Alþýðublaðið - 12.05.1967, Síða 7

Alþýðublaðið - 12.05.1967, Síða 7
Sigurður Guðmundsson skrifstofustjóri: Fagni Alþýðuflokkurinn sigri er húsnæðismálunum borgið Cf ungur maður væri spurður að 1 því í dag hverjar hann teldi grundvallarforsendur fyrir góðri afkomu og aðbúð fjölskyldunnar, þá þykir mér líklegt að hann teldi þær a.m.k. þrjár. Þær væru næg og traust atvinna, góð heilsa og gott og öruggt húsnæði. Og þann- ig hefur það sjálfsagt verið á öll- um timum, að menn hafa talið þetta þrennt vera meginstoðir fjöl skyldunnar. Ekki hef ég tök á að fjalla um allt þetta i fáum orð- um mínum nú, en vænti þess, að Alþýðuflokkurinn taki þau og fleiri mikilvæg mál fyrir í vænt- anlegri kosningabaráttu, því að sjaldan hafa augu manna beinzt jafn eindregið að þeim og nú um þessar mundir. Hins vegar langar mig til að fara nokkrum orðum nú um eina hlið þess umfangsmikla máls, sem húsnæðismálin eru, þá hlið, sem að unga fólkinu snýr. Forsendurnar fyrir hagstæðri þróun húsnæðismálanna eru auð- vitað hinar sömu fyrir alla, hvort heldur þeir eru ungir eða komn- ir nokkuð til ára sinna. Þessar forsendur eru t.d. vel þróaður byggingaiðnaður, fjármagnið, sem þarf til þess, að unnt sé að fá góð- ar og vandaðar íbúðir á hagstæðu verði, góð skipulagning íbúða- svæða o.s.frv. í öllum þessum meg inefnum hafa framfarir átt sér stað á síðustu árum, einkum þó að þvi er varðar lánastarfsemi hins opinbera til íbúðabygginga. Þá er nú verið að gera tilraun til fyrstu fjöldaframleiðslu íbúða í landinu og standa vonir til að hún muni verða stórt spor fram á við. Skipu lagning íbúðasvæðanna mun enn eiga talsvert í land til þess, að hún geti talizt nægilega góð. En séu þessi mál og ýmis önnur sam- eiginlegar grundvallarforsendur húsnæðismálanna, hver eru þá þau mál, sem að talsverðu leyti gætu talizt sérmál unga fólksins eða eru mikilvægust fyrir það? Sérmál unga fólksins í húsnæð- ismálunum eru annars vegar vanda mál leigjendanna, hins vegar kaup endanna, þ.e. þeirra, sem vilja og geta strax keypt eigin íbúðir. Sennilega eru flest ung hjón fyrst í stað leigjendur og flest þeirra eignast síðar — sem betur fer — eigin íbúðir. En við hver kjör búa þeir ungu leigjendur í dag, sem ekki eiga efnafólk að? Yfirleitt er hér um að ræða litlar, tekjulágar fjölskyldur, sem búa í litlum og misjafnlega góðum íbúðum, sem í ótrúlega mörgum tilfellum eru lé- legar eða afleitar. Húsaleigan er yfirleitt há, enda tilgangur leigu- sala að hagnast á eign sinni og eng in húsaleigulög til verndar. í slíku húsnæði búa þessar fjölskyldur síðan í mörg ár eða allt þar til þær ráðast í það stórræði að eign- ast eigin íbúð. Og þegar sá draum- ur hefur orðið að veruleika flytur ný og yngri fjölskylda í gömlu, litlu og lélegu leiguíbúðina. Þann- ig gengur það ár eftir ár, áratug eftir áratug, það hefur víst alltaf verið þannig og verður sjálfsagt lengst af — nema stungið sé við fótum og það verður að gera. Unga fólkinu í leiguíbúðunum verður að sinna. En hvað er þá til ráða, h.vað er hægt að gera? Ef leitað er ráða til þess, að ungt fólk, sem ekki hefur enn ráð á að eignast eigin íbúðir, geti bú- ið í góðum og vönduðum leiguíbúð um á skaplegu verði, verður skjótt ljóst, að tæpast verður því kom- ið til leiðar meðaii það ástand helzt, að leiguíbúðir fyrir almenn ing eru að mestu leyti í eigu þeirra, sem líta á húsnæði sem gróðatæki. Húsnæðismálin eru vissulega félagsmál en ekki mark aðsmál og ó leiguíbúðir má ekki frekar líta sem gróðatæki en t.d. lækningar og sjúkrahúsavist. En