Alþýðublaðið - 22.07.1967, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 22.07.1967, Blaðsíða 10
Tóif óhreinir fangar búa sig undir aó gera árás... Eina iífsvon þeirra var YKKUR má vera sama, hvern- ig þið deyið, svo að þið getið eins gert það, sem ykkur er. sagt. Þótt lítil von sé til að halda lífi, — þá er þó. von. — Vonið að allt' gangi vel. Þessi ræða var haldin yfir 12 bandarískum dauðadæmdum föngum í marz 1944. Banda- riska herforingjaráðið hafði þá nokkru fyrr skrifað fangelsis- stjórninni og beðið þessa: Velj- ið lír tólf fanga, sem eru dauða- dæmdir eða dæmdir til lífstíð- arfangelsis fyrir morð, nauðg- anir, rán og/eða aðra glæpi. Kennið þessum föngum eins vel að hlýða skipunum og þeir geta lært á stuttum tíma. Svo var þeim varpað í fallhlífum niður yfir meginland Evrópu, rétt áð- ur en innrásin var gerð í júní sama ár. Hvað áttu þeir að gera? Það er þetta efni, sem fjallað er um í kvikmyndinni The Dirty Dozen (óhreina tylft- in), sem nú hefur verið frum- sýnd í Ameríku og vekur þar bæði hrylling og hrifningu. Þeir komu úr fangelsunum undir svipu Johns Reismáns, sém var harðjaxl og amerískur atvinnu-herforingi í enskum æfingabúðum. f hópnum er Franko með stingandi augu og skakkt bros, AUGLÝSIÐ í Alþýðublaðlnu hinn ungæðislegi, óstýriláti Vladislav, negrinn Jefferson, sem hataði ekki bara erkióvin- inn Hitler, hinn skvapfeiti, fúli, trúraofstækisfulli sífellt blót- andi Maggott, sláninn Posey, sem aldrei vissi sitt rjúkandi ráð, Mexíkaninn Jiminez, af- skiptalaus, bráðlyndur og sið- laus, hinn hái, treggáfaði, hættu- legi Pinkley, hinn lágmælti, óá- reiðanlegi Bravos, hinn þöguli óútreiknanlegi Lever, Gilpin hæglátur og hlédrægur, hinn þrjózki, deilukæri Vladek og bleyðan Sawyer. Úrhrök þjóð- félagsins og stoltir af því. Þeir eru maímánuð í æfinga- búðunum, og Reisman lemur þá áfram með harðri hendi. Þeir læra að hugsa og starfa saman og hlýða skipunum. Reismann er ekki lengi að taka til keyr- isins og sparka í þá, sem ekki gera rétt og loks er ekki að vita hvort þeir hata meira hann eða óvininn. Daginn áður en þeir eiga að fara af stað ræðir her- stjórnin um það, hvort ráð sé að senda þá. Hvort þeir mundu ekki strax ganga í þjónustu óvinanna njósna og ljóstra upp. Kannski vita þeir allt of mikið. En það er ákveðið að senda þá og dag- inn áður en innrásin er gerð, er þeim varpað niður við höll í Norður-Frakklandi, þar sem þýzk ir herforingjar njóta þess til- tölulega friðar, sem ríkir á víg- stöðvunum og skemmta sér með konum, kærustum og vinkonum. En skyndilega standa þeir ó- hreinu tólf í dyrunum með vél- býssur í höndunum. Og í júlílok 1944 er það niður- staða Wordens hershöfðingja, að innrásin hefði tekizt vel, og að hann leggi til, að þeir úr hóp hinna óhreinu tólf, sem eftir lifa, fái að snúa aftur til fyrri starfa í frjálsu lífi, -en þeir hinir föllnu skuli jarðaðir með sæmd, því að aras þeir hafi látið lífið í skyldunn- ar nafni. Leikstjóri kvikmyndarinnar er Robert Aldrich en með aðalhlut verk fara Ernest Borgnine, Lee Marvin, Robert Ryan, George Kenndey o.fl. meðal þeirra pop- söngvarinn Trini Lopez, sem heldur vildi leika einn hinna dauðadæmdu en vinna sér inn 250.000 dollara á sama tíma á næturklúbbum Las Vegas. o o o o o o RÍKISAÐSTOÐ VIÐ STJÚRNMÁLAFLOKKA Umræðurnar um jjármál stjórnmálaflokkanna halda á- fram víða um lönd. í Banda- ríkjunum er deilt um, hvort taka eigi fé af skatttekjum rik- isins til að greiða kostnað flokk- anna af forsetakosningum. I Þýzkalandi voru fyrir nokkrum vikum samþykkt ný lög um stjórnmálaflokka, sem heimila, að ríkið greiði kostnaðr af kosn- ingabaráttu. í Svíþjóð og Finn- landi er biiiö að taka upp opin- bera styrki til flokkanna, og í Noregi hafa fjórir af fimm aðal- flokkum sent ríkisstjórninni á- skorun um að koma þessu máli í höfn með styrk til flokkanna 1968. Viðurkennt er, að stjórn- málaflokkar séu nauðsynlegir í lýðræðislandi. Skiptir þvi miklu máli, hvernuj fjárreiðum þeirra er variö, þar sem nútíma kosningar verði æ dýrari. Sum- ir flokkar hafa auðug félög og einstaklinga að baki sér, aðrir flokkar hafa engar slíkar tekju- lindir. Eiga hinir ríku að geta keypt völdin með peninga- austri í kosningabaráttu? Það er gömul kenning, að opinberum styrk fylgi binding. Þessu er nú í vaxandi mæli hafnað sem úreltri og óraun- hæfri kenningu. Hin hættan er talin meiri, að févana flokkar bindi sig fyrirtækjum eða ein- staklingum. til að afla fjár. Meðan útvegun fjár er svo mikilsvert atriði fyrir flokk- ana, geta þeir einstaklingar, sem hafa ráð á fé, haldið völdum i flokkunum út á það. Lýðræði innan flokkanna eykst til muna, ef fjárútvegun þeirra verður minna vandamál en verið hef- ur. Þjóðverjar hafa nýlega sett lög um stjórnmálaflokka — og væri. sannarlega þörf slíkra laga hér, eins og kosningarnar í vor sýndu. í þessum löndum er sagt, að ríkið skuli greiða „eðlileg” útgjöld við kosningabaráttu flokka. Mun vera ætlunin að greiða sem svarar 2.50 mörkum á hvern kjósanda á kjörskrá — eða um 25 krónur íslenzkar. ' Það mundi jafngilda 2,5 millj- ónum hér á landi, en heildar- útgjöld flokkanna hér af kosn- ingunum liafa án efa verið 5 — 10 milljónir. í Noregi hafa formenn Verka- mannaflokksins, Miðflokksins, Kristilega þjóðarflokksins og Vinstriflokksins sameiginlega skrifað forsætisráðherra um þetta mál. Hægriflokkurinn skrifaði ekki undir bréfið og bar við■ ýmsum tæknilegum ástæðum. í bréfinu segir meðal annars: „Starf stjórnmálaflokkanna er nauðsynleg forsenda þess, að lýðræðislegt stiórnkerfi okkar standist. Þess vegna Frh. á 14. síðu. tO 22. júlí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.