Alþýðublaðið - 12.05.1967, Síða 16

Alþýðublaðið - 12.05.1967, Síða 16
V- £mgmíMMsm> Að ganga í nærbuxum Einn sólríkan sumardag ákvað ég að skreppa niður í miðbæ. En vegna hins gífurlega hita, sem úti var, klæddist ég síðum nær buxum einum fata. (Það skal tek ið fram, að það voru ekki prjóna nærbuxur). Hélt ég síðan leiðar minnar niður Laugaveginn og nið ur Bankastrætið. Ég tók fljótlega éftir því, að fólk horfði einkenni lega á mig. Flestir snarstönzuðu og litu á eftir mér eins og ég væri eitt'hvert viðundur. Ég hélt þó að fólk vaéri alvánt að sjá menn í nær buxum. Þegar ég ,kem niður í Austur stræti, sé ég hvar maður stendur á miðri gangstéttinni og horfir furðu lostinn á mig. Þegar ég er kominn alveg að honum, hnippir hann í mig og segir: — Heyrðu vinur, þú ert í nær buxum. — Já, er nokkuð einkennilegt við það? Gengur þú ekki líka í nær buxum? — Jú,ú, svarar hann dræmt, en. —En hvað? Svo ranka ég við mér: —Já þú gengur náttúrlega í stuttum nærbuxum. Sí'ðar erU'víst of gamaldags eða hvað? Það er engu líkara en mann greyið missi andlitið. Síðan er eins og hann vakni við vondan draum og hraðar sér í burtu hið skjótasta. Ég held áfram leiðar minnar, en tek þá eftir því, að mikil um ferðarteppa hefur myndazt. Fólk hefur hópast í kringum mig og gónir á mig eins og naut á ný virki. Bílarnir hafa einnig stanz að og ökumennirnir og farþegarn ir hafa skrúfað niður rúðurnar til að geta virt mig betur fyrir sér Allt þetta fólk starir á mig eins og í leiðslu. Nú fer ég að gerast ergilegur, mér er alís ekki um þetta gefið. Fyrst reyni ég að ryðjast gegnum fólksmergðina, gefst síðan upp við það og hrópa út yfir mannfjöldann: — Hvað er þetta, hafið þið aldr ei séð mann í síðum nærbuxum? Ekkert svar. —Þær eru kannski komnar úr tízku, bæti ég við. Þið gangið kannski öll í næfurþunnum nælon nærbuxum, þar sem allt sést í gegn. Áfram held ég göngu minni og kem við í nærliggjandi veitinga stað. Þar fæ ég mér sæti og bíð eftir að þjónustan komi. Hún kemur von bráðar, og það er sama sagan með hana og alla aðra hún horfir á mig furðu lostin. — Ég ætla að fá einn bolla of kaffi, segi ég. — Já, — — já, einmitt það. . . segir hún hikandi. — Er nokkuð athugavert við það? segi ég. GOÐ FÆRÐ Færðin er orðin fyrirtak, hvort farartækið er bíll eða hestur, aka og ríða má afturábak og áfram bæði norður og vestur, Þó kynni að finnast þar og hér þokkaleg útgáfa af holu eða skurði, og því væri hentugt að hafa með sér svo sem hálft annað skippund af ofaníburði. \ (> (» (» \ (» (» —Nei — — nei, alls ekki, seg ir hún, hikandi sem áður, en hverf ur svo. Um leið og hún er að færa mér kaffið koma tveir vaskir lögreglu þjónar. Þeir ganga rakleiðis að borði mínu og hvessa á mig aug un. — Hvað á það að þýða að ganga svona til fara á almannafæri? segir annar þeirra byrstur. — Nú er mönnum ekki heimilt að ganga í nærbuxum? svara ég. —Enga útúrsnúninga, segir þá hinn og er jafnvel ennþá grimm ax-i á svipinn. Bætir svo við: Heyrðu Palli, við skulum fara með hann niður á stöð. Áður en ég kem fyrir mig orði, hafa þeir tekið sitt undir hvorn handlegginn á mér og leiða mig út í áttina að lögreglustöðinni. Ég reyni að mótmæla þessu og spyr hvað þetta eigi að þýða. Mér er ekki ansað og von bráðar erum við komnir niður á lögreglustöð. Þar tekur á móti okkur virðuleg ur lögregluþjónn, fýldur á svip. Af svipnum að dæma, gæti hann verið háttsettur embættismaður hjá lögreglunni. Síðan byrja spurningarnar aft ur og ég er spurður að því, hver sé eiginlega meiningin með því að ganga í síðum nærbuxum, ein um fata, niður í miðbæ, Ég svara: — Afi minn klæddist aðeins síð um prjónanærbuxum, þegar hann var önnum kafinn við heyjannir og heitt var í veðri. Þá þótti dóna skapur ef kenfólk sýndi bera kálf ana. Nú þykir enginn kvenmaður með kvenmönnum nema hún gangi pilsi, sem nær rétt niður fyrir mjaðmir. Samkvæmt því ætti ég að sýna mig á almannafæri í stuttum nærbuxum. Mér var sleppt. ; \FÖT degum viff biffja yffur aff slíta yff ur frá sjónvarpinu svo aff prestur- inn geti heyrt svar yffar? Þaff er ekki víst, aff náin tengsl unglinganna milli kynja séu þeim neítt skaff- leg. Morgunblaffið. Nú þurfa Framsóknamenn i Reykjavík ekki lengur aff vera í vafa um hvaff þeir eiga aff kjósa. Þaff er kominn sveitabóndi í framboð í liöf- uðstaðnum. . . Kallinn sagffi þegar hann si vetrareinkunnirnar mrnar; „Þaff er ekki von þiff læriff neitt í þessum skólum nú til dags. í mínu ungdæmi var lærdómurinn barinn ínn i okkur inn um hinn endann“. Mér skilst aff þaff megi vel segja meiningu sína ennþá í Grikklandi — aff minnsta kosti um veffriff. . .

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.