Alþýðublaðið - 02.07.1967, Side 6

Alþýðublaðið - 02.07.1967, Side 6
6 ItaB'Ssr. 2. júlí 1967 Sunnudags Alþýðublaðið PROFUNDIS Gandreið. ing er m. a. í gildi hér á landi. Við hneigj smst til að lesa mann- kynssöguna, seinni alda að minnsta kostí, sem sögu stöðugra, sígandi framfara, sjáum fyrst og fremst þá þætti hverrar aldar sem vísa fram til okkar eigin tíma. Seinni mönnum með minni trú á mannlega skynsemi og framför, meiri reynslu af ofstækis- og ógnarstefnum, sbr. gyðingaof- sóknir nazista, kann að þykja þessi skýring ófullnægjandi. Svo mikið er líka víst að saga galdra- aldanna í Evrópu hermir engan veginn frá samfelldri baráttu myrkurs og ljóss, hjátrúar og upplýsingar. Þvert á móti: galdra- fárið gengur yfir á tímum endur- reisnar og siðskipta sem teljast víst framfaraskeið, og því slotar ekki smátt og smátt heldur geng- ur það yfir í bylgjum. Hug- myndafræði galdratrúarinnar var fullmótuð þegar i lok 15du ald- ar og tók engum teljandi breyt- ingum síðan; henni er lýst í riti tveggia dóminíkanamunka, Mall- eus maleficarum eða Nornahamr- inum, sem kom út 1486. Galdra- ofsóknirnar náðu hámarki á ár- trúnni sjálfri, efuðust ekki um tilvist djöfulsins né íhlutun hans í mannleg málefni; en þeim offoauð meðferð galdramálanna, trúðu því ekki að óvinurinn veldi sér svo lítilmótleg verkfæri sem galdralýðurinn virtist, vefengdu miskunnarlausar pyndingar sak- borninga sem rétta rannsóknar- aðferð. Sami tortryggnisandi hefur raunar sett svip á íslenzk- ar þjóðsögur; þar eru það sem kunnugt er aldrei nema fákunn- andi og ómerkilegir galdramenn sem hafna á bálinu. ^jöflafræðin, hyrningarsteinn galdratrúar og ofsókna, var sköpunarverk kaþólsku miðalda- kirkjunnar, segir Trevor-Roper, eins og gleggst sést af því að engin skipuleg djöflafræði, ekk- ert skipulegt galdraæði kom fyr- ir í löndum grísk-kaþólskrar kristni. Galdraofsóknirnar hófust í beinu framhaldi af baráttu kirkjunnar gegn villutrúarmönn- um, Albigensum og Valdensum, í Pýrenafjöllum og Ölpunum, lönd um sem skáru sig úr hinu lénska þjóðfélagi miðalda; galdratrúin Galdra renna. R. Trevor-Roper, prófessor í sagnfræði í Oxford, birti fyr- ir skemmstu allmikla ritgerð í brezka tímaritinu Encounter (maí- júní 1967) þar sem hann reynir að skýra galdraæðið í Evrópu á 16du og 17du öld nýrri sögulegri skýringu. Prjálslyndir sagnfræð- ingar 19du aldar hilltust til að skýra galcíramálin sem hjátrúar- arf frá rniðöldunum sem trúar- ofstæki siðskiptatímanna kynti undir, en rísandi skynsemistefna, aukin upplýsing barðist gegn og kvað niður að lokum; þessi skýr- unum 1560—1630 — en síðustu galdrabálin brunnu í lok 18du aldar, í Póllandi og í Sviss, full- um 300 árum eftir að þær hóf- ust af magni. Og þær voru ekki knúðar fram af hjátrúarfullum örvita lýð heldur var galdra- trúin byggð á fræðum og vísindum samtímans, borin uppi af mörgum lærðustu og vitrustu mönnum þessara alda eins og dæmi séra Páls Björnssonar í Seiárdal sýnir hér hjá okkur. andstæðingar galdraofsókna sner ust heldur aldrei gegn galdra- Galdramessa, tjáir ótta hins einhæfða samfé- lags við þá sem afbrigðilegir eru hvort heldur eru heilir samfélags hópar eða einstaklingar; og kirkj- an var verkfæri þess til að upp- ræta þennan ótta, eyða villunni. Galdratrúin byggist á þjóðfélags- legum átökum og áreitni, og bálar jafnan upp þegar háski steðjar að samfélaginu. Að þessu leyti er hún hliðstæð við gyðingahatur og ofsóknir; og það er eftirtekt- arvert að í löndum eins