Alþýðublaðið - 12.05.1967, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.05.1967, Blaðsíða 1
Föstudagur 12. maí 1967 - 49. árg. 104. tbl. -- VERO 7 Kt. Togararnir afla vel Síðustu tvær vikur hafa togar- amir verið að veiðum aðallega við Austur-Grænland, en nokkur skip hafa stundað heimamið. Afla- brögð hafa yfirleitt verið ágæt. í fyrradag var landað úr Ingólfi Arnarsyni sirka 160. lestum eftir 5 daga veiðiíör og í gær og í dag er verið að landa úr Júpiter, en liann var með fullfermi. Afli Júpi ters er þorskur sem skipið 'fékk á 10 veiðidögum við Austur-Græn land. Áttunda maí landaði Harðhakur 159 lestum á Akureyri eftir sex daga útivist og fékkst sá afli á Hryggnum VNV frá Patreksfirði. Nú eru 10 togarar að veiðum við Austur-Grænland og enn er þar reitingsafli. Þar er einnig að togveiðum Jón Kjartansson, sem upphaflega hét Jörundur, en sem Þorsteinn Gíslason hefur nú keypt og hyggst gera út á síld- veiðar á þessu sumri. Nokkrir norskir línubátar eru að veiðum við Nýfundnaland Maí frá Hafnar vel. í gær hóf veiðar á Ritubanka við Nýfundnaland Maí frá Hafnar firði, og eins og við var að búast slí'ku aflaskipi var þar strax um reitingsafla að ræða. Fékk Maí um 30 lestir fyrstu 12 klst. á veiðum. USA hóta að svipta Grikki stuðningi Washington og Aþenu 11. maí (NTB-AFP/REUTER.) — Land varnaráðherra Bandaríkjanna, Rob ert MacNamara, sagði í gær að Bandaríkjamenn mundu ekki halda áfram hernaðarlegri aðstoð sinni við Grikki ef nýja stjórnin í landinu kæmi ekki á lýðræðis legum stjórnarháttum. I MacNamara sagði þetta við Dráttur á merk- ingu listanna Yfirkjörstjórn Reykjavíkur umboðsmönnum þessara tveggj hélt fund í giærdag til að úr- lista frest þar til kl. 9 í gaer- skurða um merkingar fram- kvöld til að ganga frá greinar- boðslistanna í Reykjavík. Ekki gerðum um málið og var nýr tókst þó betur til en svo, að fundur yfirkjörstjórnar boðað- umboðsmenn flokkanna voru ur kl. 9 í morgun og skyldu ekki boðaðir á fundinn, nema að því sinni boðaðír umboðs- umboðsmenn þeirra tveggja menn allra lista á þann fimd. lista, sem boðnir eru fram í nafni Alþýðubandalagsins, enda var oddviti kjörstjórnarinnar yfirborgarfógetinn í Reykjavík, ekki vel fyrir kallaður. Um- boðsmaður lista Framsóknar- flokksins var kallaður á vett- vang, eftir að kjörstjórnin var komin saman, en umboðsmenn annarra flokka komu þangað ekki. Þrátt fyrir fjarvist um- boðsmannanna voru bókstafir settir við lista Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæð isflokks, en ekki við lista Ó- háða lýðræðisflokksins og held- ur ekki við lista Alþýðubanda- lagsins, en ágreiningur kom fram milii umboðsmanna Iist- anna um mcrkingu þeirra. Var á endanum ákveðið að gefa Landkjörstjórn hafði boðað fund kl. 6,15 í gærdag, en hún hafði fengið óformlega vit- neskju um að yfirkjörstjórn Reykjavíkur gengi frá lista- merkingunum fyrr um daginn, og úrskurði hennar, hver sem hann yrði, yrði áfrýjað til land kjörstjórnar, og var fundurinn boðaður í gærkvöldi til að spara tíma, því að frá málinu verður að vera búið að ganga fyrir lielgi, ef utankjörfunda- atkvæðagreiðsla á að geta haf- izt á réttum tíma á hvítasunnu- dag. Hefur landkjörstjórnin nú boðað til nýs fundar í dag kl. 6..30 síðdegis, -en úrskurður frá henni mun ekki að vænta fyrr en í fyrsta lagi á laugardag. blaðamenn þegar hann kom heim frá fundi fastaráðs NATO í París Hann kvaðst hafa skýrt gríska landvarnaráðherranum, Gregorios Spandidakis hershöfðingja, frá afstöðu Bandaríkjastjórnar. Hers höfðinginn tjáði McNamara að stjórnin hyggðist koma á laggirn ar „þingræðislegri stjórn.