Alþýðublaðið - 22.07.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 22.07.1967, Blaðsíða 8
sú trú almenn, að Emmy gaeti skyggnzt inn í framtíðina. Fólkið í þorpinu kallaði hana norn, iivíta norn, af því að hún var ekki vond. Vísindamenn rannsökuðu hana og blaðamenn víðs vegar að reyndu að koma upp um hana sem svik- ara. Emmy tók aldrei við peningum af neinum. Og hún neitaði oft að segja fólki það sem hún sá, Einu sinni heimsóttu hana tveir fréttamenn frá dagblaði í Lond- on og þeir ætiuðu að skrifa grein um iiana og koma upp um svik hjá henni, en hún neitaði að taka á móti þeim. Þeir hæddu hana og hrópuðu ókvæðisorð til hennar til að fá að tala við hana. Loks bauð hún þeim inn í litlu stofuna sína, þar sem nokkrir gest ir voru í miðdegistei. — Þið hafið beðið um að fá að hitta mig ,sagði hún, en ég vildi það ekki. Ég hef engu að leyna. Ég tek ekki við peningum af ykk- ur eða nokkrum öðrum. Ég hef ekkert að selja, en ástæðan fyrir því, að ég neitaði að tala við ykk- ur var sú, að ég neita oft að tala við fólk, vegna þess að ég gæti séð margt, sem ykkur myndi ekki líka að heyra. Og ef ég hef séð eitthvað, þá verð ég að segja frá því. ★ Slysið. — Hvað sjáið þér i sambandi við okkur? spurði annar blaðamað- urinn, imgur maður, sem hét Bob Pearson. — Viljið þér að ég segi það? spurði Emmy. — Ég krefst þess, sagði Pearson og glotti. — Jæja, ég sé yður liggja dá- inn í bíl, þér sitjið fast klemmd- i'.r og ég sé brunaliðsmenn losa yður úr flakinu. Þér eruð látinn. Ég sé vin yðar líka þarna, mikið slasaðan. Blaðamönnunum var allbrugð- ið, en þeir reyndu þó að hlæja að þessu. Stuttu seinna héldu þeir til London. Koikkrum stundum seinna lentu þeir í árekstri við stóran flutningabíl. — Pearson klemmdist við stýrið og brunaliðs menn urðu að aðstoða við að losa hann. Hinn blaðamaðurinn hafði slengzt gegnum framrúðuna og var mikið slasaður. Lengi eftir þetta neitaði Emmy að spá fyrir nokkrum öðrum en fjölskyldumeðlimum sínum. Hún sagði eitt sinn við tengdason sinn, Thomas Mann, að hún sæi hann þakinn gulli. — Þú færð óvænta gjöf yfir haf ið, frá stað, sem er langt í burtu. Og gjöfin er frá einhverjum, sem þú þekkir ekki, ságði Emmy. Nokkrum vikum seinna fékk Mann bréf frá lögfræðifyrirtæki i London og var (hann beðinn að koma til viðtais. Þar var honum sagt, að frændi hans, Edward HÚN VAR KÖLLUÐ HVÍTA NORIS SÍÐDEGIS þann 10. júní í fyrra var dr. Stephen Shaw í sjúkra- heimsókn hjá Emmy Cox sem þá var áttræð að aldri. Hann rann- sakaði hana og skrifaði lyfseðil.. Meðalið við vægri inflúenzu. feau ræddu saman nokkra stund og læknirinn sagði, að Emmy væri stálhraust fyrir utan inflúenzuna, og hann bætti við, að sennilega yrði hún hundrað 'ára. — Það verð ég ekki, sagði Emmy og brosti. Ég á eftir ólifaða nákvæmlega sex mánuði og yfir- gef þennan 'heim um sólsetur 10, desember. Dr. Shaw brosti. — Ég þekki þig, Emmy, sagði hann og ég hef þekkt þig í þrjátíu ár, feú hefur hestaheilsu og þjáist hvprki af hjartabilun né neinu öðru, Ég held, að ég geti lofað þér því að þ'ú fáir að vera meðal okkar mörg ár ennþá. — Viljið þér veðja, læknir, spurði Emmy kankvís. — Eigum við að veðja fimm shillingum? Dr. Shaw kinkaði kolli. — Það er veðmál. Eftir tvö eða þrjú ár er ég viss um að ég sit hérna og drekk te hjá þér. Og þú lifir vafa- laust lengur en ég. Hún hristi höfuðið og brosti. — Þér þekkið mig, læknir, og vit- ið allt um mig. Ég veit að ég mun yfirgefa þennan heim við sólsetur 10. desember í ár, og þér vitið líka að svo verður. Hjartað mun hætta að slá og þér skrifið á dánarvott- orðið að ég hafi -dáið úr blóðtappa. Já, dr. Shaw þekkti Emmy. Og það gerðu líka allir í litla þorp- inu Torton í Worcestershire í Eng landi. ,en þar bjó Emmy Cox í litlu húsi,- sem hét „Goldness Cott- age“. Emmy hafði verið ekkja í nær fimmtíu ár. Hún og maður hennar, William, sem var garð- yrkjumaður, höfðu búið í þessu sama húsi meðan hann lifði og Emmy hafði svo búið þar áfram. Enginn veit,' hvenær þessi dul- arhæfileiki Emmy kom í ljós. Emmy sjálf gat ekki svarað því, en það var einhvern tímann í lok fyrrj.heimsstyrjaldarinnar. — Þá kpm .ein frænka manns hennar í heimsókn. Hún var nýgift og kom moð. eiginmann sinn með sér og var hann hermaður. Emmy gaf þeim te ,og dagurinn leið. En þeg- ar ungu 'lijónin voru að fara, tók Emmy frænkuna afsíðis og sagði við hana: — Þú verður að vera viðbúin 'hinu versta, sagði hún. Ég vil þó endilega aðvara þig. Innan mán- aðar mun maðurinn þinn falla. Eftir tuttugu og þrjá daga færð þú tilkynningu um dauða hans. Stúikan varð óskaplega hrædd, og manni hennar brá einnig illa við það sem Emmy sagði, en hún hélt áfram: — Ég get séð þetta, sagði hún. Þegar ég sat við borð- ið og horfði á þig, sá ég að þú lézt lífið, Johnny. Það er eins gott að ég segi þér þetta nú, svo að þú vitir það. Þá getur þú notað betur þ.ann stutta tíma, sem þú !átt eftir ólifaðan. — En ég hef ekki enn verið sendur á vígstöð, mótmælti ungi maðurinn og þú ert þegar búin að láta drepa .mig. Tveimur dögum seinna fékk hann Skyndilega skipun um, hvert 'hanrt ætti að fara. Og á 23. degi, nákvæmlega eins og Emmy hafði sagt, lézt hann, þegar sprengja sprakk rétt hjá honum. Eftir því sem árin liðu, varð ÞESSI mynd var tekin af Emmy Cox árið’1916, en um það leyti / varð hún þess fyrst vör, að hún gæti séð inn í framtíöina. FRÚ Emmy sést fremst á efri myndinni (í rósóttum kjól). Myndin var tekin fyrir um fimm árum síðan. Fólk kallaði hana hvítu norn- ina. — Víst er hún norn, sögðu menn, en hún er indæl og góS, þess vegna segjum við hvítanornin. 8 22. júlí 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.