Alþýðublaðið - 05.08.1967, Qupperneq 5
SENDIBRÉF
TIL SÉRA JÓNS
Á MIÐVIKUDAG var sextugasta ártíð Bene-
dikts Sveinbjarnarsonar Gröndals. Ekkert dagblað-
anna sá ástæðu að minnast af því tilefni höfundar
Heljarslóðarorrustu, Dægradvalar og fjölmargra
listrænna kvæða, sem leiftra af andagift, tilfinn-
ingu, skopi og ádeilu. Erum við íslendingar svona
fljótir að gleyma snillingum?
Gröndal var óheppinn í samkeppninni um lýð-
hyllina. Ungur gerðist hann þjóðskáld, en varð
að víkja fyrir Steingrími dg Matthíasi um áhrif
og vinsældir. Nú þekkja allt of fáir skáldskap
hans, og veldur nokkru, hvað ritsafn Gröndals
er seinlesið. Það minnir helzt á Sturlungu meðal
fornsagnanna. Þó ættum við ekki að 'fara þess á
mis fremur en hennar. Gröndal var svo skemmti-
legur höfundur, að mér finnst hann forvitnileg-
astur af skáldum fyrri aldar, þó að tækni og smekk
vísi Matthíasar og Steingríms væri frábærari í
beztu ljóðum þeirra, svo að ekki sé minnzt á
Jónas og Grím. Hins vegar er hæpið að gera
upp á milli slíkra meistara. Maður ætti sannar-
lega að muna þá alla og meta að verðleikum.
Umdeilanlegt stórskáld
Gröndal var fjölhæft en mistækt ljóðskáld.
Snjöllust eru þau kvæði hans, sem túlka skop og
ádeilu, þar naut sin öfgakennd hugkvæmni þessa
rammíslenzka heimsborgara, vanstillt lífsgleði og
óvægin fyndni. Eigi að síður tókst honum oft
snilldarlega að tjá náttúruskyn og ásthrifni, þrátt
fyrir bruðlunarsemina í orðavalinu, sem iðulega
varð óhemjuskapur. Ilann er umdeilanlegt stór-
skáld líkt og Einar Benediktsson, en Gröndal kom
sér aldrei upp trúarsöfnuði dyggra aðdáenda lífs
eða liðinn. Skáldskapur lians í bundnu máli er
fremur rannsóknarefni en nautn. Hann minnir á
torfært en sérjcennilegt landslag. Þar verður að
leita vel að fegurðinni-, gefa sér nægan tíma og
skyggnast glöggt, sætta sig við grátt og úfið grjót
. til að finna græna og mjúka bolla. Þeir finnast
samt, og þangað er gott að koma.
Auk þess var Gröndal harla misskilinn vegna af
stöðu sinnar til skáldskapar samtíðarinnar. Gegn
ir furðu, að hann skyldi dæmast gamall og íh'alds
samur af andúð sinni á raunsæisstefnunni, en
sök þess var mjög Gröndals sjálfs. Hann líktist
krónu á fornum meiði, og blómi hennar var fag-
ur og ilmríkur, þó að fúa kenndi í stofninum,
Snilld og unun
Skáldskapur Gröndals í óbundnu máli er aftur
á móti snilld og unun, sem enginn læs íslend-
jngur getur án verið. Mest virði er Heljarslóðar-
orrusta, þessi kostulega ýkjusaga, sem lyftir sam-
ííðarviðburðum í æðra veldi bókmennta á heims-
mælikvarða. Stílfræðilega mun Heljarslóðarorr-
usta einna helzt á borð við Gerplu Halldórs
Laxness, gamalt verður nýtt, ryðbrunnið járn er
brætt, steypt og mótað í hart og glitrandi stál
málsins og ritfiminnar. Úrslitum ræður þó ó-
gleymanleg frásögn, þar sem flugeldar gaman-
seminnar dansa eins og bragandi norðurljós á vetr
arhimni. Mig skal ekki undra, að Gröndal yrði
hláturgjarnt við matborðið í stúdentagarðinum
í Louvain suður, þegar hann samdi og ritaði sög-
wna þá. Og bágt er, að hún skuli enn ekki hafa
verið gefin út við hæfi. Á tungu stórþjóðar hefði
Heljarslóðarorrusta gert höfund sinn heimsfræg-
an.
