Alþýðublaðið - 02.07.1967, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 02.07.1967, Blaðsíða 10
Sunnudags Alþýðublaðið 2. júlí 1967 Höföinglegar gjafir til Rauða krossins 10 ÍÞessi mynd var tekin við blóffsöfnunarbifreiðina, þeg-ar afhentar voru peningagjafir til Blóffsöfnunar RM.í. Frá vinstri: Ólafur Stephensen, dr. Jón Sig irffsson, Mr. Georg Landau, Haukur Ilauksson og Konráð Axelsson. í- Haraldur Omar Vilhelmsson: Á ísland Okkur vantar sjálfstraust. Sú skoðun er ofarlega, að við sé- um of smáir til að geta tekið virkan þátt í lausn heimsvanda igálanna. Einn bezti gestur lands áckar, Fulbright öldungadeildar þingmaður, hefur þó hvatt okk- lír til að koma fram sem sjálf- &tæð þjóð, að móta okkar eig- ifi stefnu í utanríkismálum i- Dæmið um Davíð og Goliat t* er úrelt og sígilt. Það táknar einfaldlega, að sá litl[ getur af- rekað það, sem sá stóri býst alls ekki við af honum. ' Sagan sannar: vitið i stjorn ijiálum stendur því miður ekki í hlutfalli við stærð þjóða. Þar er skemmst að minnast heimsku para stórvelda á borð við Bret- íaiid, Frakkland, Japan, Banda- ríkin, Þýzkaland, Sovétríkin og Kíha undanfarna áratugi. Allir harma hernaðarátök í löndum fyrir botni Miðjarðar- hafs. Varanlegs friðar er löngu orðin þörf þar. Ræðum hér ekki um sök, heldur einblínum á það mannlega, sem sameinar Lausn vandamála í þessum heimshluta kemur nií orðið öllum þjóðum við Ljóst ættj þó að vera, að slík lausn verður hvorki fengin með setu ísraelsmanna á bökk- um Súez, né hefði hún fengizt með töku Tel-Aviv af hálf Araba. Fundur Sameinuðu þjóða er vissulega góðra gjalda verður. Samræður Johnsons og Kosygins 'hafa lægt öldurnar nokkuð. Ýms ir aðilar reyna að miðla málum, sumir ef ti-1 vill eingöngu til að sýnast. Af öllu þessu ættum við ekki að vænta meira en skamm að miðla góðrar bráðabirgðalausnar. Þetta vopnahlé er óhugnanlegt fyrirbæri. Einmitt þessa dag- ana eru línurar að skýrast. Eins og de Gaulle hélt fram, er þar náið samband milli styrjalda við Miðjarðarhaf og Vietnam Banda ríkin munu ekki berjast á tveim- ur vígstöðvum, þau berjast á- fram gegn Kína með þegjandi samþykki Sovétríkjanna. — ísra- el getur hernaðarsigurs síns vegna og án þess að missa allt sjálfsálit ekki hörfáð aftur inn fyrir landamærin fyrir Stríðið. Þessvegna mótar nú þegar fyrir því, að almenningsálitið og meirihlutinn hjá Sameinuðu þjóðunum munu verða til þess að knésetja ísrael- ef til vill á hryllilegri hátt en okkur getur grunað nú, ef ekkert er að gert. Sem kunnugt er óskar ísland góðrar sambúðar við allar þjóð- ir. Nú síðast hefur því verið fagnað hér, að nánara sambandi verði- komið á einnig við Araba- ríkin. Þess vegna ætti ísland nú að bjóðast til þess að miðla mál- um. Aðstaða okkar er góð, tæki- færið einstætt. Slíkt frumkvæði mundi mælast vel fyri-r alls stað ar Hróður okkar sem friðelsk- andi og óhlutdræg þjóð mundi aukast. Minnumst snilldar Da- víðs: jafnvel í þessu deilumáli hafa vænlegustu tillögur enn ekki verið fluttar. — Losum okkur við minnimáttarkenndina. Fram á þennan dag hefur ekki reynt á framtak íslands í stór- málum. Ég hefi horft í augu Gyðinga, sem sloppið höfðu naumlega úr málum? fangabúðum nazista — en sum- ir þeirra búa nú í ísrael. Og ég hefi talað við Araba, sem ti-úðu því, að útrýma þyrfti ísra el. Hversu ólíkir sem þessir menn kunna enn að vera er sameiginleg flestum þeirra afar viðkvæm sál og einstök hjarta- Framhald á 14. síðu. Nýlega afhentj Mr. George Landau, einn af forstjórum „The International Life Insurance Co (UK), Rauða krossi íslands tvö þúsund dollara (kr. 86.000.00) að gjöf frá félaginu til starfsemi Blóðsöfnunar R.K.