jafnvel ný húsaleigulög geta sjálf ságt ekki breytt þessari afstöðu gróðaaflanna þótt með þeim yrðu hömlur settar. Og því er í raun ekki nema ein leið fær. Hún er sú, að leiguíbúðir verði hér eftir byggðar í vaxandi mæli af ýmsum félagslegum aðilum, sem leigi þær síðan út á skaplegu verði. Nú mun sjálfsagt einhver segja sem svo, að hér sé hægara um að tala en í að komast — eða hvar eigi að útvega allt það fé, sem til þess arna þurfi? Og hver eða hverjir eiga að vera eigendur þess ara nýju lerguíbúða? Því vil ég nú leitast við að ávara. Öllum er kunnugt um skyldu- sparnað þann, sem upp var tek- inn í tíð vinstri-stjórnarinnar. Þessi lögboðni sparnaður er lagð- ur á alla þá, sem eru á aldrin- um 16—25 ára, svo fremi að þeir séu ekki giftir eða við nám megin- hluta ársins. Þó nokkur styr stóð um sparnað þennan er hann var lagður á, en ekki hef ég orðið var óánægjuradda um hann síðustu árin, þvert á móti hefur hann á- unnið sér viðurkenningu — að ég ekki segi vinsældir. Með hverju nýju ári hefur hann orðið æ mik- ilvægari tekjuliður Byggingasjóðs ríkisins. í lok síðasta árs var inn- eign á skyldusparnaðarreikning- um tæpar 280 millj. kr., i árslok 1965 var inneignin tæpar 188 millj. kr„ í árslok 1964 var hún tæpar 108 millj. kr. og í árslok 1963 var hún tæpar 72 millj. kr. Aukningin hefur bæði stafað af SIGURÐUR GUÐMUNDSSON skrifstofustjóri. hækkun spamaðarins (hann er nú 15% af launatekjum í stað 5% áð- ur), mikill fjöldi ungs fólks hefur komið til sögunnar í atvinnulíf- inu og tekjur þess hafa verið mikl- ar. Aldrei hefur þó unga fólkið notið þessarar inneignar sinnar, þessarar ráðdeildar og sparsemi, umfram aðra iánsumsækjendur hjá Húsnæðismálastofnuninni — fyrr en nú rétt nýlega, að tekið er að örla á því, eins og heimilað var þó í lögum. Er fjárskortur stofnunarinnar skýringin á því. En það væri vissulega í fyllsta máta eðlilegt, að unga fólkiö nyti þessa sparnaðar síns. Ég er þeirr- ar skoðunar, að Byggingasjóður ríkisins eigi að lána fé til bygg- ingar leiguhúsnæðis fyrir ungt fólk. Og reyndar er þegar fyrir hendi vísir að slíku. Á ég þar við heimild Húsnæðismálastofnunar- innar til að lána fé til byggingar leigtjhúsnæais í ei('U sveitarfé- laga og Öryrkjabandalags íslands. Þetta hefur þó verið sáralítið not- að, enda nýtt af nálinni. Væru hins vegar myndaðir einn eða tveir öflugir aðilar, annar t.d. af launþegasamtökunum og hinn fyr- ir forgöngu Menntamálaráðuneyt- isins fyrir námsmenn í landinu, þá þætti mér í fyllsta máta eðli- legt, að þeir fengju veruleg lán hjá Húsnæðismálastofnuninni til bytggingar leiguhúsnæðis fyrir námsfólk og unga launþega. Auð- vitað þyrfti síðan meira fé að koma til, en ég þykist sjá í hendi mér að unnt verði að afla þess. Ég sé í huga mér námsmannahús rísa á Reykjavíkursvæðinu — og sambýlishús, sem ungt fólk í laun- þegasamtökunum á kost á að fá í- búðir til leigu í. Það er sjálfsagt að Húsnæðismálastofnuin verði látin sinna þeim mikilvæga þætti húsnæðismálanna, sem leiguhús- næðið er. Alla tíð hefur verið gengið framhjá honum. Þessu þarf að breyta og reyna um leið að skapa nýja þróun að því er varðar húsaleiguna og eignarhald- ið á leiguíbúðunum, fólkinu sjálfu til góðs. Það er brýn nauðsyn, að hefjast handa um þá þróun. Ég vil þá víkja að öðrum meg- inþætti máls míns. En hann fjall- ar um kaup ungs fólks á eigin í- búðum. 