Dægradvöl er og listilegt afrek. Gröndal fer
þar víða á þvílíkum kostum, að lesandinn ýmist
hrífst eða hneykslast af þessari einstöku ber-
sögli. Myndir fólks og atburða þyrpast fram eins
og sýning, og Gröndal lætur að hafa allt á horn-
VIÐLEITNI
um sér, ef honum mislíkar, svo er alvaran glelt-
in. Sjaldan hefur öldungur verið yngri í andan-
um og iieitari í skapinu en Benedikt Sveinbjarn-
arson Gröndal, þegar hann færði endurminning-
ar sínar í letur að kvöldi ævidagsins. Nýja út-
gáfan af Dægradvöl er Ingvari Stefánssyni og
Máli og menningu til sóma og ætti heima í sér-
hverjum íslenzkum bókaskáp.
Ógleymanleg heimsókn
Gaman hefði verið að .sjá og 'heyra Benedikt
Gröndal, og liggur við, að svo sé, það er Þor-
steini heitnum Erlingssyni' að þakka. í ritinu, sem
kom út á áttræðisafmæli Gröndals árið áður en
hann dó, lýsti Þorsteinn ógleymanlega heimsókn
í hús meistarans við Vesturgötu. Gröndal stendur
manni ljóslifandi fyrir hugarsjónum að loknum
þeim lestri. Þorsteinn Erlingsson fjallar um skáld-
skap hans af hófsamri en ynnilegri aðdáun og
herrnir vinnubrögð hans önnur. Mér finnst ég
sjái Gröndal lesa, skrifa og teikna af frásögn
Þorsteins, svo er hún skilmerkileg. Hann rekur
fjölhæfni gamla mannsins, sem var sívinnandi
fram í andlátið og lét sér ekkert mannlegt óvið-
komandi. Kannski hefur marglyndið dreift hæfi-
leikunum, en einstakt er að leggja stund á öll
þau fræði, sem Gröndal iðkaði. Hann dáði forn-
öldina og kunni tungur Grikkja og Rómverja og
varð sér þannig úti um sígilda menntun. Jafn-
framt gaf hann samtíðinni ríkan gaum. Honum
létu margs konar náttúrufræði, og er merkilegt,
hvað þau vísindi hafa fallið vel að íslenzku máli
og skáldskap nítjándu aldar. Kennir þar senni-
lega fordaemis og áhrifa Jónasar Hallgrimssonar.
Og Gröndal kunni skil á ýmsum menntum líð-
andi stundar úti í heimi. Hann var hvorki þröng
sýnn né einangraður, þó að ísland væri afskekkt
á hans tíð og Reykjavík aðeins smábær. Bér að ]
harma, að hann þýddi ekki meira en raun varð á, ]
því að ■ þá íþrótt hafði hann snilldarlega á valdi
sínu og umfram samtíðarmenn, ef Steingrímur
Thorsteinsson er undan skilinn, þýðingarnar á
ævintýrum H. C. Andersens og Þúsund og einni
nótt eru gersemar, en framtak Gröndals var svip-
að, þegar honum tókst bezt. Og heimsbókmennt-
ir las hann á frummáli eins og fornsögurnar.
Gröndal sór sig rækilega í föðurættina, en þáði
og mikinn arf frá móðurfrændum.
Loks er þess að geta, hvað Gröndal var gagn
kunnugur íslenzkum alþýðukveðskap og nam glöggt
listgildi hans. Hann tamdi sér aldrei námhrokans
nauma geð, þrátt fyrir alla skapsmunina. Þess
vegna gerði hann kotakarlana í Eyvindarstaða-
hverfi og á nesi-nu þar í kring ódauðlega með því
að nefna þá í Dægradvöl. Gröndal fór ekki í
manngreinarálit um dagana.
Nízkasta stjúpa
Höfuðborginni væri það. ærinn sórni, ef heimili
Gröndals hefði varðveitzt, bókakostur hans, húsmun
ir, teikningar og aðrar eigur, sem nú munu glatað
ar. Um það tjóar ekki að fást. Reykvíkingar sinna
ekki slíkri skyldu að rækja minningu snillinga
eins og Benedikts Gröndals og Þorsteins Erlings-
sonar, þó að kostur hafi vcrið. Þeim virðist sárs-
aukalaust að láta dýrmætar heimildir týnast.
