Alþýðublaðið - 09.05.1967, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.05.1967, Blaðsíða 2
Vel heppnuð björgunar æfing f Rauðarárvíkinni Fjölmenni var við björgunaræf íngu Slysavarnadeildarinnar Ing- ólfs í Rvík, sem haldin var á Rauð arárvíkinni sl. sunnudag í blíðskap arveðri. Sýndu slysavarnarmenn hvernig bjarga eigi mönnum af skipi í sjáv arháska. Dráttarbáturinn Magni var „hið nauðstadda skip“ og voru notaðar ýmsar gerðir af línubyss um.við björgun þessa. Skotin tók ust mjög vel og var björgunarstóll FJÖLBREYTT STARFSEMI KRABBAM EINSFÉLAGSINS sendur eftir línunni út í skipið og menn síðan dregnir í land. Gúmmíbjörgunarbát var varpað í sjóinn og sýnd merðferð hans og notkun, t.d. hvernig eigi að rétta hann við, ef honum hefur hvolft. Önnuðust nokkrir froskmenn þetta atriði. Einnig voru sýnd neyðar blys og merkjaskot. Þyrlan TF-EIR, sem er sameign Slysavarnafélagsins og Landhelgis gæzlunnar sýndi hæfni sína með lendingu og björgunarþyrla varn arliðsins sýndi, hvernig draga eigi mann úr sjó, en þyrla þessi er bú in sérstakri vindu til þeirra hluta. Fór björgunaræfingin mjög vel fram, enda var veður í alla staði fremur hagstætt. Fjölmenni var við þessa sýningu. Aðalfundur Krabbameinsfélags íslands var haldinn 25. apríl sl. í húsi krabbameinsfélaganna að Suðurgötu 22. Bjarni Bjarnason læknir, for- maður félagsins, setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Til nefndi hann Helga Elíasson fræðslum.stj. sem fundarstjóra og Halldóru Thoroddsen fundarritara Formaður flutti skýrslu félags stjórnar. Nýjar myndir frá tunglinu Pasadena, Kaliforníu 8. 5. (NTB- Reuter). — Nýjasta „myndatöku- stöð“ Bandaríkjamanna, gervi- tunglið „Orbiter 4“, sem á að taka myndir af 98% af yfirb. tunglsins komst á braut umhverfis tunglið í dag. „Orbiter“ hringsólar um hverfis tunglið í 2,690 til 6.105 kíló metra fjarlægð. Fyrstu myndirnar frá „Orbiter 4“ berast væntanlega til Pasadena á fimmtudaginn. Síðustu myndirn ar munu berast 28. maí „Orbiter 4“ var skotið frá Kennedyhöfða á fimmtudag í síðustu viku. Breytingar á starfsemi félagsins hafa ekki orðið neinar teljandi, hins vegar eru ný viðfangsefni í undirbúningi. Leitarstöð-A (Almenn skoðun.) Samkv. ósk stjórnarinnar hefur Jón G. Hallgrímsson læknir unn ið úr gögnum stöðvarinnar þau 10 ár sem hún .hefur starfað. Jón flutti í lok fundarins fróðlega skýrsiu um starf stöðvarinnar, hvernig væri unnið, hvaða rann sóknir væru gerðar og hvaða sjúk dómseinkenni hefðu komið í ljós við þessar rannsóknir, og kom þar margt forvitnilegt fram. Fyrirhug að er að bæta starfsskilyrði Leitar stöðvar -A og flytur hún væntan lega um miðjan maí í nýstandsett húsnæði á I. liæð hússins í Suður götu 22, en hún hefur haft aðsetur í kjallaranum. ásamt Leitarstöð-B en sú stöð fær einnig bætta að stöðu með þessu fyrirkomulagi. f athugun er að bæta við rannsókn um og jafnvel breyta starfstilhög un, en frá því verður greint nánar síðar. Leitarstöð-B (skoðun íyrir konur) Hennar viðfangsefni er eingöngu legháls- og legkrabbamein. Hafin er önnur umferð ,og konur, sem mættu fyrst til skoðunar, eru nú Framhald á 15. síðu. Þessar myndir voru teknar víð björgunaræfingar Slysavarna- deildar Ingólfs á sunnudag. Mynd irnar tók Bjamleifur Bjarnleifss. Guðbrandsstofa SNARPRI ARAS Á HÆÐ HRUNDIÐ Saigon 8. 