Alþýðublaðið - 22.07.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.07.1967, Blaðsíða 4
 Rltstjórl: Benedikt Gröndal. Simar 14900—14903. — Auglýsingasíml: 14906. — Aðsetur: AlþýSuhúsiS við Hveríisgötu, Rvik. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Síml 14905. — Áskriftargjald kr. 105.00. — í lausa- Bölu kr. 7.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurlnn. Tjaldsvæbi UNDANFARNAR HELGAR hefur gífurlegur fjöldi marms farið úr þéttbýli til sveita til að njóta sumars og hvíldar. Þúsundir hafa gist í tjöldum, enda tak- markað rúm í gistihúsum. Hafa tjaldbúar oft safnazt saman á eftirsóttum stöðum, til dæmis við Laugar- vatn eða á Þingvöllum hér sunnanlands, og þar ris- ið borgir með mörg hundruð tjöldum. Þessi þróun sýnir glögglega hversu nauðsynlegt er að útbúa sérstök tjaldstæði á fögrum stöðum. Þar þarf að vera gott rúm fyrir tjöldin sjálf, aðgangur að vatni, bílastæði, salerni og ef til vjll sími. Loks verður að velja slíkum tjaldsvæðum stað, þar sem eitthvað er við að vera fyrir börn og fullorðna, til clæmis nærri góðum veiðivötnum, þar sem unnt væri að leyfa silungsveiði í allstórum stíl. Yrði hið opin- bera þá að tryggja, að veiðiréttur væri seidur hverj- um, sem hafa vildi, fyrir lágt verð. Þagar umferðin eykst og á vinsælustu stöðum eru mörg hundruð tjöld, verður öllum Ijóst, hversu nauð- synlegt er að dreifa þessu ferðafólki, ekki sízt vegna þess sjálfs. Því er 'nauðsynlegt að útbúa góð tjald- svæði á völdum stöðum, þar sem tekið er tillit til aðstöðu, vegasambands og almenns öryggis. Alþýðublaðið hefur barizt fyrir betri aðstöðu fyrir tjaldbúa sumar eftir sumar. Fyrirmyndir er hægt að fá í næstu löndum, til dæmis í Noregi. Það er mikil bót, að sérstök tjaldsvæði hafa verið gerð á Akureyri og í Reykjavík, en það er af illri nauðsyn vegna erlendra ferðamanna og kemur okkar eigin fólki að takmörkuðum notum. Hér er ekki um að ræða dýrar framkvæmdir, en samt gagnlegar. Verður að vona, að ekki líði mörg ár, þar til hugmyndir Alþýðublaðsins og annarra sem um þetta mál hafa skrifað — verða að veru- leika. Reynslan mun sýna, að hér er um gott og gagnlegt mál að ræða. Mistök GÖMLU HITAVEITUTANKARNIR í Öskjuhlíð hafa verið borgarprýði. Þeir eru vel teiknaðir, njóta sín ágætlega efst á hæðinni, og grænir fletir umhverfis þá ylja um hjartarætur. Nú standa yfir framkværrdir við tvo nýja tanka fyrir hitaveituna á Öskjuhlíð. Þeir eru mun stærri en hinir eldri og standa nær borginni. Þessir tank- ar eru dónalega praktískir í laginu og minna ekki á neitt annað en olíutanka. Þeir fara illa og eyði- leggja eina fegurstu byggingalóð borgarinnar, þar sem vel hefði mátt reisa þinghús, ráðhús, gistihús, veitingastað, safnbyggingu eða hvað annað. Bygging þessara íanka eru einhver mestu skipulagsmistök, sgm gerð baía verið í Reykjavík. 4 22. júlí 1967 — Hvert viljiÖ þér fara? Nefnið staðinn. Við flytjum yður, fljótast og þœgilegast. Hafið samband við ferðaskrifstofurnar cða PAlV A.ME RICA.CV Hafnarstræti 19 — simi 10275 AUGLÝSID í Alþýðublaðinu Tilboð óskast í að byggja 1. hluta Æfingaskóla Kennaraskóla íslands, 1. áfanga, sem tekur til jarðvinnu, lagna í lóð og grunni, undir- staðna og botnplötu hússins. