Alþýðublaðið - 12.05.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 12.05.1967, Blaðsíða 8
 El’mbergur Sveinsson: ATVINNUÖRYGGIÐIHÆHU ÞEGAR við, á hátíðisdegi verka- lýðssamtakanna, lítum yfir sögu þeirra í hálfa öld, verður okkur það ljóst, að þar hefir gerzt mik- il saga í lífi þjóðarinnar, og á þessum tíma hafa gerzt geysi- miklar breytingar á högum fólks ias í landinu. Við, sem í dag njótum þeirra breytinga á lífs- kjörum þjóðarinnar, erum í mik- illi þakkarskuld við þá braut- ryðjendur, sem skópu þessa fram farabaráttu íslenzkrar alþýðu og við hljótum að dást að þeim ó- drepandi kjarki og áræði þeirra manna, er sóttu 'á brattann fyrir hálfri öld með örsnauða alþýðu að baki sér. Við þessi tímamót sjáum við, að þessi umbótabarátta hefir þróazt frá því að fá viðurkennd •hin sjálfsögðustu mannréttindi. Viðurkenndan samningsrétt, ó- skert kjörgengi fátæks fólks, fé- lagslegar umbætur í menningar- og heilbrigðismálum og í dag eru samtök íslenzkrab alþýðu eit’t sterkasta og virtasta þjóðfélags- aflið, sem óhugsandi er að snið- ganga í heildarstjórn þjóðmál- anna. Við, sem þekkjum þessa sögu, að miklu leyti af afspurn, gerum okkur þó ljóst, að við fá- um bezt goldið þakkarskuld okk- ar við frumherjana með því, að gera okkur vel Ijósa stöðu verka- lýðshreyfingarinnar í því breytta þjóðfélagi, sem hún býr nú í, og aðhæfa hana að því að svo miklu leyti sem kostur er. Þar er okkur því fyrst þörf á skipulagsbreytingum svo að segja endanna á milli í hreyf- ingunni. Mætti þá vænta, að fé- lags- og stéttaáhugi efldist frá því, sem nú er. Nú eru skipu- lagsmál samtakanna mjög á dag- skrá og verða bráðlega tekin til meðferðar á framhaldsþingi ASÍ og er vonandi að vel til takist. Það er út af fyrir sig mjög skiljanlegt, að það skipu- lag, sem samtökin hafa að mestu búið við í hálfa öld, sé orðið úr- elt í dag. Á fyrstu áratugum alþýðusam takanna var baráttan einhliða kröfubarátta mannréttinda og hækkaðs kaups. í dag blasa við samtökunum flóknari verkefni hins breytta þjóðfélags, sem kálla á meiri sérþekkingu á svið- um efnahagsmála og félagslegra umbóta. Það virðist því óhjá- kvæmilegt, að í rtáinni framtíð verði heildarsamtökin að eflast mjög fjárhagslega, svo að þau geti jafnframt orðið stofnun vel búin af sérhæfðum starfskröft- um í efnahags- og félagsmálum, svo að þau geti á sjálfstæðan hátt vegið og metið þá mögu- leika, sem fyrir hendi eru á hverjum tíma til aukinna kjara og umbóta fyrir alþýðuna. Góðir verkalýðsfélagar, við skulum því vera vel opnir fyrir nauðsynlegum breytingum, sem kann að þurfa að gera á félags- skipulagi því, er nú er. Það kann að koma að þvi fyrr en varir, að stéttir sameinist í landssambönd meira en nú er og gæti það þá raskað því félagsformi og þeim félagssvæðum, sem við nú búum við. Við getum af heilum hug fagnað því, að góður og samstillt Elinbergur Sveinsson. ur andi ríkir nú í alþýðusamtök- unum og hefir svo verið um nokkurt skeið, og deilur innan þeirra hafa nú að mestu lagzt niður. Er því að vænta, að vel til takist á þingi því, er um skipu lagsmálin á að fjalla. Við getum öll í dag fagnað ýmsum umbótum í löggjöf fyrir íslenzka alþýðu á síðari áratug- um. Ég vil nefna lög um upp- sagnarrétt og veikindarétt tíma- vinnufólks. Lög um launajöfnuð kvenna og karla. Lög um um- Elinbergur Sveinsson, for- maður verkalýðsfélagsins Jökuls í Ólafsvík flutti það ávarp sem hér birtist 1. maí. bætur í húsnæðismálum. Lög um 1. maí, sem nú er lögleiddur sem helgidagur hjá allri þjóðinni. Og nú síðast lög, sem auðvelda mjög innheimtu sjúkrasjóðsgjalda í sjúkrasjóði félaganna. Sú tilraun, er nú stendur yfir með verðstöðvun með lögum, mun að sjálfsögðu verða vegin og metin af verkalýðshreyfing- unni af fullri ábyrgð. Ef vel tekst til, mun ekki ólíklegt, að þar skapist grundvöllur fyrir gerð varanlegri kjarasamninga, en verið hafa. í því sambandi minni ég á, að allir kjarasamn- ingar verkafólks eru lausir og hafa verið síðan á síðastliðnu hausti. Mun því tilraun þessi til verðstöðvunar gerast að mestu leyti á tíma lausra kjarasamn- inga