Alþýðublaðið - 22.07.1967, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.07.1967, Blaðsíða 2
Dæmdur til framsals Alsír 21/7 (NTB-Reuter). Hæstiréttur Alsír mælti með því í dag:, að Moise Tsliombe væri framseldur til yfirvalda í Kongó eins og Kongóstjórn hefur farið fram á. Tshombe var dæmdur til dauða í lieimalandi sínu í mars sl„ — en hann hefur ekki kom- ið til Kongó síðan. Til Jiessa hef- ur liann búið á Spáni, —■ þar til honum var rænt í flugvél fyrir þrem vikum, en þá var flugstjór- inn á flugvélinni, sem Tshombe Moise Tshombe. var í, neyddur til að breyta um stefnu og Ienda í Alsír. Siðan hefur Tsliombe verið þar í haldi, — en yfirvöld í Kongó hafa kraf- izt þess, að hann væri framseld- ur í hendur þeirra_ Tsliombe var svo fyrir nokkrum dögum leiddur fyrir rétt í Alsír, Verjandi hans var alsírskur lögfræðingur, — franskur lögfræðingur sem Tsliombe vildi að verði mál hans í réttinum, fékk ekki að gcra það. Nú hefur hæstiréttur Alsír kveð- ið upp dóm sinn og er það að- eins á valdi forseta landsin, Hou- ari Boumedienne, að náða liinn dæmda. Það tók dómarann Ould Aoudia tuttugu mínútur að lesa upp dóms úrskurðmn, sem Tshombe lilust- aði á án þess að breyta um svip. í röksemdum dómsins var yfirleitt hafnað öllum þeim í’ökum, sem studdu þá kenningu, að ekki ætti að framselja Tshombe. — Ég skal fara til Kongó, ef hæstirétturinn hér telur, að ég eigi að gera það, því að ég er maður til þess. En ég vil benda réttinum á þá ábyrgð, sem hann ber, — bæði í augum þjóðar Kongó og alls heimsins, sagði hann. Gíslarnir fásf ekki afhentir Kinsangani og Kinsíhasa, 21. 7. (NTB-Reuter). Leiðtogi erlendu málaliðanna í Austur-Kongó, Belgíumaðurinn Jean Schamme, neitaði í dag að Iáta af hendi gísla, sem Alþjóða- Rauði-Krossinn ætlaði að frelsa úr höndum- málaliða. Þetta segir í áreiðanlegum fréttum frá Kins hasa í dag. Hópur Rauða-Kross stairfsmanna lentu flugvél sinni í Punia og fóru til fundar við uppreisnar- menn, sem haida til í um 50 km. fjarlægð frá Kinsangani. Scham- me ihitti starfsmenn Rauða Kross- ins í skóginum 'fyriir utan Punia og sagði skýrt og skorinort, að hann vildi ekki (hafa nein sam- skipti við þetta Rauða-Kross fólk, sem væri þarna komið fyrir til- verknað Mobutus. Þetta er önnur tilraun Rauða Krossins til þess að bjarga gíslunum sem sagðir eru um 20 talsins, flestir ítalskir. Áður reyndi Rauði-Krossinn að ná þeim úr greipum málaliða, þeg ar þeir héldu til á flugvellinum í Kinsangani, en þegair að var komið, voru málaliðarnir á bak og burt með fangana. Schamme og iiermenn hans flýðu inn í frumskóginn ftá Kins Framhald á bls. 15. MALLORCAFERÐ ALÞÝÐU- FLOKKSFÉLAGSINS ÖNNUR skemmtiferð Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur til út- landa hefst 28 september n.k. og liggur leiðin að þessu sinni til Mallorca með eins dags viðkomu í London á heim- . leið. Þetta er 16 daga ferð, sem kostar aðeins kr. 11.300,00. Innifalið í þessu verði eru ailar flugferðir, ferðir milli flug- valla og hótela, gisting og þrjár máltíðir á dag á meðan .■ dvalið er á Mallorca og gisting og morgunverður í London, auk söluskatts. Dvalið verður á fyrsta fiokks hótelum. Vænt- anlegir þátttakendur þurfa að gefa sig fram við skrifstofu Alþýðuflokksins í Alþýðuhúsinu sem allra fyrst. Síminn er 1-67-24. Staðsetning hitaveitugeymanna efst á Öskjuhlíðinni hefur löngum verið mönnum þyrnir í augum. Þykir illa farið með fagurt Iandrými Um þetta mál er m.a. rætt í forustugrein blaðsins í dag. ALBERT LÉZT I GÆ Durban, 21. 