Alþýðublaðið - 02.07.1967, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 02.07.1967, Blaðsíða 11
Sunnudags Alþýðublaðið 2. júlí 1967 11 Á mánudag hefst 3ja-Iandkeppni KSÍ í knattspyrnu á Laugardals- vellinum með leik íslands og Noregs. Á myndinni sézt m.a. einn, bezti leikmaður íslands Kári Árnason. I Laugardal á morgun Annað kvöld hefst afmælismót Knattspymusambands íslands á Laugardalsvellinum. Kl. 20,30 Aðgöngumiða- sala hefst í dag Aðgöngumiðasala að leikj um þriggja landa keppninn- ar hefst við Útvegsbankann kl. 2 í dag. Verð miða er sem hér segir. í stúku 150 kr., í stæði 100 kr. og fyrir börn 25 kr. Verð stúkiuniða á alla leikina, er kr. 350. leika Noregur og ísland fyrsta leikinn í þriggja landa'keppni ís- lendinga, Norðmanna og Svía í knattspyrnu, en liðin eru skipuð leikmönnum 24 ára og yngri. Lið Norðmanna kom í fyrra- kvöld til landsins, en sænska i leikinn í þriggja-landakeppni ís- lands í kvöld. Á þriðjudagskvöld leika Norð- menn og Svíar og loks mætast ís- lendingar og Svíar á miðviku- dagskvöld, Allir leikirnir hefjast kl. 20,30. KSÍ varð 20 ára 28. marz sl. og þessi keppni er háð í tilefni afmælisins. Á 10 ára afmæli sam- bandsins 1957 var háð þriggja landa keppni, en þá léku a-lands- lið íslands, Danmerkur og Noregs og sú keppni tókst mjög vel. Er ekki að efa, að keppnin nú takist jafn vel. Einu sinni höfum við leikið landsleik í áður nefndum aldurs- flokki, það var við Dani í fyrra, en þá töpuðum við með þremur mörkum gegn einu. Landslið íslands er skipað eft- irtöldum leikmönnum: Sigurður Dagsson, Val mark- vörður, Jóhannes Atlason, Fram og Guðni Kjartansson, ÍBK bak- verðir, Magnús Torfason, ÍBK (fyrirliði), Ársæll Kjartansson, KR. og Þórður Jónsson, KR fram- verðir og Björn Lárusson, ÍA, Kári Árnason, ÍBA, Hermann Gunnarsson, Val, Eyleifur Haf steinsson, KR og Elmar Geirsson, Fram framherjar. íslenzka liðið er svipað að styrkleika og a-landsliðið og sjö af leikmönnunum, sem léku á Spáni, leika með annað kvöld. Ey- leifur Hafsteinsson Ihefur leikið sjö landsleiki og aðrir færri. Vonandi tekst íslenzka liðinu vel upp í leikjunum, þó að fæstir búist við sigri þess í keppninni. Góð hvatningarorð áhorfenda gætu liaft mikið að segja eins og oft hefur verið bent á áður. Því miður virðast íslenzkir áhorfend- ur í daufara lagi, en við skorum á þá að láta nú í sér heyra næstu kvöld, góð stemning á áhorfenda- pöllum gefur leik mikið meira gildi. Leikinn Hannes Þ. annað kvöld Sigurðsson. dæmir Þessi mynd er frá landsleik íslendinga og Spánvei'ja 31. maí sl. Boltinn er á leið í mark Spánverja. það er Magnús Torfason fyrirliði landsliðs íslendinga í þriggja-Iandkeppninni, sem skoraði mark ið Við skulum vona, að hann endurtaki þetta í leikjunum í næstu viku. ILíSs VERÐ AÐGÖNGUMIÐA: Stúkusæti kr. 150.00 StæSi — 100.00 Barnamiíar — 25.00 f.S.f. K.S.Í. 1. KNATTSPYRNULANDSLEIKURINN f AFMÆLISMÓTI K.S.f. ÍSLAND - NOREGUR fer fram á íþróttaleikvangimirn. í Laugardal annað kvöld (mánudagskvöld og hefst kl. 20,30. Dómari: Hannes Þ. Sigurðsson. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur frá kl. 19,45. Aðgöngumiðar seldir í dag frá kl. 14.00 úr sölutjaldi við Útvegsbankann og á morgun frá kl. 10.00 á sama stað og við Laugardalsvöllinn frá kl. 16.00. Ath.: Sætismiðar á alla 3 leikina kosta kr. 350.00. KNATTSPYRNUSABAND ÍSLANDS.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.