Alþýðublaðið - 02.07.1967, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 02.07.1967, Blaðsíða 14
2. júlí 1967 Sunnudags Alþýðublaðið !á 4 ísland að Framhald af 10. síðu. gæzka, þrátt fyrir orð þeirra og athafnar þeirra þessa daga. í þessari deilu er miðlari, sem veit margt, er mælsk- ur og slyngur eingöngu, lít- ils virði. Meira um vert er að miðlari sé mennskur og ein- lægur, að geta horft í augu bæði Araba og Gyðinga. Skiljum við okkar vitjunarstund? Var ekki kveðið: Þeim, sem vilja vakna og skilja, vaxa þúsund ráð. Haraldur Ómar Vilhelmsson. 29. júní 1967. Grein Ólafs Framhald af 6. síffu. mikilhæfir menn sem hrinda af stað því galdraæði sem hér gæt- ir um skeið upp úr miðri 17du öid. Það kemur líka heim að galdraæði er mjög staðbundið á íslandi og næstum eins'korðað Við vesturhluta landsins; má að vísu vera að þar hafi eimt eitt- hvað frameftir af pápískri villu. Af þessum sökum hefur Þorleif- ur Kortsson, lögmaður norðan og vcstan á ísiandi 1662—79, sýslu- maður í hálfri ísafjarðar og hálfri Strandasýslu frá 1652, löng- um verið illa ryktaður; hann var brennumaður mikill, skraddari að iðn og lærður úti í Þýzkalandi þar sem galdrabálin loguðu glatt um þær mundir; þar að auki var hann rindill að vexti og eineygður og er þess jafnan getið þegar ritað er um Þorleif lögmann. Hann virðist raunar hafa verið góður og gegn emb- eettismaður, trúmaður mikill, góð- ur búhöldur og laus við þann ofsa og yfirgang sem loddi við ýmsa stéttarbræður hans enda mikils metinn af samtíð sinni. þorleifur Kortsson átti hlut að þremur brennudómum í Tré- kyllisvik árið 1654, en árið eftir hófust píslir séra Jóns Magnús- sonar af völdum feðga á Kirkju- bóli í sömu sveit sem báðir hétu Jón; þá fékk hann brennda á báli 1656 með tilstyrk Þorleifs Kortssonar. í kröm sinni leitaði séra Jón styrks hjá embættis- bróður sínum, Páli prófasti í Sel- árdal, sem bað fyrir honum og heimsótti hann; en nokkrum ár- um síðar, 1660, varð séra Páll sjálfur fyrir megnri galdraásókn sem lengi stóð og þjáði þó eink- um konu hans og börn. Séra Páll var með fremstu mönnum sinnar tíðar, hámenntaður maður í guð- fræði, heimspeki, lungumálum, náttúrufræði, stærðfræði og mik- ill framfáramaður; og hófust nú inikil brennumál. Voru 5 manns bernndir af hans vöidum árin 1669 — 78, en alls voru 14 manns brenndir í lögmannstíð Þorleifs Kortssonar af 25 galdrabrennum sem alls er vitað um í landinu. En þótl þeir Þorleifur Korts- son, séra Jón þumlungur, Páll í Selárdal, væru aðsópsmiklir og engin smámenni, nægðu ekki á- hrif þeirra til að kynda undir verulegu galdraæði hér á landi. Galdratrúin er að vísu trú þess- arar aldar sem engum kemur í hug að vefengja; þessir menn eru allir hafðir í hávegum fyrir skör- ungsskap sinn í galdramálunum. En íslendingar eru daufir trú- menn, jafnvel biskupinn í Skál- holti, Brynjólfur Sveinsson, virð- ist tregðast við galdratrúnni og reyna að eyða brennumálum. Og það var öllu heldur fyrir framtaksleysi en framtak íslend- inga að galdrabrennum lauk hér 1685; árið eftir var boðið að brennudómar skyldu jafnan stað- festir í hæstarétti í Kaupmanna- höfn. Þá leið reyndu íslendingar aðeins einu sinni, og var dómn- um þá breytt í útlegð. Danir héidu sjálfir áfram að brenna sína galdramenn fram að alda- mótunum, en hér á landi var látið nægja að hýða menn og sekta fyrir þvílík brot, og hélzt það fram til 1719. En þar með lauk galdraöld á íslandi og galdratrúin sameinaðist annarri þjóðtrú upp á nýtt. i | píslarsaga séra Jóns Magnús- sonar, sem nú er nýkomin út Jí snoturri almenningsútgáfu hjá j Almenna bókafélaginu sem Sig- urður Nordal annast, en sögunni fvlgir erindi Sigurðar frá 1941 um trúarlíf séra Jóns, er talin merkasta heimild um