Alþýðublaðið - 02.07.1967, Side 8

Alþýðublaðið - 02.07.1967, Side 8
8 2. jálf 1967 Sunrtudags Alþýðublaðið Dulmélsfræðingurinn sveik land sitt - en fékk hetji Sumner Wells - notaði leyndarmálin í sínum diplómatísku aðgerðum. Sjötti desember 1941 var ó- sköp venjulegur og rólegur sunnudagur í Washington. Þó að stríð geisaði víða um heim, var allt rólegt í Bandaríkjunum og þar töldu menn, að hinir ógur- legu atburðir, sem voru að ger- ast um allan heim, mundu með engu móti geta truflað hið þægi- lega helgarleyfi og byrjandi jóla- innkaup. Frank Knox, flotamálaráð- herra, hafði einmitt valið þenn- an dag til að birta h-ina árlegu skýrslu sína til forseta Banda- ríkjanna. Þetta var ítarleg skýrsla, sem endurspeglaði meðfæddá bjart- sýni róðherrans og blaða- mennskuliæfileika. ,,Mér er heið ur að geta slegið því föstu, að ameríska þjóðin getur borið fullt truast til flota síns. Að mínu á- iiti hefur trúmennska, siðferðis- þrek og tæknikunnátta sjólið- anna aldrei verið meiri. Frá hváða sjónarmiði sem er, er bandaríski flotinn sá bezti í heimi. . . .“ Enginn þeirra manna, sem skipuðu æðstu stöður í Banda- ríkjunum, var þennan dag á skrifstofu sinni. Hull utanríkis- ráðherra og Stimson landvarna- ráðherra voru heima hjá sér og Marshall, yfirmaður herráðsins, sat við sóttarsæng konu sinnar — hún hafði dottið tveim dög- um áður og brotið í sér tvö rif. Haroid Stark, yfirmaður flotans, var í „The National Theatre“ að liorfa á Betlisstúdentinn. Allt var líka með kyrrum kjörum í Hvíta húsinu er þessi sólbjarti vetrardagur leið að kvöldi. Franklin D. Roosevelt forseti sat að vísu enn við skrifborð sitt, er lautinantinn, sem var á' vakt í skeytaherberginu, Robert Schultz, kom inn með skýrslur, sem nýkomnar voru frá leyni- þjónustu flotans. Meðal þeirra var langt skeyti frá japanska utanríkisráðuneytinu til sendi- herrans í Washington — sem hlustunarmenn leyniþjónust- unnar höfðu náð — er virtist hafa að geyma handritið að orð- sendingu, er afhent skyldi Bandaríkjastjórn. Eftir að hafa skoðað þetta skjal þegjandi í tuttugu mínútur sagði forsetinn við hinn nána samstarfsmann sinn og vin Harry Hopkins: „Þetta þýðir stríð“. Hann sagði þessi orð sorg- mæddur, en án nokkurrar hræðslu. Nákvæmlega iimmtán tímum, áður en japönsku sprengj urnar tóku að falia á Pearl Har- bor. Hví gerði forsetinn ekkert? Hvers vegna fór hann í rúmið og eyddi næsta degi, eins og ekkert hefði gerzt á meðan hin örlagaríka skýrsla lá á skrifborði hans? Hvrs vegna og hvernig gátu ófarirnar í Pearl Harbor gerzt? DULMÁLSLYKLARNIR RÁÐNIR Þetta er það, sem ný bók, „The Broken Seal“ eða Rofna innsigl- ið, eftir bandaríska rithöfundinn og leyniþjónustumanninn Ladis- las Farago fjallar um, en hún er nýkomin út hjá Random House. í henni segir frá hinni leynjlegu baráttu um dulmálslyklana, sem haldið var uppi á'rin og vikurn- ar fyrir Peari Harbor, meðal ann ars með innbroti hjá japanska hermálafulltrúanum og með því að nota lokkandi hnátur til að „sjá um“ japanska diplómata. ,,Það er ekkert leyndarmál“, skrifar Farago, „að Bandaríkja- menn voru svo heppnir að geta ráðið japönsku dulmálslyklana, fyrst árið 1920 (þegar flotamála- ráðstefnan mikla stóð yfir, en þetta hafði úrslitaáhrif á niður- stöðu hennar) og seinna árið 1940 og þekktu því bezt varð- veittu leyndarmál Japana allt til þess augnabliks, er stríðið brauzt' út. En sú vitund, að við gátum lesið leyndarskjöl þeirra kallar á þá óþægilegu spurningu. Hvers vegna sáum við ekki fyrir og und- irbjuggum við okkur ekki undir það reiðarslag, sem átti eftir að dynja á okkur?