Alþýðublaðið - 05.08.1967, Síða 1

Alþýðublaðið - 05.08.1967, Síða 1
Laugardagur 5. ágúst 1967 — 48. árg. 174. tbl. — VERÐ 7 KR, HÚSLEIT I HONGKONG HONGKONG, 4. ágúst (ntb.rt). Um það bil 1000 hermenn og lögreg-Iuþjónar grerðu húsleit í þrem háhýsum í Hongkong í dag, og fundu m. a. leynilegt «júkra- hús' með fyrsta flokks útbúnaði. Flestir hermennirnir komu í þyrl um frá brezkum herskipum. Þyrl- unum var lent á þaki húsanna og þustu hermennirnir síðan inn og um Ieið kom hópur lögreglu- manna inn af götunni. Þetta er fyrsta húsleitin þessarar tegundar, | sem framkvæmd er í Ilongkong. Hermennirnir handtóku 30 manns og komust yfir vopnabúr, þar sem m. a_ var að finna spjót, járnstengur, axir, gasgrímur og mörg spjöld, þar sem á voru rit- uð lirósyrði um Mao Tse Tung. Enginn mótþrói var sýndur í bygg ingunum, þótt hermennirnir og lögreglan skoðuðu allt í krók og kring. Það var lögregluþjónn, sem tók eftir málmplötu á veggn um, en þegar henni var lyft frá kom í ljós sjúkrahús, loftkæld skurðstofa, röntgendeild. slysa- varðstofa, mörg sjúkralierbergi, vel út búin lyíjadeild og fleira. Augljóst var, að sjúkraliusið hafði verið notað fyrir þá Fekingvini, sem særzt hafa í óeirðunum í Hongkong í sumar. Einn maður var handtekinn, þegar hann var að reyna að laumast burt unt bak stiga. í vörum hans fann lögregl an bækling, sem hét: .Hvemig á að búa til sprengju?“. Allar þessar byggingar eru í hverfi þar sem mikið liefur ver ið um óeiröir upp á ~!ðkastið. Kario (NTB-Eeúter). Arabiska dagblaðið Cario Ahram sagði á föstudag, að spurn ingin um enduropnun súezskurð- arins, væri komin undir lausn deilunnar á milli araba og ísrá. elsmanna. E£ þess er æskt. getur skurðurinn verið fyrir uníerð eft ir þrjá mánuði, sagði dagblaðið. Farið varlega Aldrei mun meiri umferS á íslenzkum vegum en um þá helgi, sem nú er a3 hefjast. Aldrei er slysahættan meiri, ef full gát er ekki höfS á- í gærdag var mikiS um árekstra á ;götum Reykja- víkur og margir þeirra stöfuðu af of miklum flýti og aðgæzlu- leysi ökumanna. Látið slíkt ekki henda eftir að út á þjóðvegina er komið. Minnizt þess að gott er heilum vagni heima að aka og að það er allt annað en gaman að vakna við það að bíllinn manns sé orðinn eins eða verr útleikinn en sá, sem myndin er hér að ofan, — ef maður er þá svo heppinn að fá að sjá nokkuð. — Alþýðublaðið óskar öllum ferðalöngum um helgina góðrar ferðar, og vonar, að allir komi aftur jafngóðir og þeir fóru af stað. Upplýsingamióstöð í lögreglustöðinni um PEKING (ntb) ENDA þótt opinber blöð í Kína haldi því fram, að stjórn landsins hafi nú öll ráð í hendi sér alls staðar í ríkinu, er lýðn- um ljóst, að mikil óveðurský eru á stjórnmálahimninum i Kína og nýju : helgina deilur Mao-vina og andstæðinga hans hafa síður en svo verið leyst ar. Undanfarnar vikur hafa geisað blóðugir bardagar í iðnaðarborg inni Wuhan í Mið-Kína og víðar. Það er opinbert leyndarmál, að þeir bardagar eru á engan hátt takmjrirkaðir við Wuhan, og í Peking gengur sá orðrómur, að sérstök „hættusvæði“ séu bæði fyrir sunnan og norðan Yangtze- á. Þáð er viðurkennt I blöðun- um, að íhaldsöm samtök