Alþýðublaðið - 09.05.1967, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 09.05.1967, Blaðsíða 15
Hirðisbréf FramhaJd úr opnu. lagsins. Nei, páfi skiptir heimin- um í svæði, „þeirra, sem hafa og þeirra, sem ekki hafa og sam-1 íkvæmt því eru Sovétríkin, Banda- | ríkin, Vestur-Evrópa, Kanada, o. j s. frv. sett í einn hóp, sem ríku þjóðirnar, og kapplilaup þeirra, í dýrum vígbúnaðaráætlunum og dýrum geimrannsóknum eru stork- un fátæku þjóðunum í Afriku, Asíu og Suður-Ameríku, sem í sameiningu eru eins og fátækur Lazarus fyrir framan dyr ríka mannsins. Og ríki maðurinn ger- ir ekki skyldu sína með því að gefa ölmusu einu sinni eða tvisv- ar og vera þó herrann, sem á að sjá til þess, að Lazarus drekki ekki út peningana. Nei, það verð- ur að vera um að ræða samá- byrgð. Lazarus er ekki beininga- maður, eins og svertingjarnir i Suður-Afríku eru enn, heldur jafnrétthár bróðir. Og ef Lazar- us fær ekki rétt sirin, verður hann að krefjast hans. Við á Norður-j löndum getum heldur ekki talið okkur undanskilin, því að páfi snýr sér einnig til okkar. ★ Marxisti í páfastól . . . Síðasta hirðisbréf Páls páfa um samábyrgð með þróunarlöndun- um hefur vakið mikla athygli um allan heim eins og hirðisbréf Jó- liannesar 23. Friður á jörðu, gerði á sínum tíma. En því bréfi var vel tekið hvarvetna gagnstætt því, sem virðist um bréf Páls páí'a, en því hefur verið tekið á ýmsan hátt. Kurteisleg óvild gegn því hefur komið fram í íhaldssöm- um blöðum, en kommúnistisk blöð — einkum á Ítalíu — hafa notað sér það til framdráttar. íhaldsblaðið II Borghese skrifar til dæmis: Heldur páfi virkilega, að kaþólska, rómverska postula- kirkjan geti lifað annars staðar en einmitt í kapitalistisku þjóðfé- lagi? Og sama heyrist í banda- rískum blöðum. Wall Street Journal segir: Hirðisbréfið er „upphitaður Marxismi”, sem er með „lag af trúarlegri femisoliu” utan á. Engir möguleikar eru á að slíkt geri þróunarlöndunum nokkurt gagn. í Þýzkalandi skrifar hið hægri- sinnaða blað, „Die Welt” ; Páfinn er allt of einhliða í kröfum sín- um. Afskipti hans af vandamálum þróunarlandanna hefðu átt að vera á þann veg, að almennt væri á þau hlustað. Hið íhaldssama blað, Le Figaro í París skrifar, að hirðisbréfið sé sambærilegt hirðisbréf Leós 13., sem kom róti á hleypidóma þeirra manna, sem aðhylltust hina svo- kölluðu félagslegu frjálslyndis- stefnu Páll VI. meðhöndlar nú sama vandamálið á alþjóðlegum grundvelli og veitir þróunarlönd- unum sömu réttindi og á sínum tíma urðu starfsmönnum hins kapitalistiska þjóðfélags til góða. ítalska kommúnistablaðið L’- Unita birti hirðisbréfið á allri for- síðunni og segir, að það lýsi því, að kapitalisminn eigi erfitt upp- dráttar. Páfinn fordæmir ágóða- kerfið og fordæmir fjármálalega frjálslyndisstefnu og einnig nýju nýlendustefnuna. Það er greini- legt, að blaðið álítur þetta vera efni, sem hægt sé að nota í stjórnmálabaráttunni. Sama má finna í enska kommúnistablaðinu