Í. Líftryggingarfélag þetta, sem starfað hefur hérlendis frá ár- inu 1965, leggur á árj hverju fé til hliðar til sérstakrar stofn unar, sem ver þvi til stuðnings ýmsum mannúðarmálum. Hefur stofnunin einu sinni áður lagt fram fé til stuðinings slíkum málum á íslandi. Var það á sl. ári er Barnaspítalasjóð Hrings- ins voru afhentar 1.000.00 doll- arar (43.000.—). Umboð félags- ins á íslandi hefur Alþjóða Líf- tryggingarfélagið h.f„ í Reykja- vík Einn forstöðumanna stofnun- arinnar er Mr. Fred Burroughs, sem starfað hefur mikið fyrri Alþjóða Rauða krossinn. Mr. Burroughs þekkir vel til starfa Rauða kross íslands, og hversu oft og vel íslendingar hafa brugðizt við hjálparbeiðnum frá Alþjóða Rauða krossinum. Er hann frétti um hið mikla verk- efni R;K.Í, í sambandi við Blóð i bankann beitti hann sér fyrir því, að stofnunin legði fram áð- urgreinda upphæð að gjöf til starfsemi Blóðsöfnunar R.K.Í. Mr. Burroughs hefur heimsótt ísland á vegum Rauða krossins, og einnig hefur hann ritað í „Heilbrigt Líf“, tímarit R.K.Í. Þá hefur frú Ingunn Sveins- dóttír, Akranesi, afhent Rauða krossi íslands minningargjöf um mann sinn, Harald Böðvarsson útgerðarmanns, Akranesi, að upp hæð kr 30.000.—. Stjórn R.K.Í. færir frú Ingunni kærar þakkir fyrir þessa rausnarlegu gjöf, og þakkar mikilsvirt starf fyrir Rauða krossinn fyrr og síðar, en frú Ingunn er virkur þátt- takandi í starfi félagsins. Fyrir skömmu afhenti Konráð Axelsson, stórkaupm., fyrir hönd Kiwanlsklúbbsins Kötlu, kr. 20.000.00, sem félagar í Kötlu gefa til aukningar starfsemi Bióðsöfnunar R.K.Í Einnig hafa borizt tvær gjaf- ir til R.K.Í. nýverið, L.S. gaf tíu þúsund krónur, og N. N. 5.000.00 krónur. Rauði kross íslands þakkar kærlega fyrir þessar stórhöfð. inglegu gjafir. Floti Nassers féll fyrir froskmönnum ENN hefur spurningunni um það, hvernig ísraelsmönnum tókst að vinna leifturstríðið ekki verið svarað til fullnustu, en þó hefur hulunni verið lyft lítið eitt varðandi eitt atriði. Það er varðandi skýringu á því hvernig á því stóð, að sterkasti floti Austurlanda nær virðist ekki hafa getað hleypt af einu einasta skoti í.stríðinu við ís- rael. Svarið er: froskmenn. Egypzki flotinn hefði getað valdið ísraelsmönnum alvar- legu tjóni í bardögunum á strandsvæðinu á Sinaiskaga og með því að skjóta á ísraelskar borgir við ströndina. Einkum hefði stafað hætta af hinum hraðskreiðu Komar-varðbátum, sem Rússar bafa smíðað fyrir Egypta. Þeir eiga rúma tylft slíkra báta, sem allir eru bún- ir tveim eldflaugum, er draga 25 'km. Við þetta bætast svo 4 eða 5 önnur skip smíðuð af Rússum, einnig búin eldflaug- um, óg svo rúmlega 40 tund- urskeytabátar og nokkrir kaf- bátar. ísrael hefði stafað mikil hætta af eldflaugaárásum af hafi, einkum árásum Komar- bátanna, sem erfitt hefði verið að h'æfa úr lofti vegna þess hve hraðskreiðir og svifléttir þeir eru. Að því er enska blaðið Sun- day Times segir beittu ísraels- menn í þessu sömu aðferð og við flugflota Nassers: urðu á undan. Bin-Nun hafði með mikilli leynd þjálfað strandhöggsveit- ir, sem höfðu yfir að ráða frosk mönnum og fallhlífahermönn- um, lándgöngubátum og kaf- bátum. Hluti af þjálfun frosk- mannanna var að synda mara- þónsund- meðfram sti’önd ísra- el allt að 15 km. í einu. Bin- Nun tók sjálfur þiátt í þeirri þjálfun. Snemma að morgni íhins 5. júní syntu ísraelskir frosk- menn inn undir egypzku her- skipin, m.a. í Alexandríu og Port Said, og festu sprengjur við skipsskrokkana. Hve mörg skip eyðilögðust eða var sökkt er enn ekki vitað, en vitað mál er, að egypzki flotinn hafði engin afskipti af stríðinu. Almennt var talið, að kafbát ar hafi flutt froskmennina upp að ströndinni. Hve margir kom ust til baka heilu og höldnu er ieyndarmál.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.