Alþýðublaðið - 05.08.1967, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 05.08.1967, Qupperneq 7
 Eggert Guðmundsson listmálari: HUGMYNDASNAUÐUST HEIMSSÝNINGIN í Monitreal mun vera ein sú stórkostlegasta, sem hefur verið haldin til þessa. Sýningarsvæðið er að mestu byggt upp á tveimur eyjum, sem hafa verið toyggðar upp úti í St. Lawrence-fljótinu, framan við miðborgina. Bygging eyj- anna er talin vera verkfræðilegt afrek, það verða aðrir að fræða ykkur um þá hlið málsins. Sýn- ingin er sérstaklega vel skipu- lögð og gestum gert létt að kom ast um sýpingarsvæðið, og er hún Montreal og Kanadaþjóð- inni til mikils sóma. Það er gert ráð fyrir að milli 35 — 45 milljónir manna muni heim- sækja sýninguna. Daglega koma 250 — 500 þúsúnd gestir. Öllum, sem þess óska, er gefinn kostur á að kaupá passa, sem gildir fyr. ir fleiri daga. Sýningin verður ekki skoðuð 'á einum degi, það ætti enginn að ætla sér að sjá toana á minna en 10 — 20 dögum og er þá hratt farið yfir. Öllu sýningarsvæðinu er hald- ið hreinlegu, maður hefur vart kastað sígarettu frá sér, að hún sé ekki fjarlægð samstundis af hreinsunardeildinni. — Ég hef aldrei séð sýningarsvæði jafn hreinlegt og sama má um borg- ina segja, hún er íbúum sínum til sóma. Fólkið er viðfeldið, Rurteist og allir virðast vera reiðubúnir að gréiða götu manns. Þjóðarbrotin, sem hér búa, eru mörg, þó munu Frakkar vera í algerum meirihluta eða tveir þriðju allra borgarbúa, enda er meira töluð frönsk tunga en ■enska. Götunöfn og auglýsingar eru í meirihluta á frönsku. Þó virðast alljr toér lifa í sátt og samlyndi. Það er sama frá hvaða heimshorni maðurinn kemur, öll um virðist það sameiginlegt að elska og virða toorgina sína. Þegar maður heimsækir skandi naviska sýningarhúsið, sér mað- ur 5 fána Norðurlandanna tolakta við hún. ísland hefur hlotið mið sætið í fánaborginni. Annars er húsið þunglamalegt og allir gest ir færðir upp á færiböndum eins og notuð eru í fiskvinnsluhúsum. — Eftir að hafa skoðað allar sýningardeildir, finnst mér hlut Finnlands bera toæst. Annars eru allar deildir þessara frænd- og bræðraþjóða, að minum dómi, þunglamalegar og hugmynda- snauðar. Það er fátt, sem lýsir menningu norrænna manna. — Látum fjórar deildir eiga sig. Ég ætla aðeins að tala um ís- lenzku deildina. Að mínum dómi og ég veit margra annarra, mun hún vera hugmyndasnauðasta og minnst segjandi allra sýning- ardeilda Heimssýningarinnar. — Það gullna tækifæri, sem ís- landi gafst á að fræða milljón- ir manna um tilveru sína, er alls ekki notað. Það ber mest á nokkrum mislitum hrauns^ein- um, eins og þeir eigi að tákna menningu okkar þjóðar. Þar eru einnig nokkrar ruglingslegar svart- og tovítmyndir, sem virð- ast vera bland af teikningum og ljósmynd.um. Þeim er ætlað að lýsa sögu okkar og fegurð landsins. Að mínum dómi eru allar myndirnar misheppnaðar og fálmkenndar, tilraun til þess að þjóna duttlungum einhvers tjáningarforms, sem því miður, hefur algjörlega misst marks. Ef þjóðin hefur ráð á því að ‘henda milljónum í peningum í þennan kostnað, ber henni einn- ig að fela verklegar framkvæmd ir og skipulag í hendur list- fengra og hugmyndaríkra manna, en þar skortir á. Það þýðir ekki að hylja sannleik- ann og reyna að telja okkur trú um það, að sýningardeildin ís- lenzka hafi vakið hrifningu gest- ÖMMUUÓÐ / II HOFN HAMINGJAN er litlar, bleik- ar rækjur, sagði „fallegasta amma í heimi“, þegar hún kom til Kaupmannahafnar á laug- ardaginn. — Marlene Dietrich kom beinustu leið frá heims- sýningunni í Montreal, — en mörgum finnst, að það ætti að hafa hana sjálfa til sýnis þar í glerbúri, — svo kóstulega ung leg og falleg sem hún er. Mar- lene sagði við komuna til Hafn ar, að hún væri kannski alls ekki eins gömul og menn toéldu. Hún væri nefnilega.á- kaflega ung í anda og lifði fyrir dpttur sína, barnatoörnin og einstöku sinnum fyrir söng- inn. Hún ætlar að syngja þetta fræga „Sagt mir wo die Blu- men sind“ fyrir Kaupmanna- hafnarbúa og hún hló, þegar liún var að því spurð, hvað henni fyndist um stuttu pilsin. „Ég var með pilsin uppi á lær um áður en þér fæddust“, sagði hún með blómvönd í fanginu og pilsið á hnénu. • anna. Því miður tókst mér ekki á þeim tíma, sem ég dvaldi á Heimssýningunni að hitta einn einasta mann, sem hreifst af íslandsdeildinni. Eftir að ég yf- irgaf sýningardeild íslands var ekki frítt við að ég, hreint sagt, skammaðist mín fyrir að vera íslendingur, hver var valdur að því að saga, sem skapaði tilveru þjóðar okkar, var svo rækilega falin. — Ég ihélt beint inn á sýn- ingarsvæði Afríku-ríkja. Þar sótti ég mikinn fróðleik um sögu og toaráttu undirokaðra þjóða. Það get ég eihnig sagt eftir heimsókn í skála Indíánanna — merkileg sýningardeild, sem skýrt og skorinort lýsir bar- áttu þessara þjóða við 'hinn hvíta mann í sínu eigin landi. í listasafni Heimsýningarinn- ar gefur að líta mörg þekktustu nöfn listamanna frá öllum þjóð- um heims. Því mátti ekki sýna þar nokkur verk eftir íslenzka listamenn, til dæmis Ásgrím Jónsson, Jón Stefánsson og Ein- ar Jónsson, myndhöggvara. Eft- ir því sem ég næst komst, var þess óskað frá forstöðumönnum Heimssýningarinnar, en einhver daufheyrzt við þeim óskum — okkar íslenzku þjóð til mikils skaða. GJAFABREF prA 5unolaucarsjúO) SKÍLATÚHSHCIUILI5INS ÞETTA ERÉF ER KVITTUN, EN PÖ MIKLU FREMUR VIDURKENNING FTRIR STUDN- ING VIÐ GOTT MÁIEFNI. BttKJAVlK, Þ. 1t. r.h. tundlauganiöit UVeXnhalnltilM KR._________ AUGLÝSIÐ í Alþýðublaðinu ÍSLENZKA DEILDIN 5. ágúst 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.