Alþýðublaðið - 05.08.1967, Side 8
»inn mánuð. En þegar þessi tími
er á enda eru þeir, sem hölluðust
á sveif með andspymumönnum,
þeir sem mótmæltu, sem undirrit-
uðu kröfuskjöl yfirlýsingar eða
því um líkt, hundeltir, fangelsað-
ir og píndir af PIDE. Portúgalsk-
ir lýðræðissinnar mega ekki
mynda flokk né neins konar sam-
tök. Salazar hefur komið á stjórn
arháttum, sem studdir eru af of-
stækisfullu alþýðusambandi, sem
er háðung frjálsra alþýðusam-
banda. Verkfallsréttur er talinn
glæpur.
Starfsmannafélögin, sem eru
eftirlíkingar af fasistasamtökun-
um á Ítalíu og þannig undir stjórn
ríkisvaldsins — lýsa því yfir, að
það sé ekki um að ræða neina ó-
einingu yfirvalda og verkalýðs. í
P>EGAR síðari heimsstyrjöldinni
lauk virtist svo sem fasima yrði
útrýmt í Evrópu, líka á Spáni og
í Portúgal. En sú varð ekki raun
in. Alþjóðlcgir hagsmunir og aft-
urhaldsöfl í löndum sigurvegar-
anna óskuðu ekki eftir lýðræðis-
legum stjórnarháttum. Og ein-
valdarnir á Pýreneaskaga sátu
sem fastast í veldisstólum sínum
og harðstjórn Salazar í Portúgal
sóttist eftir því að gerast aðili
að alþjóðasamtökum eins og SÞ
og EFTA, þar sem bundizt hafa
samtökum þjóðir, sem leita friðar
og frelsis . . . Portúgal fékk inn-
göngu! En ekkert hefur breytzt í
landinu.
Salazar hefur hert tökin vegna
hefur jafnvel hert tökin vegna
nýlendustríðsins. Einveldið kemur
fram eins og lögleg ríkisstjórn,
þegar það á aðild að samtökum
lýðræðisríkja. Hið svokallaða
,.þing“ í Portúgal er skipað full-
trúum eins flokks. Það hefur ekk.
ert vald né neins konar eftirlit.
með aðgerðum ríkisstjórnarinnar.
Lýðræðisleg andspyrna í Portú-
gal hefur verið svipt öllum rétt-
indum. Leiðtogar hennar hafa
reynt að koma af stað umræð-
um og boða aðra stjórnmálastefnu
á meðan á hinni svokölluðu kosn-
ingabaráttu stendur, en það er >
FASISTASTJÓRN Salazars, einræðis*
herra Portúgal, hefur í 40 ár hneppt
pcrtúgölsku þjóðina í fjötra kúgunar-
innar. Rannsóknarlögreglan PIDE er sí-
fellt á verði og tekur fastan hvern þann,
sem lætur í Ijósi gagnrýni á stjórnina
eða kvartar undan því, sem yfirvöídin
leggja á hann. Ritskoðun, skoðanakúg-
un, frelsisskerðing, aftökur, — þetta er
það, sem portúgalska þjóðin á við að
búa, og þó er ástandiö ennþá verra í
þeim löndum, sem áður voru nýlendur
Portúgala.
Portúgalsstjórn hafnar öllu lýðræði,
— þó sitja fulltrúar hennar við hlið full-
trúa lýðræðislanda á alþjóðaþmgum og
orð þeirra og atkvæði gilda þar til jafns
við hina.
HVERS VEGNA?
fasistísku einræðisríki er lögregl-
an sífellt á verði, með nefið niðri
í öllum einkamálum allra þegna
ríkisins og sivakandi eftirlit er
haft með öllu, sem fram kemur,
— sérhyer kvörtun eða mótmæli
eru kæfð í fæðingunni. Þetta er
fasistískt einræði.
Trúðu erlend stjórnarvöld raun-
verulega á föðurlega umhyggju
Salazar, þegar hann gerðist sek-
ur um þá glæpi, sem eru einkenn-
andi fyrir einræðisherra? Það er
augljóst, að erlendir valdhafar
vildu trúa því, að glæpirnir væru
framdir af föðurlegri umhyggju,
sem þeim fannst hæfileg og afsak
anleg. Þegar lýðræðissinni situr
vð hlið fulltrúa Salazar, er það
tákn þess, að hann sé að reyna að
gleyma þem hræðilegu örlögum,
sem Portúgal hafa verið búin und
ir afturhaldssamri einræðisstjórn,
— annars gæti honum ekki liðið
vel.
Aftaka Delagado hershöfðingja
og nýlendustyrjaldirnar við þjóð-
ir Angoia, Por.túgölsku Guineu og
Flóttamenn, fórnarlömb nýle:
berjakörfur á herðum á leið tjl
Portúgal.
8 5. ágúst 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