Alþýðublaðið - 12.05.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.05.1967, Blaðsíða 4
ÍMMMÐ Ritstjóri: Benodikt GrSndal. Símar 14900—14903. — Auglýsingasíml: 14906. — ASsetur: Alliýöuhúsið við Hveríisgötu, Rvík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 105.00. — í lausa- 8ölu kr. 7.00 eintakiö. — Útgefandl: Alþýðuflokkurinn. Alþýðubandalagið klofið KOMMÚNISTAR hafa á undanförnum fjórum ára- tugum þrívegis beitt sér fyrir klofningi í Alþýðu- flokknum. í fyrsta skipti gerðist það, þegar Kommún- istaflokkur íslands var stofnaður 1930. Sjö árum síð ar tókst þessum flokki með naumindum að fá mann 'kjörinn í Reykjavík, og fylgdu honum tveir uppbótar menn inn í þingið. Ekki aðeins Alþýðuflokkurinn veiktist, heldur einnig verkalýðshreyfingin. Komm- únistar töldu Alþýðuflokkinn höfuðstoð og styttu burgeisastéttarinnar, og lögðu meiri áherzlu á áróð- ur gegn honum en hinum flokkunum. Starfsemi Kommúnistaflokksins átti verulegan þátt í því, að samstarf fyrstu vinstri stjórnarinnar, sem mynduð hafði verið 1937, rofnaði, og Sjálfstæðisflokkurinn fékk valdaaðstöðu eftir að hafa verið um það bil óratug utan stjórnar. í annað skipti tókst kommúnistum að kljúfa Alþýðu flokkinn 1938, er verulegur hluti Alþýðuflokksins, undir forystu Héðins Valdimarssonar og Sigfúsar Sig urhjartarsonar, gekk til samstarfs við kommúnista og myndaði Sósíalistaflokkinn með þeim. En ekki leið á löngu, þar til Héðinn sá, að með kommúnistum var ekki hægt að starfa. Því miður leitaði hann ekki aft- ur inn í Alþýðuflokkinn. Hann var sár og vonsvikinn, og hætti afskiptum af stjórnmálum. í þriðja skiptið tókst kommúnistunum að kljúfa nokkurn hóp manna út úr Alþýðuflokknum 1956. Nú voru það Hannibal Valdimarsson og Alfreð Gísla- son, sem létu blekkjast, og stofnuðu þeir Alþýðu- bandalagið með kommúnistum. Það tók þá tíu ár að sjá það, sem Héðinn Valdimarsson lærði á tveim árum. En það má Hannibal Valdimarsson eiga, að hann dregur sig ekki í hlé, eins og Héðinn sálugi á sínum tíma. Hannibal klýfur nú Alþýðubandalagið, eirs og kommúnistarnir klufu Alþýðuflokkinn áður. Þótt Hannibal og félagar hans bjóði lista sinn fram í nafni Alþýðubandalagsins og vilji fá hann viður- kenndan sem slíkan, dettur engum annað í hug en að Alþýðubandalagið sé endanlega klofið. Hvort sem Hannibal fær skoðun sína á eðli listans viðurkennda eða ekki, getur Alþýðubandalagið aldrei orðið ein heild íramar. Alþýðan stendur því nú sundraðri en •nok.kru sinni fyrr. Það er klofningshugarfarið hjá kommúnistum og Hannibal, sem þessu veldur. Alþýðu flokkurinn er nú stærsta og samhentasta baráttutæk- ið, sem íslenzk alþýða á. í honum eiga allir íslenzkir jafnaðarmenn að sameinast. Kommúnistar eiga þang að ekkert erindi. En þangað til allir íslenzkir jafnað- armenn eru orðnir stuðningsmenn Alþýðuflokksins, verða áhrif þeirra ekki þau, sem þau þurfa og eiga að tvera. 4 12. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ f'ElBTfi: KE7DAKJ0T 1 STEIKl’ EIF i lanbnísii 0 //Orðsending til húsmóður: Kjötiðnaðar-^,.# ®/vstöð KEA á Akureyri hefur þá ánægju að 'jf kynna yður nýjar niðursuðuvörur, sem eruV® ’ i sérstökum gæðaflokki, framleiddar í nýtízku \\ vélum og nýjum húsakynnum. Óþarfi er að fjölyrða um gæði vörunnar —dómur yðar verður KJOTIÐNAÐARSTOÐ krossgötum ★ ALLT HRISTIST SUNDUR. Kunningi okkar, sem átti erindi á ritstjórnina fyrir nokkrum dögum bað okkur að koma því á framfæri, hvorl' ekki væri hægt að hraða gatnaviðgerðunum í höfuðborginni eitthvað svolitið. Hann sagðist hafa fengið sér nýjan bíl í vetur, og vera búinn að aka honum tæplega þrjú þúsund kílómetra, og aldrei farið á honum út úr bænum, — ekki einu sinni nýja veginn suður til Keflavíkur. Nú væri svo komið, sagði hann, að bíllinn væri farinn að skrölta talsvert, og var hann að sjálfsögðu ekkért ánægður með það. En liann minnti á, að það hefði til þessa verið í tízku að segja, að íslenzku þjóðvegirnir hristu í sundur hvern einasta bíl, sem eftir þeim æki. Nú væri svo sannarlega óhætt að bæta því við, sagði hann, að það gerðu malbikuöu göturn- ar í borginni líka og kannski verr en malarveg- irnir. ★ SUMAR GÖTUR NÁNAST ÓFÆRAR. Það er varla hægt annað en að vera honum sammála um það sem hann segir um ástand gatnanna í borginni. Þær eru vægast sagt í hroðalegu ásigkomulagi, og þótt eitthvað sé byrjað á viðgerðum, virðist sú starfsemi óneit- anlega ganga undrahægt fyrir sig. Bókstaflega talað má heita, að sumar götur í borginni hafi verið ófærar undan- farið, þótt malbikaðar séu, þar hefur verið hola við holu, og er ekki að furða, þótt ný og dýr farartæki hristist í sundur á því sem yfirvöld Reykjavíkurborgar kalla götur og virðast telja fullgott handa okkur að aka og ganga á. Áreiðanlegt er, að það hefur ekki verið rannsakað eins og með þyrfti hverjar eru orsakir hinna miklu malbiksskemmda, sem hér hafa orðið í vetur. Hvort það eru snjóbarð- arnir með nöglunum, sem valda þessu, eða bara það, að verkið er ekki nægilega vel unnið í upp- hafi. Þeir, sem borga gatnagerðina, þ. e. borgar- búar eiga sannarlega heimtingu á að fjármun- um þeirra sé vel og skynsamlega varið jafnt í þessum efnum sem öðrum. Það leynir sér ekki, að þarna er ekki allt eins og það á að rera og brýna nauðsyn ber til að komast að kjarna máls- ins og gera þá bragarbót, sem nauðsynleg er og óhjákvæmileg. — K a r I. |

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.