Alþýðublaðið - 02.07.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 02.07.1967, Blaðsíða 5
Sunnudags Alþýðublaðið 2. júlí 1967 5 ÍMMMM) Ritstjóri: Benedikt Gröndal. — Ritstjórx Sunnudagsblaðs: Kristján Bersi Ólafsson. — Símar: 14900—14903. — Auglýsingasími 14906. Aðsetur: Alþýðuhúsið við HverfisgötUj Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Sími 14905. —' Askriftargjald: kr. 105,00.— í lausa* eöIu: kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. SAMVINNUGARÐUR SAMBAND íslenzkra samvinnufé- laga hefur nýlokið aðalfundi sínum að Bifröst í Norðurárdal. Kom þar fram, að fjárhagur sambandsins og kaupfé- laganna sé bágur og við mikla erfið- leika að etja á því sviði. Er verðbólgu og lánsfjárskorti kennt um. íslenzkt efnahagslíf hefur í heild átt við ýmsa erfiðleika að etja síðustu miss- eri, og hafa þeir komið fram í verð- bólgu og skorti lánsfjár, sem af henni stafar óhjákvæmilega. Kemur því eng- úm á óv'art, þótt SÍS eigi í erfiðleikum á þessu sviði. Ýmsar aðstæður eru nú á dögum að breytast — og eiga sér al- þjóðlegar rætur. Hljóta margþætt stór- fyrirtæki eins og SÍS og kaupfélögin að þurfa að gera róttækar skipulags- og tæknibreytingar, jafnvel fella niður sumar deildir og byggja upp aðrar. Undanfarin ár hefur það hentað Fram sóknarflokknum í áróðri sínum að gera sem mest úr fjárhagslegum erfiðleikum SÍS og kaupfélaganna og hefur það ó- spart verið notað. Af þessu mætti ætla, að ekkert nýtt hefði gerzt í samvinnu- starfi þessi ár. Þetta er mikill misskilningur. Það er gróflegt óréttlæti af Framsóknarflokkn um að setja barlómsstimpilinn á tíma- bil núverandi forustumanna SÍS og kaupfélaganna. Þeir hafa staðið að stór- felldri uppbyggingu um allt land, bygg- ingu glæsilegra verzlunarhúsa, iðju- vera, nýtízku slátur- og kjötmiðstöðva og keypt skip. Ýms viðhorf samvinnumanna hafa verið að breytast á undanförnum árum í samræmi. við velmegun og öryggi al- mennings á Vesturlöndum. Forstjóri SÍS, Erlendur Einarsron, ræddi á aðal- fundinum um þróun þeirra mála í Bret- landi. Má því nærri geta, að hér á landi verði líka miklar breytingar — og mikl- ir erfiðleikar þeim samfara. Á aðalfundinum tilkynnti Erlendur áform um „Þjóðgarð samvinnumanna“ eða „Samvinnugarð“. Þetta er stórbrot- in hugmynd og í fullu samræmi við hið bezta úr samvinnuhugsjóninni. Ef öil samvinnufélög landsins sameina krafta sína gæt.u þau með slíku átaki unnið mikið verk og gott. "U33 m BEr firr Flug til Færeyja tekur aðeins tvær stundir. Færeyjaför er þvi ódýrasta utanlandsferðin, sem íslendingum stendur til boða. Það er samróma ólit þeirra, sem gist hafa Færeyjar, að nóttúrufegurð sé þar mikil og þar búi óvenju gestrisið og skemmtilegt fólk. Fokker Friendship skrúfuþoto Flugfélagsins flýgur tvisvar í viku frá Reykjavik til Fær- eyja, á sunnudögum og þriðjudögum. Leitið ekki langt yfir skammt — fljúgið til Færeyja í sumarfríinu. FLUCFELAG /SLAJVDS /C£L/l/VOAÍR Augiýsingasími Albýðublaðsins @r 14906 Björgvin Guðmundsson við- skiptafræðingur skrifar kjall aragreinina í dag og fjallar hún um aðstoð ríkisvaldsins við neytendasamtök og hags muni neytenda. ,Kom þetta glögglega í ljós, er haldin var hér ó