Alþýðublaðið - 22.07.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.07.1967, Blaðsíða 5
SENDIBREF TIL SÉRA JÓNS . 21. júlí. MAÐUR heitir Sverre Löberg, norskur að kyni, þingkjörinn á Þelamörk og í hópi róttækustu mál- svara Alþýðuflokksins. Hann túlkar gjarnan sér- skoðanir í ræðu og riti og greiðir atkvæði sam- kvæmt því. Sverre Löberg er þess vegna um- deildur, en nýtur eigi að síður virðingar og við- urkenningar flestra samherja og margra andstæð- inga. Undantekning er einkum sá fiokkur í Nor- egi, sem helzt líkist Alþýðubandalaginu á ís- landi, en leiðtogi hans er Finn nokkur Gustav- sen. Honum er meinilla við Sverre Löberg, per- sónulega og málefnalega. Ástæðan mun sú, að Sverre Löberg stendur honum oft nærri í utan- ríkismálum, en lætur sér ekki til hugar koma að segja skilið við Alþýðuflokkinn. Nýlega breytti Sverre Löberg um skoðun á' Stórmáli, sem deilur vekur í Noregi eins og víða um heim, og greiddi hann því atkvæði á þingi öðru vísi en áður og nú meirihluta Alþýðuflokks- ins að skapi. Varð þetta Finn Gustavsen tilefni óvæginnar árásar. Hann fullyrti, að Sverre Lö- berg hefði beygt sig fyrir flokksaga og látið kúgast. Sverre Löberg kvað þá ásökun liins vegar fjarri lagi, hann hefði engu ofríki verið beittur, en aðeins skipt um skoðun vegna nýrra upplýs- inga og viðhorfa. Þetta hefur vakið nokkra athygli í Noregi. Mér varð af því tilefni hugsað til stjórnmólamanna og flokka á íslandi. Heilagur réttur Ekkert er sjálfsagðara í lýðfrjálsu menningar- landi en menn skipti um skoðanir. Slíkt er stjórn- málamönnum heilagur réttur. Sverre Löberg hef- ur notfært sér hann dyggilega undanfarin ár og þess vegna stundum lent í andstöðu við flokk sinn. Honum er þetta andleg nauðsyn. Hann lætur mál- efni ráða afstöðu sinni. Auðvitað má iðulega deila um niðurstöður hans. En Sverre Löberg sannar alvöru sína með því tilviki, sem Finn Gust- avsen er svo mótfallið. Hann gerir sér hvorki leik að því að vera með né móti flokki sín- um. Málefnin marka honum stefnu. Flokksræðið sviptir marga stjórnmálamenn þessum heilaga rétti og kúgar þá til hlýðni. Það dæmir einkunnarliti málefnanna aðeins hvítt og svart. Afstaða þess til manna er söm og höfundar kenningarinnar alræmdu: sá, sem ekki er með mér, hann er á móti mér. Þess vegna finnst sumum Sverre Löberg óþægur flokksmaður, og aðrir, eins og Finn Gustavsen, tortryggja hann, ef honum býður svo við að horfa að víkja frá and- stöðu til fylgis. Samvizka mannsins er þrætuepli í norskri stjórnmálabaráttu. Skyldan viff samvizkuna Þetta er fátítt á íslandi. Þess vegna sé ég ástæðu til að rifja upp deilurnar um Sverre Lö- berg. Okkur væri þörf á slíkum mönnum til þess að hreinsa andrúmsloft stjórnmálabaráttunnar. Mér er maðurinn ekki aðeins geðfelldur af því að við hugsum stundum svipað, og finnst mér þó gott til þess að vita. Aðalatriðið er að mínum dómi, að Sverre Löberg er þeim vanda vaxinn að vera sjálf- stæður einstaklingur í stórum flokki. Hann legg- ur á sig það erfiði að rækja skylduna við sjálfan Sig og samvizku sína. Þeim manni er auðvelt að fyrirgefa, þó að honum geti skjátlazt. íslenzkir stjórnmálamenn hafa of sjaldan fyrir því að kappkosta þá viðleitni. Flokksforingjunum er kennt um, en