5. (NTB-Reuter). Bandarískir landgönguliðar og guður-vietnamskir hermenn hrundu í dag árás 2.000 norður-vietnam ískra hermanna á mikilvæga hæð skammt frá vopnlausa svæðinu á landamærum Norður- og Suður Vi etnam. 179 Norður-Vietnammenn féllu en aðeins 35 landgönguliðar og 14 Suður-Vietnammenn. Hæðin sem kallast Son Thien, er miðia vegu milli strandarinn ar og ljandamæra Laos. Hún ligg ur í vðsturenda 200 metra varn argarðs sem á að koma í veg fyr ir vopna- og liðsflutninga frá Norð ur- til Suður Vietnam. Unnið er Frh. á bls. 15. Framhaldsaðalfundur Hins ís- lenzka biblíufélags var haldinn að lokirmi guðsþjónustu í Hallgr. kirkju 30. apríl sl. Forseti bibl íufélagsins, herra Sigurbjörn Ein arsson biskup stýrði fundinum og skýrði þar frá því helzta, sem gerzt hefði hjá félaginu frá fyrri aðal fundi 29. janúar sl. Hermann Þorsteinsson hefur nú tekið við starfi framkvæmdastjóra biblíufélagsins, og hefur hann ósk að þess að gegna starfinu sem sjálfboðaliði, og er ráðningartími eitt ár, til reynslu, einnig sam- kvæmt eigin ósk hans. Bauð bislc up hann velkominn til starfa á fundinum, og bað þess að hin nýja skipan mætti verða bæði fé laginu og hinum nýja framkvæmda stjóra til blessunar. Jafnframt þakkaði hann fráfarandi fram- kvæmdastjóra. Ólafi Bergmann Erlingssyni bókaútgefanda, fyrir störf hans í þágu félagsins, en hann á áfram sæti í aðalstjórn þess. Biblíufélagið hefur nú fengið til umráða stofu í nýju húsnæði á 1. hæð í nyrðri túrriáímu HalJ grímskirkju. Samkvæmt tillögu Ó1 afs Ólafssonar kristniboða hefur húsnæði þetta fengið nafnið Guð brandsstofa, eftir Guðbrandi bisk í Hðllgrímskirkju upi Þorlákssyni. Hefur að undan förnu verið unnið að innréttingu Guðbrandsstofu og var að mestu lokið við að flytja þangað eignir og bókabirgðir félagsins fyrir að alfundnn. Verður bókasala og af greiðsla biblíufélagsins fyrst um sinn í Guðbrandsstofu opin alla virka daga, nema laugardaga frá kl. 15—17, og er símanúmer félags ins þar 17805. Þeir sem erindi eiga við biblíufélagið eru vinsam íegast beðnir að snúa sér til af greiðslunnar í Guðbrandsstofu, en | að sjálfsögðu mun Biskupsstofa eins og áður gefa upplýsingar um i félagið og veita framlögum til þess viðtöku, og sama gildir um stjórnarmenn alla. Séra Óskar J. Þorláksson, sem um árabil hefur verið gjaldkeri Hins íslenzka biblíufélags lætur nú af störfum, en á þó áfram sæti í framkvæmdastjórn félagsinis. Stjórn félagsins er nú þannig skip uð: Herra Sigurbjörn Einarsson, dr. theol, forseti, Bjarni Eyjólfs son, ritstjóri, ritari, Ólafur Ólafs son kristniboði, gjaldkeri, dr. Ás mundur Guðin.s. fv. biskup, séra Sigurbjörn Á. Gíslason, séra Jó- hann Hannesson prófessor. Ólafur Bergmann Eriingsson bókaútgef- Framhald á bl. 14. 2 9. maí 1967 ~ ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.