Alþýðublaðið - 27.06.1967, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 27.06.1967, Qupperneq 8
 t NOKKRAR frægar konur voru spuröar hvaða fegurðarlyf þær myndu helzt vilja hafa hjó sér ef þær strönduðu á eyðieyju, og hér fara á eftir svör þeirra: Audrey Hepburn, kvikmynda- stjarna,- Sízt af öllu gæti ég hugsað mér að lifa án sápu. Catharine „Kit” Gill, módel: Ég hef gaman af að prófa mig áfram með fegrunarlyf. Og þessi dýru, í fínu umbúðunum eru ekki alltaf bezt. Til dæmis nota ég alltaf hundasápu, þegar ég þvæ mér um hárið. Ég hef aldrei' fundið neinn hárþvotta- lög jafngóðan. Þegar ég er búin að mála mig í framan smyr ég þunnu lagi af karlmannahár- kremi yfir allt saman Þannig verð ég öll gljáandi, bæðj hár og andlit, og það líkar mér vel. Joan Crawford, kvikmyndastjarna og varaforseti Pepsi-Cola fyrir- tækisins: Þegar annað fólk borðar ábæti og kökur, borða ég súrsað græn- meti. Ég er vitlaus í allt súrt, og mér finnst bezt að enda hverja máltíð á því. Og auðvitað er það heppilegra fyrir línurn- ar en eitfhvað sætt. Ólívur og súrsað grænmeti — það eru mín fegrunarlyf. Baby Jane Holzer, ein af stjörn- um samkvæmislífsins: Það er ómögulegt, að stúlka sé sæt eða smart eða nýtízku- leg, ef hún er ekki grindhoruð. Ég 'drekk megrunarkóla dag og nótt. Svo dansa ég. Það er heimsins bezta leikfimi. Ég dansa a.m.k. klukkutíma á dag. Heima set ég uppáhaldspopp- plöturnar mínar á fóninn og dansa svo alveg villt eftir þeim. Það er gaman og grennandi. Mary Wilson, poppsöngkona: Ég hef lítil augu, svo að ég geng með stóra lafandi eyrna- lokka, af því að mér finnst aug- un í mér sýnast stærri við það. Ég nota gerviaugnahár og svarta augnlínu. Eg set kinnalit beint á kinnbeinin Og ég nota bleik- an og appelsínugulan varalit til að láta tennurnar sýnast hvít- ari. Ég blanda saman ilmvötn- um og vil hafa þau sterk. Pamela Mason, dálkahöfundur, út- varps- og sjónvarpsstjarna, áður gift leikaranum James Mason: Ef ég á að velja eitt uppáhald, þá er það Nivea húðolía. Ég ber hana á allan líkamann eftir baðið á hverjum degi. Hún gerir hörundið eins og flauel. Anita Louise, kvikmyndastjarna: Ég hugsa hvorki um megr- unarkúra né leikfimi, en ég Stella Stevens Greta Thyssen Leslie Caroit Peggy Moffitt Elke Sommer Yvette Mimieux, Dina Merrill China Machado Catherine Spaak Hlizabeth Taylor Shirley Jones Susan Van Wyck Audrey Hepburn Catharine "Kit" GiU Paby Jane Holzer Lyn Revson man ekki hvað er langt síðan . það bezta sem til er fyrir þurra ég bragðaði seinast ábæti. Eg húð. nota Re-Nutriv krem á kvöld- in og undir máiningu á dag- Greta Thyssen, Broadway-stjarna: inn. Lyn Revson, eiginkona Charles Revson, eiganda Revlon-fyrirtæk- isins: Það er ekki af tómri hollustu við Charles — en ég verð að segja, að ég get ekki lifað án Blush On sem Revlon framleið- ir Það fer með mér hvert sem ég fer. Og ég gæti ekkj án þess verið jafnvel á eyðiey. Það er indælt að vera gift Charles — ég fæ að prófa allar snyrti- vörurnar fyrst! Gerviaugnahár númer eitt. Augun skipta mestu máli í hverju andliti, og