Alþýðublaðið - 09.05.1967, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 09.05.1967, Blaðsíða 11
40 ÁRA AFMÆLISSUNDMÖT SUND- DEILDAR ÁRMANNS í KVÖLD 1 Sigursveit ÍK, talið frá vinstri: Haraldur Pálsson, Helgi Axelsson, Þorbergur Eysteinsson, SigurðuP Einarsson Þórir Lárusson og Guðni Sigfússon. ÍR-ingar sigruðu í Steinþórsmótinu í kvöld, þriðjudag fer fram hið árlega sundmót Ármanns í Sund- höll Reykjavíkur og hefst kl. 8,30. Mótið er helgað 40 ára afmæli deildarinnar en hún var stofnuð 29. apríl 1927. Keppt verður í 9 sundgreinum auk boðsunda en greinarnar eru 200 m. bringusund karla, en þar má búast við mjög spennandi keppni á milli Leiknis Jónssonar, Árna Krstjánssonar, Gests Jónssonar og Guðmundar Gíslasonar, 100 m. skriðsund karla þar keppa Guðmundur Gísla son, Guðmundur Harðarson, og hinn ungi Akurnesingur Finnur Garðarsson, 100 m. flugsund karla, 200 m. fjórsund kvenna, 100 m. skriðsund kvenna, þar keppa Hrafn hildur Kristjánsdóttir, Ingunn Guðmundsdóttir’ og Guðmunda Guðmundsdóttir frá Selfossi en hún varð óvænt Selfossmeistari í þessari grein fyrir skömmu, 100 m. bringusund kvenna, þar eru með al keppenda Ellen Ingvarsdóttir og Ingibjörg Haraldsdóttir, auk þess er keppt. í þremur unglinga greinnm í 50 m. skriðsundi drengja 50 m. baksundi telpna 14 ára og yngri og 50 m. bringusundi 12 ára og yngri. í 4x50 m. fjórsundi karla Guðmundur Gíslason. Vormót fR fer fram 18. maí Vormót ÍR verður haldið á Mela vellinum 18. þ.m. og verður keppt í eftirtöldum greinum. Fyrir karla. ; Hástökk, kúluvarp, kringlukast, sleggjukast, langstökk, 1500 m. hl. 400 m. hl. 100 m. lil. og 4x100 m. boðhlaup. Fyrir konur: Hástökk, 100 m. hl. og 4x100 m. boðhlaup. Fyrir drengi og sveina: 100 m. hl. og 4x100 m. boðhlaup. Þátttökutilkynningum sé skilað á Melavöllinn til Karls Hólm eða Jóhannesar Sæmundssonar fyrir 14. þ.m. má búast við skemmtilegri keppni milli Ármanns, SH og Ægis og að lokum er 3x100 m. þrísund kvenna. Keppt er um 6 bikara, á mótinu. Keppendur eru mjög margir milli 80 og 90 frá 8 félögum og héraðs samböndum, og vegna fjölda þátt takenda urðu að fara fram undan rásir í 6 greinum. HEARTS leikur 3 leiki hér Valur hefur heimild til að bjóða heim erlendu liði í vor og hafði verið samið við austur-þýzka lands liðið að leika hér tvo aukaleiki á vegum Vals, en þegar slitnaði upp úr þeim samningum, var úr vöndu að ráða þar sem tími til stefnu var stuttur orðinn. En nú hefur svo vel til tekist, fyrir milli göngu Éjörgvins S-chram form. K. S.í. að ákveðið er að hið vel þekka fyrstu deildar lið HEARTS frá Edinborg komi hingað hinn 18. maí og leiki 19. 22. og 24. maí. Skozk lið eru nú mjög eftirsótt þar sem mörg þeirra hafa skarað fram úr í ár í keppni um eftirsótt ustu bikara sem keppt er um af beztu liðum Evrópu og eru nú í úr slitum í a.m.k. tveimur þeirra. Vonandi verður Laugardalsvöll urinn þannig að leikirnir við skot ana geti farið þar fram. Enskur þjálf- arí til KR KSÍ hefur útvegað KR þjálfara sem mun koma hingað 22. maí n. k. og dvelja í 6—7 vikur til að þjálfa ýmsa aldursflokka KR. Þjálf ari þessi, Mr. R. Lewin að nafni, hefur í nokkur ár verið aðalþjálf ari Newcastle United, sem nú leik ur í I. deild ensku keppninnar. MYND sú er hér birtist, átti að fylgja afmælisgrein um Ragnar Lárusson sem kom