Alþýðublaðið - 09.05.1967, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 09.05.1967, Blaðsíða 16
Skipzt á orðsendingum Það er ekki óalgent í milliríkia viðskiptum, að orðsendingar milli ríkisstjórna og skoðanaskipti ýmis konar séu ekki opinberuð fyrr en nokkru eftir að þau hafa átt sér stað. Þannig var því til dæmis far ið með orðsendingar, sem gengu á miili brezka sendiráðsins í Osló og utanríkisráðoneytisins norska snemma í síðasta mánuði. Þessar orðsendingar hafa hins vegar nú verið birtar, og þar sem um er að ræða mál, sem gera má ráð fyr ir að íslenzkir aðilar kunni að hafa áhuga á, þá mun vera rétt að segja hér frá málavöxtum, sem voru nokkuð óvenjulegir. Bretar fundu nefnilega ástæðu til að minna Norðmenn á að þeir hefðu eitt sinn fengið orðsend- ingu frá brezkum yfirvöldum, en gleymt að svara henni. Er hér um að ræða bréf sem Hinrik III. Eng Iandskonungur sendi 10. október 1217 til Hákonar Hákonarsonar. Bréf brezka sendiráðsins var sam- ið á latínu, og því fylgdi afrit af upprunalega bréfinu, ef það skyldi hafa glatazt úr skjalasöfnum norsku krúnunnar. Norska utanríkisráðuneytið .sendi svar samdægurs, og var svar hréfið einnig samið á latínu. í svarinu var harmað að ekki hefði xeynzt unnt að svara umræddu bréfi og lægju til þess tvær á- stæður. í fyrsta lagi hefði konung ur Noregs og kanzlarar hans átt mjög annríkt síðustu 750 árin, og ennfremur væri enn óleyst vanda mál í samskiptum landanna tveggja. Þetta óleysta vandamál snertir Orkneyjar og Hjaltland, en Norð- menn telja sig hafa ótvíræðan rétt til að innleysa þessi lönd aftur til norsku krúnunnar, en þau voru seld 1467 og 1469 fyrir 58 þús. Rínar gyllini til þess að kosta lieiman mund Margrétar prinsessu, sem koma þurfti í hjónaband. Þessi upphæð mundi að núgild andi verðlagi samsvara um 62.500 sterlingspundum og telur utanríkis ráðuneytið norska að efnahagur landsins þyldi að sú upphæð yrði greidd. Með því sé kominn mögu leiki þess að leysa þetta gamla vandamál, og þá muni sjálfsagt gef ’ast tími til að svara bréfi Hinriks III. frá 1217. Það hefur vakið nokkra athygli í sambandi við þetta mál að Norð menn væru svo miklir latínuhestar að geta sxvarað orðsendingu á því máli samdægurs. En þarna lá híns vegar á að svara í tíma, því að að dagurinn, þegar þessi orðsend ingaskipti fóru fram, var 1. apríl. Hálæröar hryssur Það á að gefa Margréti prinsessu merar í meðfærilegu standi, að því er fortelja fregnir opinberar, og finnst oss það viðeigandi. En merarnar hafa til frömunar verið færðar og fallega tipla þær hófum og munu orðnar allt að því háskólalærðar, þótt ekki sé fulllokið prófum, Og þær munu dilla dönskum, hryssurnar ungu, og dável gengur með sprokið, þó hneggja þær gjarnan með afkeim af íslenzkri tungu, en auðvitað þjálfast kokið. 5KÍ(«S3SWIN Mér þykir það Ieitt frú, en þér eruð aðeins sú tíunda. íslenzkir túristar eru í stór- hættu í helztu nágranna- löndum vorum í hægri hand ar reglu, auk stjórnenda flug véla og skipa, í og á landi (miðað við, að úrelt sé að aka eða ganga undir stjórn und- irmeðvitundarinnar, í borg a. m.k.), þegar þeir ekki eru í rólegri V-traffik, eins og t. dæmis var á kreppuárunnm fyrir stríð. Moggi. Skyldi lögreglumaðurinn á nýja listanum vera þar í embættisnafni? Þegar é gfæ mér jeppa eins og margir gæjar gera, þá ætla ég að mála framan á hann Jeppi á fjalli. Það er nú meiri hörmungin þessi kynþáttastefna í Suður Afríku. Ætli næsta skrefið verði ekki að stjórnin banni svertingjunum að liafa livít blóðkorn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.