“ □ Konungur móðgaður. í Grikklandi hafa herdómsstól- Dómstóll í Saloniki í Norður- Grikklandi hefur dæmt fjóra menn í 2—5 ára fangelsi fyrir að móðga konunginn. Eklci var sagt í hverju móðgunin fælist. Sami dómstóll hefur dæmt þrjá menn aðra í sex mánaða til þriggja ára fangelsi fyrir að brjóta bann það sem lagt er við því að menn beri vopn. Tveir menn aðrir voru ar dæmt fólk sem móðgað hafa I dæmdir í tveggja ára fangelsi og Konstantín konung til fangelsisvist hálfsárs fangelsi fyrir að sýna ar, að sögn blaða í Aþenu í morg yfirvöldum mótþróa. un- I Framhald á 14. síðu SKÓLAGANGAN AÐ HEFJÁSI í gær hófst vorskólinn hjá þeim börnum, sem fædd eru 1960. Þau komu í barna- skólana í gær, flest í fylgd með mæðrum sínum, sum líka með feðrunum og ein- staka komu bara ein. Það var gaman að sjá, hvað þau voru eftirvæntingarfull enda að hefjast nýr áfangi í lífi þeirra, skólagangan. Þau mændu hálffeimin á skóla- stjórann, sem las upp nöfu- in og raðaði í bekkina sum gengu hikandi inn í skól- ann, önnur flýttu sér sem mest þau máttu. Ljósmynd- ari Alþýðublaðsins tók þessa mynd af vorskólabörnunum fyrir utan Miðbæjarskólaim í gær. Bráðabirgðalög um netatjónsbætur Vegna aflabrests á síðustu yetrarvertið verða verðbætur á ferskfisk, samkvæmt lögum um ráðstafanir vegna sjávarútvegsins, sem sam- þykkt voru á síðasta þingi, að minnsta kosti 12,5 milljónum króna lægri en gert hafði verið ráð fyrir, og voru í gær gefin út bráða- birgðalög um að þeirri upphæð skuli varið til að bæta útgerðar- mönnum veiðarfæratjón á vertíðinni, en það var gífurlega mikið. Bráðabirgðalögin eru á þessa leið; Forseti íslands gjörir kunnugt: Sjávarútvegsmálaráðherra hefur tjáð mér, að útvegsmenn hafi orð ] ið fyrir stórkostlegu veiðarfæra tjóni á sl. vetrarvertíð og beri nauðsyn til að hlaupa hér undir bagga. Er frumvarp til laga um : ráðstafanir vegna sjávarútvegsins var lagt fram á síðasta Alþingi hafi verið gert ráð fyrir að verð bætur á ferskfisk samkvæmt 1. gr. laganna myndu nema allt að 1100 milljónum króna á árinu 1967. Vegna aflaleysis á síðustu vetrar- vertíð sé ljóst, að verðbætur sam kvæmt 1. gr. laganna verði a.m.k. 12,5 milljónir króna lægri en gert var ráð fyrir. Sé því rétt að verða við eindregnum óskum út- vegsmanna, að þessari fjárhæð verði varið til greiðslu upp í framangreint veiðarfæratjón. 1. gr. Aftan við 1. gr. laganna komi ný málsgrein svohljóðandi- Auk þeirra verðuppbóta, sem um ræðir í 1. mgr. þessarar grein ar er heimilt að greiðu úr ríkis- sjóði 12 5 milljónir króna til að bæta útgerðarmönnum tjón á fiski netum, er þeir hafa orðið fyrir á vetrarvertíð 1967. Landssamband íslenzkra útvegsmanna skal ráð- stafa þessu fé í samráði við Fiski félag íslands. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Gjört að Bessastöðum, 11. maí 1967. Ásgeir Ásgeirsson, Eggert G. Þorsteinsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.