Alþýðublaðið - 02.07.1967, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.07.1967, Blaðsíða 3
Sunnudags A!þýðub!aðið 2. júlí 1967 3 Borgarbúar hefja sumarferöalög sín Noreka landsliðið, sem keppir hér í þriggja - landa- keppninni kom til landsins á föstudagskvöld, en Svíarnir í gær. Norðmennirnir vöktu strax athygli, er þeir komu niður stigann úr flugvélinni vegna hinna ágætu höfuðfata, sem þeir voru búnir. Ekki er að efa, að menn muni flykkj- ast á völlinn næstu kvöldin til að sjá knattspyrnumenn undir 24 ára aldri frá þremur þjóð- um leiða saman hesta sína. ÞEIR sem risu árla úr rekkju í gærmorgun, urðu varir mikillar bifireiðaumfer^ar stórra fólks- flutningabíla. Fóllc flykktist út' úr borginni, út í náttúruna, enda var veðrið til þess. Þrátt fyrir stríðan straum fólks til útlanda, til að kaupa buxur eða skó, hafa menn sennilega aldrei gert eins víðreist um sitt eigið land og nú og er ekki nema gott eitt til þess að vita. Bifreiðaeigendur teygja farkosti sína út og suður um vegi og vegleysur, margir aka gjarn- an í lestum í einum rykmekki og sjá varla nepia í rassinn á' næsta bíl, en stíga svo alsælir út úr bílnum, er heim er komið og blása rykið af kaktusum og öðru illgresi úr hitabeltinu, sem þeim áskotnaðist í Hveragerði, stilla því upp í glugga hjá sér, birgja alla birtu úti og eyða súr- efni úr lífsloftinu. Svo eru aðrir sem eru svo lánsamir að eiga ekki bíl, eða svo skynsamir að skilja hann eft- ir heima, en slá sér saman og láta langferðabilstjórana hafa áhyggjur af akstrinum og sækja á sérstaka staði í ákveðnum til- gangi, til að sjá og fræðast og njóta góðs félagsskapar. Við hringdum í Jón Baldvinsson hjá BSI, en hann annast fyrir- greiðslu félaga og hópa til að út- vega langferðabíla. Hann sagði að sérleyfishafar og eigendur hóp ferðabíla hefðu ákveðið að láta BSÍ sjá um alla fyrirgreiðslu og væri ekkert ráðið nema í gegn- um bifreiðastöðina, sem útveg- aði bílana svo lengi sem hægt væri. Jón sagði að aðalferðin væri á sunnudaginn, en þá fer Varð- arfélagið í ferð um landnám Ing- ólfs, þ. e. Gullbringu- og Kjós- arsýslu og Árnessýslu í 20—25 bílum. Annars var hann spar á að veita upplýsingar um hvert einstök félög færu, félagar þeirra kynnu að bregðast ókvæða við, af hverju sem það kann nú að vera, en upplýsir, að leiðir fólks liggi austur í Þjórsárdal, Þórs- mörk, suður um Reykjanes, vest- ur á Snæfellsnes. Eftir öðrum leiðum fregnum við þau hern- aðarleyndarmál að Kvennadeild Skagfirð’ingafélagsins ghngist fyrir skemmtiferð um Þjórsár- dal. Æskulýðsfélag Garðakirkju gangi á Esju, Kvenfélag Hjfnar- fjarðax-kirkju fari upp í Borgar- fjörð, Mæðrafélagið geri víðreist um Suðurland og fleii'i slík félög dreifi sér um græna haga. Þar að auki fer GG-listinn í hi'ess- ingarferð vestur á Snæfellsnes og ungtemplarar til Siglufj^rðar. Þá eru liinar föstu lielgai’ferðir Ferðafélags íslands til ÍÞórs- Fi'amhald á bls. 14 Liu Shao-chi vik- ið úr forsetastóli Peking, 1. 7. (NTB-Reuter). LIU Shao-chi, forseta Kína, hef ur verið vikið frá völdum, að þvi er tilkynnt var í Peking í dag. Liu er sagður h,afa verið leiðtogi and- spyi'nuhreyfingar gegn formanni flokksins, Mao Tse-tung. í yfii'lýsingunni, sem gefin var út í tilefni af 46 ára afmæli kín- verska kommúnistaflokksins segir svo: í hinni miklu menningarbylt- ingu öreiganna, sem Mao formað ur hefur stjórnað og átti upptök- in að, höfum við flett ofan af og steypt af stóli valdamiklum flokks mönnum, sem hafa gengið veg auðvaldsins. Yfirlýsing kommúnistaflokksins