Alþýðublaðið - 12.05.1967, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 12.05.1967, Blaðsíða 15
Einkafjárfesting í þróunarlöndum UMRÆÐURNAR um fjárfest ingu erlendra einkaaðilja í van þróuðu löndunum hafa valdið ólgu á báða bóga og þannig kunna þær að hafa vakið hug myndir um alvarlegan ágreining. Þetta kemur ekki heim við raun verulegar aðstæður eða við breytni hlutaðeigandi ríkja og fjármagnseigenda. Það stuðlar ekki heldur að lausn vandamál anna. Gagnrýnin kom fram í ný- birtri skýrslu Sameinuðu bjóð- anna, þar sem lögð er .áherzla á að afstaða beggja aðilja styðjist enn sem fyrr við margra ára reynslu af fjárfestingu í vinnslu hráefna, plantekrur og opinberar framkvæmdir — en það eru ein mitt þessi svið sem sögulega séð hafa valdið mestum viðsjám. í reyndinni eru þau vanþróuð lönd sárafá nú, sem ekki eru reiðubúin að leyfa fjárfestingu erlendra einkaaðilja í einhverri mynd. Jafnframt hafa þarfirnar breytzt, og nú er mest þörf fyrir fjárfestingu í iðnaðinum — full vinnslu hráefna, framleiðslu eig in afurða til að vega upp á móti innfluttum vörum, og fram- leiðslu útflutningsafurða — og í öðrum atvinnugreinum, sem gefa af sér erlendan gjaldeyri, t. d. ferðamannaþjónustu. Þessar greinar eru ekki eins „Viðkvæmar“ og hinar stóru fjár festingargreinar, eins Og t.d. olíuvinnsla, plantekrur og járn brautir, segir í skýrslunni. Iðn væðingin í heild felur að sjálf sögðu í sér verulega þjóðlega fjármálahagsmuni, en þess er ekki að vænta að nokkur einka fjárfesting geti haft áhrif á efna hagslegt eða pólitískt líf í van þróuðu landi með sama hætti og fyrri tíðar fjárfestingar gerðu oft og einatt. : Árlegur . einkaf jármagnsstuðn- ingur til vanþróuðu landanna nam 2387 milljónum dollara (rúml. 102,6 milljarðar ísl. kr.) árið 1961. Síðan dró úr honura þannig að hann var undir 2 millj örðum dollara (86 milljörðum ísl. kr.). á árunum 1962—1964. Árið 1965 jókst hann aftur upp í 2640 milljónir dollara (113.5 milljarða ísl. kr.) Meginhluti þessa fjármagns fer enn til vinnslu náttúruauðlinda, enda þótt iðnaður til fullvinnslu hrá efna bjóði npp á mikla mögu leika. Eining verður að nást. Nú veltur mest á því að finna grundvöll samkomulags, sem bæði fjármagnseigendur og mót tökulönd gangi að. í skýrslu Sam einuðu þjóðanna er stungið upp á ýmsum ráðstöfunum til að bæta andrúmsloftið. Einn helzti þrándur í götu aukinna erlendra fjárfestinga er sagður vera tilfinnanlegur skort ur á möguleikum og áætlunum sem miði að því að finna og búa í haginn fyrir arðvænleg og girnileg verkefni og tryggja þeim það fjármagn og þá verk taka í vanþróuðu löndunum, sem eru forsenda þess að þeim verði lirundið í framkvæmd. Að því er varðar náttúruauðlindir leita fyr irtæki vitaskuld nýrra aðdrátta, en í sjálfum iðnaðinum er þetta framtak ekki fyrir hendi, og þess vegna hafa fyrirtækin ekki held ur neinna eðlilegra hagsmuna að gæta með því að leita til van þróuðu landanna, þegar frá eru talin örfá hinna styrstu sem hafa heimsmarkaði. En það er elnmltt miðlungsstórar og litlar verk- smiðjur sem vanþróuðu löndin hafa þörf fyrir. og þær hæfa het ur stærð markaðsins og fá frek ar stuðning hjá stjórn hlutaðelg andi rflds. Að vísu má gera ráð fyrir að þau fyrirtæki sem þegar hafa örugga fótfestu á alþjóðamark aði, muni halda áfram að leita sér hæfilegra verkefna í van þróuðu löndunum. En það tak markar fjárfestinguna við þau fáu fyrirtæki, sem þegar eru starfandi á þesum vettvangl og við þau vaniþróuðu lönd, sem eru þegar á hagsmunasvæði þeirra. En möguleikamir eru miklu víðtækari. Ábyrgðin liggur að verulegu leyti á ríkisstjórnum vanþróuðu landanna. Þær verða að eiga frumkvæði að því að finna verk- efni sem séu mikilsverð fyrir á framhaldandi þróun, leita uppi hæf erlend og innlend fyrirtæki sem geti leyst þau af hendi, og útvega nauðsynlegt fjármagn. Frumkvöðlar. Áhrifamest yrði ef ört vaxandi fjöldi þjóðlegra þróunarbanka tæki verkefnið að sér — slíkir bankar eru nú orðnir yfir 300 talsins. Þeir ættu í ríkara mæli en hingað til að eiga frumkvæð ið og fá í því skyni aðstoð frá Þróunaráætlun Sameinuðu þjóð anna. Alþjóðabankanum og hin um ýmsu greinum hans, og frá svæðisbundnum þróunarbönkum. Aðstoðin ætti