Alþýðublaðið - 22.07.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 22.07.1967, Blaðsíða 13
Vitskert veröld (It is a mad mad world). Heimsfræg og snilldar vel gerð amerísk gamanmynd í litum og panavision. Endursýnd kl. 5 og 9. ÍSLENZKUR TEXTI. Tálbeitan Ný ensk stórmynd í litum með íslenzkum texta. SEAN CONNERY. GINA LOLLOBRIGIDA. Sýnd kl. 5 og 9. ÖKUMENN! Látið stilla í tíma. Hjólastillingar Mótorstillingar Ljósastillingar Fljót og örugg þjón- usta. BÍLASKOÐUN & SIILLING Skúlagötu 32 Sími 13-100. ÓTTAR YNGVASON, hdl. BLÖNDUHLfO 1, SfMl 21296 VIÐTALST. KL. 4—6 MÁLFLUTNINGUR LÖGFRÆÐISTÖRF T rúlof unarhrlngar Sendum gegn póstkröfu. Fljót afgreiðsla. Guðm. Þorsteinsson gullsmlður Bankastrætl 13. AUGLÝSIÐ 1 í Alþýðublaðinu Klædd í gyltan kjól með keðju í beltisstað og minkaslá á' öðrum handleggnum. — Eftirlætisblómin mín. Þetta var Midge. Ég leit við og á svipstundu var ég umvafin af beinaberum handleggjum, kinn sem ilmaði lagðist við mína. Ég var komin til London aftur! — Midge! Hvernig í ósköp- unum. .. Enginn minntist á. .. — Enginn vissi það, elskan. Ekki einu sinni ég. Ég hitti mann fyrir viku í Kenilworth og hann sagði mér, að hann væri á leið lil Rómar og ég fékk að sitja í. Ég á við, að hann var hvort eð er ekki með heila flugvél á leigu svo ég stóðst ekki freist- inguna. Ég kom til ísóla fyrir tíu mínútum, skipti um föt og hringdi í Trish, sem sagði mér frá boðinu. Glæsilegt, finnst þér ekki? Maðurinn heitir Giles Ward og hann er einn af þeim og hann útvegaði mér herbergi á' Caesario, þó ég skilji ekki hvernig. Hún leit sigri hrósandi á mig. Hún hafði leikið annan leik í eilífu refskákinni, sem hún lék án afláls. Ég minntist þess að allt hjá Midge þurfti að hefjast með óyfirstíganlegum erfiðleikum og hún varð að sigrast á því með því að þekkja áhrifaríka menn, eða með glæsi- leik sínum. Hún togaði niður pilsið og rétti fram mjóa legg- ina og sagði glaðlega: — Jæja, leyfðu mér að skoða þig! Þú hefur lagazt. - Ég er nákvæmlega eins. — Alls ekki. Þú ert itölsk. Hvítur kjóll og brúnt andlit fer vel saman. Ég sé á sniðinu ná- kvæmlega hvar þú keyptir hann. Þú ert alltaf jafneyðslusöm. Midge andaði að sér reyknunx. Ég sagði þér að Jaijxes og Trish myndu henta þér vel. Þú átt heima innan um þekkt fólk og leikara, elskan. Ég þekkti tónblæinn í rödd hennar, það var sama röddin og hún notaðj við Peter og hund- inn og stelpurnar, sem heim- sóttu hana og drukku gin í eld- húsinu. Með því að vinna hjá vinum liennar var ég meðlimur í klúbbnum. Hún ætlaði einmitt að hefja frásögnina af ferðalaginu, þegar Trish sveif inn. Já, ég segi sveif inn því kjóllinn sveiflaðist um fætur hennar, hvítt net skreytt með svörtum borðum, kjóll úr sorgarleik. — Midge! — Trish! Þær svifu hvor til móts við aðra, réttu franx handleggina eins og dansmeyjar, föðmuðust og þrýstu kinn að kinn. Svo horfðu þær hvor á aðra og hlógu. Þær voru mjög líkar. — Hvernig stóð á því að þú flaugst hingað með Giles? Mér var sagt að hann hefði sagt upp og ætlaði að gerast sjónvarps- maður í Ástralíu, sagði Trish hlægjandi. — Þú heldur þó ekki að Gil- es gæti lifað án þess, svaraði Midge hressilega. Ég heyrði ekki lok setningarinnar, því dyrabjallan hringdi, en ég heyrði Trish hlægja íiált og lengi. Hún tók um hönd Mid- ge. Eg hafði aldrei fyrr séð hana snerta konu. Dyrabjallan hringdi aftur. Veizlan var hafin. Herbergið fylltist af fólki. Þjónninn til- kynnti gestina um leið og þeir komu og James gekk fram til að taka í hönd þeirra þrunginn gestrisni. Hlátur Trish og smell- ir í kampavínstöppum. Það var auðvelt fyrir mig að þekkja leikarana, yngra fólkið, sem mér var skipað að skemmta. Mennirnir voru síðhærðir eins og bítlar, kinnfiskasognir og svíradigrir. Þeir voru í þunn- um, þröngum buxum, léttum strigaskóm og rómantískum skyrtum opnum í hálsinn. Þeir neituðu að þeir væru stjörnur en sögðu að James væri það. Það var erfitt að þekkja þá í sundur, þeir töluðu aðallega hver við