Alþýðublaðið - 15.07.1967, Blaðsíða 16
rAT
mm®
A Framfaraveginum
ÞEGAR tal manna kemur að
Vegagerðinni, eins og það óhjá-
k'væmilega gerir íyrr eða síðar,
\erða sumir menn rauðir í fram-
an, en aðrir blárauðir, nema
mennirnir hjá Vegagerðinni, þeir
verða fölir.
Nú er ég alls ekki að íja að
því, að Vegagerðin sé vond og ó-
vinsæl stofnun. Öðru nær. Heldur
er ég þvert á móti að sýna fram
á, að hún sé umtöluð stofnun og
áhugaverð.
Vegagerðin hefur lagt' margar
Ótroðnar brautir og farið í mörgu
íiýjar leiðir og ekki verður ann-
að sagt, en að mennirnir hjá
Vegagerðinni séu sannir braut-
t-’.vðjendur og sýni hárrétt hugár-
þel í baráttu sinni við gamlar hé-
giljur og fyrir bættúm vegum og
vegamenningu yfirleitt og gangi
þar sjálfir á undan með góðu for-
ó.æmi, eins og starfsmönnum hins
Opinbera ber óneitanlega að gera.
s í útiöndum hefur löngum þótt
góð latína að setja upp svoköll-
Við- aðvörunarskilti á varliugaverð-
um vegaköflum og fyrst framan af
iíéldu menn því fram, að svo bæri
■éinnig að gera hér. Vegagerðin
liefur háð áratuga langa baráttu
við þessa útlendu meinloku og
virðist nú loks á góðum vegi með
öð bera sigur af hólmi. Þannig er
t. d. stuttur kafli á Þingvallaveg-
inum á Mosfellsheiði. Einhvern-
t'íma í vor hefur verið þar hvarf,
eíðan hefur Vegagerðin kastað í
það sandi og sandurinn hlaupið
gaman í hóla og hryggi, en úl, af
veginum er kanturinn á þriðja
aietra ofan í skurð og svo út í móa.
Kaflinn er í blindri brekku, þannig
að þeir ökuþórar og freyjur, sem
ikoma ofan brekkuna, verða hans
ekki varir fyrr en allt leikur á
l’eiðiskjálfi og stýrið hamast við
að rífa sig laust úr höndum þeirra.
!Þarna fór á dögunum einn bíll
sannkallað flik—flak út' af og lenti
á toppnum í mónum með þrjár eða
fjórar konur innanborðs og eitt
l)arn. Nokkrum dögum síðar bar
í>ar að leigubílstjóra, hvers öku-
tæki lagðist þunglega á kviðinn ut-
an í vegarbrúnina og sjálfsagt'
jnætti lengi telja þá, sem hafa
beðið Guð að blessa Vegagerðina,
þar sem þeir liéngu í stýrinu eins
Og hundar í roði. Þarna er seinsé
ekkert viðvörunarmerki.
Eins og Drottinn reynir menn-
Mér finnst þetta ekkert svæfandi.
ina í blíðu og stríðu, þannig reyn-
ir Vegagerðin bílstjórana. Svodd-
an nokkuð mun eiga að kenna þeim
að aka ekki um í sælurúsi, dreym-
andi um huggulegan sumarbústað
í þjóðgarðinum. Einnig skulu
menn læra að treysta ekki á góða
vegi til eilífðarnóns og umfram
allt skal kenna mönnum æðruleysi
frammi fyrir örlögunum og að
bregða sér hvergi við voveiflega
hluti, sár eða bana.
Þannig mætti hæglega ætla að
kennimenn gætu sótt í smiðju
Vegagerðarinnar margan hagnýt-
an lærdóm í boðun kenningarhm-
ar.
Þá ætlar Vegagerðin að brydda
upp á því nýmæli í sumar að haia
umferðarmerki beggja vegna
þjóðvega. Þetta hefur hvergi ver-
ið reynt áður að þvi er oss er
kunnugt og mun reynslan í sumar
kveða á um hvort að regla þessi
verður staðfest í vegagerð liér
eftirleiðis og þá verður væntan-
lega einnig leitað fyrir sér um út-
flutningsmöguleika.
Þannig mætti lengi telja Vega-
gerðinni hrós og gefa henni byr
undir vængi á framfaraveginum.
En þó verður hér að láta staðar
numið að sinni rúmsins vegna, þó
er ekki útilokað að hægt verði að
taka þráðinn upp að nýju og
vegsama þessa þjóðnytjastofnun
enn frekar en hafa verður í liuga
þau orð Snorra, að oflof sé last.
Og að síðustu: Áfram eftir fram
faraveginum Vegagerð undir
gjallandi hornum og kjörorði vöru-
bílstjóra:
„Aldrei að víkja.”
Claudia Cardinale, hin 29
ára gamla kvikmyndastjarna,
er leynilega gift framleiðanda
sínum, Franco Cristaldi, sem
er 42 ára gamall.
Vikan 13. júli.
Lögfræðingurinn vill hlut-
lausa rannsókn, segir Vísir í
gær. Er það kannski eitthvað
sjaldgæft að réttarrannsókn sé
hlutlaus?
Þessi brennuvargur er sko
enginn töffari, mar. — Lét
löggublækurnar taka sig áður
en hann gat kynnt upp í kof-
unum.
Ekkert skil ég klæðaburðl
ungu stúlknanna þessa dagana.
Það er eins og þær skammist
sín ekki neitt fyrir karlmenn-
ina sem eru alltaf að glápa á
þæa’.