fyrst og fremst að vera fólgin í þróunaráætlunum, fjárhagslegri ráðgjöf, skipulagn ingu funda og myndun reglu bundins sambands bæði milli þró unarbanka á sama svæði og milli banka, áhugasamra fjármagnseig enda og annarra fjármálmanna í iðnaðarlöndunum. Að því er varðar iðnaðarlönd in er mælt með opinberu og einka-framtaki í líkingu við AD ELA (The Atlantic Community Development Group for Latin America). Þessi samtök hafa fyr ir tilstilli meðlima sinna — sem eru þekkt fjármála-, verkfræð_ inga,- og iðnaðarfyrirtæki í Evr ópu, Norður-Ameríku og Japan, mikið efnahagslegt og tæknilegt bolmagn til að skipuleggja og hrinda í framkvæmd þróunarver efnum í Rómönsku-Ameríku. Fjárfesting af þessu tagi yrðl enn árangursríkari, ef hún væri samræmd af alþjóðlegri stofnun framtaki vanþróuðu landanna og ýmissa alþjóðastofnana. Tryggingar. Nauðsyn trygginga gegn eign amámi, gjaldeyrishöftum og öðr um pólitískum ráðstöfunum er líka rædd. Sagt er að vanbróuðu löndin verði með löggjöf og stiórnarathöfnum að gera ná- kvæma grein fyrir þvf. með hvaða skilmálum þau séu reiðu búin að taka á móti erlendrl fjár festingu. Vaxandi fjöldi iðnaðarlanda, sem veita tryggingar gegn póli tískri áhættu, marghliða trygg ingakerfi OECD, sem nú er til athugunar hjá Alþjóðabankanum og hinn nýi sáttmáli Alþjóða bankans um sáttagerð í fjárfest ingardeilum eru skref í þá átt að euðvelda lausn vandans. Tvísköttun er önnur hindr- un. Lagt er til að Efnahags- og félagsmálaráðið skipi nefnd með fulltrúum skattayfirvalda í ýms um löndum til að draga meigin línurnar fyrir alþ.lega samninga sem komi í veg fyrir, að fjár magnseigendur séu tvískattaðir. Ennfremur er lagt til, að Sam einuðu þjóðimar skipi vinnu- hópa til að fara yfir þær skatta ívilnanir sem veittar hafa verið og reyna að koma á samræmi milli skattakerfa þeirra ríkja sem eru á efnahagslegum sam- stilltum svæðum. Loks er lögð áherzla á það, að innflutningur tæknikunnáttu og þekkingar á stjórnunarmálum til vanþróuðu landanna fyrir til stilli háþróaðra erlendra fyrir- tækja sé engu lítilvægari en inn flutningur fjármagns. í þessu samb. er nefnt a ðframkvæmda stjóri Sameinuðu þjóðanna hafi að tilhlutan Allsherjarþingsins og UNCTAD hafið rannsókn á raunhæfum aðferðum til að skipta frá einu fyrirtæki til anrt ars. Ennfremur hefur ráðgjafa nefnd Sameinuðu þjóðanna um notkun vísinda og tækni í þró unarmálum farið þess á leit að gerð verði viðbótarrannsókn á kostnaðinum við að flytja tækni kunnáttu til vanþróuðu landanna og á væntanlegum ráðstöfunum til að draga úr honum. Skýrsla Sameinuðu þjóðanna var samin að beiðni AUsherjar þingsins og UNCTAD (Ráðstefn an um utanrikisviðskipti og þró unarmál.) Hún var tekin til um ræðu í fjárveitingarnefnd UNC TAÐ, sem hélt fund í New York í þessum mánuði (apríl). Efna hags- og félagsmálaráðið ræðir hana í sumar. í síðasta kafla skýrslunnar, sem ber yfirskriftina „Fram- kvæmdaáætlun“, er lagt til, að Efnahags- og félagsmálaráðið feli framkvæmdastjóranum að kveðja saman hóp fulltrúa fyrir ríkisstjómir, alþjóðastofnanir og fjármagnseigendur, og skuli þeir út frá tillögum skýrslunnar reyna að komast að niðurstöðu um framkvæmdaáætlun á þes* um vettvangi. I Nýr aðstoðarframkvæmds stjóri Sameinuðu þjóðnnna. U Thant framkvæmdastjóri hefur búið til nýtt embætti að stoðarframkvæmdaatjóra sem fjalla á um málefni varðandi samvinnu alþjóðastofnana. Hann hefur tilnefnt Martin Hill í em bættið, en hann hefur síðan 19 55 verið staðgengill aðstoðarfram kvæmdastjórans fyrir efnahags_ og félagsmál og persónulegur fulltrúi framkvæmdastjórans hjá sérstofnunum Sameinuðu þjóð- anna. Kaupum hreinar léreftstuskur Prentsmiðja Aíþýðublaðsins ú|>: SMfWf K , ' t y I Flytjið vöruna flugleiðís Flugfélagið heldur uppi áætlunarflugi milli 13 staða á landinu. Vörumóttakatil allrastaðaalla daga. í Reykjavík sækjum við og sendum vöruna heim. Þér sparið fyrirhöfn Einfaldari umbúðir, auðveldari meðhöndlun, fljót afgreiðsla. Þér sparið tíma Fokker Friendship skrú fuþoturnar eru hrað- skreiðustu farartækin innanlands. Þér sparið fé Lægri tryggingariðgjöld, örari umsetning, minni vörubirgðir. FLUGFÉLAG ISLANÐS 12. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.