Alþýðublaðið - 16.06.1967, Síða 3
tolla
— Og í hverju féltkstu verð-
laun?
— Ég fékk fþau fyrir latínu,
þýzku, frönsku, íslenzku, nátt-
úrufræði, sögu og svo fyrir
prófið í iheild.
— Og hvaða nám ætlarðu í
næsta haust?
— Ég held ihelzt að ég fari
í íslenzkunám hér í Háskóla
íslands. Það er þó ekki alveg
ákveðið.
★
Tvo stúdenta hittum við
næst, sem báðir héldu á ein-
um bókaverðlaunum. Við tök-
um fyrst tali Bergþór HalldórsFélagarnir Berþór Halldórsson og Helgi Magnússon.
son.
— Varst þú í máladeild eða _ Ertu ekki ánægður með
stærðfræðideild? prófið?
— Jú, eftir atvikum.
— Ég var í stærðfræðideild,
í 6. bekk U.
— Og þú hefur fengið verð-
laun. Fyrir hvað fékkstu þau?
— Ég fékk verðlaun fyrir
stærðfræði frá íslenzka stærð
fræðingafélaginu.
— Ert þú Reykvíkingur?
— Nei, ég er Árnesingur, frá
Heiðarbæ í Flóa.
— Og hvað ætlast þú fyrir
með framhaldsnám?
— Ég reikna með að fara í
verkfræðid. Háskóla íslands
næsta vetur.
Helgi Magnússon var líka í
6. bekk U í Stærðfræðideild.
— Hvað ætlar þú að læra
næsta vetur, Helgi?
— Það er allt óákveðið, ég
fer sennilega í nám hér heima
til að ibyrja með.
— Og þú hefur fengið eina
verðlaunabók?
— Já, ég fékk verðlaun fyr
ir dönsku frá Dansk-íslenzka
félaginu.
Síðast spjöllum við við Ast-
ríði Guðmundsdóttur, en hún
var í Máladeild.
— Ert þú ekki ánægð með
prófið?
— Jú, ég er það.
— Hvaða nám ætlar þú í
næsta vetur?
— Ég er alveg óákveðin, en
ég býst við að ég fari í Háskóla
íslands.
Kolbrún Haraldsdóttir
Astríð'ur Guömundsdóttir.
Regnið streymdi úr loftinu eins og allar flóðgáttir himins
hefðu opnazt, þegar nýstúdentarnir frá MR gengu út úr Há-
skólabíói I gær. Nýstúdentar frá Menntaskólanum í Reykja-
vik eru að þessu sinni 239 og hæstur á stúdentsprófi varð
Þórarinn Hjaltason úr Stærðfræðideild, en hann hlaut í eink-
unn 9,48. i f
Við náðum aðeins tali af Þór
arni og nokkrum fleiri nýstú-
dentum í gær í anddyri Há-
skóiabíós, en hann var þar um
kringdur af viðtalendum og
sjónvarpsmönnum.
— Ert þú ekki ánægður með
prófið, Þórarinn?
— Að sjálfsögðu er ég á-
nægður með þennan árangur.
Ég hef jafnvel fengið hærra
en ég átti skilið í sumum grein-
um, sérstaklega í munnlegum
greinum, þar sem þetta er nú
allt happdrætti upp í. hverju
er komið.
— Þú ert með mörg verð-
laun, sé ég er.
— Já, ég fékk einar 5 bæk
ur og þrenn peningaverðlaun.
— Ert þú Reykvíkingur?
— Jú, ég er sonur lækna-
hjónanna Önnu Thorarensen
og Hjalta Þórarinssonar og
uppalinn í Reykjavík.
— Hvað hyggst þú fyrir um
framhaldsnám?
— Ég ætla að læra bygginga
verkfræði. Það er ekki eins út
séð um, hvar ég læri hana, ég
á nokkuð góða von um að
hljóta styrk í Cambridge í eitt
eða tvö ár, en ef það verður
ekki, býst ég við að komast í
Glasgow-háskóla. Ég er sér-
staklega ánægður með að kom
ast til Bretlands, þar sem nám
ið þar tekur 4 ár í stað 5Vz ef
ég byrja hér.
Þórariim Hjaltason, dúx
Menntaskólans 1967.
Næst efst á stúdentsprófi og
efst í Máladeild varð Kolbrún
Haraldsdóttir og féklc hún í að
aleinkunn 9,43. Kolbrún er
dóttir hjónanna Þóru Finn-
bogadóttur og Haralds Ólafs-
sonar. Kolbrún var í VI. bekk
A.
— Þú ert auðvitað ánægð
með prófið, Kolbrún?
— Já, já, ég er mjög lánægð.
— Fékkstu ekki mörg verð-
laun?
— Ég hef fengið 8 verðlaun,
segir Kolbrún, eftir að liún hef
ur talið bækurnar og umslög-
in, sem hún heldur á.
35 stúdentar
frá V.í. í vor
Verzlunarskóla íslands var sagt [
upp í gær og brautskráðir 35 stú-
dentar. Dr. Jón Gíslason, skólastj.
bauð gesti velkomna, en viðstadd
ir voru auk nemenda og kennara
fulltrúar ýmissa árg. stúdenta,
Verzlunarráð og skólanefnd. —
Þetta er 23. stúdentaárgangurinn,
sem útskrifast úr skólanum, en
alls hafa 455 nemendur 'tekið stú-
dentspróf við skólann, fyrst 7 pilt
ar 1945. Að þessu sinni hófust
próf 2. maí og lauk 13. júní, 34
nemendur 6. bekkjar og 1 nem-
andi utanskóla gengu undir próf
og stóðust allir. Prófdómendur
eru stjói-nskipaðir. 26 stúdentar
hlutu 1. einkunn, en 9 2. einkunn.
Hæstu einkunnir fengu: Erla
Sveinbjörnsdóttir, 7,29; Ólafur
Gústafsson, 714; Hafþór I. Jóns-
son, 6,93 og Guðrún Bjarnadóttir,
6,84 (dæmt eftir Örstedskerfi)
Er skólastjóri hafði lýst úrslit-
um prófa og afhent hinum fríða
hópi skírteini sín, sungu nýstú-
dentar ísland ögrum skorið og
settu að því búnu upp hvítu húf-
urnar.
Þá tók til máls formaður Verzl-
unarráðs, Kristj’án G. Gíslason og
árnaði hinum nýbökuðu stúdent-
um heilla, niinntist þeirra manna,
sem börðust fyrir stofnun skólans
sáu fyrir nauðsyn menntaðrar
verzlunarstéttar í landinu. í til-
efni afmælis Verzlunarráðs í
haust gefur það gjöf þeim nem-
anda, sem hæstu einkunnir hlýt-
ur í viðskiptagreinum, bókfærslu,
endurskoðun og hagfræði. Þessi
verðlaun, Orðabók Sigfúsar Blön
Framhald á 15. síðu.
Stúdentar frá Verzlunarskóla íslands 1()67.
16. júní 1967 ~ ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3