Alþýðublaðið - 02.07.1967, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.07.1967, Blaðsíða 2
2 2. júlí 1967 Sunnudags AlþýðublaÖiS SSK'. V *■ ’*¥ • * ' ■ ‘V' ■> ' " , / ■. ■-/■ ‘■.'. ■;•'J , i, -.‘í ';■., ': : /.V, :, .-,■■ :./;■;■ ■■■■■■:"■■'■ " ■ " -. :■■; ■ ■■.,■■,,■,, ,,.;■ :■ :■■:' , :■.,',: . . . . . , vmlwj. mm Sm. U4i\l. L-i ; ■;■ ■ ■; ";/ ■■ ɧ8§»jjj SÉH , ■ m íhrwft MANNABÚSTAÐIR í LOFTIOG Á LEGI að menn taki sér bólfestu í þeim. Hann vill búa til borgir neðansjávar á hagkvæmum stöðum. Og hann vill búa til fljótandi pyramida (á þríhyrnd um grunni víst aðallega) sem stjóraðir yrðu niður á kyrrum flóum eða sundum, og svo mætti færa þessa fljótandi mannabústaði úr stað, ef vildi, draga þá kannski norður á bóg inn með norrænu sumri og suð ur eftir að haustinu. Pyramídahugmyndin er víst nýjust af hugmyndum R. Buck master Fuller. Hugsar hann sér að borg-pyramídinn sé á fjórða km á hvern kant eða jafnvel stærri og getur hann því teygt sig þúsund metra kant upp af yfirborði hafsins. Þarna eiga að búa um 300 þús und fjölskyldur sem hver hef- ur sína íbúð með svölum og sólríkum stofum. Innsvið pyra mídans er svo notað í annað. Grunnur hans liggur dýpra en hafrót getur náð, og höfnin sem siglt yrði inn í er alltaf kyrr og örugg. Þessar hugmyndir eru ætl- aðar manni 21. aldarinnar. Við vitum auðvitað ekki hvernig sá maður hugsar, en R. Buck- master Fuller er ekki lengra HVERNIG ætli mönnum fyndist að búa í geysimikilli kúlu sem svífur í lausu lofti, eða í afskaplega miklu pyra- midalöguðu ferlíki, fljótandi á sænum, ellegar á neðansjávar- eyjum? Það er ekki gott að segja, en hugkvæmur Ameríkumaður, vel þekktur, R. Buckmaster Fuller ■ hefur komið með þessar tillög ur. Hann vill að við horfum fram í tímann og gerum okkur ■grein fyrir hvað mögulegt er. Eins og allir vita eru lönd víða þéttsetin, og menn hafa miklar áhyggjur af matvæla- öflun. Þó eru til þeir menn sem telja að með hagsýni og útsjón arsemi megi brauðfæða á jörð inni tíu sinnum fleira fólk en þar lifir nú. Hvort sem þetta er satt eða logið þá má heldur ekki gleyma að einhvers.staðar þurfa menn að búa. Og það jafnvel nægir ekki að hver maður hafi sína koju. Maður- inn vill hafa rúmt um sig, geta séð vítt og litið yfir þessa jörð sem hann er nú að hjálpa guði til að skapa. Þess vegna þarf að hyggja grannt að liversu haga skuli gerð og skipulagi mannabústaða fram tíðarinnar. Ef fólkinu fjölgar •mikið þá má ekki eyða o£ miklu landi undir borgir og önnur mannvirki sem standa í sambandi við mannabústaði. Það veitir ekki af yfirborði jarðarinnar eins og það er, a. m.k. þyrfti fremur að nota fyr ir byggingar óræktanleg svæði heldur en grænar grundir. En R. Buckmaster Fuller hef ur ýmis úrræði. Hann segir að maðurinn eigi bæði að nema loftið og sjóinn. Hann vill búa til stóreflis kúlur sem geta svifið yfir tindum fjallanna og ■á undan tímanum en svo að það er strax farið að velta fyr- ir sér framkvæmdum. Japanir hafa hug á að reyna pyramída hugmyndina. London (NTB-Reuter). AI.DO Moro, forsætisráðherra 1 ííalíu, lauk í fyrradag fjög- urra daga heimsókn til Bretlands. Accra (XTB-Reuter). DE GAULLE, frakklandsfor- seti, og forseti Tyrklands, Gevdet Sunay, sem var í heimsókn í Par- :.ís í vikunni gáfu út sameiginlega tilkynningu eftir viðræður sínar í höfuðstað Frakklands. Þar sagði, að forsetarnir litu svo á, að land- vinningar ísraels í styrjöidinni, væri bráðabirgðaástand, sem ekki væri unnt að viðurkenna sem end anlegt. Bonn (NTB-Reuter). VESTUR-ÞÝZKA stjórnin hcf- ur ákveðið að senda „mannúðar- hjálp“ til þeirra arabísku' landa, sem Vestur-Þýzkaland hefur stjórnmálasamband við. Uppsala (NTB-Reuter). JARÐSKJÁLFTAMÆLAR í Uppsala í Svíþjóð sýndu í gær jarðhræringar, sem gáfu til kynna kjaniorkusprengingu í Mið-Asíu- héruðum Sovétríkjanna. Bonn (NTB-Reutcr). KURT Gecrg Kiesinger, kansl ari Vestur-Þýzkalands og Willy Brandt, utanríkisráðherra, hafa beðiö Jolinson um frestun á fyrir- hugað’ri opinberri heimsókn þeirra til Bandaríkjanna dagana 7.-8. júlí. Orsökin var sögð erfið- leikar í innanríkismálum. Oslo. 1. júlí. (ntb.-reutér). Norsk tollayfirvöld bíða í eftirvæntingu eftir árangrinum af tilraunum með undratæki, sem sænskir tollþjónar eru með um þessar mundir. Með þessu tæki er unnt að finna eiturlyf, hvar svo sem þó eru falin í bíl eða tösku. Tækið er smíðað með sérstöku geislakerfi. Ekki er enn vitað, hvernig það reynist í notkun, — en á- kveðið hefur verið, að það verði líka reynt í Noregi. áihhýsTð í Aib”öi!bla3imi ]

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.