Alþýðublaðið - 09.05.1967, Blaðsíða 5
Gylfi Þ. Gíslason:
EFLING HÁSKÓLA
ISLANDS
Á UNDANFÖRNUM áratug hefur verið unn
ið að endurskoðun á svo að segrja allri löggjöf
þjóðarinnar um einstaka skóla eða skólastig.
Hér skal farið nokkrum orðum uin þær breyt-
ingar sem orðið hafa á högum Háskóla Is-
lands.
Sett voru ný lög um Háskóla íslands 1957.
Á grundvelli þeirra hafa verið gerðar margar
og gagngerar breytingar á reglugerð hans. T.
d. hefur nám við læknisfræði og í íslenzkum
fræðum verið aukið og bætt og B.A.-náminu
breytt verulega. Það er nú fullgilt háskóla-
nám fyrir framhaldsskólakennara í mörgum
greinum.
í ársbyrjun 1956 voru starfandi við háskól-
ann 27 prófessorar, enginn dósent, 3 lektorar
og 38 aðrir Icennarar. Tíu árum síðar eða í
ársbyrjun 196G var tala prófessora 37, tala
dósenta 26, tala lektora 3 og tala annarra
kennara 54. Á tíu árum fjölgaði því kennurum
háskólans úr 68 í 120 eða um 52. Á fjárlögum
fyrir árið 1956 voru fjárveitingar til háskól-
ans í heild fjórar milljónir króna. Á sl. ári
námu þær tuttugu og átta milljónir króna.
Sé tekið tillit til þeirrar verðhækkunar, sem
átt hefur sér stað á þessu tímabili og hún
mæld samkvæmt breytingu á vísitölu fram-
færslukostnaðar, kemur í Ijós að fjárveitingar
til háskólans jukust á þessum 10 árum um
240%.
Ríkisstjórnin samþykkti fyrir tveirn árum
10 ára áætlun um fjölgun kennara við há-
skólann, og er nú verið að framkvæma hana.
Þá hefur menntamálaráðuneytið ennfremur
skipað nefnd til þess að gera tillögur um upp
byggingu háskólans næstu 20 árin. Við liáskól
ann eða í tengslum við hann hefur verið kom
ið á fót nýjum rahnsóknarstofnunum. Má þar
fslensk
mennta-
mál í
áratug
fyrst nefna Handritastofn
un íslands, sem ríkis-
stjórnin kom á fót í til-
efni af 50 ára afmæli
háskólans. Mun hún fá
íslenzku handritin frá
Danmörku til varðveizlu
og rannsókna. í sum-
ar verður hafin bygg-
ing húss yfir handrita-
stofnunina, í samstarfi
við háskólann, sem
jafnframt mun byggja yfir kennslu sína og
rannsóknir í íslenzkum fræðum. Fjárveiting
til handritastofnunarinnar var á síðastliðnu
ári rúmar 2 milljónir króna.
Þá hefur og verið komið á fót Raunvísinda-
stofnun háskólans í því skyni að annast rann
sóknir í eðlisfræði, stærðfræði, efnafræði og
jarðeðlisfræði. Hefur verið reist yfir hana sér
stakt hús. Fjárveitingar til raunvísindastofnun
arinnar eru í ár 6 milljónir króna. Komið licf
ur verið á fót Reiknistofnun háskólans. Há_
skólasafnið hefur og verið eflt verulega.
✓
Eins og kunnugt er stofnuðu
nýlega nokkrir þekkiir söngv-
arar hér í borg óperul'lokk, sem
thefur hloíið heitið ,,Óperan“ og
hófu þegar undirbúning að sýn-
ingum á óperum eftir Haydn,
Offenbach, Donizetti og Carl
Orff.