galdraöld- ina á íslenzku. Raunar hefur Píslarsögunni ekki verið sinnt sérstaklega, hvorki af guðfróð- um mönnum né læknisfróðum sem þó mun málið skyldast, og um galdraöld á íslandi hefur ckki verið fjallað nema almennt og þá vanalega frá sjónarhóli seinni tíma skynsemi. Það er hægurinn að hreykja sér af hóf- semi og stillingu íslenzkra valds- manna í galdramálum, skynsemi þeirra andstætt galdraæði sam- tíðarinnar — en stafa þessar dyggðir þeirra af öðru en ein- angrun landsins og fábreytni þjóðlífsins? Var ekki allur efni- viður áfergilegrar galdratrúar til taks hér og nógir neistar til að kveikja bálið þótt þjóðfélagslegar aðstæður dygðu ekki til að gera trúna að æði? Hitt er lögum landsins á þeim tíma ótvírætt til sóma að pyndingum virðist ekki hafa verið beitt svo heitið gæti til að knýja sakamenn til játn- inga; en alls staðar þar sem rétt- arfari var svo háttar varð til muna minna úr galdraæðinu en þar sem pyndingum var beitt; píslarklcfinn var einn helzti brunnur djöflafræðanna og ó- missandi til að sannprófa kenn- ingar fræðimanna. í þessu efni eins og fleirum virðist Þorleifur Kortsson hafa fylgzt betur með tímanum en aðrir valdsmenn sem séra Jón Magnússon kann vel að meta: ..Hvorugur þeirra feðga var til neinna sagna neyddur, hvorki fyrr né síðar, það mér varð vitanlegt, segir hann, en samt gef ég ehga skuld í því efni þeim góða manni Þorleifi Kortssyni, því eg minnist vcl að hann spurði mig að hvort hér á bænum væri ekki •töng til og kol svo mikil að liana mætti heita gjöra — hvað hér var hvorttvcggja fyrir hendi. Hann sagði mér og hvar til liann vildi það hafa og var í því stað- ráðinn, en eg lagði fátt þar til, svo mér yrðu ekki ávítur gefnar um haturssemi til þeirra manna meiri en hæfði, en samt virtust mér þau upptök bæði viturleg og nytsöm. En hvað ollað hafi eða hverjir hindrað hafi þann ásetn- ing og upptekt Þorleifs Kortsson- ar er mér ókunnugt, því þar um heyrða eg ekki meira getið svo eg minnast kunni.’ Engu að síður meðkenndu þeir Jónar Jónssynir feðgar á Kirkju- bóli ýmsar galdraglettur og sær- ingar og þar með sekt sína í sjúkleik séra Jóns, og voru þó fyrr dæmdir sekir af sveitungum sínum sem synjuðu eiðvættis um sýknu þeirra. Upp á þetta voru þeir feðgar dæmdir og brenndir — þótt ekki tækist séra Jóni að fá Þuríði Jónsdóttur fellda fyrir sömu sakir og svip- uð sektarlíkindi. En Píslarsaga hans vitnar nógsamlega um hina frumstæðu alþýðutrú sem hér kemur að mestu í stað djöflafræða, vísindalegrar galdra- trúar meiri þjóða og landa; og í annan stað þau áhrif sem slíkt I andrúmsloft hafði á sjúkan og ! sárnæman hug eins og séra Jóns. | Skammt undan var séra Páll í | Selárdal, albúinn að snúa reynslu I séra Jóns og síns eigin heimilis upp í fræði og vísindi eftir fyrir- mynd beztu manna erlendis; og þá var skammt að leita Þorleifs lögmanns til að sannprófa fræðin með glóandi töngum fyrst, bálinu síðan. En þjóðfélagið gaf þeim ekki tilefni til að njóta sín — þó alls staðar væri nóg af skyggnu fólki sem sá jafnharðan og vitnaði fúslega það sem séra Jón lagði því í munn. í Píslar- sögu sinni lætur hann stöðugt ganga kvartanir út af deyfð og tregðu valdsmanna, kirkjunnar manna ekki síður en veraldlegra að framfylgja málum hans, og gefur í skvn að hann verði að athlægi fyrir galdraá)lóknina; virðist þó enginn maður nokk- urntíma draga sjálfa reynslu hans í efa, sem hann lirópar úr djúp- unum. — Um hitt vitnar sagan ekki hvernig þeir Kirkju- bólsfeðgar litu sjálfir á sök sína. Þeir játuðu hana, samþykktu dóm sinn og þágu aflausn. En voru þeir „sekir” í þeim skiln- ingi að þeir hafi vitað sig seka: að þeir liafi raunverulega ætlað að ráða klerk af dögum og hald- ið sig geta það? |Tkki skal ég reyna