verka- manna og bænda ógni ríkisvald- inu víða. Hin mikla spurning er. hvort Mao-istar hafa töglin og hagld- irnar að því er herinn varðar, — en „nokkrar áhrifamiklar per- sónur“ gera sitt ítrasta til að sá þar fræi úlfúðarinnar. Hað mun hafa úrslitaþýðingu, hvort Mao- istum tekst að halda hernum á sínu bandi og viðhalda einingu innan hans. Hvatningar til hers- ins þess efnis, að ganga á undan með góðu eftirdæmi og ieiðá vilju ráfandi múginn og leioroga óg meðlimi ýmissa herdeilda aftur heim til hinnar réttu U’úar og föðurhúsa Mao, sýna, aj lagt er kapp á að hafa herinn góðann. Frá Hongkong, Tókíó og Prag berast þær fréttir, að sjúkrahus in í Wuhan séu yfirfull af særðu fólki eftir átök síðustu vikna, og B’rh. á bls. 15. Um verzlunarmannahelgina verður starfrækt upplýsingamiðstöð í nýju lögreglustöðinni í Reykjavik til þess að fylgjast með um- ferð á þjóðvegum Iandsins. Er um þetta samstarf milli lögreglunn- ar í Reykjavík, ríkislögreglunnar og umferðarnefndar Reykjavík- ur, að því er segir í fréttatilkynningu, sem Alþýðublaðinu barst um þetta gær. Fer sú tilkynning hér á eftir: „Verzlunarmannáhelgin, mesta umferðar- og ferðahelgi sumars- ins fer nú í hönd. Vitað er um átta skipulagðar útisamkomnr, sem efnt verður til um helgina í öllum landsfjórðungum, svo bú- ást má við mjög mikilli umferð á þjóðvegum. : Til þess að geta fylgzt með um- ferðinni á þjóðvegum landsins hefur ríkislögreglan, lögreglu- stjóraembættið í Reykjavík og Umferðarnefnd Reykjavíkur á- kveðið að koma upp upplýsinga- miðstöð í Reykjavík. Stöðin verð ur starfrækt í nýju lögreglustöð- inni og verður safnað saman upp lýsingum um umferð, veður, fólks fjölda á hinum einstöku stöðum, ástand vega og akstursskilyrði. Upplýsingamiðstöðn mun síðan sjá um að framangreindúm upp lýsingum verði útvarpað, en í . samvinnu við útvarpið hefur ver- ið gerð breyting á tilhögun um- ferðarfræðslu um verzlunarmanna helgina. Dregið verður úr beinni umferðarfræðslu, en þess í stað verður leiðbeininga- og upplýs- ingaþjónusta fyrir ferðafólk auk- in. Þessar upplýsingar verða fengn ar frá löggæzlumönnum, sem eru við gæzlustörf á eða við móts- svæðin, svo og frá vegalöggæzlu bifreiðum ríkislögreglunnar, bif- reiðaeftirlitsmönnum ’ og vega- þjónustumönnum Félags ísl. bif reiðaeigenda. Það er von þeirra aðila, sem að starfsemi upplýsingamiðstöðv- Framhald á 15. síðu. Franska þrepið brást í ráði er, að vísindamenn frá eða einhvers annars. Eldíiaug Bretlandi, Frakklandi, Vestur- inni var svo loks skotið á loft Þýzkalandi, Ítalíu, Belgíu, Holl í gærkvöldi frá Ástralíu, en andi og Ástralíu reyni að vísindamennirnir höfðu mátu- - koma evrópskri eldflaug á lega faðmað hvern annan og loft í nóvember, þótt í gær óskað sjá'lfum sér til liamingju tækist illa til, þegar gerð var með' vel heppnað skei, þegar ' tilraun með slíkt skot. Sú það fréttist, að annað þrep .» flaug átti að fara á .lp'ft 1.-. júlí .eldflugarinnar hefði * kki hag s.l. en skotinu var sífellt frest að sér eins og það 'átti að gera, að, annað hvort vegna veðurs Fram'hald á bls. 15. - .

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.