Alþýðublaðið - 02.07.1967, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 02.07.1967, Blaðsíða 16
» Jjj Orðabók háðskolans HLJÓMSVEITARSTJÓRI: Maður sem er a3 reyna a3 hrista af sér handleggina. MÁLAMIÐLUN: A3 tala við menn þangaS til þeir eru orðnir þreyttari heldur en þó þeir hafi verið að berj- ast allan tímann. , SJÁLFSÆVÍSAGA: Þa3 sem menn halda að þeir muni af því sem hefði átt að koma fyrir þá. FISKIBÁTUR: Skip sem tvær til þrjár fjölskyldur lifa á a5 tapa á. LANDSPRÓF: Próf sem bæði kennararnir og prófdómendurnir mundu falla á ef þeir gengjust umiir það- SÓLAROLÍA: Feiti sem menn eru spældir í við sólarhita. Ég sé ekki betur en allir prestar þyrftu að verða hund- heiðnir til þess að þeir gætu farið að koma sér saman eins og kristnir menn. „Sólarupprás. . . AHir útlendu vandræðagemsarni - aff fara í rúmiff, en vandræðagremsarnir Iieima fyrir aff vakna“. 'tSuHMuáujt iM Snjallræði Hitaveitunnar fréttist ekki út fyrir landstein- ana. Vafalítið má bezt setja nið- ur deilur þessar með því að hætta alveg að kenna dönsku. Mótbárur af því tæi að þá getum við ekki átt orðastað við menn þá er Jótland byggja og eyjarn- ar þar í grennd falla dauðar og ómerkar af því að í staðinn gæt- um við farið að kenna ölium Dönum íslenzku, og væri það ekki lítill greiði við heimsmenn- inguha. Prestar áttu í hörðum deilum hver við annan í þessari viku, og vissi enginn hver sigra mundi. Er ekki á almanna vit- orði hvort' deilt var um höfuð- föt eður sokkaplögg eður bux- ur, en um slíka hluti deila prest- ar nú orðið. Áður deildu þeir á syndina og vonzku mannanna, en nú eru allir orðnir leiðir á því, og söfnuðirnir stokknir x frí. Munu klerkar sjálfir orðn- ir leiðir á tómum bekkjum og því að hafa gripið til þess ráðs að fara að messa hver yfir öðr- um og ekki sem blíðlegast. Þá brá hitaveitan við snögg- lega, er komið höfðu nokkrir góðviðrisdagar og stórhækkaði hitaveitugjöldin. Var það snjall- ræðí mikið að láta sér detta í liug að gera þetta í blíðviðrinu, því að þetta er eini tími ársins þegar hitaveitan stendur sig sæmilega. Liggur í augum uppi að hitavcitufoykólfunum hefði ekki haldizt uppi slík frekja á öðrum tímum árs, en hins veg- ar vona þeir vafalílið að hækk- unin verði mönnum úr minni liðin þegar fer að kólna, því að jafnvei góðir menn og þjóðholl- ir mundu vera tregir til að borga meira fyrir að vera upp- hitunarlausir, — ellegar þeir treysta því að hækkunin verði notuð sem tilefni til almennra kauphækkana. Á því sést að LÍTILL strákur er að þvo sér á undan kvöidmatnum. — Hann segir ólundarlega við mömmu sína, er hún áminnir hann aftur og aftur um að þvo sér vandlega: — Æi, mamma, ég ætla nú bara að fara að éta, en ekki framkvæma heilaskurð. HÚSBÓNDI við vélritunar- stúlku sem alltaf annað slagið er að standa upp og skrepþa fram: — Þegar litla bjallan á rit- vélinni hringir þá þýðir það ekki að verið sé að hringja í kaffi. TVEIR litlir ^kátastrákar komu til mömmu sinnar með tárvot augu, og þeir höfðu höfðu sögu að segja: — Hann Nonni litli bróður datt í poll og við liöfum verið að reyna að lífga hann úr dauða öái, eins og við lærðuiri á fundi um daginn. En hann er svo vitlaus að hann er allaf að standa upp og labba burt. Hitaveitan hlýtur að vera í Framsóknarflokknum, því að ríkisstjórnin vill engar hækk- anir, eftir því sem hún segir sjálf að minnsta kosti. Vissu víst fáir, og sennilega ekki Ey- steinn heldur, að hann ætti slík- an hjálparkokk í innsta búri í- lialdsins, og spurning hvort hann á slíka liðveizlu skilið, því að ekki er talið að hann hafi verið neitt sérlega hlið- hollur starfsemi hitaveitunnar eins og hún hefur allra náðar- samlegast verið í frostum á veturna undanfarið. Eina skýr- ingin er sú, að bæði Eysteinn og Hitaveitan ætli sér að vera samferða „hina leiðina,” og er ekki fjarri lagi að bæði séu orð- in dálítið „hinsegin” þegar. „Það er ekki ,start‘ kostnaöurinn, sem ég hef áhyggjor af mm en viffhaldið“« , Það er engin nægileg vöm gegn áhrifum nýrrar hug- myndar nema heimskan. Sá spaki segir... Það ber ekíci á öðru en það verði alltaf ófriður á meðan menn eru að berjast fyrir friði. Fátt bar við þessa viku sem veruleg- um tiðindum sæt- ir, enda tilveran afskaplega galtóm svona rétt eftir kosningar, eins og allir hlutir séu í þann veginn að gef ast upp við að vera til. Samt samþykkti ríkisstjórn- in eftir mikla umhugsun að hún mundi vera viusæl hjá þjóðinni og ákvað í því tilefni að halda áfram að stjórna henni af náð sinni og miskunnsemi. Ber þó að þakka að þessi ákvörðun var tekin eftir kosningar en ekki f.vrir, því að til eru þær ríkis- stjórnir gagnmerkar sem eru orðnar sannfærðar um slíkt áð- ur en til kosninga kemur. Annað má nefna sem eigin- lega ætti að þykja meiri tíðind- um sæta, en það er að deilur hafa risið út af dönsku milli landsprófsnefndar og kennara. Og hefði það einhvern tíma þótt í frásögur færandi að deilur gætu risið út af dönsku á ís- landi, og það meira að segja milii íslendinga, sem sjálfir tala göfugasta tungumál á norð- urhveli jarðar. Er betra að þetta

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.