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu vora frá og með mánudeginum 24. júlí 1967 gegn kr. 1000.— skilatryggingu. Tilboðum skal skila á sama stað fimmtudag- inn 3. ágúst 1967 kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI7 SfÍfl 10140 !fjbslq&q|g Bergþórugötu 3. Símar 19032 og 20070. Daggjald kr. C 300.00. Kr. 2.50 á etlnn km. RAUÐARÁRSTIfi 31 ' SÍMI 22022 á krossgötum ★ ALLT LOKAÐ Á NÓTTUNNI. Náttugla hefur sent okkur svo- hljóðandi bréf: — Það er alltaf verið að tala um hve Reykjavík sé að verða mikil heimsborg. Það getur vel verið að eittlwað sé til í því, en ekki get ég þó verið því sammála að öllu leyti. Til dæmis er það alveg fáránlegt, að hér skuli ekki vera hægt að fá keypt benzín á nóttunni, að ekki sé nú talað um að fá eitthvað í svanginn. Þetta tvennt virðist vera algjör bannvara hér í borginnj að næturlagi og kemur það sér illa fyrir marga, einkum þó fyrir ein- hleypinga eins og mig, sem vinna á óregluleg- um tímum. Ég hef satt að segja aldrei heyrt neina viðhlítandi skýringu á því hvers vegna ekki er hægt að selja benzín hér lengur en til klukkan hálf ellefu á kvöldin. Nógu mörg eru olíufélögin að minnsta kosti til þess að þetta ætti að vera hægt, en þar sem þeirra á milli ríkir ekki nein samkeppni eins og ætti þó að vera, að eitt þeirra brjóti upp á þeirri nýbreytni að selja benzín á nóttunni. Slíkt væri líka þjónusta við viðskipta- vini, en það virðist því miður ekki vera sérgrein þessara ágætu félaga. Hins vegar mætti ef til vill hugsa sér, og væri það að mínum dómi ekki til of mikils mælzt, að þau skiptust á um að hafa eina benzínstöð í borginni opna allan sólarhring- inn svo sem einn mánuð í senn hvert um sig. Þetta væri þjónusta, sem viðskiptavinir olíufélag- anna mundu áreiðaniega kunna að meta. Annara þykir mér undarlegt, að Félag íslenzkra bifreiða- eigenda skuli ekki hafa látið þetta mál tii sín taka. Það hefur látið ýmislegt gott af sér leiða. HVERGI MAT AÐ FÁ. * Og fyrst ég er byrjaður að skrifa um þetta á annað borð get ég ekki á mér setið að fara nokkrum frekari orðum um það, að héi? skuli ekki vera hægt að fá matarbita á nóttunni. Ég man ekki betur en einhverju hlutafélagi væri veitt einkaleyfi til að reka veitingasölu í Um- ferðarmiðstöðinni með því skilyrði, að hún yrði, opin allan sólarhringinn. Ég man ekki til þessi að hafa heyrt neitt frekar um þetta mál, félagið er ef til vill dautt og þetta því úr sögunni. Annars finnst mér hæpið að veita einum aðila einkaleyfi til slíkrar næturþjónustu. Þar ættu að minnsta kosti nokkrir að fá að vera um hituna, svo samkeppni fái notið sín. Það virðistj aðeins eðlilegt. í þessum málum ríkir að minum dómi hið versta ófremdarástand, og furðulegt hve lengi það hefur ríkt næstum óátalið. Ég vona að breytinga megi vænta á þessu furðulcga fyrir- komulagi áður en langt um líður, Það er engurrt til góðs að það haldist, en margir mundu verða breytingú fegnir. — „Náttugla“. ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.