Alþýðublaðið - 02.07.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 02.07.1967, Blaðsíða 13
Sunnudags Alþýðublaðið 2. júlí 1967 tíÖ.Bal'diCSBÍO íslenzkur texti. OSS 117 í Bahia Ný ofsaspennandi OSS 117 mynd í litum og Cinemascope segir " frá baráttu við harðsvíraða upp- reisnarmenn í Brasilíu. FREDERIK STAFFORD. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. MJALLHVÍT og og dvergarnir sjö með islenzku tali. Sýnd kl. 3. Öldur óttans (Floods of fear) Feiknalega spennandi og at- burðarhröð brezk mynd frá Rank. Howard Keel Anne Heywood Sýnd kl. 5, 7 og 9. — STRIPLINGAR Á STRÖND INNI — Bráðskemmtileg mynd í litum og CinemaScope Frankie Avalon. Sýnd kl. 3. ÓTTAR YNGVASON, hdl. BLöNDUHLfÐ 1, SÍMI 21296 i VIÐTALST. KL. 4—6 MÁLFtiUTNlNGtm LÖGFRÆÐISTÖRI* i BÆNDUR Nú er réttl tíminn til að skrá vélar og tæki sem á að selja. TRAKTORA MÚGAVÉLAR BLÁSARA SLÁTTUVÉLAR ÁMOKSTURSTÆKI Við seljum tækin. Bíla- og Búvélasalan v/Miklatorg-, síml 23136. ÖKUMENN! Látið stilla í tíma. Hjólastillingar MótorstiIIingar Ljósastillingar Fljót og örugg þjón- usta. BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 Sími 13-100. u PHILIPS KÆLISKÁPAR HÖFUM FYR1RLIGG3ANDI 5 stærðir af liinum heimsþekktu PHILIPS kæliskápum. 137 L 4,9 cft. 170 L 6,1 cft. 200 L 7,2 cft. 275 L 9,8 cft. 305 L 10,9 cft. Afborgúnarskilmálar. Gjörið svo vel að líta inn. VIÐ ’OÐINSTORG gfk. simi 10322 i-MS Báglega horfir fyrir Brown... GEORGE BROWN, utanríkisráð herra, hefur sérstaka hæfileika til þess að koma sér í klípu, en Wilson, forsætisráðherra, hefur jafn undraverða hæfilelka til þess að tala sig út úr vandræðunum. Þetta er tilvitnun í nýlegt brezkt blað og atburðir síðustu daga hafa síður cn svo afsannað. þetta. George Brown hefur verið aðal- persónan í ýmsum vandræðamál- um allt frá því að hann varð ut- anríkisráðherra og ekki hvað sízt eftir að hann hótaði að segja af sér í fyrra, þegar launa- og verð- stöðvun var komið á í Bretlandi, en þá taldi Wilson hann á að gegna stöðunni áfram. Sum iþessara vandræðamála eru ekki svo alvarleg, bara smá hneyklismál tilkomin í ýmiss kon- ar samkvæmum, þar sem utan- ríkisráðherrann hefur þótt haga sér dálítið óvirðulega. Önnur eru all miklu alvarlegri, enda varða þau utanríkismál Bretlands. Svartur sauður. Hann er og verður alltaf svarti sauðurinn í ríkisstjórninni og allt bendir til, að Wilson mundi nú ekki eins og í fyrra beita allri mælsku sinni til þess að fá Brown til að sitja áfram, — heldur sé hann kominn á þá skoðun, að lík- lega verði að sparka honum upp á við eins og það er kallað, — það er að segja að gera hann að vara-forsætisráðherra. í fyrra horfði málið öðru vísi við. Þá þótti Wilson betra að geyma skæðasta keppinautinn um for- mannsstöðu í Ver'kamannaflokkn- um innan ríkisstjórnarinnar en ut an. Brezk blöð fara nú þegar sömu orðum um Brown og um væri að ræða mann, sem kominn er úr leik. Þau sýna honum þá samúð, sem slíkir menn verða aðnjótandi, og viðurkenna fúslega persónu- töfra utanríkisráðherrans. Nýlega sagði Daily