“ í þessari stóru bók, sem er um 440 síður, eru gefin mörg svör við þessum spurningum, þó að allur sannleikurinn komi tæp- ast í ljós. Orsakanna var sum- part að leita í samkeppni leyni- þjónusta ameríska flotans og hersins, sumpart í svikum amer- ísks dulmálssérfræðirigs, sum- part í því, að einn amerískur ráðherra beitti ekki einföldustu öryggisráðstöfunum. sumpart — og ekki minnst — ófúsleika amer ísks forseta (Roosevelts) og rík- isstjórnar til að trúa því, að Jap- anir mundu gera árás þar til á síðasta augnabliki, þrátt fyrir það, að dulmálsskeytin, sem náð- ust, væru ómyrk í máli. Herb Yardley hafði lært sím- ritun af sjálfum sér og gerðist 1913 símritari í bandaríska utan- ríkisráðuneytinu fyrir 17 dala byrjunarlaun. Hinn ungi maður var fullur af metnaðargirnd og — eins og kom í ljós síðar, er hann „að gamni sínu“ réði einn leyndasta dulmálslykil Bandaríkj anna á tveim tímum — hafði sér- staka hæfileika til að ráða dul- mál. Þetta varð yfirmönnum hans brátt ljóst, hann hækkaði í tign, og launum, og var brátt trúað fyrir þeirri fáliðuðu skrifstofu, þar sem unnið var að því að ráða dulmálslykla erlendra þjóða. FANN „LYKILINN“ Hann gerði meistarstykki sitt' er hann árið 1919 gat á furðulega skömmum tíma ráðið dulmál jap önsku utanríkisþjónustunnar, þótt hann kynni ekki orð í jap-- önsku. Þetta gerði hann með því að bíða eftir því, að tvö sjaldgæf orð kæmu fyrir í skeytunum. Þar eð Sinn Fein-uppreisnin á írlandi dró um þær mundir svo mjög að sér athygli diplómata um allan heim, beið hann eftir orðunum Airurando, sem á japönsku þýð- ir írland, og Dokuritsu, sem þýð- ir sjálfstæði. Er hann var svo búinn að færa ráðninguna á þess- um orðum yfir á allt skeytið, var eftirleikurinn ekki erfiður. Starf hans hafði gífurlega þýð ingu á flotamálaráðstefnunni í Washington í nóvember 1921, er Bandaríkjamenn vissu, vegna starfsemi Yardleys, fyrirfram um alla röksemdarfærslu Japana og öll fyrirmæli til samningamann- anna. í janúar 1923 fékk Yardley heiðursmerkið DSM. Ekki var þess getið fyrir hvað, en sjálfur vissi Yardley, að það var fyrir hæfileika hans til að koma upp um öll leyndarmál Japana. SVIKIN Á næstu árum, sem einkennd- ust af ótta við herskipasmíðar liinna þjóðernissinnuðu Japana vissu menn í Washington — vegna starfa Yardleys — alltaf hvað japönsku hernaðarsinnarn- ir tóku sér fyrir hendur eða ætl- uðu sér. Og þessu hefði getað haldið áfram, ef Yardley hefði ekki sjálfur eyðilagt það, sem hann hafði byggt upp. Hann var í stöðugum fjárhags- kröggum, sem stöfuðu af spila- fýsn hans og óheyrilegum og (á bannárunum) dýrum brennivíns- þorsta hans, og honum fannst hann vera vanmetinn og misnot- aður. Þegar Stimson, landvarna- ráðherra, ákvað að loka skrif- stofu hans, The Black Chamber, sprakk blaðran og honum fannst hann ekki þurfa að vera trúr rík- isstjórn sinni og föðurlandi, er ríkisstjórnin væri svo vanþakk- lát honum og ótrú. GRAFINN SEM HETJA Hann fór til japanska sendi- ráðsins og bauðst til að selja bezt varðveittu leyndarmál Banda ríkjamanna — fyrir 10.000 dali út í hönd. Japönum var ljós staða Yardleys, en ógnaði verðið. Að síðustu var samið um 7000 dali — og þar með hóf Yardley störf sín, í þetta skipti fyrir Japani. Nú lét hann japönsku dulmáls- lyklana eiga sig, en tók að ráða lykla annarra landa fyrir Japani, þar á meðal Breta. Það voru ekki gerðar ráðstaf- anir gegn Yardley, þegar greiðsla Japana nægði ekki lengur og hann gaf út bók, sem hét „The American Black Chamber", þar sem flett var ofan af ýmsum, amerískum leyndarmálum — en menn uppgötvuðu aldrei föð- urlandssvik hans. Yardley, sem síðar sendi frá sér fleiri bækur, hafði opinberlega þann starfa að vera fasteignasali, en virðist um tíma hafa unnið fyrir Kínverja að því að ráða japanskt dulmál, og dó í ágúst 1958, 69 ál’a gamall. Hann var grafinn í Arlington- Hefði mátt afstýra óförunum í Pearl Harbor?

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.