1 því efni er tvennt mikil- vægast. í fyrsta lagi að nægilega mikið fé sé fyrir hendi þegar kaup á að gera, og í annan stað að íbúð- ir séu ekki dýrari en svo, að sann gjarnt megi teljast og viðráðanlegt fyrir þorra manna. Sé litið á fyrra atriðið nokkru nánar verður strax ljóst, að skyldusparnaðurinn er mikilvægur í þessu efni — ekki aðeins vegna þeirrar eignar, sem hann myndar, heldur líka vegna þess forgangsréttar, sem inneign að upphæð 100 þús. eða meira veitir til láns. Ég held þó, að tíma bært sé að hyggja nokkuð að breyt ingum og útfærslu á skyldusparn- aðinum. í fyrsta lagi sýnist mér, að til greina geti komið að aldurs- mark hans verði fært aftar en nú er; í öðru lagi finnst mér vel koma til mála, að forgangsréttur til lána verði fremur miðaður við ákveðið sparnaðartímabil, þ.e. ákveðinn árafjölda, en við ákveðna upphæð, sem á dýrtíðartímum er fljótgert að ná. Með þeim hætti mætti líka koma til móts við gifta námsmenn sem nú bera skertan hlut frá borði af óhjákvæmilegum ástæðum. í þriðja lagi sýnist mér vel koma til mála, að lánsumsækjendur hjá Húsnæðismálastofnuninni fái stig- hækkun á lánum sínum í hlutfalli við það, hve lengi og hve mikið þeir hafa sparað. í fjórða lagi finnst mér vel hugsanlegt, að skyldusparendur verði hvattir til liærri hlutfallssparnaðar en 15% af launum sínum. Og í framhaldi af því vil ég láta þá skoðun í ljósi, að taka beri upp frjálsan sparnað þann, er lögin heimila, en því mið ur hefur aldrei komið til fram- kvæmda. Með honum mætti afla talsverðs fjármagns. Það er höfuð atriði að unga fólkið eignist nógu fljótt nægilegt fé til þess að eign ast eigin íbúð. Þess fjár getur það ekki aflað nema með vinnu sinni og sparnaði — og ekki verður það sagt um unga fólkið, að það só sjálfhlífið eða duglítið. Oft er því borin óráðsía á brýn. En því hef- ur ekki verið veitt athygii hver sparnaður þess í rauninni er. Það, sem ekki er við nám — en á náms tímanum fer auðvitað fram mikill beinn og óbeinn sparnaður, jafn- framt því, sem með náminu er lagð ur grundvöllur að mikilli verð- mætasköpun í þjóðfélaginu, margt i af því unga fólki, sem vinnur hörðum höndum, leggur ekki aðeins 15 prósent af launum sín- úm í skyldusparnað, heldur borg- ar það líka 1% skatt af launum sínum í Byggingasjóð ríkisins og loks í sumum tilfellum 4% af laun um kínum í Lífeyrissjóð. Sparn- aður sem lagður er til íbúðabygg- inga nemur því í fjölmörgum tilfell um 16% af launum unga fólksins og 20% sparnaður fer fram hjá mörgum. — Ég sagði áðan, að ann að mikilvægasta atriðið, þegar í- búðakaup væru ráðgerð, væri það að kostur væri á góðum íbúðum á skaplegu verði. Ein meginforsenda þess er, að byggingarkostnaður verði lækkaður verulega, einkan- lega með verulegum jákvæðum breytingum á byggingariðnaðinum, sem ekki méga dragast öllu leng- ur. Kemur margt þar til athugun- ar, sem flytja mætti langa ræðu um. Síðast en ekki sízt er nauð- synlegt að gera ráðstafanir til að dregið verði úr því ofboðslega braski með íbúðir, sem á sér stað, einkum á Reykjavíkursvæðinu. Þar eiga ekki aðeins braskarar hlut að máli, heldur fjölmargir aðr ir. Ýmis ráð geta komið til greina í því sambandi, ekki sízt skatta leiðin. — Loks vil ég benda á hve sjálfsagt er að vinna að því, að ungt fólk og aðrir geti átt kost á kaupum á eldri íbúðum, sem það treystir sér til að endurnýja — og fái lán til slíkra kaupa hjá Hús- næðismálastofnuninni. Mér er fullkomlega ljóst, að auk Framhald á 10. síðu. RÆÐA FLUTT A FUNDI í ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAGI REYKJAVÍKUR 12. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ J

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.