Telegraph, að forsætisráðherrann ætti nú að veita utanríkisráðherranum lausn frá embætti ,,hans vegna“ — það væri hörmulegt að verða vitni að því að svo vel gefinn og gjörvileg- ur maður færi algjörlega í liund- ana. Persónuleg utanríkisstefna Browns hefur að sumum þótt harla einkennileg og vafalaust hefur hún valdið stjórninrii mikl um höfuðverk. Rétt áður en Wil- son áttti að fara til Vestur-Þýzka- lands í byrjun þessa árs, hélt Brown ræðu, þar sem hann lét ó- tvírætt í það skína, að Stóra-Bret land væri því hlynntust, að Þýzka land væri skipt framvegis. Rétt áður en kom til síðustu um ræðna um hugsanlega upptöku Bretlands í Efnahagsbandalag Ev rópu, sagði hann á stjórnarfundi — og ummælin komust strax á kreik — að de Gaulle væri ekki lengur fulltníi meirihluta frönsku þjóðarinnar og gæti ekki talað sem slíkur. Þessi fullyrðing hefur naumast mýkt huga de Gaulles og aukið möguleikana á að Bretar yrðu samþykktir. Fyrir skömmu kom hann allt í einu með nýjar áætlanir varðandi framtíð Aden, en þessar áætlanir voru á þann veg, að bæði vinstri hin hægrisinnaða stjórnarand- staða urðu æf. Svo fór hann til Sameinuðu þjóðanna og hélt ræðu, þar sem hann sagði, að ís- raelsmenn ættu að skila aftur öllu hernumdu landi þar á meðal Jerúsalem. Þessi ummæli megn uðu ekki að mýkja hug Araba, sem halda fast við bann við olíu sölu til Bretlands, en auðvitað urðu ísraelsmenn ókvæða við og allt fór upp í loft bæði í Verka mannaflokknum og íhaldsflokkn um. Skýringin. Svo kom Brown heim og þurfti að taka til við að túlka ummæli sín á þingi Sameinuðu þjóðanna. Hann þótti standa sig fremur vel á heimavígstöðvunum bæði í neð- ri deildinni og í sjónvarpsræðu, sem hann hélt til þess að útskýra afstöðu sína fyrir brezku þjóðinni. Hann sagði m.a., að Bretar hefðu komið heiðarlega fram í deilu Araba og ísraelsmanna. Hann væri þeirrar skoðunar, að ísraels- menn ættu að hörfa heim með herlið sitt, — en Arabar ættu í þess stað að viðurkenna ísrael. Hann sagði, að Bretar hefðu gilda ástæðu til að viðhalda vináttunni við báða aðila. Það er þó ekki allra trú, að Brown hafi styrkt vináttuböndin við Arabaþjóðirnar og fullvíst þykir, að ísraelsmenn séu ekki eins góðir vinir Breta og áður. Iiann sagðist ekki skilja, hvað skrif blaða gegn honum ættu að þýða, — en aðrir þykjast skilja, að það sé miklum vafa undirorp- ið, hvort hann sé heppilegur utan ríkisráðherra, — og Wilson, for- sætisPáðherra, er sagður í þeirrá hópi. ’S En Wilson forsætisráðherra fer ekki varhluta af gagnrýninni. Á honum hafa dunið þyngri og fleiri ásakanir í neðri deildinni undan* farnar vikur, en elztu menn muna, að dembt hafi verið á svo iháttsettann mann. Það er því ekki að vita, hvernig fer og hver sigrar að lokum. Krug-er-garðurinn sem er í S-Afríku er friðlýst svæði fyrir alls konar dýr. Það vill oft skapast umferðaöngþvéiti þar, þegar vegfarendur stanza snögglega til að horfa á þennan liðuga fíl seðja hungur sitt á safarikum blöðum marula-trésins

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.