sú ásökun er hæpin. Valdfrekja íslenzkra stjórnmálaleiðtoga er ekki stórvíta- verður löstur. Meira ber á geðleysi flokks- mannanna, sem láta hugsa og tala fyrir sig og sitja naumast á alþingi til annars en greiða at- kvæði eins og svokallaður meirihluti vill og á- kveður. Af því stafar tvímælalaust virðingarleys- ið fyrir íslenzkum stjórnmálum og þeirri sögu frægu stofnun, Alþingi íslendinga. Pólitísk öfgatrú Óft er hryggilegt að heyra unga menn ræða stjórnmál. Þeir virðast sannfærðir um, að and- stæðingur eða keppinautur sé níðingur eða óþokki, en flokkur þeirra ginnhelgur eins og söfnuður eftir niðurdýfingarskírn og foringi hans þess vegna yfirskilvitlegt ofurmenni. Slík öfgatrú á harla lítið skylt' við stjórnmálaskoðanir. Hún minnkar einstaklinginn og heimskar flokkinn. Úr þessu verður helzt bætt með fræðilegri kennslu um flokka og stjórnmálastefnur í skólum landsins. Þjóðfélagsmál eru þar vanrækt. Hins vegar er skólanemendum smalað í flokka, áður en þeir komást til vits og þroska. Sú sálnaveiði sæm- ir ekki menntaðri lýðræðisþjóð með stjórnarskrá, sem mælir svo fyrir, að samvizka mannsins sé heilagur réttur. Andleg niffurlæging Önnur hvimleið óhæfa einkennir samfélag okk- ar: íslendingar skipta um stjórnmálaflokka eins og þegar öfgamenn flytjast milli safnaða. íslenzk- ur stjórnmálamaður segir ógjarnan skilið við flokk sinn af rökstuddum skoðanamun. Honum skýtur fyrirvaralaust upp í hópi fyrri andstæðinga og tekur að fordæma gamla samherja af haturskenndu ofstæki, en nýi söfnuðurinn verður allt í einu himnesk sæluvist. Þess vegna er íslenzk stjórn- málabarátta löngum persónulegt návígi. Hún minnir á öfga ástar og haturs og stjórnast frem- ur af ímynduðum hégómaskap en rökrænni mál- efnalegri alvöru. Sú einstaklingshyggja er vissu- lega af öðrum toga sprottin en ræktarsemi við samvizkuna. Þetta er sönnun um andlega niðurlægingu. Ég vorkenni þessum sjálfkjörnu pólitísku trúar- hetjum, þó að gáfaðir menn séu, djarfir og bar- áttuglaðir. Þeir vinna fremur til hófsamrar fyrir- litningar en hlægilegrar aðdáunar persónudýrk- unarinnar. Henni fylgir stór og þungur skuggi. Löberg og Gustavsen Eigi að síður er rík ástæða að sjá gallana í fari samherjanna. Mér dettur ekki í hug að vera skilyrðislaus fylginautur manns, þó að mikilhæfur sé eins og til dæmis Sverre Löberg. Hitt er að- dáunarvert, að hann leitar sérstöðu í einstökum málum hverju sinni án þess að tilfinningar truflist eða sannfæring haggist'. Sverre Löberg er jafnaðarmaður að skoðun, en lætur ekki skammtá sér ákvarðanir. Hann metur samvizku sína meira en svo að rekast í flokki eins og spak- ur sauður. Sorglegt er en táknrænt, að Finn Gustavsen skuli tortryggja Sverre Löberg af haturskenndu ofstækj í garð norska Alþýðuflokksins. Mennirnir eru líkir í mati á umdeilanlegum málefnum og báðir svo persónulega vlrðingarverðir, að þeir komast ekki hjá því að vera öðru hvoru sam- herjar á líðandi stund. Munurinn á þeim er hins vegar sá, að í grundvallaratriðum stjórnmálanna hefur annar rétt fyrir sér, en hlnn rangt. Þess vegna myndi ég ólíkt heldur kjósa að vera í flokki með Sverre Löberg en Finn Gustavsen. Óróleg samvizka er mér sýnu skapfelldari en öfga- kenndur rétttrúnaður. Helgi