cg ætti að geta gefið nokkra raun við gerð væntanlegra kjara samninga. Þótt við fögnum ýmsu við þessi tímamót í sögu verkalýðshreyf- ingarinnar er okkur hollt að hyggja að framtíðinni, hvað snert ir atvinnugrundvöllinn og at- vinnuöryggið við sjávarsíðuna hér vestanlands. Þeir skuggar virðast nú óumdeilanlega hvíla yfir, að skipulag fiskveiða okk- ar, sem er um leið höfuðatvinnu- grundvöllur okkar, þarfnast gagn gerðra breytinga. Nýtingartími fiskibáta af al- gengustu stærð hér og um leið nýtingartími fiskvinnslustöðva virðist styttast miðað við árið. Hætt er við, að ef þessi þróun heldur áfram, að hún geti orðið allhættuleg fyrir atvinnugrund- völl sjávarplássanna. Orsakir þessa mun að leita í breyttri veiðitækni síðustu ára. í þessu sjáanlega, aðsteðjandi vanda- máli eiga liagsmuna að gæta ekki einungis verkafólk í fisk- vinnslustöðvum, heldur einnig sjómenn, útvegsmenn, fisk- vinnslustöðvar og bæjar- og hreppsfélögin í heild. Það er því fullkomin ástæða til að vara við þessari þróun í tíma, ef hægt væri að bregðast við henni með þeim hætti, að veru- legar úrbætur næðust. Það dylst engum réttsjáandi manni, að sí- auknar svo að segja skefjalausar þorskanetaveiðar eru hér að verki. Þær hafa nú þegar skilið eftir sig óumdeilanlegan árang- ur á miðum sunnanlands og við Faxaflóa, og þessi árin eru þær að ná sama árangri hér á Breiða firði. Þessi ótamdi óskapnaður í veiðitækni hefir lagt línuveið- arnar að mestu leyti niður, og í kjölfarið koma sífellt styttri út- haldstímabil veiðiflotans og sam- hliða því styttri framleiðslutíma bil fiskvinnslustöðvanna, en þær eru eins og kunnugt er oft nær eini atvinnugrundvöllurinn í sj;áv arþorpunum. Ég vil að sjálfsögðu ekki mála hlutina svartari en þeir eru. En ég tel brýna nauð- syn bera til að vara við þessari fyrirsjáanlegu hættu og í þessu tilfelli skulum yið ekki afsaka Framhald á 10. síðu. g 12. maí 1967 Thommy Berggren leikur aðalhlutverkið í „Kvartaret Korpen' gYRIR skömmu lauk síðara miss- eri Kvikmyndaklúbbs Listafélags ins í Menntaskólanum í Reykja- vík. Eins og kunnugt er, er klúbb- ur þessi eingöngu fyrir nemendur Menntaskólans og nokkra aðra æðri skóla höfuðstaðarins. Form. klúbbsins og jafnframt Lista- félagsins er Stefán Örn Stefáns- son, nemandi í 6. bekk. Er öðru friðarboðskapurinn; eflaust hefur kvikmyndin haft mikil áihrif á sín- um tíma, þó hún standi tæplega nútímakvikmyndagerð á sporði með allri sinni öflugu tækni. Helzti ókosturinn við myndina er, hversu langdregin hún er; sýn- ingartími er um þrjár klukku- stundir. Griffith gjörði þessa mynd ári eftir að hann skapaði Eisenstein að klippa „Október“. starfsári kvikmyndaklúbbsins þar með lokið en á þessu síðara miss- eri voru sýndar alls 8 kvikmyndir; fjórar bandarískar, þrjár sænsk- ar og ein rússnesk. BANDARÍSKAR KVIKMYNDIR Fyrsta kvikmyndin, sem tekin var til sýningar, hét Umburðar- leysi (Intolerance), gerð af David Wark Griffith árið 1916, en hann er af mörgum talinn frumherji kvikmyndalistarinnar. Intolerance tekur fyrir all umfangsmikið verk- efni; hún er í rauninni fjórar sög- ur: ein gerist í fátækrahverfum nútímáns, önnur er frá Frákk-' landi endurreisnarinnar, þriðja lýsir falli Babýlons og sú fjórða segir frá Kristi og krossfesting- unni. Grunntónn myndarinnar er sitt meistaraverk, Fæðing þjóðar (A birth cf a nation), er fjallaði um kynþáttavandamálið. Erich von Stroheim er höfund- ur myndarinnar Iíáta ekkjan (The merry widow, 1925). í efnisskrá kvikmyndaklúbbsins segir, að þetta hafi verið „kvikmynd, sem hann var ekki stoltur af, sem átti ' ekki hug hans, og hann vildi ekki þekkjast af. Þetta kom ekki í veg fyrir, að leikstjórinn . . . skap- aði skarpa og skýra, raunsæja kvikmynd af því hversdagslcgasta efni, sem hugsazt gat: Káta ekkj- an.“ Eftir þessu að dænia virðast hæfileikar Stroheims hafa verið Konum meðfæddir; sama hvaða viðfangsefni hann fékkst við hafi honum allténd verið lagið að skaþa eftirminnilegt verk. Ennfremur segir að hann hafi skilið ,,menn- ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.