Munur er í þessu efni að koma til Akureyrar
og sannfærast um, hvernig Norðlendingum ferst
við minningu Nonna, Matthíasar Jochumssonar og
Davíðs Stefánssonar. Þeir telja ekkj eftir sér að
muna þrjá. Reykvíkingar hafa engu skáldi sýnt
hæfilegan og verðskuldaðan sóma. í því efni er
höfuðborgin eins og nízkasta stjúpa. Hún leggur
dugnað sinn og myndarskap í að innheimta út-
svör. Helgi Sæmundsson.
ASTKONA LÆKNISINS. För
frostneíterne. Norsk. Leikstjórn,
handrit og klipping: Arnljot Berg.
gerð eftir skáldsögu Sigurd Hoel,
Fijorten dag'e för frostnetterne..
Kvikmyndun: Hans Nord. Aðal-
jiU-lverk:- Ajnie Lie, Anne.Lislel
Tangstad, Inger Marie Andersen,
Rolf Söder, Ingrid Valvik og
Carsten Wnger. Stjörnubíó.
Það er einbver viðleitni í þess-
ari kvikmynd — viðleitni, sem
beinist í þá átt að fara ekki troðn
ar slóðir í efnimeðferð, heldur
gera tilraun til nýstárlegrar og
lífrænni kvimyndagerðar. Auð-
vitað eru áhrif — áhrif frá evr-
ópskri kvikmyndagerð síðustu
ára.
Þennan Arnljot Berg þekki ég
ekki, en hygg, að það búi eitt-
hvað í honum. Sum atriðin eru
ágætlega gerð. Of mikið er um
nærmyndir, sem virðist megin-
uppistaða myndarinnar, og eru
þær oft með svipuðu sniði —
þannig að endurtekninga gætir
um of. Myndin verður af þeim
sökum stundum leiðinleg og jafn
vel langdregin.
Efnið er ómerkilegt: sannkall-
aður læknisróman. Giftur læknir
á þrjú börn, fær sér hjákonu með
an frúin er að heiman. (Innan
sviga má gjarnan geta þess, að
hann hefur áður lagzt með ungri
stúlku). Þau lifa hamingjusömu
lífi í sumai'bústað hans. Svo kem
ur eiginkonan. Hún veit um sam
band hans við hjákonuna, ætlar
að fremja sjálfsmorð, hann bjarg
ar henni. Þau komast að þeirii
niðurstöðu, að þau geta ekki skil
ið; börnin, heimilið og starfið
tengja þau saman. Hversdagsleik.
inn íærist aftur yfir.
Myndin er yfirleitt þokkalega
leikin. Það má rnæla með þess-
ari kvikmynd á þeim forsendum,
hve aðrar myndir, sem sýndar
hafa verið í sumar eru að jafn-
i aði lélegar — og svo auðvitað til
! að kynnasft norskri kvikmynda-
gerð.
Sigurður Jón Ólafsson.
Ferðafólk athugið
Viðgerðir á gúmmí-
bátum og gúmmi-
vindsængum
Gúmmíbátaþjónustan
Grandagarði. — Sími 14010.
Laus staða
Staða fræðslustjóra i Hafnarfiði, sem j.tfn-
framt 'verði framkvæmdastjóri æskulýðsráðs
og íþróttanefndar er laus til umsóknar. Kenn-
arapróf og starfsreynsla sem kennari er á-
skilið.
Umsóknarfrestur er til 30. ágúst n.k.
Bæjarstjórinn í Hafnarfirði.
Bókasafnið í Hafnarfirði
óskar að ráða aðstoðarbókavörð til eins árs frá
1. september n.k.
Umsóknarfrestur er til 20. þ. tm.
Upplýsingar hjá bókaverði.
Bæjar- og héraðsbókasafnið í Hafnarfirði.
5. ágúst 1967
ALÞÝÐUBLAÐID §
. .................................... j ■■ -----------—,..i •