Morning Star og franska komm- únistablaðinu L’Humanité. Mitt á milli þessara öfga eru svo róttæku og sósíalistisku blöð- in, og t. d. Corriere Della Sera í Milano, segir, að páfinn ætti að byrja á því að fara sjálfur eftir hirðisbréfinu, áður en hann pre- dikar fyrir öðrum. Af heimsblöðunum yfirleitt má ráða eftir komu hirðisbréfsins, að nú sé á páfastóli umdeildur páfi, og ekki er vert að vanmeta áhrif hans á kaþólska menn um heim allan, en þeir eru 550 milljónir. Kastljós Frh. úr opnu. ar stunda nám í framhaldsskól- um, 13% fara í verzlunarskóla og 80% hætta skólagöngu við II ára aldur. Það þarf því ekki að koma á óvart að í landinu er ekki til eitt einasta almenningsbókasafn. Tvær kynslóðir Portúgals hafa alizt upp í þessari eymd fáfræði og fátæktar. Málefni ættjarðarinn ar eru þeim eins framandi og mál efni fjarlægra landa. Það vantar meira segja í þá dug til þess að hefjast handa. En ef til vill er uggvænlegast, að þetta slen ger ir það að verkum að þeir eru móttækilegir fyrir áróðri allra þeirra, sem þykjast geta boðið þeim betra líf. Óperan Frh. af 5. síðu. miði kosta kr. 175.00. Fyrirkomu lag áskrifendasýninganna verð- ur þannig í framkvæmd, að dreg- ið verður um á hvaða sýningu áskrifendur fá sína miða og mun röðin breytast við hverja nýja frumsýningu, þannig að þeir, sem síðast fengu miða iá sýningu nr. 1 fhljóta sýningu nr. 2 við næstu frumsýningu o.s.frv. Ef áskrifandi getur ekki mætt á sýn ingu sem honum er ætluð, verð- ur reynt að breyta miða hans yf- ir á aðra sýningu. Sýningarnar munu fara fram í Tjarnarbæ og hefjast seinni hluta maí eins og fyrr segir og er því nauðsynlegt að áskriftir hafi bos izt fyrir 13. maí n.k. Krabbameinsfélag Frh. af 2. síðu. kallaðar til rannsóknar aftur. Talið er að ef öryggi kvenna á að vera sæmilega tryggt, þurfi þær að koma í skoðun á tveggja ára fresti í fyrri umferð voru skoðaðar 15 þús. konur, eða 73% þeirra sem boðaðar voru. Frá 15. 7. ‘65 — 15. .7 ‘66 voru skoðaðar 6885 konur Af þeim voru 77 með frumubreyt ingar. Af þessum 77 konum voru 15 með ífarandi krabbamein í leghálsi, 3 konur með krabbamein í legbol. 1 með krabbamein í eggjastokk og ein með krabbamein í vulva, eða alls 20 konur með krabbamein. 51 kona fannst með staðbundið kraboamein í leghálsi og ein með sl iðbundið krabba moin í vulva, eða alls 72 konur (1.004 pro.mill.) Krabbameinsskráninej. International IJnion Against im 'ADOL- t£ Bifreiðin FRAMLEIÐUM Aklæði i allar tegnndlr bfln OTUR Hringbraut 121. B I L A • LÖ K K Grunnur Fyllir Sparsl Þynnlr Bón. tml 10659 VEL bVEGlNN BlLl StlNKAUMBO® ASGEIR ÖLAFSSON, neildv. Vonarstræti 12. Sími 11073. Hjélbarðaverfa* stæði Vestnrbæjar Við Nesveg. Sjmi 23120. Annast allar viðgerðir « bjól- börðum og slöngum Smurstöðin Reykjavíkurvegi 64, Hafnar- firði. Opið alla virka daga frá KL T,30 — 19 s.d., laugardaga til hádegis. Vanir menn. Sími: 52121 Opið all* vtrk* daga tré KL 3—22 nemj 'augardaga írá 