Alþýðublaðið - 16.06.1967, Síða 16
HEIMAN
■
NÚ er vertí'ð ferðamanna hafin ,
rétt einu sinni enn og um borg l
og byggð. Langt er síðan íslensk-
ir ferðamenn, bæði einir sér og í
hópum, hófu innrás sína í sólar-
lönd Evrópu, að við nefnum ekki
útálfur eins og Asíu og Afríku.
Það þykir reyndar hálf lummó á
þessum síðustu og beztu tímum að
liafa ekki að öðru að státa en búðar
ferð til Glasgow og London eða
brúnkudvöl á Mallorca, og því-
gerist nú landinn æ víðförulli.
Það kom þessvegna engum á ó-
vart', er upphófst eitt heljarstríð
fyrir botni Miðjarðarhafs, að þar
kæmu við sögu nokkrir íslending-
ar, Reyndar fetuðu þeir ekki í fót
, spor feðranna, sem fóru svipaðar
l slóðir fyrr á öldum, bitu í skjaldar
rendur og hjuggu mann og annan,
en það er nú önnur saga. Tímarn-
ir hafa breytzt og íslendingar með.
Þar sem íslenskir kappar áður
fyrri skildu eftir sig blóðugan feril
og frægð, spretta nú úr fótspor-
um landans peningrös, og reyndar
einnig á stundum frægðarljómi,
þótt af öðrum toga sé spunninn.
Haft er fyrir satt, að efnaðir ís-
lendingar erlendis, séu með at-
hyglisver'ðari rannsóknarefnum
innfæddra, enda verður að segja
það íslenzkum stórborgurum til
lofs, að þeir.eru engir meðalmenn
heima hjá sér, en á erlndri grund
Upp, upp, mín auma sál
Inni í Laugardal
geðjast mér gras og kál.
Gleðin þar haldast skal.
)»
li
Frýsa þar fjörug liross,
frjáls eins og villistóð,
hamast og hneggja að oss,
hvað verður skemmtan góð.
Ganga fram grís og sýr,
gamail og digur þjór,
alls konar ær og kýr
öskra og jarma í kór.
Flest mun þar fegurð sén,
flíkur og meyjaval.
Túnin og Bjarni Ben
brosa í Laugardal.
Veröld með dans og drukk
dillar þér, sála mín.
Kvöldið og Kúlusukk
kallar oss öll til sín.
fölnar allt og allir í návist þeirra
af hverju sem það nú stafar. Hins
vegar verður það að teljast kald-
liæðni örlaganna, að ísiendingar
líta með vingjarnlegri meðaumk-
un niður á þá einu þjóð veraldar,
sem enn dáir þá, aumingja Fær-
eyingana, en í Færeyjum er það
haft að máltæki að „íslendingur-
inn geti allt“.
En úr því að við höfum dvalið
svöna lengi við afreksverk ísl.
ferðamanna og víkinga á meðal
framandi þjó'ðflokka, er ekki úr
vegi að láta fylgja með eina stutta
dæmisögu, sem þegar öllu er á
botninn hvolft, brýtur til mergjar
allar vangaveitur erlendra um
okkur, og gefur því ekki ástæðu
til frekari spekúlasjóna eins og
kerlingin sagði,
Þess verður þó að geta áður en
lengra er haldið, að sagan gerðist
á þeim örlagatímum í sögu Afríku,
er hvert landiö af öðru öðlaðist
sjálfstæði með þeim afleiðingum
að bræður bárust á banaspjót,
leiðtogar voru gerðir höfðinu
styttri, og við lá að nýfengið frelsi
yrði þjóðum þessum til meiri
óhamingju en röggsöm harðstjórn
nýlenduherranna.
Það var sum sé oim þetta leyti
að hópur íslendinga var að
skemmta sér á opinberum stað í
ónefndu landi. Þegar skemmtanin
hafði lifað lengi nætur, geröust
landar vorir dólgslegir mjög, svo
ekki sé fastar kveðið að orði. Lét
þá einn innfæddra þessa athuga-
semd falla í hópinn: „Því er eins
farið með ykkur og Kongóbúa, þið
fenguð frelsið alltof fljótt". Það
skipti ekki máli, þótt það fylgi
sögunni, að sá sem oröin sagöi
var Dani.
Eiginlega ættu allir Banda->
ríkjamenn að sitja ínni.
Fyrirsögn í VÍSI.
Ja, það má um de Gaulle
segja, að þótt hann sé mik-
ill karl, þá er hann engiim
guð, cn guð er nú heldur
enginn de Gaulle.
Nú er ég orðinn fullgildur
meðlimur í SUSÞ, en það
eru auðvitað samtök um að
spæla þjóðhátíðarnefnd.
Þegar ég las í blaðinn í gær
að stúlka hefði komið upp
um falsara og þjófa varð ég
ekkert hissa. Ég vildi bara
að fleiri kynsystxu- mínar
væru svona slyngar að sjá
í gegnum karlmenn.