Alþýðublaðið - 11.05.1967, Page 16

Alþýðublaðið - 11.05.1967, Page 16
AÐ FINNA ENGA LYKIAF SKARNA ÞAÐ ER, eins og allir vita, ekki •hægt að reka bæjarfélag eins og Reykjavík fyrir einar , skitnar 2 milljónir króna á dag, enda varla við því að búast í þjóðfélagi, þar sem spakmæli eins og „Hvað er anilljón nú á dögum“ þykja hvað snjallast sögð og ganga aftur manna á meðal 'árum saman. Eitt að því, sem bæjarstjórnar- íhaldinu hefur þó tekizt einna •lakast við, er að halda götunum sæmilega hreinum, næst því að lialda þeim akfærum. Látlaust er mokað salti og alls kyns óhroða á göturnar liðlangan veturinn, en evo er auðvitað ekkert gert til að firífa óhroðann, þegar snjóa leys- ir. Það er nú kannski heldur ekki rétti timinn til að 'hugsa um hrein læti svona rétt þegar allar yndis- iegu holurnar í götunum eru að koma í ljós undan snjónum. Eins og ánnað rómantískt fólk íjabbaði Baksíðan suður Laufásveg inn eitt blíðviðriskvöld um dag- inn, og stemningin fór stöðugt dal andi eftir því sem göturennurn ar urðu fyllri af sandi, möl, mal- biksmolum og öðrum óþverra, og við gátum ekki varizt þeirri spumingu, hvort bæjarstjórnari- haldið mundi vera á móti róman- tik. Þó komum við að einum tveim stöðum á göngu okkar, þar sem augljóst . var, að dyggir íhalds- menn mundu eiga heima, því að þar vom virðulegir borgarar að sópa gangstéttirnar fyrir utan hús in, og hattaði svo sannarlega fyr- ir þar á mllli réttlátra (íhalds- manna) og ranglátra. En við þessa sjón opnuðust raunar augu okkar. Það er sýni- legt, að bæjarstjómaríhaldið not ar götusópunina (eða kannski öllu heldur skortinn á opinberri götu- sópun) til að kanna liðið. Það er sýnilega til þess ætlazt, að allir sannir íhaldsmenn sópi sínar eig- in gangstéttir (það heitir víst ein staklingsframtak), og þannig megi sjá í snarheitum hverjir em réttlátir og hverjir em það ekki. Þetta er bara sem sagt frekari útfærsla 'á þeirri dásamlegu liðs könnunaraðferð, sem fhaldið hafði hér á árunum og fólst í þessum orðum: „Sannir íhalds- menn em þeir, og þeir einir, sem ekki finna lykt af skarna‘“. TIL AFRIKU Ég ætla að fara í siglingu langt suður í lönd og liggja á pálmaströnd í hvítum sandi, en það kvað vera guðdómlegt, og þegar sólin skín, ég þamba suðræn vin í margskyns blandi. Og píramíta í Afríku ætla ég að sjá, og illa trúi ég þá ég verði svikinn, og setjast gömlum úlfalda á bak og hleypa á brokk og berja fótastokk og ríða mikinn. Og þegar sný ég heim yfir þúsund rasta sjó úr þarlands pálmaskóg og ævintýri, það birtist .kannski greinarkorn og ferðamynd af mér í morgunblaði hér á kameldýri. Ég- skal hætta að skjóta, ef þú hættir að skjóta Eddi, í Guðanna bænum ekki hérna. . . . Það skiptir engu megtnmáli,, hvort löglegur kjósandi er 20 ára, 21 árs eða 25 ára, því að alltaf verður einhver einu ári yngri en sá, sem fær að kjósa. VÍSIR. , Blaðsölustrákarnir láta ekki að sér hæða. Einn heyrði ég hrópa hástöfum niðri í Aust urstræti í gærdag: „lögrétta blaðið!“ , Alveg er sögukennarinn okk ar orðinn ga-ga. f síðasta timanum fyrir prófið sagði hann: „Og svo skuluð þið muna það, að frá styrjaldar- lokum hefur verið stríð í 22 ár.... Aldrei þegi ég, ef ég er spurð frétta, enda held ég að það séu ekki aðrir sem neita að tala en þeir, sem hafa eitt- hvað að segja....

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.