Sæmiindsson. m • * pi np I @ Perim - viðkvæmur blettur í austri í útvarpssendingu frá Saana höf uð borg Jemen hefur síðustu daga verið boðað að gerð verði árás á Perim innan skamms. Hvað er Perim? Það er sízt að undra, þótt þið vitið það ekki. Perim er lítil eyja á Bab el Mandebsundi, sem aðskilur Rauðahaf frá Ad enflóa. Hvernig má það vera, að þarna geti innan fárra daga sprungið sprengja, sem leitt gæti til stórátaka í heiminum? Eins og fyrr segir er Perim lítil eyja á Bab el Mandebsundi, nafnið þýðir Hlið sorgarinnar og nafnið hefur líklega orðið til vegna þess, hve siglingar eru hættulegar á' þessum slóðum og þess vegna hefur sundið alla tíð haft og ekki hvað sízt nú mikið hernaðarlegt gildi. AlJar skipaferðir til og frá Rauðahafinu og þar með til og frá Súezskurði liggja um þröngu sundin tvö sitt hvoru megin við Perim, Fyrstu brezku hersveit- irnar voru settar á land á Per- im í nóvember 1798, - að beiðni East India Oc, vegna þess, að fé lagið óttaðist, að Napóleon myndi fara um Rauðaliafið í landvinn- ingaleiðangur til Indlands. Árið 1857 tók brezka flotastjórnin við eftirlitinu á eynni. Á síðustu öld var eyjan mikilvæg kolabirgðá- stöð fyrir skip af ýmsum þjóðum sem silgdu þarna um, -en þá voru íbúarinir þar 2500 Arabar og 400 Evrópumenn. Þegar olía leysti kolin af hólmi fækkaði íbúunum á' eynni, því að nú var lítið við að vera. Nú eru þar eðeins 275 íbúar. En hern- aðarmikilvægið er hið sama nú Framhald á bls. 14. Ágirndarfýlan í Reykjavík Herra ritstjóri. Fyrsta góðviðrisdaginn á sumr- inu fór ég með krakkana upp í Heiðmörk. Þegar þangað kom var þar illverandi fyrir fýlunni úr síld- arverksmiðjunum. En þegar heim kom var það verra. Konan hafði haft gluggann opinn móti norðri og stækjan inni var svo sterk, að krakkarnir misstu mat- arlyst. Sá yngsti spurði. Því er ekki bannað að gera svona vonda lykt? Varð ég að svara honum að þetta hafi verið bannað í mörg ár, en sumir menn gætu brotið lög árum saman og yfir- völdin heryfðu sig ekki. Það hefur verið margsannað að hreinsunartæki kosta ekki nema nokkur hundruð þúsund krónur. Samt helzt þessum ríku mönnum uppi að spúa sinni ágirndarfýlu yfir bæinn ár- um saman og forpesta loftið fyr- ir samborgurum sínum í tug- þúsunda tali, og skapa þeim van- líðan. Þessir menn eru svo ósvífn- ir að þeir ljúga að yfirvöldun- um árum saman, og þau þykjast trúa því, að hár reykháfur sé lykteyðandi, þó hver gagnfræð- ingur viti það, að húir reykháf- ar eru gerðir til að skapa sig, en ekki til að eyða lykt. Vildu ekki borgaryfirvöldin leggja á þessa menn dagsektir eins og okkur aðra borgara sem þverskallast við að hlýða lögum? Ég held, að 50 þús. kr. á dag mundu kippa þessu í lag mjög fljótlega, en það mundi auðvitað hvergi geta bætt það tjón og vanlíðan, sem þessir náungar baka okkur. Fyrir nokki-um árum kom ég í síldar- og fiskimjölsverk- smiðju í Þýzkalandi. Hafði ég orð á því við forstjórann, að þar væri engin ólykt, enda var verk- smiðjan í húsaröðinni. Hann hló við og sagði að sér mundi ekki lengi haldast uppi að láta verk- smiðjuna starfa, ef hann spúði fýlu yfir nágrannana, og ætti svo að vera víðar. 22. júlí 1967 J. B. ALÞÝÐUBLAÐIÐ g

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.