Alþýðublaðið - 12.05.1967, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.05.1967, Blaðsíða 3
SÆBJÖRG AFLAHÆST ÍEYJUM ÁFORMAÐI ÍTALÍUFORSEíl BYLTINGU SUMARIÐ 1964? Reykvíkingar hafa undan- farna daga notið góða veð- ursins, enda satt að segja tími til kominn að kuld- unum linnti. Það var líka eins og nýtt líf færöist í borgina, þegar sumarveðrið kom allt í einu. göturnar fylltust af fólki og sumír gengu jafnvel um léttklædd- ir eins og þeir væru komn- ir eitthvaö suður í lönd. Það gera þessar stúlkur reyndar ekki, en þær Iiafa sett upp sólgleraugu, sem er líka sumartákn, og í öllu falli þótti okkur þetta svo mynd- arlegar stúlkur að við gát- um ekki stillt okkur um að birta myndina, en hana tók Bjarnleifur á göngu sinni um bæinn í sólskininu í fyrradag. WASHINGTON, 11, maí (NTB- Reuter). Bandaríska orustuskipið „Walk er“ lenti í árekstri við sovézkt or ustuskip á JapanskaSó., ustuskip á Japanshafi í dag, ann an daginn í röð. Sovétstjórninni voru send harðörð mótmæli vegna atburðarins. Orustuskipin strukust saman á mikilli ferð, engan sakaði og tjón varð lítið. Rússar og bandaríkjamenn liafa oft að undanförnu sent hvor öðr- um harðorð mótmæli vegna ögr- andi framferðis skipa og flugvéla á alþjóðlegum siglingaleiðum. Róm 11. maí (NTB-Reuter) Ritstjóri ítalska vikublaðsins „I ‘Espresso“, Scelfari, hefur sakað Antonio Segni fyrrum forseta um að hafa áformað byltingu ásamt herforingjum 1964 og kveðst reiðu búinn að leggja fram skjalfestar sannanir fyrir staðhæfingum sín um. Mál þetta er líklegt til að valda miklum stjórnmáladeilum á Ítalíu. Blaðið segir, að Segni fv. for seti hafi ráðgert byltinguna vegna hinnar langvinnu stjórnarkreppu sumarið 1964 og haft forseta her ráðsins, de Lorenzo hershöfðingja með í ráðum. Þeir hafi ætlað að skipa hernum að leggja undir sig skrifstofur stjórnmálaflokkanna og handtaka leiðtoga þeirra. Síðan hafi átt' að mynda stjórn aðals manna og herforingja. De Lorenzo var nýiega vikið úr embætti og var brottvikning lians talin standa í sambandi við mikl ar deilur sem risið hafa vegna upp Ijóstrana um að ítalska leyniþjón ustan njósni um ítalska stjórnmála menn og að upplýsingar úr spjald skrám leyniþjónustunnar hafi sí- azt út til dagblaðanna og annarra aðila. Akureyri, SJ. Karlakórinn Geysir hélt sam- söng á Akureyri síðastliðin mánu- dags- og þriðjudagskvöld. Söng- stjórar voru Jan Kisa og Árni In'gimundarson, undirleikarar voru frú Þórunn Ingimundardótt- ir og Árni Ingimundarson. Á söng skránni voru 15 íslenzk og erlend lög. Einsöngvarar á samsöngnum voru Sigurður Svanbergsson, Jó- hann Konráðsson, Aðalsteinn Jónsson, Freyr Ófeigsson og Lár us Haraldsson. Akureyringar fjölmenntu á sam sönginn og var listamönnunum á- kaflega vel tokið. Englandsbanki innkallar seðla Englandsbanki tilkynnir, að 5 punda seðlar útgefnir á árunum 1957—1963 verði innkallaðir 26. júní 1967. Seðlarnir eru með and- litsmynd af ,,Britanniu“ og eru bláir að lit. Innköllun þessi á ekki við seðla, sem gefnir hafa verið út