Alþýðublaðið - 22.07.1967, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.07.1967, Blaðsíða 1
Laugardagur 22. júlí 1967 — 48. árg. 162. tbl. — VerS kr. 7 Sjónvarp frá Hvammsfirði til Síðu um jól Stefnt er að því að koma upp endurvarpsstöðvum á svæðinu frá Hvammsfirði um Suðurlandsund- irlendi allt austur á Síðu fyrir næstu áramót. Akureyringar fái sjónvarp annað haust. Ráðgert, að endanleg stöð, sem flytur sjón- varpsefni til Vestfjarða verði reist í Stykkishólmi, árið 1969 og síð- an stöð á Fjarðarheiði fyrir Aust- firði sama ár. Hitabylgja í Evrópu London 21-7 (ntb-reuter) Gífuleg hitabylgja er nú á! Spáni og víðar um Evrópu. í gær viældist 41 gráða á Celsíus í skugg anum í Portúgal. Arnmr eins hiti og verið hefur á Spáni þessa dagana hefur ekki | komið þar á þessari öld. í Cordo- ba voru 48 gráður í forsælunni í gær, og í þorpi skammt þar frá mældist 49 gráður. Veðurspámenn á Spáni sjá ekki fram á, að hitinn lækki næstu daga. -------------------------- / Norðmenn sækja um aðiid að EBE Osló, 21. 7. (NTB-Reuter). í>a3 var samþykkt í ríkis- (ráði Noregs í dag að sækja form- lega um aðild að Efnahagsbanda- lagi Evrópu. Umsóknin verður lögð fyrir forseta Efnaliagsbanda lagsráðsins miánudaginn 24. júlí í Brússel. Sæmundur Óskarsson verkfræð- ingur hjá Landsímanum, sem sér um dreifingar kerfi sjónvarpsins og byggingu endurvarpsstöðva víðs vegar um landið, gaf þessar upp- lýsingar í viðtali við fréttamann Alþýðublaðsins í gær. Sæmundur sagði ennfremur, að iokið sé upp- setningu sendis að styrkleika 1 kílóvatt við Vatnsendastöðina og loftnet hennar yrði fullbúið í byr- jun næsta mánaðar. Þá verður bráðabirgðarstöðin tekin úr not- kun. Svo er lokið uppsetningu endanlegs loftnes fyrir Vestmanna eyjastöðina og sendir í hana vænt anlegur í ágúst, en bráðabirgðar- stöð hefur verið þar fyrir. Fyrir Suðurland eru núna tvær stöðvar í Vestmannaeyjum og á Eyrabakka þær verða teknar úr notkun þeg- ar endanlegi sendirinn í Vest- mannaeyjum kemur hann er 250 vött og á að þjóna fyrir sunnan- vert Suðurlandsundirlendið aust ur undir Dyrhólaey. Fyrir Biskups tungur og Hreppa á að reisa smá- stöð að Miðfelli í Hreppum. Þó ætti Suðurlandsundirlendinu að vera borgið að mestu leyti hvað sjónvarp áhrærir. Þá' verður sett upp stöð í Mos- fellssveit fyrir þéttbýlið þar í i Hlíðartúns-, Markholts- og Reykja- hverfi, þar er að vísu nógur styrk ur frá Vatnsendastöðinni, en mjög ber á speglun, eða svokölluðum sjónvarpsdraugum og til að bægja beim frá er verið að reisa stöð á Lágafelli. Tækin í hana koma í byrjun ágúst. Svo er fyrirhugað að byggja endurvarpsstöð fyrir Búðardal og nágrennni, hún verður staðsett á Kambsnesi. Það er bráðabirgða- stöð. Á Snæfellsnesi er búið að Ijúka byggingu stöðva í Grundar- Frh. á 14. síðu. Engir samningar enn í Straumsvík Vinnuveitendasamband ís- lands boðaði í fyrradag til fundar með deiluaðilum í vinnudeilunni í Straumsvík, Hlíf í Hafnarfirði og full- trúum frá Véltækni h.f. Þar geirðist raunverulega ekkert, sagði Hermann Guðmunds- son í viðtali við iblaðið í gær. Véltæknimenn eru ekki reiðubúnir að semja við okk ur á sama grundvelli og Hlíf samdi við Strabag Hoc'htief 5. marz, en það er algert lág mark frá okkar Mlfu, sagði Hermann. Ekki hefur verið boðað til annars fundar, en verkfall hefur verið boðað frá n.k. mánudegi. Nýja sjónvarpsniastrið er að rísa á Vatnsendahæð. blxðio Samkomulag um saltsíldarverð Á FUfíDS Verðlagsráðs sjávarútvegsins í dag varð samkomulag um eftir- farandi ÍHgníarksverS á síld til söltunar veiddri norðanlands og austan frá bjíipn síidarsöltunar til og meS 30. september 1967. Hver uppm&id tunna (120 lítrar eða 108 kg) kr. 287.00. Hver uppsöltuð tunna (með 3 lögum í hring) kr. 390.00 a) Sé síldin ekki mæld frá skipi, Verðið er miðað við, að selj- endur skili síldinni í söltunar- kassa eins og venja hefur verið á undanförnum árum. Þegar gerður er upp síldarúr- gangur frá söltunarstöðvum, sem kaupa síld uppsaltaða af veiði- skipi, skal viðhafa aðrahvora af eftirfarandi reglum. skal síldarúrgangur og úrkastssíld hvers skips vegin sérstaklega að söltun lokinni. b) Þegar úrgangssíld frá tveim- ur skipum eða fleiri blandast sam an í úrgangsþró söltunarstöðvar, skal síldin mæld við móttöku til þess að fundið verði síldarmagn það, sem livert skip á í úrgangs- síldinni. Skal uppsaltaður tunnu- fjöldi margfaldast' með 390 og i þá útkomu deilt með 2!!7 (það er verð uppmældrar tunnu). Það, sem þá kemur út, skal dregið frá uppmældum tunnufjölda fró skips hlið, og kemur þá út mismunur, sem er tunnufjöldi úrgangssíldar, sem bátunum ber að fá greidda sem bræðslusíld. Þeim tunnu- fjölda úrgangssíldar skal breytt í kíló með því að margfalda tunnu' fjöldann með 108 og kemur þá Framhald Ó 15. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.