Óperan mun hefja starfsemi
sína seinni hluia þessa mánaðar
og tekur þá til flutnings óper-
una „Ástardrykkurinn" eftir
Donizetti og verða einsöngvarar
Hanna Bjarnadóttir, Eygló Vikt
orsdóttir, Jón Sigurbjörnsson,
Kristinn Hallsson og Magnús
Jónsson. Stjórnandi verður líagn
ar Björnsson cn Guðrún Krist-
insdóttir og Ólafur Vignir Al-
bertsson munu leika hljómsveit
arhlutverkið á tvö píanó. Fram-
kvæmdastjóri hefur verið r’áðinn
Gunnar Egilsson, klarinettleik-
ari í Sinfóníuhljómsveit íslands.
Munu aðeins verða fáar sýning-
ar að þcssu sinni, því sýningum
verður hætt um miðjan júní en
teknar upp aftur á n.k. hausti,
ásamt nýjum viðfangsefnum.
Ákveðið hefur verið að gefa
þeim, sem vilja gerast áskrifend-
ur að sýningum óperunnar, kost
á að skrifa nöfn sín á lista, sem
liggja munu frammi í Bókabúð
Sigfúsar Eymundssonar og Bóka
verzlun Lárusar Blöndal, auk
þéss sem hægt er að gerast á-
ski'ifandi með því að senda nafn
og heimilisfang merkt „Óperan.
Pósthólf 412“, Reykjavík.
Fyrir áskrifendur mun hver
Framhald á 15. siði
TILBOÐ
óskast í eftirtaldar bifreiðir og tæki, sem verða
til sýnis fimmtudaginn 11. maí, 1967 kl. 1-4
í porti bak við skrifstofu vora Borgartúni 7:
Árgerð:
Ford Galaxie fólksbifreiö 1961
Land Rover diesel 1963
Land Rover diesel 1962
Austin Gipsy diesel 1963
Austin Gipsy diesel 1963
Gaz 69 jeppi 1958
Sitroen sendiferðabifreið 1965
Austin seven sendiferðabifreið 1964
Austin seven sendiferðabifreið 1964
Austin sevén sendiferðabifreið 1962
Skoda station 1961 ,
Volkswagen sendiferðabifreið 1961
Ford pic up 1952
Chevrolet 20 manna fólksbifreið 1955
Ford Trader vörubifreið 4 tonn 1964
Ford 14 manna fólks/vörubifreið 1951
Ford loftpressubifreið Le Roi 1947
2 stk. Sullivan loftpressur 85 ten fet/mín.
2 stk. Junkers Ioftpressur 126 ten fet/mín.
Vatnabátur trefjaplast.
Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri, Borg
artúni 7, sama dag kl. 5 e. h. að viðstöddum
bjóðendum.
Réttur áskilinn til að hafna tilboðum, sem
ekki teljast viðunandi.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS.
Starfsstúlknafélagið SÓKN.
Orðsending til félagskvenna
Þær félagskonur, sem áhuga hafa á að dvelja
í sumarhúsi félagsins í Ölfusborgum í sumar,
eru beðnar um að snúa sér til skrifstofu fé-
lagsins með umsóknir sínar.
Vegna mikillar aðsóknar sl. sumar er nauð-
synlegt að sækja um sumardvöl sem allra
fyrst. SÍMI 14638.
Starfsstúlknafélagið SÓKN.
SKÓLAGARÐAR KEFLAVSKUR
verða starfræktir í suxnar fyrir börn á aldrin-
um 9-13 ára.
Innritun fer fram í áhaldahúsi Keflavíkur-
bæjar, dagana 9-12 þ. m.
Garðyrkjustjóri.
AÐVÖRUN
Samkvæmt heimild í 15. gr. lögreglusam-
þykktar Reykjavíkur verða munir, sem skild
ir hafa verið eftir á almannafæri og valda
hættu eða tálmun fyrir umferðina, svo sem
skúrar, byggingarefni, umbúðir, bifreiðahlut-
ir o. fl., fjarlægðir á næstunni á kostnað o^
ábyrgð eigenda án frekari viðvörunar.
Lögreglustjórinn í Reykjavík.
- ALÞÝÐUBLAÐIÐ g
I
9. maí 1967