landf hið fyrsta 'sinnið norræn ráðstefna um neyt endamálefni. Hinir erlendu gest- ir á ráðstefnunni lögðu fram ít- arlegar skýrslur um starf í þágu neytenda á hinum Norðurlönd- unum, svo sem skýrslu um neyt- endafræðslu í skólurn og skýrslu um löggjöf um neytenda- og verðlagsmál á Norðurlöndum. En kafla um ísland vantaði í báð- ar þessar skýrslur. Höfuðástæðan fyrfr því, að ísland hefur ekki fylgzt með liinum Norðurlöndunum í þró- un neytendamálefna er sú, að liið opinbera hefur ekki látið Iþessi mál eins mikið til sín taka og erlendis. Skinulag á neyt- endamálastarfsemi hér hefur verið allt annað en í nágranna- löndum okkar. Hér hafa eingöngu starfað frjáls samtök nevtenda, sem unnið hafa gott starf, en hafa ekki haft fjárhagsgetu til þess að framkvæma þær neyzlu- og gæðamatsrannsóknir, sem nauð- synlegar. eru í því skynj að tryggja neytendur gegn svikn- um vörum. Á hinum Norður- löndunum öllum hafa hins veg- ar starfað stjórnskipuð neyt- endaráð, sem hafa haft launað starfslið í sinni þjónustu Og ríkið hefur kostað alla þá starf- semi. En hið opinbera hefur ekki latið við það sitja að skipa neytendaráð, heldur hafa einnig verið stofnaðar sérstakar stjórn- deildir og jafnvel ráðuneyti til þess að fjalla um fjölskyldu- og neytendamálefni. í Noregi fer t.d. sérstakt ráðuneyti með þenn an málaflokk, en í Svíþjóð og Finnlandi eru það ráðuneytis- deildir, sem fara með málin, í Finnland: innan félagsmála- ráðunevtisins, en í Svíþjóð inn- an viðskiptamálaráðuneytisins Viðskiptamálaráðherra, Gylf: Þ. Gíslason, lýsti því yfir á nor- nsmi nevfendamálaráðstefnunni í Fevkjavík, að hann teldi það fyllilega tímabært að stofna hér stjórnardeild fyrir neytenda- og fjölskyldumál. Vaktj sú yfirlýs- ing ráðherrans mikla athygli. Ég tel, að einnig væri tíma- bært að setja hér löggjöf um stofnun og starf opinbers neyt- endaráðs, er starfaði á svipað- an hátt og slík ráð á hinum Norðurlöndunum, að hagsmuna- málum neytenda. Allar neyzlu- rannsóknir og gæðamatsrann- sóknir eru svo kostnaðarsamar, að engin von er til þess, að þeim verði komið á í hæfilegum mæli nema hið opinbera geri það. Væri eðlilegt, að neytenda- ráð hér á landi væri skipað fulltrúum launþegasamtakanna, Neytendasamtakanna, kvenna samtakanna og þess ráðuneytis er hefði með neytendamálefni að gera. Um þessar mundir er verið að undirbúa nýja löggjöf um verð- gæzlu og eftirlit með einokun og öðrum samkeppnishömlum^ Nái sú löggjöf fram að ganga, verður þar um algera endur- skipulagningu verðlagsmálanna að ræða. Yrði þá farin svipuð leið í þessum efnum og í ná- grannalöndum okkar. En þar em. vörur yfirleitt ekki háðar há- marksálagningu eða hámarks- verði, hins vegar haldið uppi verðgæzlu, sem fylgist með á- lagningunni í hinum ýrnsu grein um og þegar álagning verður ó- eðlilega há, grípa verðlagsyfir- völdin inn í. Ef kaupmönnumt yrði sýnt slíkt traust hér, væri eðlilegt að starfsemi í þágu neyt enda yrði einnig aukin. Ég tel. eðlilegt og raunar nauðsynlegt, að samfara nýrrj lagasetningu um verðlagsmál verði sett lög um stofnun og starfrækslu neyt endaráðs til þess að gæta hags- muna neytenda.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.