árinu? Jú, Kortsnoj segist kunna skýringu á því. Hann hefði strax orð- ið hugsi er hann frétti að vinkona Adams legöi stund á nám í rúss- nesku! Skoðum sjöttu einvígisskák Adams við Tivjakov. Skákin sýnir vel það sem Kortsnoj lýsir sem „ótrúlega djúpum stöðuskhningi". Adams tekst að spinna efnivið, nánast úr engu, og Tivjakov er yfirsphaður á glæshegan hátt. Hvitt: Michael Adams Svart: Sergej Tivjakov Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. c3 d5 3. exd5 Dxd5 4. d4 Rf6 5. Rf3 Rc6 6. Be3 cxd4 7. cxd4 e6 8. Rc3 Dd6 9. a3 Be710. Bd3 0-011.0-0 b6 12. De2 Bb7 13. Hadl Had8 14. Bg5 g6 15. Bc4 Hfe8 16. Hfel Rd5 17. Bxd5 exd5 18. Dd2 f6 19. Bf4 Dd7 20. b4 g5 Hugmyndin er Re7-f5 en fyrst vih Tivjakov skjóta þessum peðsleik inn. Adams sér við þessari áætlun á lymskulegan hátt - betra er 20. - Bf8 strax. 21. Bg3 Bf8 22. h4 h6 23. hxg5 hxg5 24. Hxe8 Hxe8 25. Da2! Re7? Þessu hafði Adams vonast eftir. Rétt er hins vegar 25. - Rd8. 8 IIO 7 ii. #■ 6 1 5 A 1 4 & A <] co a.4 2 & & 1 s 4? ABCDEFGH 26. Re4! Bg7 27. Rd6 Hd8 28. Hcl Riddarinn á d6 er sem fleinn í holdi svarts. Ekki gengur nú 28. - Rf5 29. Rxb7 Dxb7 30. Hc7 Da6 31. Dc2 Rxg3 32. fxg3 og hótunin 33. Dg6 ræður úrshtum. 28. - Bc6? 29. De2 Ba8 30. Dd3 Bf8 31. b5! Bh6 32. Hel Hf8 33. Rh2 Bg7 34. Rfl Hótar að taka f5-reitinn herfangi. 34. - f5 35. Be5 Rg6 36. Rg3 Bxe5 37. dxe5 Rh4 Umsjón Jón L. Árnason Ef 37. - Rxe5 38. Hxe5 Dxd6 39. Hxf5 og ekki þarf að spyrja að leiks- lokum. Takiö eftir hvemig Adams hefur grafið biskupinn á a8. 38. Rdxf5! Rxf5 39. e6 Dh7 40. Rxf5 Bb7 Því að 40. - Hxf5 (eða 40. - Dxf5 41. Dxf5 Hxf5 42. e7) 41. e7 er vonlaust. 41. e7 He8 42. He6 Bc8 43. Dxd5! - Og svartur gafst upp. Ef 43. - Bxe6 44. Dxe6+ Kh8 45. Df6+ Kg8 46. Rh6+ og öhu er lokið. kráarhljómsveit landsins 09 hljómsveitin Brimkló 09 BjörgvinHalldörsson Húsið opnað kl. 22. Verð kr. 500 Frítf inn fyrir Esso safnkorthafa. SVMABTILBM 50% afsláttur Sumarblóm frá 25 kr /Zósír frá SáO /rr <?r/á/?/áfftur 220-á096 afs/ 2/á/a?r fr/áa? 22096 afs/á/tar rtt/fi/áwaMfr 220-5096 afs/ (/aráf/r/Jiaí/fá/á 22096 afs/ Opilalla daga GARÐSHORN kl. 10-22 v/30sswpkiáju§aá ■ sími 40500 55 LADA SPORT ,798

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.