til að meta það hvilík trúarlietja séra Jón Magnússon hafi verið eða hvort trúarreynsla hans geti orðið öðr- um mönnum lærdómsrík; Sigurð- ur Nordal dregur sjálfur af lienni enn einn lærdóm sinn um einlyndi og marglyndi. En bók- menntalegan orðstír sinn á Písl- arsagan einkum að þakka ára- burði Sigurðar. Og það er vita- skuld vegna bókmenntalegrar kynngi sinnar sem sagan er og verður lesin, sígilt rit í trúar- legum bókmenntum okkar, ómet- anleg heimild um mestu kristin- dómsöld á íslandi. Hvorugt verð- ur frá öðru skilið: ógurlegar píslir séra Jóns eða sá óþrotlegi líknarbrunnur sem hann finnur í rétttrúnaði áínum. Hvort bregður birtu á annað — og hvort' tveggja lifir af orðkynngi, andhita séra Jóns, í brennu- móskunni í baksýn hillir undir gamla Jón á Kirkjubóli með meira en þrjátíu ára galdrarykti á bakinu og systkinin Jón og Þuríði, hið væna fólk, með gull- krúsað hár, fagran hjálm og hvítan hörundslit. En hver er- um við að dæma um trúarfár, sefasýki 17du aldar sem vel vit- um af brennunum í Auschwitz og Vietnam, apartheid Afriku, hinum löngu heitu sumrum Bandaríkjanna? — Ó. J. Fiykkjast Frh. af 3. síðu. merkur, Landmannalauga og inn á Kjalveg og Farfuglar ráðgerðu gönguferð á Heklu. Ferðaskrif- stofa ríkisins fer með fólk að Gullfossi og Geysi og ennfremur í Krýsuvík og Grindavík, Land- sýn á sögustaði Njálu, Hvalfjörð, Uxaliryggi, Þingvelli, ennfremur Gullfoss og Geysi. Sömu sögu er að segja um flestar aðrar ferða- skrifstofur. Að lokum mætti minna fólk á að fara varlega í umferðinni, í klettapríli og fjalla, því að betra er að hafa bein sín heil en brot- in illa. Svo og að ganga þrifa- lega um þá staði, sem það gist- ir, því að oftast er það svo, að fólk velur sér fegurstu og skjól- beztu staðina til að æja á og yrðu þeir fljótlega ruslhaugar, ef hver og einn gætir ekki að sér og lítur vel í kringum sig, er hann skilur við þá og tekur með sér sérhvert tangur og tet- ur, sem hann hefur þangað bor- ið. Þá fagnar staðurinn nýjum gesti. Að lokum er ábending til vega- málastjóra. Á vegakaflanum frá Ártúnsbrekku að gatnamótum vegarins, sem liggur upp í Ár- bæjarhverfi, er svo gífurleg um- ferð, að brýna nauðsyn ber til að banna þar framúrakstur og það strax — áður en slys hlýzt af. Orrustuvél skotin niður Saigon, 1. júlí. (ntb-reuter). Blandarísk orrust'uflugvól va 4 skotin niður yfir Norður-Viet- nam í gær. Að því er opinberar heimildir í Washington segja hafa Bandaríkjamenn misst 590 flugvélar í Vietnam síðan loft- árásir hófust á landið. Flugmað- urinn í vélinni, sem skotin var niður, hefur ekki fundizt’. Bandarískar flugvélar gerðu sprengjuá'rásir Viða í Norður- Vietnam í gær, m. a. á olíustöðv- ar, að því er segir í bandarísk- um fréttum. Faðir okkar, tengdafaðir og afi HJÖRTUR CLAUSEN andaðist að Hrafnistu 30. júní sl. Dætur, tengdasynir og barnabörn Útför móður okkar, RÓSAMUNDU GUÐMUNDSDÓTTUR fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 3. júlí kl. 10,30. María Ástmarsdóttir, Elín Ástmarsdóttir, Ingólfur Ástmarsson, IMagnús Ástmarsson Maðurinn minn og faðir okkar, tengdafaðir og afi GUÐMUNDUR MAGNÚSSON, ÚTGERÐARMAÐUR “1 áður til heimilis að Bræðraborgarstíg 4, sem andaðist 21, júní, verður jarðsunginn frá dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 4. júlí kl, 10,30 f.h. Jarðarförinni verður útvarpað. | Guffrún Guðmundsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Við þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ÍSLEIFS HÖGNASONAR, FORSTJÓRA Ilelga Rafnsdóttir, Erla G. ísleifsdóttir, Ólafur Jensson, Högni T. íslcifsson, Kristbjörg S. Helgadóttir, Gísli R. ísleifsson, Sigríffur Eyjólfsdóttir. Ingibjörg Högnadóttir,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.