nú eru allar konur farnar að ganga með gerviaugnhár. Þau koma fyrst allar snyrtivörur eru einskis virðj á móti þeim. Mér fyndist ég nakin án gerviaugnahár- anna minna. Catherina Spaak, kvikmyndastjarna, dóttir Paul-Henri Spaak stjórn- málaleiðtoga: Brúnn augnskuggi handa mér, takk fyrir. Nei, nei, ekki til að Stella Stevens, kvikmyndastjarna: Ástin er mitt fegrunarlyf. Ég er vitlaus í karlmenn. Ástfangin kona þarf ekki á fegrunarlyfj- um að halda, hún ljómar öll án þeirra. Ég borða hrátt kjöt, grænmetj og ávexti, fer í nudd og skylmingar. China Machado, tízkusérfræðingur við Harper’s Bazaar: Ef ég væri á eyðiey myndi ég ekki vilja vera án kókos- hnetuolíu Og til altrar ham- ingju yrði sennilega nóg af henni þar! Kókoshnetuolía er skyggja augnlokin. Ég er svo hrifin af freknum, en því mið- ur hef ég fáar frá nóttúrunnar hendi, svo að ég bý þær til með blautum svampi og brún- um augnskugga. Eliazbeth Taylor, kvikmyndastjarna og eiginkona leikarans Richards Burton: Ja, það er náttúrlega hægt að vera falskur og segja, að maður þurfi ekki fegrunarlyf, aðeins frið í sálu sinni eða eitt- hvað álíka háfleygt. Kannski ættj ég bara að segja Richard Burton fyrir mig. Og Jergens- krem eða olíu. Eg þvæ mér úr sápu og vatni og ber á mig Jergens húðolíu. Já, og ekki vildi ég þurfa að vera lengi á eyðiey með augnabrúnirnar og engar tengur til að plokka þær með! Susan Van Wyck, módel: Ég get ekkj verið án augna- ibrúnalitarins sem er borinn á með litlum bursta. Ég hef svo að segja engar augnabrúnir sjálf, svo að ég verð að mála þær á mig, en augnabrúnablý- antur er alltof harður og óeðli- legur. Shirley Jones, kvikmynda- og næturklúbbastjarna: Ég var voðalega bólótt sem krakki, en það er nú sem betur fer horfið. Ég nota alltaf Resul- in, bólueyðandi húðolíu, bæðj á daginn undir málningu og svo á kvöldin fyrir nóttina. Maður- inn minn notar hana líka. Leslie Caron, kvikmyndastjarna og ballettdansmær: Ballettstöngin mín er hlutur sem ég gætj aldrei verið án, heldur ekki á eyðiey. Ballett er mín uppáhaldsleikfimi, en hann er auðvitað ekki fyrir. alla. Ég myndi ekki ráðleggja óvönu fólki að leggja stund á ballett, því að þjálfunin þarf að hefjast strax í barnæsku, ef vel á að vera. Peggy Moffitt, módel: Ef ég værj alein á eyðiey sápu fyrir mig. Fína, ilmandi sápu — og nóg af henni. Ég hef unun af að vera hrein. Dina Merrill Broadway-stjarna: Ég vil hafa rakakrem hjá mér á eyðiey. Það finnst mér allra fegrunarlyfja nauðsynlegast. Stór krukka af rakakremi er eins og æsku uppspretta, Ég ber á mig rakakrem áður en ég mála mig á morgnana, og eins fyrir nóttina, eftir að ég er búin að hreinsa af mér máln- inguna. - ~T Elke Sommer, kvikmyndastjarna: Sápa og vatn, leikfimi og svefn .... þetta eru mín fegr- unarlyf. Yvette Mimieux, kvikmyndastjarna: Hafið er mitt fegrunarlyf, svo að ég væri vel stödd á eyði- ey. Ég get ekki lifað án hafs- ins. Eg syndi mikið og fer á sjó- skíðum og ligg í sólbaði, en það er eitthvað meira við hafjð £ 27. júm 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.