Alþýðublaðið - 09.05.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.05.1967, Blaðsíða 4
Ritstjóri: Boneclikt Gröndal. Símar 14900—14903. — Auglýsingasíml: 14906. — ASsetur: Att>ýðuhúsi5 við Hveríisgötu, Rvik. — Prentsmiðja Alþýðuhlaðsins. Simi 14905. — Áskriftargjald kr. 105.00. — í lausa- sölu kr: 7.00 eintakiðr — Útgefandi: Aiþýðuflokkurinn. Hin leiöin Líklega hefur ekkert nýtt vígorð í íslenzkum stjóm málum misheppnazt eins algjörlega og þegar Fram- ;sóknarmenn skírðu stefnu sína í þjóðmálum „hina leiðina“. Þeir eru hættir að tala um „hin'a leiðina“. En ef aðrir nefna hana, fara menn að brosa eða jafn- vel skellihlæja. Spaugilegast var þó, þegar sjálf- ur ritari Framsóknarflokksins, Helgi Bergs, sagði með miklum alvöruþunga og talsverðum þjósti, að „hin leiðin“ væri „eina leiðin“. Það mun hafa verið þá, sem Framsóknarmenn hættu að tala um hana. Nú mun það hafa borið til á fundi, sem Framsókn- armenn efndu til úti á landi fyrir skömmu, að gam- all og merkur bóndi reis úr sæti sínu og sagðist vilja bera fram fyrirspurn til fundarboðenda. Hann kvað sig fýsa að vita, hvað fælist í þeirri stefnu, sem flokk urinn boðaði og nefndi „hina leiðina“. Einn þing- manna Framsóknarflokksins varð fyrir svörum og sagði þetta vera flókið mál. Það væri alls ekki auð- velt að skýra þetta í stuttu máli. Menn ættu að stuðla að því, að stjórnin félli og Framsóknarflokk- urinn kæmist til valda. Þá myndu menn sjá, hver ,,’hin leiðin“ væri. Bóndinn var óánægður með þessi svör, og svo munu íleiri hafa verið. En óvíst er, hvort stefnu Framsókn arflokksins hefur verið betur lýst en hér var gert. „Hin leiðin“ er að vísu ekki „eina leiðin“, eins og Helgi Bergs komst svo spaklega að orði. En hún er engu að síður sérstök leið, hún er sú leið, sem Fram- sóknarflokknum ætlar að þóknast að fara, ef hann kemst til valda, en kærir sig ekkert um að láta uppi fyrir kosningar, hver sé. Hin leiðin er m. ö. o. þau skilyrði, sem Framsóknarflokkurinn ætlar að setja fyrir stjórnarþátttöku, ef hann fær aðstöðu til þess •að taka þátt í stjórn. Af gamalli reynslu má fara nærri um, hver þau skilyrði eru: Alls konar sérrétt- indi fyrir flokkinn og þau öfl, sem hann hefur á sín- um snærum. Það er auðvitað ekki von, að flokkur- inn kæri sig um að opinbera það fyrir kosningar, hvað hann ætlar að heimta, ef kjósendur verða svo glám- skyggnir að efla hann svo, að hann fái aðstöðu til aö krefiast stjórnaraðildar. Þess vegna vefst Fram- sokrarmönnum tunga um tönn, þegar þeir eiga að skýra „hína leiðina“. En fyrir kjósendur eru þessi höft á tungunni talsverðar upplýsingar. Auglýsið í Alþýðublððinu VINNUVEITENDASAMBAND ÍSLANDS. AÐALFUNDUR Vinnuveitendasambands íslands verður haldinn dagana 11.-13. maí nk. í fundarsal (II. hæð), Hótel Sögu, inngangur hótel megin. Fundurinn hefst kl. 2 e. h. á fimmtudag. Vinnuveitendasamband íslands. VANTAR BLAÐBURÐAR FÖLK i EFTIRTALIN HVERFI: MIÐBÆ 1 og II HVEKFISGÖTU EFBI HVERFFSGÖTU NEÐBI LAUGAVEG NEÐBI GNOÐABVOG BAUÐARÁBHOLT BRÆÐRABORGARSTÍG LAUGARÁS FRAMNESVEG BOGAHLÍÐ I ★ HÆ<GRI UMFERÐ. Óneilanlega er það svo, að al- menningi virðist ganga illa að átta sig á þeirri nauðsyn, sem valdhafar vorir virðast telja á því að við faerum okkur yfir á liægri vegarbrún og öpum þannig eftir Svíum, sem nú ætla að koma þessari breytingu á hjá sér í haust. Það er víst að lemja hausnum við steininn, að mæla á móti þess- ari breytingu nú eftir að búið er að samþykkja lögin um hana. Það er nú einu sinni svo, að þing- menn eru rétt eins mannlegir og aðrir og getur skjátlazt ekki sjaldnar en bara rétt hverjum sem er. Hafi þeir afgreitt lög, sem eru í andstöðu við þjóðarviljann, eins og nú virðast nokkrar horfur á, þá fá þau lög auðvitað ekki staðizt. Þess vegna væri sannarlega æskilegt, að gaumur væri gef- inn þeirri tillögu, sem varla fær þó náð fyrir augum valdhafanna, að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um það í vor um leið og kosið er til Alþingis, hvort breyta skuli hér til liægri umferðar. Þessi krafa virðist sanngirnis- mál, því verður ekki móti mælt, að engar þær röksemdir hafa komið fram, sem réttlæta það að draga milljónatugi upp úr vösum bifreiðaeigenda tii að standa straum af þessari breytingu, sem enga nauðsyn ber til að gera. Við höfum nóg aim- að með þessa peninga að gera. Ég er sannfærður um að bifreiðaeigendur mundu ekki telja eftir sér að greiða þessa upphæð, til dæmis, ef hún ætti að fara til þess að setja varanlegt slitlag á Vestur- landsveg að Þingvallavegamótum. Þá mundi áreið- anlega enginn segja orð. j ★ BRÉF FRÁ EINUM REIÐUM. Hér kemur svo stutt bréf um fyr- hugaða hægrj umferð: Ég verð reiðari og reiðari því meira sem ég hugsa um þá vitfirringu, sem hægri umferðin er, sem nú á að fara að troða upp á landsfólkið. Mér finnst nóg af slysunum fyrir þótt ekki séu gerðar opinberar ráðstafanir til þess að fjölga þeim. Ég vil sannarlega ekki standa í sporum forsprakka hægri akstursins, þegar slysa- aldan, sem honum fylgir gengur í garð. Þeir mega þá sannarlega hafa breið bök, ef þeir eiga ekki að kikna. Ég hélt að til þessa hefðum við sannarlega að flestra dómi fengið nóg af leiklist- arstraumum frá Svíþjóð, þótt við nú ekki þyrftum að fara að stæla Svíana á þessu sviði líka. Ef einhver stjórnmálaflokkur kemur fram með það í stefnuskrá sinni í vor, að berjast fyrir afnámi laganna um hægri akstur, þá mun ég og mitt fólk sannarlega kjósa þann flokk, jafnvel þótt það verði kommúnistar, sem ég hef þó ævinlega haft heldur ímugust á. Læt ég svo þessu bréfi lokið. En verið getur að þið heyrið frá mér aftur, því áreiðanlega verður bið á því að mér renni reiðin. — „Einn reiður.” 4 9- maí 1967 ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.