Alþýðublaðið - 05.08.1967, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 05.08.1967, Qupperneq 4
Kitstjórl: Benedlkt Gröndal. Slmar 14900—14903. — Auglýslngasfml: 14908. — Aösetur: AlþýöuhúsiO vlö Hverfisgötu, RvrDc. — Prentamlöja Alþýöublaöslns. Slml 14905. — Áskrlftnrgjald kr. 105.00. — t lauia- aölu kr. 7.00 eintakiö. — Útgefasdl: Alþýöuflokkurinn. Sjónvarpið enn ÍSLENZKA SJÓNVARPIÐ, sem nú hefur aftur tek- ið upp sendingar eftir sumarleyfi, nær til rúmlega þriðjungs af landinu, þar sem búa um 135.000 af tæp- lega 200.000 landsmönnum. Þetta er mikil útbreiðsla eftir aðeins tíu mánaða starf. Þó mun á næstunni verða spurt: „Hvað líður dreif ingu sjónvarpsins um landið? Hvenær nær það til þeirra landshluta, sem enn hafa það ekki? Undanfarna mánuði hefur verið settur upp fjöldi lítilla endunvarpsstöðva á Suðurlandi og Vesturlandi, ÍLestar aðeins 3 wött. Þeim er það sameiginlegt, að þær geta náð útsendingu Reykjavíkurstöðvarinnar nógu vel til að endunvarpa dagskránni í næsta ná- grenni, Mun verða bætt við nokkrum slíkum stöðv- um næstu mánuði til að þétta það net, sem hægt er að 'byggja á sendistöðinni á Vatnsenda. Til að koma sjónvarpsdagskránni til fjarlægari hér- aða verður hins vegar að reisa fjórar stórar eudur- varpsstöðvar, sem verða 5.000 wött hver. Aðalstöð in verður á Skálafelli. Hún á að ná til norðurlands, sérstaklega niður í Eyjafjarðardali, til endurvarps- rstöðva fyrir einstakar byggðir. Stór stöð á Vaðlaheiði mun síðan senda dagskrána til Austurlands. I Stykk Ushólmi verður stór stöð til endurvarps til Vestfjarða. Um þessar mundir er verið.að bjóða út tvær fvrstu ‘stöðvarnar í þessu kerfi, fyrir Skálafell og Stykkis- hólm. Hafa staðið yfir nauðsynlegar mælingar, sem eru umfangsmiklar, og hefur til dæmis verið reist til- ■raunamastur fyrir loftnet á Skálafelli. Mælingar fyr- ir sendingu til Austurlands geta ekki farið fram, fyrr en dagskráin er komin norður. Ríkisstjórnin sýndi miltla framsýni, er Hún tryggði -sjónvarpinu sem tekjustofn aðflutningsgjöld af sjón varpstækjum. Þessar tekjur renna ekki til dagskrár- innar, heldur eingöngu til dreifingar sjónvarpsins um landið. Hefur Útvarpið nú mildð fé tjl þeirra þarfa, en hraði framkvæmda hefur mótazt af því að Lands síminn hefur takmarkaðan kost starfsmanna og mæli tækja. Verður vonandi unnt að bæta úr því og flýta þessu máli. Væri æskilegt, að sjónvarpið næði tjl fyrstu staða á Norðurlandi og Vesfjörðum þegar næsta sumar. Uppbyggingu sjónvarpsstöðvarinnar við Laugavegí Reykiavík er langt komið og viðbótarstarfslið verður þjálfa^ á næstu mánuðum. Stöðin, tækjakostur og rnanr.ahald hefur allt frá upphafi miðazt við 6-7 daga útsendingu, og mundi lítill sem enginn sparnaður ’-verða, þótt starfseminni væri haldið í 4 dögum. Þau .auái hafa ekki áhrif á dreifinguna, og það hefur verið tryggt. Áhrif sjónvarpsins í líf einstaklinga, fjölskyldna og annarra stofnana eru irikil og ruglandi í fyrstu, en þau breýtrst mjög, þegar nýjabrumið fer af Þess vegna miða stjórnendur sjónvarpsins gerðir sínar við næstu ár, en ekki næstu vikur. 