er prentuð í leiðai'a í málgagni flokksins, Rauða fánanum, — en yfiriýsingin var gerð heyrinkunn áður en blaðið var komið í sölu. Við erum laus við marga vialds- menn innan flokksins, sem !hafa gengið veg auðvaldsins, segir í yfirlýsingunni. Liu hefur verið gagnrýndur hart mánuðum sam- an á veggblöðum og í bæklingum og talinn aðalandstæðingur Maos. Kína er nú greinilega þjóðhöfð- ingjalaust. Yfirlýsingin bendir til þess, að þeir flokksleiðtogai', sem fylgja Liu að málum í liugmyndafræði- deilunni innan flokksins, hafi Liu Sliao-chi. einnig verið látnir víkja. Þá er fyrst og fremst urn að ræða Teng Hsaoeping, aðali'itara flokksins og Tao, fyi-rum áróðui’sstjóra. Það kemur ekki fr,am í leiðaranum í Rauða fánanum hvort brottvikn- ing Lius og fylgismanna hans thafi verið opinbei'lega ákveðin á fundum í stjórn flokksins eða af stjórn landsins. Ýmsir telja, að ‘þótt enginn vafi sé á því, að Liu og fylgismönnum lians hafi verið vikið frá völdum, sé mögulegt, að það verði að sam þykkja formlega í flokknum og stjórninni. Liu Shao-chi fæddist í Hunan 1905. Stundaði nám í Rússlandi. Gerðist snemma virkur þátttak- andi í kommúnistaflokknum og komst þar þegar í æðstu stöður. Hann hefur skrifað bælcur um flokksstarfið: Urn flokkinn, Um baráttu innan flokks, — og hvern ig verða mcnn góðir kommúnist- ar- Nýr knattspyrnuvöllur1 vígður í Keflavík í dag í DAG verður nýr fullkom- inn grasvöllur vígður í Kefla- vík. Hefst athöfnin kl. 3,30 með því að Lúði-asveit Keflavíkur leikur, en síðan flytur bæjax’- stjóri, Sveinn Jónsson, áVai-p. Að því loknu vei'ður völlurinn vígður með bæjakeppni í knatt- spyi’nu milli Kefiavíkur og Reykjavíkur. Framkvæmdir við völlinn liafa staðið undanfarin 4 ár, og er vel til lians vandað í hvívetna. Var hann undirbúinn eins og um sáð- völl væri að ræða, en síðan lagð ur túnþökum, svo að hann yrði fyrr tilbúinn til notkunar. Völiurinn stendur á milli Sunnubrautar og Hringbrautar, en þar hafa Keflvíkingar afgirt allmikið svæði ætiað til íþrótta- iðkana. Er nú þegar kominn þar ágætur malarvöllur, búnings- klefar og fundaherbei’gi fyrir í- þróttafélögin, auk grasvallar- ins nýja. Gert er ráð fyrir að þarna komi einnig fi’jálsíþrótta svæði og handknattleiksvöllur. Áhorfendasvæðið við völlinn rúm ar nú 2—3000 manns, en þegar því er fulllokið á það að geta tekið 5000 manns. Undanfarin ár hafa Keflvík- ingar látið allmikið til sín taka í knattspyrnu. Hefur það verið þeim til nokkurra óþæginda, að heimaleiki sina í fyi’stu deild, hafa þeir orðið að leika á Njarð- víkurvelli, því að fyrstu deildar leikir eiga að leikast á grasvelli. Er því ekki að efa að nýi gras- völlurinn er knattspyrnuunnend- um þar eystra rnjög kærkom- inn. Vígsluleikurinn verður áreið- anlega mjög spennandi. Síðast þegar þessi sömu lið kepptu varð jafntefli, eitt rnark gegn Öskubíl Hafnfirðinga ^ stolið í fyrrinótt Síðastliðna nótt var öskubíl Hafnfirðinga stolið af bifvéla- verkstæði í Rcykjav., þar sem hann var til viðgerðar. Bílnum var ekið sem leið liggrur út úr bænum, en komst ekki lengra en upp undir Esju. Lögregl- unni í HafnarfirÖi var tilkynnt um að bíllinn væri þar í reiðu- leysi klukkan hálfsex í gær- morgun, og var vélin í honum þá föst, hafði brætt úr sér. Bíll inn var fluttur aftur á verk- stæðið og í gærmorgun liafðist upp á þjófnum. Þetta er eini öskubíllinn í Hafnarfirði og getur þetta því haft þær afleið ingar að sorptunnur Hafnfirð- inga verði nokkuð fullar á næstunui.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.