og Spáni þar sem slík átök finna sér far- veg í ofsóknum gyðinga og mára eru galdraofsóknir mildiiegri en í öðrum löndum; annars staðar, svo sem í Þýzkalandi, skiptast gyðinga- og galdraofsóknir á og renna jafnvel út í eitt. En þótt upptökin séu hjá kaþ- ólsku kirkjunni eiga kaþólskir menn og mótmælendur jafnan hlut að framhaldinu. Djöflafræð- in sjálf, veldi djöfulsins, and- hverf spegilmynd af veldi himna- hersis, byggir á heimsmynd mið- aldanna sem endurreisn, siðbót, gagnsiðbót taka í arf. Frume.fni hennar eru sumpart komin úr römrnustu heiðni, ævafornar hjá- trúarleifar, sumpart einhverjar afbrigðilegar trúarsetningar, raunveruleg villutrú, og sumpart er liún byggð upp af óendanlegu hugviti munka og lærðra manna í þröngum klausturklefum, sem jafnharðan hlýtur raunhæfa stað- festingu í játningum sakborn- inganna sjálfra. Pyndingarnar sjá fyrir því. Og ekki þær einar: djöflafræðin veitir hvers konar sjúklegum ímyndunum, sefasýki, I geðveiki sameiginlegan farveg; menn sjá og heyra raunverulega djöfulinn, selja sig honum á vald, trúa ó hann, eiga af honum sam- eiginlega reýnslu. Það er kirkjan sein skipar qjlu þessu efni saman í rökvarið kerfi. Og þótt það sé í fyrstu tilkomið í baráttu við tiltfc.kne villutrú á tilteknum svæðum reynist það hafa almennt gildi fullmótað, eigá við einstakl- inga ekki síður en félög manna, alla þá sem hvert samfélag óttast af einhverjum sökum. Drepsóttir, styrjaldir, trúarbragðadeilur næstu alda blása að glæðum óttans sem kveikir galdrabálin um þvera og endilanga Evrópu. Gegn þeim verður ekki beitt skynsamlegum rökum því djöflafræðin sjálf byggist á gildandi skynsemi. Það þarf nýja heimsmynd til að hnekkja henni, hin nýju vísindi 17du og 18du aldar sem kippa loks fótunum undan heimsmynd miðaldanna; þá og fyrr ekki þverr lífsafl galdratrúarinnar. Seinni tíma menn fá sér aðra til að ótt- ast, húgenotta, jakobína, gyð- inga, kommúnista. Galdra óttast þeir ekki. En snúa sér undan og blygðast sín fyrir hjátrú feðra sinna. EFTIR ÓLAF JÓNSSON á' landi virðist galdraæðið aldrei hafa orðið sérlega víð- tækt og. brennuöld varð tiltölu- lega skammvinn, 1625—1685, og hófst raunar ekki að marki fyrr en eftir 1650. Og okkar galdra- trú virðist mikiu frumstæðari en annarra landa, bundin að mestu við þjóðlegt kukl; menn galdra veikindi í kú eða konu nágranna síns, ef ekki sjálfan hann; en af gandreiðum á' galdramessu fer fáum sögum né hinum hatram- legu samförum djöfulsins við galdrahyskið sem e-r meginuppi- staða í galdrafræði klaustur- manna. Yið eignumst heldur aldrei neina eiginlega djöfla- fræði þó svo séra Páll í Selár- dal skrifi sína Character bestiæ eftir Malleo, höfuðriti galdra- trúárinnar. > Eftir kenningu Trevor-Ropers er þetta raunar auðskilið: hér ' var fámennt samfélag, fjarska einhæft og samfellt, en engin stórátök sem þjóðfélagið allt hrikti undir og útheimti ein- hvern sameiginlegan farveg fyr- ir sameiginlegan ótta, en blési að því skapi undir hugvit lærðra manna. Af hjátrú hefur náttúr- lega verið nóg þá eins og áður og síðan; hér á landi aðhyllist raunar nú á tímum fjöldi fólks skipulega hjátrúarfræði, að vísu meinlitla, þar sem er spíritism- inn; sem betur fer var ekki sami andi í landi á galdraöld. Eins og kristindómur og lútérstrú er galdratrúin innflutt í landið af mönnum sem hafa numið þessi fræði erlendis og komið hér á með lagaboði; það eru einstakir Framhald á bls, 14.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.