4 5. ágúst 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ MATUR ER MANNSINS MEGIN Kjötuppskrift helgarinnar K J M 0 T B ✓ U R I Ð Lambrúllur m/ sveppasósu. Afturhryggurinn er losaður frá beininu og rúllaður saman. Seglgarni vafið utan um hann mcð 3—4 cm millibili. Síðan er hryggurinn skorinn í sneiðar og steiktur á pönnu á sama hátt og buff. Bezt er að steikja hann við góð an hita báðum megin og síðan við minni hita þar til hann ec steiktur að fullu eftir 5-6 mín. Framreidd- ur með sveppasósu gulrótum, grænum baunum og steiktum kartöflum. Sveppasósa. Nýir eða dósasveppir eru soðnir í rjóma, jafnað með smjör- bollu, bragðbætt mcð kjötkrafti og papríka dufti Bakarí H. Bridde ENGA FVRIRHÖFN í FERÐALAGIÐ: HAMBORGARBRAUÐ PYLSUBRAUÐ SANDWICH BRAUÐ í PLASTFILM FORMKÖKUR í PLASTFILM VÍNARBRAUÐ Í PLASTFILM Bakarí H. Bridde MIÐBÆR SÖEBECH- VERZLUN VÖRUVAL VÖRUGÆÐI. HÁALEITISBRAUT 58-60. SÍMAR: 38844 — 38855 BÚÐARGERÐI 9 SÍMI 32140. Fiskuppskrif laugardagsins s Æ V E R Þorskur í ofni. 1 kg. af þorski er skorið í 3 cm. þykkar sneiðar og velt upp úr hveiti. Lagt í smurt eldfast mót. 150. gr. af lauk skor- ið smátt og sett ofan á þorskinn ásamt 2 tsk. af salti, 3 lárvið- arlaufum, 6-8 heilum piparkornum, 3. dl. af ■hvítvíni hellt yfir þorskinn og 100 gr. smjör eða smjörlíki skorið í bita og látið hér og þar á réttinn. Soðið í ofni í Vi klst. Borið fram með soðn- um kartöflum og steinselju. Kjötbúrið ferffa- nestiff. A MATAR- BORÐIÐ Á KAFFI- BORÐIÐ Blómabúðin ERIKA FISKBÚÐIN SÆVER HÁALEITISBRAUT 58-60 BEZTI FISKUR BORGARINNAR. Ávallt glænýr. MIÐBÆR HÁALEITISBRAUT 58-60. ★ LAUGIN í LAUGARDAL. I Sólardagana í sumar hafa sjólfsagt margir velt því fyrir sér hvcrnig á því stendur, að milljónamannvirkið nýja í Laugardaln um, sundlaugin stóra, skuli ekki hafa verið opin almcnningi. Mundi þó margur vafalaust hafa kunn að vel að meta það að fá sér sundsprett og baka sig í sólinni. Ekki kunnum við svör við þessu, en vera má, að laugin sé enn ekki tilbúin á innra borði, þótt hún virðist það að utan. Þó er ekki laust við, að okkur minni að hún hafi verið vígð, þegar sem flest mannvirkin vorix vígð, hérna um árið þegar kosið var í borgarstjórn, cn það kann þó að vcra misskilningur. Annars hafa verið haldin sundmót í þessari nýju laug, og það meira að segja oftar ertn einu sinni, svo varla getur mikið á það vantað, að hún sé full búin Bygging hennar hefur hins vegar tekið lang an tíma, og hlýtur það að vera dýrt spaug fyrii? Reykjavíkurborg, og þá um leið fyrir okkur, sem greiðum útsvörin, að standa lengi uppi með hálfi Framhald á bls. 15. ♦

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.