Alþýðublaðið - 12.05.1967, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 12.05.1967, Blaðsíða 11
Fram sigraði Víking 3:0 í daufum leik Valur hafði yfirburði - sigraði Þrótt 5:1 Valur vann fremur auðveldan sig ur í gærkvöldi yfir kraftlausu liði Þróttar. Allan leikinn var ein- etefna að marki Þróttar, tækifæri Vals mörg, en árangur, miðað við fjölda tækifæra lítill. Á annarri mínútu átti Valur hættulegan skalla að marki Þróttar, en naum- Guðmundur Her mannsson yfir 17m. á æfingu Á æfiiiffum undanfarna daga hefur Guðmundur Her- mannsson hvað eftir annað varpað kúlunni yfir 17 metra. Æfingar frjálsíþrótta manna utanhúss eru hafnar fyrir nokkru, en fyrsta mót- ið fer fram 18. maí, Vor- mót ÍR. Búast má við því, að Guðmundur Hermanns- son bæti þá hið fræga ís- landsmet Gunnars Huseby frá Evrópumótim 1950, en þá varpaði hann 16,74 m. og varð Evrómimeistari í ann- að sinn. Yfirburðir Gunnars Huseby á því móti voru gíf- urlegir, hann varpaði rúm- lega einum og hálfum metra Iengra en annar maður. lega framhjá, en eftir 12 mínútna leik kom fyrsta markið eftir góða sendingu fyrir markið frá Alex- ander, sem Ingvar afgreiddi í markið með óverjandi skoti. Enn átti Valur gott tækifæri á 18. mínútu, en skotið lenti innanvert í stöng og síðan út. Annað mark- ið kom í síðari hluta hálfleiks- ins, og var þar enn að verki Ing- var, sem átti auðvelt með að renna boltanum framhjá illa staðsettuin markverði Þróttar. Eftir 10 mínútur af síðari hálf leik skoraði Hermann Gunnars- son 3. mark Vals og stuttu seinna átti Reynir fast skot að marki Þróttar, sem lenti í varnarmanni að þaðan í netið. Mark Þróttar kom um miðjan hálfleikinn, eftir mistök varnarmanns Vals, sem ætlaði að senda knöttinn til Gunn laugs markvarðar, en var heldur sterkur og sendi knöttinn yfir Gunnlaug í markið. Hermann Gunnarsson rak síðan endahnút- inn á með fallegu skoit sem mark vörður Þróttar átti engin tök á að verja. Þær seftu unglingamet Þessar þrjár stiilkur vöktu allar athygli á Sundmóti Ár- manns á þriðjudagskvöld. í mið ið er Hrafnhildur Kristjánsdótt ir, Ármanni, en hún sigraði í 200 m. fjórsundi og 100 m. skriðsundi. í fyrrnefndu grein inni setti hún nýtt stúlknamet synti : 2:49,8 mín. Til vinstri er Sigrún Siggeirsdóttir, Ár- manni, sem setti telpna- og stidknamet í 50 m. baksundi, synti á 37,1 sek. Loks er Ing unn Guðmundsdóttir, Selfossi, sem varð önnur í 100 m. skrið sundi á ágsetum tíma, 1:08,6 mín. Hið efnilega lið Fram átti ekki í neinum erfiðleikum með Víking í þriðja leik Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu í fyrrákvöld. Fram firnr skoruðu þrjú mörk gegn engu, tvö í fyrri hálfleik og 1 í þeim síðari. Um gæði leiksins er hægt að fara fáum orðum, lið Fram, sem gaf knattspyrnuunnendum miklar vonir í fyrsta leik mótsins, olli álíka vonbrigðum í leiknum í fyrrakvöld. Enginn vafi lék samt á því, að Fram var sterkari að ilinn og sigur þeirra var verð skuldaður í alla staði. Helgi Númason, hinn efnilegi innherji Fram skoraði íyrsta markið úr skalla, hann fékk góða sendingu frá Einari Árnasyni út herja og markvörður Víkings hafði enga möguleika til að verja Á 29. mín. áttu Framarar ágætt upphlaup og miðherji liðsins, Hreinn Elliðason rak endahnútinn á upphlaupið með allgóðu skoti og marki. Þriðja markið kom, þegar 10 mín. voru til leiksloka, það skor aði Ásgeir Elíasson með laglegu skoti eftir gott upphlaup. Bezt er að hafa sem fæst orð um einstaka leikmenn í þessum leik. Framarar eru frískir, en í þessum lék réði of oft tilviljun, hvert boltinn fór og vart' hefði Fram unnið Val með sömu frammi stöðu. Mikill baráttuviiji er í liði Vík ings, en það nægði ekki gegn Frarn Dómar var Grétar Norðfjörð. í gærkvöldi léku Rússar og Skotar á Hampden Park í Glasgou). Rússar sigruðu með 2 mörkuni gegn engu. Ungverjar sigruðu Hollendinga. með 2:1 í knattspyrnu í Búdapest i fyrrakvöld. Á þriðjudag fóru fram tveir leik ir ~ í I. deild í Englandi. Leicester vann Chelsea 3:2 og Tott enham vann West Ham 2:0. Staðan í Rvíkur- mótinu Fram KR Valur Víkingur Þróttur 11 Auglýsið í Alþýðublaðinu Margar ungar stúlkur æfa nú sund lijá Ægi og hafa náð ágætum árar.gri, eins og fram kom á íþróttasíðunni í gær. Hér sézt ung stúlka, Ilelga Gunnarsdóttir, sem setti telpnamet (12 ára og yngri) í 109 m. bringusundi, synti á 1:30,7 mín. 12. maí 1967 -- ALÞÝÐUBLAÐIÐ ^ RifrsÝióri ðrn Eldsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.