annan og augu þeirra flöktu til og frá í leit að kvik- myndastjórum. Ég fékk þá ekki til að borða bita. Þeir litu grun- semdaraugum á mat og drykk eins og það væri óvinur útlits- ins. Það heyi'ðist engin hljómlit út á svalirnar og fólkið var svo nxargt að ég óttaðist um rósa- beðin. Fólk var farið að dansa. — Þarna ertu þá! Hvar hef- urðu falið þig? Eg leit um öxl og sá' Bob. Hann var í hvítum smóking- jakka eins og fleslir aðrir menn á Ítalíu og mér fannst hann stórkostlega fallegur. Ég fékk á- kafan hjartslátt, þegar hann tók um handlegg minn og leiddi mig út á dansgólfið. Ég kom ekki upp orði. Hér var nxaðurinn, sem ég hafði hugsað um í allan dag. Hann talaði ekki við mig, en þrýsti mér að sér meðan við dönsuð- um og loks sagði ég: — Eg hef verið að hugsa um þig. Ég var hás. — Gott. Hann horfði á mig og brosti. — Ég þarf að tala við þig um Davíð. Eg verð að fara til Rómar á morgun til að tala við mann og mig langar til að biðja þig um að gera mér greiða. — Hvað sem er. — Elskan, má ég tala við þig seinna? Eg ætti að heilsa upp á húsfreyjuna. Hún hringdi í gærkvöldi. Áhyggjur út af greininni. Manstu? Eg bjóst við látum. — Ætlai-ðu að breyta lxenni? Mig langaði til að halda honum hjá mér, en ég vissi ekki hvern- ig ég átti að fara að þvi. — Nei. Hann leit yfir á' svalirnar þar sem Trish stóð ásamt Midge og fleira fólki og benti honum að koma. Hún liefur séð mig. Ég bjóst við því. Þú ferð ekki neitt, Júl- ía? — Eg verð hér. — Eg verð íljótur. Þú ert mjög fögur í kvöld. Hann þrýsti hönd mína og hljóp upp. Eg fór að einu borðinu þar sem Carlo var að hella í glös. Mér fannst' alltaf furðulegt að hitta vini mína í þessum veizl- um, ég næstum bjóst við að Marcello spilaði á saxófóninn. — Ertu að vinna eða vera fín í kvöld? spurði Carlo. — Auðvitað að vinna, vertu ekki með þessa leiðindavitleysu. Hann setti skál með kexi og aðra með ís á kringlóttan disk með kavíar í miðjunni. Farðu og mataðu þau. Þau borða hvort eð er alltof mikið. — Ég skil ekki hvers vegna þú vinnur fyrir þau fyrst þér leiðast þau, sagði ég og var fegin að geta slitið augun af Bob, sem stóð og talaði innilega við Trish. — Eg vinn fyrir peningum og þú líka. Farðu ekki að ímynda þér að ég vinni af ást. Hann hellti kampavíni í glas lxanda stúlku, sem stóð nálægt okkur og fór svo aftur að tala við mig. — Hvað er að, Carlo? — Ekkert. Hann hikaði. Þú hefur áliuga fyrir þessum manni. Það eru mistök. Áður en ég komst til að svara fór hann á brott. James benti mér að koma upp á svalirnar og ég fór til hans. Hann var að tala við Terence de Witt. Þeir brostu báðir og virtust' fegnir að sjá mig og Janxes bað mig um að fara fram í eldhús og hita te. — Ég veit ekkí hvað við gæt- um án hennar, Terry, sagði lxann og eyðilagði svo hrósyrði mín með því að bæta við: — Hún er mikilvægasta manneskj- an lxér. De Witt leit á mig þessum stingandi augum sínunx og spurði mig hvoi’t ég vissi að te væri gott hressingarlyf. — Eg roðnaði. Mér hafa alltaf þótt eldhús 22. skemmtileg, þegar veizlur eru haldnar. Þau eru hebnilisleg, skítug og allt' á öðrum endanum. En eldhús Lúcíönu var eins bert og Saxversk kirkja. Á borð- inu stóð vasi með hvítri peón- íu. Drottning eldhússins sést' lxvergi og eldhúsið var einmana- legt. Eg hitaði teið og bar það upp. James og de Witt stóðu enn kyrrir og þegar ég gaf þeim teið þökkuðu þeir mér viðutan, sett- ust niður og sóttu litlar pillur í vasa sinn.Þeir kyngdu þeim með teinu. Eg fór inn í hópinn. Hvar var Bob? Hvenær kæmi hann aftur til mín? Eg leit í kringum mig og sá hann loks í setustofunni hjá Trish. Þau sátu þétt' saman og Trish hafði lagt aðra höndina á handlegg hans. Hún var greini- Igga að biðja hann um eitthvað' og Bob brosti. — Eg horfði enn á þau, þegar Midge kom til mín. Heimsins mest selfla sinnep, og auðvitað kemur það frá ALUR S.F. - SÍMI: 1 3051 úlí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ |,3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.