7. (NTB-Reuter). ALBERT Lutuli, sem íékk friðar verðlaun Nóbels 1961, lézt í dag, stuttu eftir að liann varð fyrir vöruflutningalest skammt frá heimili sínu í Tanger í Suður- Afríku. Að þvi er lögreglan þarna segir, varð hann fyrir lestinni á járnbrautarbrú. Lestin fór frem- ur hægt, en Lutuli slasaðist mik- ið og lézt skömmu eftir að komið var með hann á sjúkrahús. Albert John Lutuli var einn þekktasti forvígismaður í frelsis- hreyfingu negra í Suður-Afríku. Lutuli var áður ættarhöfðingi og formaður afrikanska þjóðþings flokksins, sem var bannaður árið 1960. Síðustu árin var honum Forsetinn í New York FORSETI ÍSLANDS var í gær í New York og heimsótti aðalstöðv- ar Sameinuðu þjóðanna. Ræddi ■hann fyirst við U Thant, aðalrit- ara, en snæddi síðan hádegisverð í boði hans í bókasafnsbyggíngu SÞ, þeirri sem kennd er við Dag Hammarskjöld. Var þar margt virðulegra gesta, meðal annars foirsetar allsherjarþingsins (Af- ganinn Pazwak) og öryggisráðsins (Daninn Tobor). Þá heimsótti forsetinn sjálfa stórborgina og sat boð Lindsey borgarstjóra. Þar voru meðal ann ars auk forseta og utanríkisráð- herra Emils Jónssonar þeir Hann- es Kjartansson ambassador ís- lands hjá SÞ og Haraldur Kröy- er fulltrúi hans, svo og mairgt þarlendra gesta. Forsetinn mun nú dveljast í nokkra daga í New Jersey.í einka erindum, unz hann heldur til Manitoba í Kanada og heimsækir Isiendingabyggðir. meinað að fara út fyrir ákveðið afmarkað svæði umlhverfis heim- ili sitt í Stanger, um 50 kílómetra noirður af Durban. Ríkisstjórnin hélt honum í ferðabanni í sam- ræmi við lögin um upprætingu ihvers konair kommúnistma. Lutuli hafði verið skóiakennari í 15 ár, þegar Zuluættbálkurinn í Groutville fékk hann til að verða höfðingja sinn. Stjórnin setti hann pf 1952, þegar hann neitaði að segja af sér formanns- stöðunni í afríkanska þjóðarþing- flokknum. Hann var meðal þeirra 155, sem voru teknir höndum árið 1956 sakaðiir um landráð, en hon- um var sleppt eftir réttarhöldin. í september 1960 var Lutuli dæmdur til að greiða sekt fyrir að hafa brennt vegabiréf sitt í mótmælaskyni við þau lög stjórn- arinnar, að negrar mættu ekki ferðast nema um ákveðin svæði. Fyrr á þessu ári gekk liann undir augnauppskurð á sjúkrahúsi í Durban, og sagt var, að sjón hans færi versnandi. Lutuli hefur ver- ið talinn einn hinn mest hægfara leiðtogi blökkumanna í Afríku. Lutuli fæddist árið 1898 í Grout ville í Natal. Hann lilaut fyirstu uppfræðslu í trúboðsskólanum í Framhald á 14. síðu. Lutuli. Þing Alþjó5aleik- hússtofnunarinnar Dagana 5.—12. júní var haldiö í New York þing Alþjóðaleikhús- málastofnunarinnar með þátttöku frá 40 löndum. Stofnun þessi er 19 ára gömul og heldur slik þing á tveggja ára fresti. Síðasta þing hennar var háð fyrir tveim árum í ísrael, en árið 1963 í Yarsjá. Þetta var í fyrsta skipti, sem þingið fer fram í vesturheimi Þrír íslenzkir leikhúsmenn sóttu þingið í New York, Sveinn Ein- ' arsson, leikhússtjóri, Guðlaugur j Rósinkranz, Þjóðleikhússtjóri og I Brynjólfur Jóhannesson, leikari. Blaðið hefur haft tal af Sveini Eiriarssyni og sagðist honum svo frá störfum þingsins: — Fyrst var fjallað um • al- þjóðaleikhúsmál, cn síðan voru kjörnar undirnefndir til að ræða og gera ályktanir um einstaka málaflokka, eins og t.d. leik- menntun, útbreiðslustarfsemi og alþjóðaleikhúsdaginn, en undan. farin 5—6 árin hefur harin verið hátíðiegur haldinn víða um heim. Yar á þinginu ákveðið að koma á hann föstu og samræmdu formi -- Framhald á-I4. síðu. £ 22. júlí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.