i blaðinu sl. sunnudag en Ragmr varð sex- tugur í gær, 8. mai. Steinþórsmótið er haldið árlega til minningar um Steinþór heit inn Sigurðsson, sem var fyrsti for maður Skiðaráðs Reykjavíkur og jafnframt brautryðjandi í skíða mótum, sem haldin voru hér sunn an lands. Steinþórsmótið fór að þessu sinni fram í Ólafsskarði í Jós- efsdal. Evrópukeppni bikarmeistara í i körfuknattleik er nýlokið með sigri ítalska liðsins IGNIS frá Varese. Ignis sigraði ísraelska liðið MACCABI frá Tel Aviv í úr slitaleikjum keppninnar með 77:67 í Varese, og 68:67 í Tel Aviv. Ignis var í öðru sæti ítölsku meistarakeppninnar, aðeins á eft ir Simmentahl, sem lék til úrslita í Evrópumeistarakeppninni gegn Real Madrid. Philapelphia 76ers og San Frans isco Warriors léku til úrslita um efsta sætið í amerísku atvinnu mannakeppninni, sem Bandaríkja menn kalla World Championship Til að sigra verður að vinna 4 mki af 7, sem fara fram ýmist heima eða heiman. Eftir fjóra iki var staðan jöfn, 2:2, en Phila delphia vann síðan tvo leiki í röð, þann síðari með 125:122. Chamberlain var aðalmaður Phil adelphia, skoraði að vísu aðeins Mót þetta er sveitakeppni og eru sex menn í sveit. Þrjár sveitir tóku þátt í móti þessu frá KR, ÍR og Ármanni. Ásgeir Eyjólfsson Á, lagði braut ina, sem var 50 lilið og mjög skemmtileg. Eftir fyrri umferð var KR með 266,1 sek. en ÍR með 267.6 sek. og mátti því búazt við harðri 18 stig að meðaltali í leik, en hirti að jafnaði 29 fráköst og átti 7 körfusendingar '(assist) á leik. Þetta er í fyrsta sinn sem Chamb erlain á sæti í liði, sem sigrar í þessari keppni, þrátt fyrir að hann hefur sl. 8 ár slegið nær öll hugs anleg met í amerískum körfuknatt leik. Bill Bradley hinn kunni amer íski körfuknattleiksmaður hefiu- verið ráðinn til New York NICK ERBOCKERS til fjögurra ára fyr ir 500.000 dollara eða tæplega 22 úlljónir ísl. kr. Tennis og badmintonfélag Reykjavíkur mun í sumar 'hafa fasta* æfingatíma í íþróttahúsi Vals, alla þriðjudaga kl. 6—9 að kvöldi. Eiga allir félagsmenn jafnan rétt á að nota þessa tíma gegn 25 krónu gjaldi hverju sinni. keppni í seinni umferð. í .seinni umferð keyrðu ÍR- ingar af miklu öryggi og tryggðu sér sigur. 548,1 sek. KR og Ár- mann sveitirnar voru báðar dæmd ar úr leik. Bj. Ólsen KR fékk bezb an brautartíma 38,6 sek. Mikill snjór er nú í skíðalönd um í nágrenni Reykjavíkur og mjög gott verður hefur verið að undanförnu, enda margir sem not færa sér það. í sveit ÍR voru: Sigurður Einarsson, Guðni Sig- fússon, Helgi Axelsson, Þorbergur Eysteinsson, Þórir Lárusson, Iíar- aldur Pálsson. Hver hlýtur HM titilinn? Eins og kunnugt er hefur Cassius Clay verið sviptur heimsmeistaratitlinum í þunga vigt af heimssambandi hnefa leikamanna og hnefaleikanefnd New York-borgar. Ástæðan er sú, að Clay neitar að gegna herþjónustu. Nú þegar eru menn farnir að velta vöngum yfir því hver hreppa muni hinn eftirsótta tit il. Helzt eru taldir koma til greina, Floyd Patterson, Bona vena, Argentínu, Mildenberger V-Þýzkalandi, Thad Spencer U SA, Fraizer USA, Chuvalo, Kan ada og Terrell, og Elles USA. Talið er líklegt, að þessirmenn myndu þreyta keppni um titil inn. Erlendar körfu- knattleiksfréttir 9. maí 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ H

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.