eftir 1963 og bera mynd af Elísabetu II., Englandsdrottn- ingu. Seðlarnir verða í gildi til og með 26. júní n.k. og er mönnum bent á að skipta þeim innan þess tíma. Eftir ofangreindan dag verða seðlarnir ekki gjaldgengir, en hægt verður að fá þeim skipt á aðalskrifstofu Englandsbanka. Frá Seðlabankanum. Bæði forseti og forsætisráðherra Italíu neituðu því, að upplýsingar ,,I‘Espresso“ væru sannar fyrst þegar þær birtust í blaðinu, en ritstjórinn staðhæfði á móti að þær væru réttar. Rvík SJÓ. Hinar árlegu kappreiðar hesta- mannafélagsins Fáks verða haldn- at á Skeiðvellinum á annan dag hvítasunnu og hefst kl. 2. Keppt verður í skeiði, fola- hlaupi 250 m., 350 m. og 800 m. stökki. Auk þess verður góðhesta- keppni. Sú breyting hefur orðið á frá því í fyrra, að nú er keppt í 350 m. hlaupi í stað 300 m. Vm, ES. Nú er komið að vetrarvertíðar- lokum í Vestmannaeyjum. Flestir bátar eru hættir róðrum. Tíð hef- ur verið afar slæm í allan vetur í Vestmanneyjum, en segja má, að flestum bátum hafi gengið all- sæmilega miðað við hina erfiðu tíð. Aflahæsti bátur vetrarvertíð- aiinnar í Vestmannaeyjum er Sæ- björg, VE. Skipstjóri á Sæbjörg- inni er Hilmar Rósmundsson og mun vera aflakóngur í Vestmanna eyjum á þessari vetrarvertíð. Ver tíðarafli Sæbjargar VE er orðinn 965 tonn. Aflahæsti bátur á vetr- arvertíðinni í Vestmannaey.jum í fyrra var með 725 tonna afla. Nokkra síðustu daga liefur ver- ið gott veður í Vestmannaeyjum og fékk Sæbjörgin 16 tonn á línu í gær en 17 tonn í fyrradag. Marg ir bátar hafa fengið sæmilegan afla í nót síðustu daga, en flest- ir þeirra eru nú hættir veiðum. Fleira aðkomufólk hefur verið í Vestmannaeyjum í vetur, en oft áður. Flestir eru nú farnir. Þeir bátar, sem nú eru á veið- um eru á trolli og línu. Þó vertíð sé nú lokið í Eyjum er nóg atvinna. áður. Fleiri hestar taka þátt í þess um kappreiðum en í fyrra eða 46 í hlaupum og 12 í góðhesta- keppni. Meðal landsþekktra afreks hesta, sem taka þátt í kappreiðun- um má nefna Hroll Sigurðar Ól- afssonar, sem keppir í skeíði, og hlaupagammana Ölvald) eign Sig- urðar Tómassonar, er sigraði í 300 m. á landsmótinu á Hólum og Þyt Framhald á bl. 14. Skemmtifundur KVENFÉLAG ALÞýÐUFLOKKSINS í Hafnarfirði heldur skcmmtifund í Alþýðuhúsinu næstkomandi þriðjudagskvöld, 16. maí, kl. 8,30 síðdegis. SKEMMTIATRIÐI: 1. Ávarp: Jón Ármann Héðinsson, viðskiptafræð- ingur. 2. Upplestur; Frú Hulda Runólfsdóttir, leikkona. 3. Söngur: Guðmundur Guðjónsson, óperusöngvari. 4. Leikþáttur: Róbert og Rúrik. 5. Ávarp: Stefán Júlíusson, rithöfundur. Kaffidrykkja. — Allt Alþýðuflokksiölk velkomið meðan húsrúm leyfir. SKEMMTINEFNDIN. Kosni ngaskrifstofa Al þýðuflokksins Utankjörfundakosning i KOSNINGASKRIFSTOFA ALÞYÐUFLOKKSINS er að Hverf isgötu 4. Símar 11260 — 10671. Stuðningsfólk Alþýðuflokksins er beðið að liafa sam- band við skrifstofuna, og gefa henni upplýsingar um það fólk sem verður fjarverandi á kjördegi. Kappreiðar Fáks um hvítasunnuna 12. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.