8—16 Fljót <íb síóð afgreiðsda. Hjólbarðaviðgerðin Reykjavíkurvegi 56 Hafnarfirði. Sími 51963. Cancer hefur gefið út á ensku rit: „Cancer Incidence in Five Continents“ undir umsjón dr. R. Doll. Þetta er rit um niðurstöður krabbameinsskráninga í 24 lönd um og er ísiand í hópi þeirra fáu landa, sem hafa heildarskráningu yfir alla þjóðina, en mörg þessara landa hafa aðeins staðbundna skráningu og þar á meðal Banda- ríki N. Am. Unnið er að því að koma krabbameinsskráningunni á íslandi inn á IBM-kort og verður því væntanlega lokið á þessu ári. Formaður krabbameinsskráningar innar er prófessor Ólafur Bjarna son. Magakrabbameinsrannsóknir. Þær halda áfram undir stjórn próL Júlíusar Sigurjónssonar og lýkur þeim væntanlega á þessu ári.. Tvær greinar eftir prófessor inn hafa birzt um þetta efni í Journal of the National Cancer Institute“ og heita á ensku: „Trends in Mortality from Cancer“ With Special Reference to Gastric Cancer in Iceland" 1, 2, og „Geo graphical Variations in Mortality From Cancer in Iceland With Parti cular Reference to Stomach Can cer.” Þorsteinn Þorsteinsson lífefna fræðingur vinnur einnig að þess um rannsóknum og eru niðurstöð ur af þeim væntanlegar á þessu ári. Hjörtur Hjartarson forst. gjald keri félagsins, las upp endurskoð aða reikninga og voru þeir sam þykktir athugasemdalaust. Enda þótt rekstur félagsins sé orðinn all umfangsmikill og lagt hafi verið í fjárfrekar framkvæmdir, er af- koma félagsins góð. í Alþýðublaðinu Stjórn félagsins er þannig skip uð: Bjarni Bjarnason læknir for- maður, Hjörtur Hjartarson forstj. gjaldkeri; Jónas Hallgrímsson læk nri, Helgi Elíasson fræðslumála stj. dr. med Friðrik Einarsson, Er lendur Einarsson forstjóri og Jón as Bjarnason læknir. Eitt nýtt krabbameinsfélag var stofnað á sl. ári, ICrabbameinsfé lag Skagafjarðar, formaður þess er Valgarð Björnsson héraðsl. Hofsósi og eru deildirnar þá sex alls. Árás Framhald af bls. 2. að smíði varnargarðsins, sem á að ná yfir allt láglendið á þessum slóðum. □ í Washington sakaði banda- ríska utanríkisráðuneytið Norður Vietnamstjórn í dag um gróft brot á Genfarsamþykktinni um með- ferð stríðsfanga með því að leiða bandaríska flugmenn um götur Hanoi og leiða þá á fund með blaðamönnum. Alþjóða Rauði krossinn hefur verið beðinn um að koma mótmælum Bandaríkja- stjórnar áleiðis til Hanoi. Koparpípur og Rennilokar. Fittings. Ofnkranar, Tengikranar, Slöngukranar, Blöndunartæki. Burstafell bygglngavöruverzlun Réttarhoítsvegi 3. Síml 3 88 40. ALÞÝÐUFLOKKSFÓLK KÓPAVOGI Kosningaskrifstofa Alþýðuflokksins er að Auðbrekku 50. SÍMI 42419. Opið daglega kl. 4—7. — Lítið inn til skrafs og ráðagerða. Kjörskrá liggur frammi í skrif- stofunni. Alþýðuflokksfélag Kópavogs. hvert ser n| irl fai ■ ið ALMENNAR TRYGGINGAR f H fen tr yg § ng PÓSTHÚSSTR/ETI 9 V IrS J S,MI 17700 9. maí 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ |,5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.